Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn AF GRIKKLANDI Helgi Briem Sæmundsson Við ströndina í Kardamili stendur lítið hús úr steini. Þar er eldhús og hreinlætisaðstaða fyrir gesti sem eru í baði í sjónum fyrir framan. Húsið stendur á stórum akri þar sem gömul ólífutré og nokkur mór- berjatré með blaðríkum krónum veita skugga fyrir um 20 stór borð fyrir gesti fyrir framan kjarna- húsið. Staðurinn heitir Elies og er jafnan opnaður um páska og er ein- göngu með borð úti, undir ólífu- trjám. Nú er hann að fyllast af gestum því djasshljómsveit með sjö hljóðfæraleikurum og söngkonu er að undirbúa sig fyrir konsert, sem er einn af yfir áttatíu tónleikum í Kardamili á einni viku; þeir fyrstu hefjast klukkan 10 á morgnana og þeir síðustu ekki fyrr en klukkan 11 á kvöldin meðan á hátíðinni stendur. Sólarlagið, sem er séstak- lega fallegt á þessum stað, er á þessum tíma árs um klukkan 18. Fólkið hér mælir sér gjarnan mót eftir tímasetningu á borð við „þeg- ar sólin er tvær fingurbreiddir yfir sjónarhring“. Beint flug frá Noregi Hljómsveitin sem er að hefja leik er frá Sarpsborg í Noregi. Og það eru aðallega Norðmenn sem hafa staðið fyrir þessu festivali síðustu fjögur ár. Nú í ár er hefst fimmta djasshátíðin í Kardamili 12. maí. Og fjölmargir Norðmenn sækja hátíðina enda er beint flug vikulega á milli Osló og Kalamata á þessum tíma, og allt sumarið, en Kalamata er stærsta borg á Suður-Pelopon- nes skaga. Kardamili er í 37 km fjarlægð frá flugvellinum þar en 250 km frá Aþenu, með hraðbraut nær alla leið. Ferðamenn stoppa ekki margir í Kalamata, heldur taka oft bíla- leigubíl og halda áfram veginn yfir 400 metra hátt fjall suður af Kala- mata. Eftir 25 km ferð opnast glæsilegt útsýni til suðurs yfir alla ströndina og rúmlega 10 þorp, sem sitja eins og perlur við ströndina, mörg önnur eru uppi í fjöllunum, í allt að 500 metra hæð. Hæsti tind- ur fjallahryggsins Taigetos nær 2450 metra hæð. Af þessum þorp- um er Kardamili mest áberandi. Þorpið á friðuðu svæði Þetta svæði heitir Mani, var áður mjög einangrað og hefur verið við- fangsefni nokkurra rithöfunda, sem skrifuðu gjarnan um sjóræningja og blóðhefndir á fyrri öldum. En það er gömul saga sem nú er fyrir löngu búin. Af þessum höfundum er Bretinn Patrick Lee Fermor frægastur fyrir ferðabækur sínar. Hann barðist í stríðinu í gríska hernum og settist svo að í ellinni í Kardamili og dó þar og gaf Benaki- stofnuninni hús sitt við ströndina. Í Mani er enn hægt að fá gist- ingu fyrir 20 evrur og veitingar á veitingahúsum eru samsvarandi ódýrar. Engin stór lúxushótel eru á svæðinu, því að það er friðað. Fiskirækt sem var í undirbúningi framundan baðströndinni í Karda- mili var stoppuð af ríkisvaldinu. Rökin eru augljós: Annaðhvort gróði fiskiðju eða gróði af ferða- fólki. Þess vegna eru mörg húsin göm- ul og þorpin halda sínum stíl. Hús- in við aðalgötuna eru flest tveggja hæða. Neðri hæðin er oft verslun eða taverne, en á efri hæðinni býr stundum enginn og henni er ekkert haldið við. Íbúar Mani eru flestir fátækir og borða mest ólífur, olíu og brauð. Vegurinn frá Kalamata suður til Mani er krókóttur og þessi mjói þjóðvegur með tveim akreinum er auk þess lokaður þegar skrúðganga eða gleðiganga djasshátíðarinnar fer fram. Þá myndast biðröð af bíl- um beggja vegna við þorpið en enginn mótmælir stöðvuninni. Þessi skrúðganga hefst klukkan 19, þeg- ar sólin er sest, og er gengið til torgsins. Margir bera sólhlífar þótt að hvorki sé sól eða rigning. Í maí rignir stundum í einn einasta dag á svæðinu. Djass frá morgni til kvölds Djasshátíðin var stofnuð fyrir fimm árum af hinum norska Sarps- borg Jazzclub og er hún alltaf hald- in í fyrri hluta maímánaðar. Á þessu tímabili skín sólin oft allan daginn, og vikum saman og hitar hafið við ströndina. Á kvöldin er loftið gott og þægilegt að sitja úti. Spilararnir koma frá ýmsum löndum, Noregi, Grikklandi, Sví- þjóð, Englandi, Skotlandi, Banda- ríkjunum og Argentínu, en þó eru flestir frá Noregi. Þeir spila oft í ýmsum hópum þó að þeir komi upphaflega með einhverri annarri grúppu. Oslo Swingers Club býður upp á sjóferð með partýskipi tvo dagana, með inniföldum hádegismat og stoppum til að synda í sjónum . Það er sú eina skemmtun hátíðar- innar sem rukkað er fyrir. Á meðan á hátíðinni stendur eru eins og fyrr segir djasstónleikar á daginn og fram á kvöld, á litlum sem stórum veitingahúsum og að- gangur er allsstaðar ókeypis. Veit- ingastaðirnir eru yfirleitt einfaldir, enda er talsvert af fátæku fólki þarna og flestir staðirmir eru lok- aðir yfir veturinn. Útlendingar segja oft að Grikkir séu latir og lifi allan daginn sitjandi fyrir utan kaffihúsin. En raunsæir telja þetta misskilning, því að ólifuuppskeran tekur bara einn mánuð og þeir sem sitja út á kaffihúsunum eru að bíða eftir næstu uppskeru. Sumarleyfisparadís Þegar komið er frá Kalamata til Kardamili er fyrst að fara yfir litla brú við jaðar bæjarins. Undir henni er á, sem flytur bara vatn á vet- urna, en nú er enginn snjór lengur nema í háfjöllunum. Ef gengið er upp árfarveginn er eftir eins til tveggja tíma göngu komið að gömlu kaustri, sem virðist vera í eyði, þar er oft enginn heima. Klaustrið er frægt fyrir að eiga gamalt upprunalegt handrit af kafla úr Lúkasar-guðspjalli, ritað á pergament. Nú er handritið fyrir löngu komið á safn, en afrit á pergamenti geta gestir skoðað. Vegurinn til baðstrandarinnar við Kardamili liggur frá torginu yf- ir farveg árinnar. Nóg framboð er af húsnæði fyrir gesti nema í ágúst, þegar allir Grikkir fara samtímis í frí. Þá er ekki hægt að fá kústaskáp á leigu, segir þýskur rithöfundur, sem hef- ur búið þarna í yfir 30 ár. Fáir leigubílar eru til staðar, en mælt er með því að taka bílaleigubíl frá flugvelli eða frá Kardamili og njóta þess að skoða umhverfið. Á nokkrum stöðum við ströndina eru vatnsmiklar lindir, sem streyma upp úr hafinu og sumar um 100 metra frá baðströndum en yfir lindunum bólgnar hafflöturinn og sundfólk getur þá forðast þetta ískalda vatn ef það vill. Á þessum tíma ársins liggur snjór á tindi Taygetos en bráðnar fljótt, þetta kalda vatn er þó langan tíma að komast niður á láglendið, mest neð- anjarðar. Það kemur sér vel á sumrin, þegar oft rignir ekki vikum saman. Þessu vatni svo og rigning- arvatni safna bændurnir yfir vet- urinn í vatnsgeymslur, oftast úr steini. Þeir nota það sem neyslu- vatn og til að vökva gróðurinn. Vatnsgeymarnir kallast zisterne en til þess að úr þeim komi drykkjar- vatn, þarf að hreinsa það vel. Og það væsir ekki um þá gesti sem sækja djasshátíðina heim, í sólbjart og hlýtt vorið í Kardamili. Djassað í sólbjörtu grísku vori  Í maímánuði ár hvert er að undirlagi Norðmanna haldin djasshátíð í Kardamili á Grikklandi  Hljóðfæraleikarar frá mörgum löndum koma fram í bænum en norskir eru þar í meirihluta Tónaflóð Djasshljómsveit leikur við veitingastaðinn Elies, í skugga trésins. Götudjass Frá morgni til kvölds gleðja listamenn vegfarendur með spili. Ljósmynd/Helgi Briem Sæmundsson Skrúðgangan Tónlistarmenn og tónlistarunnendur sameinast í skrúðgöngunni sem er ein af hápunktum djasshátíðarinnar í Kardamili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.