Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Ég ætla að byrja daginn eins og alla aðra daga með því að fara áæfingu í Sporthúsinu. Svo ætla ég að bjóða fjölskyldu og vinumheim í bröns og eftir það fer ég út að labba með loðboltunum mínum fjórum. Síðan ætla ég að ganga á Helgafell eins og alla aðra af- mælisdaga,“ segir Rósa Björg Karlsdóttir sem á 50 ára afmæli í dag. „Ástæðan fyrir því að ég geng á Helgafell er að fyrir átta árum var ég í lyfja- og geislameðferðum vegna ristilskrabbameins og ákvað þá að fagna hverju ári með því að ganga á Helgafell á hverjum afmælisdegi og sitja þar og njóta. Nú er ég að takast á við afleiðingar krabbameins- ins og líf mitt með stóma og reyni að gera það með bros á vor og ég fagna hverjum degi.“ Rósa er íþróttakennari og heilsunuddari að mennt og er sjálfstætt starfandi heilsunuddari. „Það gengur vel, þetta spyrst út að ég sé að nudda og fólk hringir í mig. Ég hef aldrei þurft að auglýsa, fólk kemur bara til mín.“ Rósa stundar sleðahundasport af fullum krafti á veturna, en hún á fjóra sleðahunda. „Ég fer í Bláfjöll og upp á jökla og á gönguskíði og nú er að byrja enn skemmtilegri tími þegar maður getur farið að hlaupa með þá og hjóla. Þeir vekja alltaf mikla athygli.“ Elsti hundurinn hennar Rósu er Rauðakrosshundur og fer hún með hann í heimsókn á dvalarheimili inn á deild með heilabiluðu fólki. „Það er stórfenglegt að sjá gamla fólkið og hvernig það rofar til hjá því þeg- ar það fer að klappa hundinum og þá er í raun hægt að eiga samræður við það á meðan. Þess vegna fer ég í þessi sjálfboðaverkefni, það gefur manni ótrúlega mikið að sjá ánægjuna sem þetta veitir fólki.“ Eiginmaður Rósu er Orri Kristinn Jóhannsson, kerfisfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ. Börn þeirra eru Tinna Rós, 27 ára lögfræðingur, og Hildur Hörn, 24 ára sáfræðingur, og barnabarn þeirra er Rósa Alva tveggja ára. Við Helgafell Rósa og hundarnir Hati, Hel, Gná og sá elsti, Þrymur. Gengur alltaf á Helgafell á afmælinu Rósa Björg Karlsdóttir er fimmtug í dag Þ orsteinn Sigmundsson fæddist 10.5. 1943 á Bergstaðastræti 28b í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu fimm árin. Þá flutti fjölskyldan á Borgarholts- braut 44 í Kópavogi: „Ég man vel eftir mér við Bergstaðastrætið, kampinum við Hallveigarstíginn með öllum hermönnunum og hertól- unum þar, fataverkstæði Últímu og Síld og fiski hjá honum Þorvaldi sem stundum var að gefa okkur strákunum enda af rúllupylsu og hangiáleggi. Á Kársnesinu var samfélag fólks sem hafði flutt frá Reykjavík vegna skorts þar á byggingarlóðum og húsnæði. Hinir fullorðnu unnu yfir- leitt langan vinnudag og við krakk- anir gengum nokkuð sjálfala. Byggð var mun strjálli á nesinu en síðar varð og töluvert um trillukarla sem reru á hrognkelsi á vorin.“ Þorsteinn var í Kópavogsskóla. Hann var á síld með föður sínum á togaranum Helgafelli frá Hjalteyri eitt sumar og starfaði síðan í Sápu- gerðinni Frigg á árunum 1958-73. Þorsteinn lærði á básúnu á yngri árum og lék með dægurlaga- hljómsveitinni Fimm í fullu fjöri við upphaf rokktímabilsins. Hún lék mikið á veitingastaðnum Vík í Kefla- vík og uppi á velli: „Þetta var hörku rokksveit en þá var rokkið að byrja, ærði unglingana og ögraði eldri kynslóðinni. Ég spilaði á kontra- bassa, Guðbergur Auðunsson söng, Karl Möller lék á píanó, Öddi á gítar og Einar Blandon á trommur. Þegar ég var svo kominn með konu og barn dró ég mig út úr hljóm- sveitabransanum.“ Þorsteinn og eiginkona hans festu kaup á jörðinni Elliðahvammi við Elliðavatn 1963. Þar byrjuðu þau Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi – 75 ára Með fjölskyldunni Þorsteinn er hér með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum við útför eiginkonunnar. Rokkari og fiðurbóndi sem er enn í fullu fjöri Í Elliðahvammi Þorsteinn við epla- tré. Hann ræktar um 2.000 epli á ári. Reykjavík Salka Rún Kára- dóttir fæddist 10. maí 2017 kl. 15.48 og á því eins árs af- mæli í dag. Hún vó 3.740 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sif Steingríms- dóttir og Kári Ólafsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. maí PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 14. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Fjallað verður um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.