Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Hita- kútar 30-450 lítrar Umboðsmenn um land allt Amerísk gæðaframleiðsla Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Ég, Kusama, er Lísa íUndralandi nútímans.“Svo kemst listakonanjapanska Yayoi Kusama að orði í lok einstakrar útgáfu af Ævintýrum Lísu í Undralandi. Ku- sama myndskreytir og hannar heildarútlit bókarinnar sem var gef- in út hérlendis rétt fyrir síðustu jól á íslensku, en í bókinni birt- ist sagan í þýðingu Þór- arins Eldjárns frá árinu 1996, með fáeinum endurbótum Þórarins sem unnar voru í samvinnu við bókaforlagið Angústúru. Orð hinnar tæplega níræðu Ku- sama um að hún sé Lísa í undra- landi nútímans er ekki hægt að draga í efa. Frá barnæsku hefur þessi ein ástsælasta listakona Jap- ans og heimsins alls búið í eigin Undralandi en Kusama býr yfir þeim eiginleika að sjá litríka depla í umhverfi sínu hvert sem hún lítur. Frá náttúrunnar hendi hefur hún því kynlega sjón en í ofanálag hefur hún hæfileika til að myndgera til- veruna á einstaklega frjóan og and- ríkan hátt sem hefur gert heiminn agndofa, með málverkum, skúlptúr- um, umhverfisverkum, innsetn- ingum, gjörningum, ljósmyndum, leikhúsverkum, kvikmyndum, fata- hönnun og áfram mætti telja. Þá má ekki gleyma að sjálf hefur hún gefið út 19 skáldsögur. Tímalaus heimspekin, með öllum þeim heilabrotum sem Lewis Car- roll vekur hjá lesendum, í Ævintýr- um Lísu í Undralandi er því eins og sérsniðin fyrir list framúrstefnu- listakonunnar þar sem hennar list hefur alla tíð verið ein stór undra- upplifun; litríkt, jafnvel eilítið barnslegt ævintýri þar sem skynj- anir eða ofskynjanir súrrealismans hafa meðal annars verið viðfangs- efnið. Í myndskreytingu Kusama á sögu Carroll eru hennar lista- mannseinkenni augljós, þar sem hinar þekktu doppur hennar og netamynstur sjást hvarvetna. Ekki þarf að fjölyrða um skáld- verkið sjálft. Sagan af hinni 10 ára gömlu Lísu sem eltir hvíta kanínu ofan í kanínuholu þekkja flestir. Í þessum eltingarleik Lísu við kanínu sem aldrei má vera að því að stoppa, rekst Lísa á alls kyns und- arlegar verur, persónur úr spila- stokkum, talandi kött, klikkaða hattarann og Lísa eltir óvænta króka, kima og þræði í undraheim- inum og endar á stöðum sem eru ímyndunaraflinu áskorun; kaót- ískum kaffiboðum og aftökustað brjáluðu spiladrottningarinnar. Þýðing Þórarins Eldjárns frá 1998 er óbrigðul og leikandi létt smellin. Frá því að verkið kom fyrst út árið 1865 hefur það veitt ótal mynd- skreyturum og listmálurum inn- blástur og margir orðið til þess að myndskreyta það. Fjölmargir af heimsins þekktustu listamönnum hafa tekið að sér verkið. Af aðeins fáeinum að nefna eru það Arthur Rackham, Willy Pogany, Mervyn Peake, Salvador Dalí og Tove Jans- son. Kusama er virkilega harður keppninautur þessara frómu lista- manna. Ekki aðeins eru mynd- skreytingar hennar eins og auka- þrykk á auðkenni og heilabrot ævintýrisins heldur kemur hún textanum sjálfum á hreyfingu með myndrænni uppsetningu orðanna sjálfra. Íslenskur útgefandi bók- arinnar sagði frá því í viðtali að hann hefði fengið fyrirspurnir frá prenturum bókarinnar varðandi einstaka síður, hvort það væri öruggt að textinn ætti að vera svona hér og þar, slíkur er leik- urinn. Þegar saman kemur stórvirki Lewis Carroll og stórsmíðin sem listakonan Yayoi Kusama er í einu og sama sköpunarverkinu er spurn- ing hvað fólk hefur í höndunum? Meistarastykki er álit ritrýnis. Eins og skapað fyrir listakonuna Stórvirki Þegar saman kemur stórvirki Lewis Carroll og stórsmíðin sem listakonan Yayoi Kusama er í einu og sama sköpunarverkinu er spurning hvað fólk hefur í höndunum? Meistarastykki er álit ritrýnis. Skáldsaga Ævintýri Lísu í Undralandi bbbbb Eftir Lewis Carroll. Teikningar: Yayoi Kusama. Þórarinn Eldjárn þýddi. Angústúra, 2017. Innbundin, 182 bls. JÚLÍA MARGRÉT AL- EXANDERSDÓTTIR BÆKUR Indverski rithöfundurin Ar-undhati Roy sló í gegn meðfyrstu skáldsögu sinni, Guðhins smáa (The God of Small Things) sem hreppti Booker- verðlaunin útgáfuárið 1997, þegar Roy var 26 ára gömul, og mun vera söluhæsta skáldsaga indversks höf- undar sem búsettur er á Indlandi. Þessi frumraun höfundarins var merklega þroskað og hrífandi verk en sagan byggist á uppvexti Roy í Suður-Indlandi. Síðan liðu 30 ár og aðdáendur höf- undarins voru nánast orðnir úr- kula vonar um að fá annað skáld- verk eftir hana að lesa. Því fór þó fjarri að Roy hafi haldið að sér höndum því hún hefur verið í fararbroddi akti- vista í heimalandinu og hefur beitt sér gegn ofríki stjórnvalda, til að mynda umdeildum virkjanafram- kvæmdum sem áttu að ógna heim- kynnum fjölda fólks. Hefur Roy skrifað margar bækur og greina um hin ýmsu baráttumál sín. En að því kom í fyrra að Arun- dhati Roy sendi aftur frá sér skáld- sögu, The Ministry of Utmost Happ- iness sem Árni Óskarsson hefur þýtt listavel – og hefur ekki verið auðvelt þótt þýðandinn sé margreyndur; nefnist hún Ráðuneyti æðstu ham- ingu á íslensku. Það er merkilegt að sjá aukinn þroska og styrk höfundarins birtast í traustum tökunum á stíl og form- gerð þessarar nýju sögu, sem er mun margbrotnari og flóknari en hin sem kom út þremur áratugum fyrr. En þótt hún sé flókin og lesandinn fylgi nokkrum sögulínum, með allra- handa forvitnilegum útúrdúrum, þá heldur Roy vel dampi í frásögninni og tekur allar línurnar, eða þræðina, listavel saman í einn streng í lokin. Frásögnin gerist á löngum tíma, mörgum árum, og hefst með áhuga- verðri sögu Arjun sem er hijra, vændis- og transkona – hún býr lengi í samfélagi nokkurra slíkra en flytur að lokum í gamlan kirkjugarð. Í annarri meginfrásögn er bar- áttukonunni Musa fylgt eftir og hin- um dularfulla Tilo sem verður lykil- maðurinn í baráttu múslima fyrir sjálfstæði Kasmír. Saga þeirra er átakanleg lýsing á langvarandi og grimmu frelsisstríði, og svo fléttast þessar frásagnir saman og kemur æði litskrúðugt persónugallerí við sögu, barn sem hverfur – og finnst, kostulegar hijrur og ástmenn þeirra, Saddam Hussain – maður af lægstu stétt fláningsmanna, og ýmsar aðrar persónur af hinum ýmsu stéttum. Svo er sjálft Indland í afar stóru hlutverki, Gamla-Delhí og fjalla- samfélagið í dölunum fögru sem kenndir eru við Jammu og Kasmír en hafa verið undirlagðir af grimmi- legum átökum áratugum saman. Hér birtist þetta heillandi samfélag með öllum sínum litríku heimum og menningarkimum, öll þessi lykt, há- vaði, áreiti, gleði, harmur, ljótleiki en jafnframt óviðjafnanlegri fegurð – sagan nær einhvernveginn að snerta á þessu öllu. Og Roy hefur þétt og góð tök þar sem skipt er á milli frásagnarhátta og sjónarhorna, flakkað milli persóna, frá ástar- sögum í ástands- og njósnaskýrslur, frá gleðisögum í djúpan harm og grimmd. Þetta er margbrotin saga og ekki endilega auðveld aflestrar – en afskaplega heillandi. Sagnagaldur „Hér birtist heillandi samfélag með öllum sínum litríku heim- um og menningarkimum, öll þessi lykt, hávaði, áreiti, gleði, harmur, ljót- leiki en jafnframt óviðjafnanlegri fegurð,“ segir um sögu Arundhati Roy. Margbrotin og hrífandi indversk sagnalist Skáldsaga Ráðuneyti æðstu hamingju bbbbm Eftir Arundhati Roy. Árni Óskarsson þýddi. Mál & menning, 2018. Kilja, 480 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.