Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 GRÆNT ALLA LEIÐ VIÐTAL Sonja Sif Þórólfsdóttir sonjasif94@gmail.com Við Fógetagarðinn á horni Aðal- strætis og Kirkjustrætis er lítið kaffi- hús. Erna Arngrímsdóttir hefur verið fastakúnni kaffihússins í mörg ár. Ég hef unnið á kaffihúsinu í rúmt ár og kannast því ágætlega við Ernu. Það er yfirleitt létt yfir henni og lifnar yfir flestum starfsmönnum þegar hún kemur inn um dyrnar. Erna tók vel í það þegar ég spurði hana hvort ég mætti taka viðtal við hana og kom ekkert annað til greina en að við myndum hittast á kaffihúsinu okkar. Þegar við hittumst hafði Erna pantað sér jurtate, þrátt fyrir að drekka kaffi. Hún er með hálsbólgu og segir mér að hún sé búin að vera svona í að verða tíu daga. Erna lætur það ekkert á sig fá og heldur sinni dagskrá. Áður en ég bað Ernu um viðtal hafði mig ekki órað fyrir að hún hefði átt þá ævi, sem hún sagði mér svo síðar frá. Lauk stúdentsprófi 38 ára með fullri vinnu Erna er fædd árið 1938 á Ísafirði þar sem hún ólst upp. „Ég er átjánda barnið, pabbi og mamma áttu 19 börn og svo tókum við eitt barn í viðbót og ólum það upp. Það voru 12 bræður sem fóru flestir í nám og systurnar sáu um sig sjálfar,“ segir hún í upp- hafi viðtalsins. Á stóru heimili var ekki til mikið af peningum og þegar Erna var 15 ára lagði hún land undir fót og fluttist til Reykjavíkur. Hún hefur séð fyrir sér allar götur síðan. Hún giftist ung, að- eins tvítug, og þegar hún var 25 ára hafði hún eignast fjögur börn; þrjá drengi og eina stúlku. Erna segir mér að hún hafi ekki átt neitt tilkall til náms en lauk þó lands- prófi á sínum tíma. Hana langaði til að mennta sig meira en ekki varð af því fyrr en hún var komin á fertugs- aldurinn. Erna lauk tvöföldu stúd- entsprófi af nýmála- og fornmála- braut við Menntaskólann við Hamra- hlíð er hún var 38 ára gömul. Hún vann fulla vinnu með skólanum. „Um leið og ég fór í menntaskólann þá gat ég ekki unnið nema bara til klukkan fimm og skólinn byrjaði korter yfir fimm. Ég var að vinna í Álftamýri og hljóp svo heim, en ég átti heima í Stigahlíð, og setti matinn í ofninn, kveikti á ofninum og fór svo í skólann. Svo fór ég heim klukkan sjö og gaf börnunum að borða og svo fór ég aftur í skólann og hélt bara áfram.“ Önnum kafin á háskólaárunum Haustið eftir að hún lauk við menntaskólann hóf hún svo nám við Háskóla Íslands. „Ég ætlaði að fara í lögfræði af því að mér fannst ég upp- lifa svo mikið óréttlæti og var svona asnaleg að vilja frelsa heiminn.“ Lögfræðin lá ágætlega fyrir Ernu því hún hafði góðan grunn í latínu, en hún dúxaði í latínu og grísku í menntaskólanum. Um vorið veiktist Grímur, elsti sonur Ernu, og lágu veikindin þungt á heimilinu. Það fór því svo að Erna náði ekki að klára fyrsta árið sitt í lögfræðinni. „Ég held að ég hafi vakað í hálfan mánuð. Grímur hvarf og svo kom hann aftur og það var stríð. Það var svo enginn friður fyrir bræðrum mín- um sem komu og heimsóttu mig og fóru klukkan tvö á nóttunni og ég átti eftir að lesa. Það fór bara alveg til fjandans, en ég hafði bara gott af því. Ég sveiflaði upp menntaskólanum með eiginlega engum lestri af því að ég var alltaf að vinna svo mikið og þá hélt ég að gæti þetta allt. Ég hafði bara gott af þessu.“ Þó að Erna hafi aðeins verið eitt ár í lögfræðinni eignaðist hún góða vini þar og líkaði vel námið. Um haustið skipti hún um gír og skráði sig í sagn- fræði. Hún lauk BA-próf í sagnfræði og rússnesku og eftir það lauk hún meistaraprófi í sagnfræði. Þá hóf hún kennslu við Iðnskólann í Reykjavík og kenndi þar til hún varð 72 ára. Rússneskunámið nýttist Ernu en hún fór fjórar ferðir til Rússlands og gat talað tungumálið vel. Einnig stökk hún inn í afleysingar í kennslu við MH. Lífið var þó ekki dans á rós- um á háskólaárunum. Erna segir mér frá því hvernig hún vaknaði á morgn- ana klukkan sex, bar út blöðin í fjögur hverfi og fór svo í skólann frá klukkan átta til hádegis. Því næst tók hún strætó í Kópavog þar sem hún var gjaldkeri hjá fyrirtækinu Olíumöl. Erna var því ansi upptekin þessi ár. Gagnrýnd fyrir að tala opinskátt um geðsjúkdóma Auk þess að vera í fullu námi og fullri vinnu var Grímur, sonur henn- ar, veikur, eins og áður greinir. Hann greindist með geðklofa 28 ára að aldri en hafði verið veikur frá því hann var 15 ára. „Hann var miklu veikari en maður gat áttað sig á, ég gerði það ekki fyrr en seinna. Og eiginlega þegar maður hugsar til baka þá var þetta agalegur tími fyrir mig því hann vakti á nótt- unni og ég svaf eiginlega ekki neitt. Því skil ég í rauninni ekki hvernig ég fór að þessu námi. Það hlýtur bara að vera að ég hafi alltaf átt svona gott með nám.“ Þegar Grímur veiktist fyrst fór Erna með hann til læknis og spurði hvort hann gæti verið með „schizo- prheniu“ en þá var ekki komið ís- lenskt orð yfir geðklofa. Læknirinn sagði að svo væri ekki og sagði Ernu að hún væri enginn sérfræðingur. Því fékk sonur hennar ekki greiningu og meðferð fyrr en löngu seinna. Erna þakkar Guði fyrir að hann hafi ekki fengið lyf á þessum tíma því lyfin voru mjög sterk. Í dag er hann á væg- ari lyfjum sem hafa ekki jafn miklar aukaverkanir og lyf höfðu þá. Erna hefur lent í ýmsu með son sinn varð- andi veikindin. „Hann hefur verið rændur og bar- inn og meiddur, nefndu það bara. Og ekki fengið neina hjálp og engin lyf. Það versta, þegar maður fer að hugsa til baka, þá voru það krakkarnir. Ég áttaði mig ekki á því á þeim tíma að þau bara forðuðu sér um leið og þau gátu og fóru að heiman. Ég áttaði mig ekkert á því. Þau voru samt ekki jafn ung og þegar ég fór að heiman. Það er dálítið sárt í huganum að hafa ekki skilið þetta. En hvað átti ég að gera? Ég fór til færustu sérfræðinga lands- ins sem sögðu mér að það væri ekkert að honum. Og hvað átti ég þá að gera? Taka af skarið og vera með ein- hverja greiningu, afsakaðu? Nei, ég segi bara svona. Það var ekki í boði, þeir vissu allt betur.“ Morðhótun eftir sjónvarpsþátt Erna hefur verið virk í réttinda- baráttu. Hún tók þátt í stofnun Geð- hjálpar árið 1979 og sat lengi í stjórn félagsins. Hún hefur skrifað mikið um málefni þeirra sem glíma við geð- sjúkdóma. Erna fór í viðtal um veik- indi sonar síns í þættinum Dagsljós á RÚV, sem fór í loftið í mars 1996. Eft- ir að viðtalið birtist fékk hún yfir sig holskeflu af gagnrýni og hótunum fyrir að tala um geðsjúkdóma. „Ég fékk nokkuð margar upp- hringingar. En fimm hótuðu mér dauða og einhver fór að senda mér hótunarbréf, fyrir það að ég hefði ekki leyfi til að tala um geðræn vandamál. Ég reyndi auðvitað að hlusta fyrst. Þessi maður sem hafði hótað mér dauða fór að útskýra hvernig hann ætlaði að drepa mig, hann ætlaði að stinga mig með hníf. Hann hafði sagt að ég elskaði alla „geðbilaða“. Og það var bannað. Hann ákvað það. Satt að segja hef ég ekki treyst mér til að horfa á þennan þátt,“ segir Erna, sem kærði þessar hótanir til lögreglu. Var henni ráðlagt af lögreglunni að taka sig út úr síma- skránni en margar hótanir bárust á degi hverjum fyrst eftir þáttinn. „Ég hafði greinilega ekki rétt til þess að tala um málefni geðfatlaðra. Þetta voru allt karlmenn og þeir vissu hvaða rétt ég hafði. Og þeir töldu sig hafa rétt á að hóta mér.“ Erna fékk ekki aðeins gagnrýni, en í grein sem birtist í blaðauka Morg- unblaðsins haustið 1996 segir Erna frá því að margir hafi einnig hringt í hana og sagt að viðtalið hafi veitt þeim styrk en í greininni talar Erna nánar um veikindi sonar síns. Hún hefur þó ekki látið þar við sitja í réttindabaráttu en hún er mjög veik af psoriasis og stofnaði Samtök psoriasis- og exemsjúklinga árið 1972. Hún hefur setið lengi í stjórn fé- lagsins og situr nú sem varafor- maður. Hún hefur skrifað margar greinar um psoriasis en hefur ekki verið gagnrýnd eins harðlega fyrir það. Hún tók einnig þátt í stofnun Kvennaframboðsins árið 1982 en það átti ekki við hana svo hún hætti eftir stuttan tíma í framboðinu. Vinsæll kennari Kennslan í Iðnskólanum átti vel við Ernu. Þar komst hún að því að hún hefði alltaf verið lesblind. Það vann þó ekki á móti henni heldur skildi hún betur þá nemendur sem glímdu við sama vandamál. „Þá bara tók ég málin í mínar eigin hendur og kenndi þeim í frímínútum á sama hátt og ég hafði lært að lesa. Útskýrði fyrir þeim hvernig ég hafði yfirstigið mínar takmarkanir og að þetta væri bara færni. Þú verður að halda þér við og þú verður að leggja eitthvað af mörkum. Ég átti sem sagt rosalega gott með að kenna og öllum nemendum mínum sem ég hef hitt þykir svo vænt um mig og margir segja mér að það sé mér að þakka að þeir lærðu og náðu sínum prófum.“ Erna fór ekki hina hefðbundnu leið í kennsluaðferðum, fór t.d. yfirleitt með unglingana út í göngutúr sem hluta af kennslustundinni. Hún var einnig dugleg að sækja listsýningar með þeim. „Ég gerði mér alveg grein fyrir hvað þurfti til að vera kennari. Ákveðinn aga og ég er alltaf tilbúin til að hjálpa. Það sem mér fannst skipta langmestu máli var að mér þótti svo vænt um krakkana. Strákarnir voru ekkert vanir þessu. Ég man fyrst þegar ég var að hrósa einhverjum strákum sem ég var að kenna og þá litu þeir á mig og sögðu: „meinarðu þetta?“ Og þá höfðu þeir verið ellefu ár í skóla og þeim hafði aldrei verið hrósað.“ Eftir að Erna lét af störfum sem kennari, 72 ára gömul, ákvað hún að fara að stunda leikfimi. Þar hitti hún konu sem stakk upp á því við hana að koma og vinna í Háskóla Íslands. Það varð því úr að Erna vann við yfirsetu í prófum í átta ár. Í ár verður hún átt- ræð og var því síðasta jólaprófatíð hennar síðasta. „Ég segi alltaf að þetta sé svo erfitt fyrir mig. Því ég hef alltaf unnið svo mikið, að ég sé at- vinnulaus en barnabörnin segja að ég sé sest í helgan stein.“ Leyndarmál upplýst Í lok samtalsins segir Erna mér leyndarmál. „Ég hafði alltaf ofboðs- lega mikinn áhuga á kvikmyndum svo ég fór að skrifa kvikmyndagagnrýni. Ekki undir mínu nafni vegna þess að ég þorði það ekki út af bræðrum mín- um, sem voru brjálaðir úr afbrýði- semi, svo ég skrifaði undir karl- mannsnafni. Ég skrifaði í Moggann og Vísi og einnig lengi í Tímann.“ Ég spyr hana að endingu hvort nafnleyndin hafi verið til sleppa við skítkast. Erna svarar sposk á svip: „Já, til að fá ekki skítinn. Þetta gulltryggði það alveg, því fyrst þetta var karlmaður þá hlaut hann að vita, sko.“ Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við HÍ. „Þeir vissu allt betur“  Erna Arngrímsdóttir hefur upplifað sorg og sigra í lífinu  Tók stúdentspróf 38 ára samhliða fullu starfi og uppeldi fjögurra barna  Morðhótun eftir sjónvarpsþátt  Meðal stofnenda Geðhjálpar Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífsreynd Erna Arngrímsdóttir lítur yfir farinn veg í viðtalinu, en margt hefur á daga hennar drifið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.