Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Mitsubishi ASX 4x4 er fjórhjóladrifinn rúmgóður sportjeppi sem er hlaðinn aukabúnaði og skilar þér miklu afli á mjúkan og sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og nýtur aksturseiginleikanna. Nú færðu ASX með fimm ára ábyrgð á enn betra verði, frá aðeins 3.990.000 kr. Slökktu á vetrinum og kveiktu á sumrinu með nýjum Mitsubishi ASX. Hlökkum til að sjá þig! 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum FYRIR HUGSANDI FÓLK 3.990.000 kr. Á BETRA VERÐI Mitsubishi ASX Intense 4x4, sjálfskiptur, dísil: Lögreglan hefur ekki orðið vör við mikla breytingu á hegðun öku- manna í umferðinni eftir að sektir vegna umferðarlagabrota hækkuðu umtalsvert um nýliðin mánaðamót. Umferðarlagabrot kosta skilding- inn eftir hækkunina 1. maí. Lægsta sekt er 20.000 krónur og er hún fyr- ir að nota ekki öryggisbelti, vera á nagladekkjum án heimildar (fyrir hvern hjólbarða), tendra ekki öku- ljós í dagsbirtu, brjóta sérreglur fyr- ir reiðhjól eða létt bifhjól og fyrir að hjóla gegn rauðu umferðarljósi. Notkun farsíma án handfrjáls bún- aðar við akstur kostar 40.000 kr., of hraður akstur getur kostað hálfan handlegginn og hæsta sekt vegna ölvunar við akstur er 320.000 kr. Upplýsi ökumenn um sektir Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á umferðar- deild Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, segist halda að ökumenn haldi frekar að sér höndum. Þessa dagana fylgist lögreglan sér- staklega með farsímanotkun við akstur án handfrjáls búnaðar og í fyrradag höfðu 25 ökumenn verið sektaðir í mánuðinum vegna þessara brota. Eftir helgi megi búast við að byrjað verði að sekta fyrir að aka á negldum hjólbörðum. Höskuldur Erlingsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að ökumenn, sem lög- reglan hafi haft afskipti af, segist vera meðvitaðir um hærri sektir en hafi engar skýringar á brotunum, sem virðist ekki hafa fækkað. Hann segir mikilvægt að starfs- menn bílaleiga fræði ökumenn vel og vandlega um sektir vegna um- ferðarlagabrota. „Við höfum bók- staflega lent í því að þeir gráta í bíl- unum hjá okkur,“ segir hann um viðbrögð erlendra ökumanna við sektum. Óheimilt er að aka á nagladekkj- um eftir 15. apríl nema aðstæður krefjist þess. Höskuldur segir að daglega berist margar fyrirspurnir vegna þessa og svarið sé að á meðan þörf sé á að vera á nagladekkjum sé það látið afskiptalaust. Um liðna helgi hafi þannig þurft að setja nagladekk undir lögreglubíla emb- ættisins, en þeir séu nú komnir á sumardekk á ný. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Umferðaröngþveiti Akstur krefst óskertrar athygli ökumanns. Hærri sektir virð- ast litlu breyta  Sektað fyrir akst- ur á negldum hjól- börðum eftir helgi Félag atvinnurekenda (FA) gerirmiklar athugasemdir við áform heil- brigðisráðherra um hækkun skatta á gosdrykki. Í bréfi sem FA sendi ráð- herranum í gær bendir FA m.a. á að í tillögum landlæknis, sem lagðar eru til grundvallar áformunum, sé vörum og atvinnugreinum mismun- að. Taka eigi gosdrykki sérstaklega fyrir en margar aðrar vörur séu einnig uppspretta sykurs. FA segir og að verði farið eftir tillögunum verði snúið af braut einföldunar skattkerfisins sem myndi valda framleiðendum, heildsölum og versl- uninni mikilli fyrirhöfn og kostnaði. FA vitnar í gögn frá Markaðs- greiningu/AC Nielsen sem sýna að markaðshlutdeild sykraðra gos- drykkja hefur lækkað og hlutdeild kolsýrðra vatnsdrykkja hækkað hratt, án afskipta stjórnvalda. Þá segir FA að í tillögunum sé ályktað út frá röngum gögnum og að þar séu settar fram hæpnar fullyrðingar. FA minnir á að tilraunin með syk- urskattinn hafi mistekist. Tillaga landlæknis um að leggja skatt bæði á sykrað gos og með sætuefnum veki furðu, ef vandamálið sem eigi að leysa sé sykurneysla. FA bendir einnig á að tillögur landlæknisembættisins um að nota fjármuni sem hærri skattar á gos skila til að lækka álögur á ávexti og grænmeti séu óljósar og óútfærðar. Loks varar FA við hugmyndum um að stýra neyslu fólks með sköttum. „Okkur líst illa á þetta,“ sagði Ein- ar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Ís- landi. Hann kvaðst gera athugasemd við að einungis eigi að hækka verð á gosdrykkjum en ekki sé talað um sykur í öðrum drykkjum eða vörum. „Það er mjög ör þróun í átt til meiri neyslu á vatnsdrykkjum og sykurlausum drykkjum. Við sjáum ekki ástæðu til að þessu sé stýrt,“ sagði Einar Snorri. „Hugmyndir um verulega aukna skattlagningu á gosdrykki vekja fyrst og fremst furðu, enda eru þær byggðar á röngum forsendum,“ sagði Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar. Hann sagði að Embætti landlæknis byggði tillögur sínar að hluta á nærri áratugar gömlum upplýsingum um neyslu sem væru löngu úreltar. „Sam- kvæmt þeim gögnum sem landlækn- isembættið leggur fram er 1⁄3 sykur- neyslu landsmanna úr gosdrykkjum en hið rétta er að hún er 1⁄6 sam- kvæmt kassakerfum íslenskra versl- ana.“ Andri minnti á að tilraun hefði verið gerð með sykurskatt 2013 og 2014 og hún hefði mistekist. „Nú á að gera aðra tilraun, en að þessu sinni einungis á gosdrykkjum. Neytendur sjálfir hafa breytt neysluvenjum sín- um síðustu ár þannig að neysla sykr- aðra gosdrykkja hefur dregist veru- lega saman og neysla kolsýrðra og ósykraðra aukist að sama skapi. Ákvörðun um skattlagningu sem byggist á röngum forsendum er vond ákvörðun.“ gudni@mbl.is Mótmæla auknum álögum á gosdrykkina  Neysla á sykruðu gosi minnkar  Aukning í kolsýrðu vatni Getty Images/iStockphoto Sykur Hugmynd landlæknisembættisins um að draga úr sykurneyslu með hærri sköttum á jafnt sykraða og sykurlausa gosdrykki, er mótmælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.