Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 62
AF LISTUM Davíð Már Stefánsson stefanssondavidmar@gmail.com Hugleiðingar þær sem hérverða settar fram snúastum það hvernig handrits- höfundar hafa aðlagast Bechdel- prófinu svokallaða án þess að taka á hinu raunverulega kynbundna vandamáli. Fylgihlutir karlhetjunnar Það hallar á konur í kvikmynd- um og sjónvarpi. Bæði fyrir framan myndavélarnar sem og fyrir aftan þær. Á því leikur enginn vafi og þeir sem halda öðru fram eru ýmist illa upplýstir eða plagaðir af öðrum kvillum. Sem dæmi má nefna tölur frá Center for the Study of Women in Television and Film þar sem kemur fram að þegar litið er á hundrað tekjuhæstu kvikmyndir ársins 2017 í Bandaríkjunum, þá voru kvenkyns leikstjórar aðeins átta prósent og kvenkyns handrits- höfundar tíu prósent. Þá voru kven- kyns söguhetjur aðeins tuttugu og fjögur prósent á móti sjötíu og sex prósentum karlkyns söguhetja. Þá má einnig sjá áhugaverð hlutföll þegar kemur að því hvurslags kven- kyns persónur eru algengar á skján- um, en miklu hærra hlutfall karlper- sóna hefur skilgreint starfsheiti og er túlkað í slíku umhverfi. Kven- kyns persónurnar eru helst til mæð- ur, dætur eða ástmeyjar – fylgi- hlutir karlhetjunnar. Þetta er einnig sérstaklega áhugavert í ljósi nýj- ustu talna Motion Picture Ass- ociation of America þar sem fram kemur að helmingur þeirra sem sækja bíóhús eru kvenmenn – tölur sem slá á fingur þeirra sem halda því fram að bíó sé eitthvert stráka- sport. Tölur sem þessar eru langt frá því að vera nýjar af nálinni og síð- ustu ár og áratugi hafa margar hugsanlegar lausnir til að taka á þessu vandamáli litið dagsins ljós. Árið 1985 kom út nýtt hefti í teikni- myndablaðaseríunni Dykes To Watch Out For eftir bandarísku listakonuna Alison Bechdel þar sem eftirfarandi hugleiðingar voru sett- ar fram: Til þess að kvikmynd sé Hafa skýlt sér á bak við Bechdel-prófið Ófullkomið Bechdel sagði í viðtali að prófið væri langt frá því að vera fullkomið og nefndi kvikmyndina Jackie Brown sem dæmi um góða mynd sem stæðist það ekki – prófið átti einfaldlega að vekja fólk til umhugsunar. verðug áhorfs, þá verða að minnsta kosti tvær titlaðar kvenpersónur að vera í henni, þær verða að tala sín á milli – um eitthvað annað en karl- menn. Hugmyndin að prófinu er reyndar komin frá vinkonu Bech- dels sem tók hana frá Virginiu Woolf – en Bechdel setti hana fram í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag og hlaut meðal annars Mac- Arthur-styrkinn árið 2014 fyrir vik- ið. Árið 2013 mælti Sænska kvik- myndastofnunin fyrir því að þarlend bíóhús skyldu meta kvikmyndir eft- ir prófinu auk þess sem ýmis fram- leiðslufyrirtæki, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hafa horft til prófs- ins við þróun verka sinna. Svindlað á prófinu Virkar frekar gefið, er það ekki? Tvær konur sem tala saman um eitthvað annað en karla? Jú, maður hefði haldið það. Það er samt ótrúlegt hversu margar kvikmyndir skítfalla á prófinu. Sem dæmi má nefna allan Hringadróttinssögu- þríleikinn, Avatar, Leitina að Nemo, The Grand Budapest Hotel (hug- leiðingar um kvenkyns persónur Wes Andersons eru reyndar efni í heila opnugrein) og svona mætti lengi telja áfram. Prófinu var ætlað að varpa ljósi á hversu ógeðslega ófrumleg og einhæf persónusköpun kvenkyns sögupersóna er oft og tíð- um og sem betur fer hefur hlutfall kvikmynda sem standast prófið auk- ist til muna síðustu ár. Hins vegar, þá er það að standast Bechdel-próf- ið engan veginn nægjanlegt skilyrði þess að verk geti talist meðvitað um stöðu kynjanna. Margir handrits- höfundar virðast þó halda að svo sé og stæra sig af því að skrif þeirra standist prófið. Við nánari athugun kemur síðan oftast í ljós að kven- kyns persónunum tveimur sem tala saman er troðið inn í söguna til þess eins að standast prófið. Kvenkyns aukapersóna eitt: „Mikið er nú gott veður úti.“ Kvenkyns aukapersóna tvö: „Já, fullkomið veður fyrir Salem Slim Lights og legslímuflakk.“ Áður en þú veist af er höfund- urinn kominn út á næsta bar eða næstu umboðsskrifstofu að halda því fram að hann sé meðvitaður, eða „woke“ eins og gjarnan er sagt á er- lendri tungu, þar sem nýjustu skrif hans standast Bechdel-prófið. Þetta Harður heimur Úr kvikmyndinni Mad Max: Fury Road sem er ein þeirra sem stenst Bechdel-prófið. Ljósmynd/Wikipedia Áhrifakona Bandaríska listakonan Alison Bechdel, sú sem Bechdel- prófið góðkuna er kennt við. 62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Með hækkandi sól er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða á laugardag, 12. maí, kl. 16 í Lindakirkju til styrktar Kvennaathvarfinu. Mann- úðarsjóður Oddfellowstúkunnar Hallveigar stendur fyrir tónleik- unum og fram á þeim koma söngv- ararnir Kristinn Sigmundsson og Þór Breiðfjörð og karlakórinn Hall- veigarsynir. Kórstjóri er Jón Karl Einarsson og leikarinn Örn Árnason verður kynnir. Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Arnhildur Valgarðs- dóttir leika á píanó. „Þetta eru átta lög sem ég syng einn og svo syng ég með kórnum,“ segir Kristinn þegar hann er spurð- ur hvaða lög hann ætli að syngja á tónleikunum. „Þetta eru lög sem standa mér nærri og mér finnst fal- leg og gaman að syngja. Það eru fjögur íslensk: „Sjá dagar koma“ eft- ir Sigurð Þórðarson, „Minning“ eftir Markús Kristjánsson, „Þótt þú lang- förull legðir“ eftir Sigvalda Kalda- lóns og „Draumalandið“ eftir Sigfús Einarsson. Seinnipart tónleikanna syng ég fjögur erlend lög, það eru „Ol’ Man River“, „Danny Boy“ og tvö ítölsk lög, annars vegar „Danza fanciulla gentile“ eftir Francesco Durante og „Mattinata“ eftir Leoncavallo,“ segir Kristinn. Þá muni hann einnig syngja lag úr Töfraflautunni með kórnum, „Land- sýn“ eftir Grieg og „Bára blá“. „Lög sem standa mér nærri“ Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.