Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn höfuðborgar- innar og kenna sig við félagshyggju virð- ast vera ráðþrota gagnvart vanda leik- skólanna í Reykjavík. Sú staðreynd bendir til þess að málaflokk- urinn brenni ekki sér- staklega á meirihlut- anum. Leikskólar Reykjavíkur hafa átt í margþættum vanda um langt skeið. Meginvandinn er sá að ný- liðun á sér ekki stað í stétt leik- skólakennara. Á tímabilinu 2013- 2016 útskrifaði Háskóli Íslands 28 leikskólakennara u.þ.b. átta á ári. Á síðasta ári brautskráðust aðeins sex leikskólakennarar. Afleiðing þessa er síhækkandi meðalaldur leikskólakennara en 4% leikskóla- kennara eru yngri en 32 ára aldri og 42% þeirra er eldri en 56 ára. Þá sækja útskrifaðir leikskóla- kennarar í vaxandi mæli í önnur störf. Aukinheldur hefur viðvar- andi starfsmannavelta íþyngt rekstri leikskólanna en aldrei hef- ur verið unnið markvisst að því að útrýma henni. Á síðasta ári hættu 63 leikskólakennarar störfum hjá Reykjavíkurborg Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað og skilvirkni kenn- aramenntunar frá árinu 2017 kem- ur í ljós að um 40% útskrifaðra leikskólakennara eru í öðrum störfum. Um ástæður þess að ungt fólk sækir ekki í leikskóla- kennarafræði eða kýs að starfa ekki við sitt fag segir að þær megi annars vegar rekja til þess að laun leikskólakennara nái ekki meðallaunum í landinu og hins vegar að vinnuaðstæður séu óvið- unandi. Kjarabarátta leikskóla- kennara er saga samfelldrar þrautagöngu sem spannar vel yfir eina öld, saga sem einkennist af vanmati á störfum kvenna. Stöðugildi leikskóla Reykjavíkur eru u.þ.b. 1.500 talsins, þar af gegna 118 leikskólakennarar stjórnendastöðu og 265 eru leik- skólakennarar. Hlutfall menntaðra leikskólakennara hefur aldrei ver- ið lægra en nú. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að mennt- aðir leikskólakennarar hjá Reykjavíkurborg verði um 200 í ár. Í borginni eru starfræktir 60 leikskólar, í 23 þeirra starfa að- eins þrír eða færri leikskólakenn- arar. Í tveimur leikskólum nær starfshlutfall leikskólakennara ekki einu stöðugildi. Vegna manneklu í leikskólum var launaafgangur 200 milljónir króna eftir fyrstu átta mánuði ársins 2017 og hefði mátt nýta af- ganginn til að bæta kjörin. Borgarstjórn hefur hins vegar skorið niður um 650 milljónir króna hjá Skóla- og frí- stundasviði á yf- irstandandi kjör- tímabili og lækkað leikskólagjöld um 300 milljónir. Báðar þess- ar ákvarðanir báru með sér að ekki er vilji til að bæta fjárhagsvanda leikskólans, viðhalda húsnæði og leikskólalóðum og bæta skort á búnaði almennt. Leikskólastjórar í Reykjavík hafa ítrekað sett fram tillögur um hvernig taka megi á vandanum en sem kvennastétt standa þeir frammi fyrir hlustunarvanda með- al borgarstjórnarmanna sem ekki virðist bera virðingu fyrir mál- flutningi þeirra. Tillögur starfshóps Skóla- og frístundarsviðs um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskóla- kennara í Reykjavík, sem lagðar voru fram í síðasta mánuði, voru kostnaðarmetnar á einn milljarð króna. Í kjölfarið tók borgarstjórn hins vegar ákvörðun um að verja 290 milljónum til eftirfylgni til- lagnanna. Sú ákvörðun er mikil vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að manneklan í leikskólum borgar- innar skilar borginni háum fjár- hæðum ár hvert. Vandi leikskólans hefur marg- sinnis verið greindur og ætla mætti að tími efnda væri runninn upp. Stjórnmálamenn meirihlutans bera vissulega ábyrgð á þessari stöðu en minnihlutinn virðist ekki hafa áhuga á að viðurkennda vandann né heldur leggja fram til- lögur að lausnum. Hugmyndir stjórnmálamanna um að fá eldra borgara til starfa í leikskólunum eru í skásta falli broslegar en þær afhjúpa ríkjandi og rótgrónar ranghugmyndir um starf leik- skólakennara og um leið á störfum og vinnuframlagi kvenna. Starf leikskólakennara er bæði krefj- andi og oft líkamlega erfitt. Mjög fáir í hópi starfsfólks leikskólanna sækjast til að mynda eftir því að vinna lengur en að lífeyrisaldri. Einnig má geta þess að 9% af fé- laga í Félagi leikskólakennara hafa frá 2009 leitað eftir ráðgjöf og þjónustu hjá VIRK starfsend- urhæfingu í kjölfar langtímaveik- inda. Til samanburðar leituðu 5% grunnskólakennara og rúmlega 2% framhaldsskólakennara til VIRK á sama tímabili. Ef borgarbúar vilja bætta stöðu leikskólans verður sá stjórn- málaflokkur sem kemst til valda að hrinda tillögum starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík í framkvæmd. Laun leikskólakenn- ara þurfa að lágmarki að verða þau sömu og ríkið greiðir sínum sérfræðingum sem þýðir að laun leikskólakennara þurfa að hækka um tvö hundruð þúsund krónur á mánuði. Að auki þarf að greiða leikskólakennurum neysluhlé eins og öðru starfsfólki í leikskólum. Í ljósi hás atvinnustigs og að- gerðaleysis stjórnmálamanna til að bæta starfsaðstæður í leik- skólum verður mannekla áfram til staðar sem hefur þær afleiðingar að ekki verður hægt að taka á móti börnum á biðlistum. Á yfir- standandi ári voru um 200 ónýtt pláss í leikskólum Reykjavíkur. Í aðdraganda kosninga lofa borg- arstjórnarflokkarnir 800 nýjum leikskólaplássum án þess að áætl- anir liggi fyrir um ráðningu starfsfólks. Engan skal undra þó að spurt sé hver eigi að taka á móti þessum 800 börnum? Að fjölga skjólstæðingum leik- skólans enn frekar í núverandi stöðu lýsir firringu karllægra stjórnmála. Börnin í borginni eiga skilið að stjórnmálamenn viður- kenni vandann og veiti aukna fjár- muni til leikskólanna þannig að hægt verði að tryggja þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og öruggt náms- og leikskilyrði eins og segir orðrétt í markmiðskafla laga 90/2008 um leikskóla. Vandi leikskólans og firring karllægra stjórnmála Eftir Guðrúnu Jónu Thorarensen »Kjarabarátta leikskólakennara er saga samfelldrar þrautagöngu sem spannar vel yfir eina öld, saga sem einkennist af vanmati á störfum kvenna. Guðrún Jóna Thorarensen Höfundur er leikskólastjóri. Velferð er einn af hornsteinum góðs samfélags. Þess vegna setur Viðreisn málefni eldra fólks á oddinn með áherslu á að tryggja velferðar- þjónustu sem byggist á mannréttindum, virðingu og virkni. Íslendingar eru að eldast en í dag eru einstaklingar 65 ára og eldri 13% af íbúum landsins eða um 41 þúsund talsins. Hóp- urinn er jafn fjölbreyttur og hann er fjölmennur og því ljóst að mis- munandi þörfum verður að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Samþætt og heildstæð þjónusta Í lok árs 2003 skrifuðu Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigð- isráðherra, og Þórólfur Árnason, þáverandi borgarstjóri, undir sam- komulag um að tvinna saman fé- lagslega heimaþjónustu og heima- hjúkrun í Reykjavík. Þetta er mér afar minnisstætt því á þessum ár- um stýrði ég allri þjónustu við eldra fólk í Reykjavík og fékk það verkefni, ásamt heilsugæslunni, að leiða þessa flóknu en brýnu vinnu. Árið 2004 voru svo fyrstu skrefin í samþættri heimahjúkrun og heimaþjónustu tekin í Reykjavík. Það er alveg ljóst að þetta var mikið framfaramál í öldrunarþjón- ustu en þjónustan verður að þróast áfram í takt við tímann og þarfir eldra fólks. Nú stöndum við aftur á tímamótum því ljóst er að þeir sem verða 65 ára eða eldri eru fleiri en árið 2004 og aðstæður þeirra eru allt aðrar en áður. Þessu verður að mæta með öflugri heildstæðri þjónustu. Reynslan sýnir að sífellt fleiri vilja búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Sú þróun er ekki bara vel skiljanleg heldur einnig stórt réttindamál eldra fólks og því verða sveitarfélög að vera viðbúin aukinni eftir- spurn eftir þjónustu við eldra fólk í heima- húsum. En það er ekki nóg að bregðast bara við aukinni eft- irspurn heldur er einnig nauðsynlegt að tryggja heildstæða þjónustu sem mætir þörfum eldri íbúa. Við viljum að í boði sé af- bragðs þjónusta fyrir einstaklinga í heima- húsum, s.s. aðgengi, hjálpartæki, endurhæfing, hreyf- ing, fæði og síðast en ekki síst fyr- irmyndar heimaþjónusta og heimahjúkrun. Viðreisn hefur ein- sett sér að vinna að algjörri sam- fellu í þjónustu við eldra fólk. Við viljum efla kvöld- og helgarþjón- ustu, fjölga rýmum í dagdvöl um fjörutíu, stórbæta stuðning við böðun og að boðið verði upp á fjöl- breytta sérsniðna þjónustu. Þann- ig skal tryggt að hugað sé að nauðsynlegum þáttum í daglegu lífi eldra fólks. Viðreisn vill fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun Reykvíkinga. Við viljum skapa umhverfi þar sem allir geta fundið vettvang við hæfi og þjónustu eftir þörfum. Við viljum gefa öllum kost á að vera þátttakendur en ekki þiggjendur í samfélaginu og þann- ig hvetja til frumkvæðis og at- hafna. Við setjum velferðarmál á oddinn. Ég hvet þig til að kynna þér stefnu Viðreisnar á reykjavik.vid- reisn.is. Þátttakendur eða þiggjendur Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir » Við viljum gefa öllum kost á að vera þátt- takendur en ekki þiggj- endur í samfélaginu og þannig hvetja til frum- kvæðis og athafna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á svínið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.