Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Ýmsum aðferðum er beitt til aðreyna að hafa áhrif á niður- stöðu kosninga. Yfirleitt er þetta sjálfsagður, eðlileg- ur og nauðsynlegur hluti af lýðræðinu, svokölluð kosninga- barátta. Fólk skiptist á skoðunum og reyn- ir að sýna fram á að sinn frambjóðandi eða málstaður sé góður og hinn síðri.    Án slíkrar baráttu stæði lýðræðiðekki undir nafni.    En þó að æskilegt sé að fjöldinntaki þátt í lýðræðislegri um- ræðu þykir jafnframt nauðsynlegt að hið opinbera haldi sig utan við hana. Því sé ekki beitt í þágu eins frekar en annars.    Þeir sem stjórna Reykjavíkurborgnú um stundir eru annarrar skoðunar. Þeir reyna nú að beita borginni til að tryggja aukna þátt- töku meðal tiltekinna hópa kjósenda.    Sums staðar erlendis er líka reyntað hagræða úrslitum með því að færa kjördæmamörk til eftir því sem hentar einstökum flokkum. Það þyk- ir ekki til fyrirmyndar.    Enn verra þætti þar væntanlegaef hið opinbera færi að bera áróður sérstaklega á tiltekna hópa og reyna að fá þá til að kjósa um- fram aðra.    Fróðlegt verður að sjá hversulangt meirihlutinn í Reykjavík ætlar að ganga til að freista þess að hafa áhrif á kosningaúrslitin.    Og fróðlegt verður að sjá hvortslík misnotkun telst standast lög. Dagur B. Eggertsson Borgarkerfið í baráttuna STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 rigning Bolungarvík 2 súld Akureyri 4 rigning Nuuk -4 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 8 rigning Glasgow 10 skúrir London 18 heiðskírt París 21 léttskýjað Amsterdam 17 þoka Hamborg 26 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 16 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 18 skúrir Mallorca 19 skýjað Róm 18 rigning Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 14 skýjað Montreal 18 léttskýjað New York 21 léttskýjað Chicago 20 skýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:29 22:21 ÍSAFJÖRÐUR 4:12 22:47 SIGLUFJÖRÐUR 3:55 22:30 DJÚPIVOGUR 3:53 21:55 Alþingi kom sam- an í gær í síðasta sinn fyrir sveitar- stjórnarkosning- arnar sem haldn- ar verða 26. maí næstkomandi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Al- þingi munu þing- menn koma næst saman til þing- fundar mánudaginn 28. maí. Stjórnarandstöðuþingmenn fjöl- menntu í ræðustól á þessum síðasta degi og sökuðu stjórnarmeirihlutann um að halda málum í gíslingu í þing- nefndum. Sögðu þeir stöðuna sýna að samstaða ríkisstjórnarflokkanna væri minni en þeir héldu fram. Voru stjórnarliðar bæði sakaðir um að hindra að þingmál frá stjórnarand- stöðunni – og í sumum tilfellum stjórnarmál – kæmust í gegn. Þetta væri sérstaklega slæmt í velferðar- nefnd Alþingis, en einnig var rætt um umhverfis- og samgöngunefnd í því sambandi. Þá var á fundinum vísað ítrekað í stjórnarsáttmála rík- isstjórnar þar sem rætt væri um efl- ingu Alþingis. Síðasti fundur fyrir kosningar  Þing kemur næst saman 28. maí nk. Miðbær Þing er nú í hléi næstu daga. Fyrri umferð atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs lýkur á mið- nætti í kvöld. Ef marka má skugga- kosningu í grunnskólunum er mesti spenningurinn fyrir Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Í fyrri umferðinni er valið á milli fimm nafna. Þau eru Heiðarbyggð, Útnesjabyggð, Nesjabyggð, Suður- byggð og Ystabyggð. Örnefna- stofnun mælti með Útnesjabyggð en nafnið Suðurnes rúmaðist ekki inn- an reglna nefndarinnar. Allir íbúar sveitarfélaganna tveggja, fæddir ár- ið 2001 og síðar, hafa atkvæðisrétt í kosningunni sem er rafræn, óháð þjóðerni eða kosningarétti í sveitar- stjórnarkosningum. Talið verður í golfskála Sand- gerðis á morgun, föstudag, og þá hefst jafnframt atkvæðagreiðsla milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hljóta. Hún stendur til miðnættis að kvöldi 17. maí næst- komandi. Nafnið Heiðarbyggð reyndist vin- sælast í svokallaðri skuggakosningu meðal nemenda grunnskólanna og Suðurbyggð varð næst á eftir. Heið- arbyggð vísar til Miðnesheiðar sem Keflavíkurflugvöllur er á. Börnin greiddu atkvæði rafrænt, eins og þeir fullorðnu, og var þátttakan ágæt, 322 nemendur af alls 470 tóku þátt í henni. helgi@mbl.is Grunnskólabörn velja Heiðarbyggð  Íbúar Sandgerðis og Garðs greiða atkvæði um heiti sameinaðs sveitarfélags Morgunblaðið/Árni Sæberg Tákn Garðskagi er vinsæll viðkomu- staður ferðafólks og tákn bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.