Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  109. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS JAFNVÆGIS- VOGIN FER AF STAÐ ÝMISSA KVIKINDA LÍKI Í ÍSLENSKRI GRAFÍK VIÐSKIPTAMOGGINN LISTASAFN ÍSLANDS 64FINNA VINNU Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM Birtuskilyrðin voru dramatísk þegar göngumaður gekk í átt að Mælifelli á Höfðabrekkuafrétti í gær. Nú þegar sumarið nálgast hverfur stór hluti af snjónum á hálendi Íslands og um leið opnast á ný fyrir ýmsar gönguleiðir. Útivistarfólk ætti því að hlakka til komandi tíðar. Ljósmyndari Morgunblaðsins var skammt á eftir göngumanninum og náði því vel þegar skýin skyggðu á síðustu sólargeislana á fellinu. Breytt birtuskilyrði höfðu þó ekki áhrif á áform göngumanna, sem héldu ótrauðir áfram. Gengið í átt að Mælifelli undir dimmum himni Morgunblaðið/RAX „Flugvöllurinn er orðinn flösku- háls. Aðstaðan er þannig að menn ráða ekki við þetta,“ segir Pétur Þór Jón- asson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, sam- taka sveitar- félaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Í yfirferð Morgunblaðins um Norðurland eystra í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninga brenna þrjú hags- munamál helst á íbúum; uppbygg- ing flugvallarins á Akureyri, úrbætur í raforkumálum og að lokið verði við Dettifossveg. Mikill uppgangur er í atvinnu- málum og ferðaþjónustu víðast hvar á svæðinu. »36-37 Flugvöllurinn flöskuháls Pétur Þór Jónasson  Dæmi eru um að ferðaskrifstofur hafi fengið 50% færri bókanir í sumar en á sama tíma í fyrra. Sævar Skaptason, framkvæmda- stjóri Hey Iceland, skipuleggur ferðir til Íslands. Hann segir sam- dráttinn nema 22-25% milli ára. Eftirspurnin sé að breytast. Ferða- menn komi nú í ódýrari ferðir. Sævar telur aðspurður að fyrir vikið minnki meðaltekjur af hverj- um ferðamanni umtalsvert milli ára. Heildartekjurnar geti því dregist saman þótt ferðamönnum fjölgi. Ljóst sé að tímabil mikillar tekjuaukningar í íslenskri ferða- þjónustu sé að baki, a.m.k. í bili. Clive Stacey, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World, hefur skipulagt ferðir til Ís- lands í áratugi. Hann segir farið að draga úr eftirspurn fjölskyldna og skólahópa. Það kosti orðið svipað að fara í Íslandsferð og að fara til Nýja-Sjálands. »ViðskiptaMogginn Allt að 50% færri bókanir en í fyrra Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Reykjavík er með næstverstu fjár- hagsstöðuna þegar litið er til 12 stærstu sveitarfélaga landsins sam- kvæmt rekstrarsamanburði efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr í saman- burðinum, en þau eiga það öll sam- eiginlegt að vera lítið skuldsett og með sterka eiginfjárstöðu. Skuld- settustu sveitarfélögin eru aftur á móti Hafnarfjörður, Reykjavík og Reykjanes. Samkvæmt stigagjöf Samtaka atvinnulífsins líða þessi sveitar- félög fyrir vonda skuldastöðu en Reykjanes og Reykjavíkurborg eru almennt með hærra hlutfall veltu- fjár af tekjum, sem samkvæmt SA kemur til af nauðsyn þar sem þung skuldabyrði kallar á mikið veltufé til að viðhalda greiðsluhæfi. Akranesbær í efsta sæti Meðal þeirra níu atriða sem SA leit til í greiningu sinni eru skuldir á hvern íbúa, afkoma/tekjur, veltu- fé/tekjur, nettófjárfestingar á hvern íbúa og útgjöld á íbúa. Í fjárhagslegri stigagjöf SA er Akra- nesbær í efsta sæti með 80 stig og Hafnarfjörður í því neðsta með 43 stig. Reykjavíkurborg er í næst- neðsta sæti með 48 stig og stafar það helst af slæmri skuldastöðu höfuðborgarinnar. Reykjavík er með næstverstu stöðuna þegar kemur að skuldum á hvern íbúa og skuldum sem hlutfalli af rekstrar- tekjum svo dæmi séu tekin. Reykjavíkurborg hefur hins vegar þriðju hæstu tekjurnar sem hlutfall af veltufé. Reykjavík með næst- verstu fjárhagsstöðuna  Rekstrarsamanburður á 12 stærstu sveitarfélögunum MSkattheimtan mest í … »2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.