Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 SUNDFÖT Skoðið laxdal.is/pink passion Skipholti 29b • S. 551 4422 AFSLÁTTADAGAR 15%-30% (TIL 16. MAÍ) Frábært verð Persónuleg og fagleg þjónusta Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott sumarföt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 20% afsláttur af öllum stuttermabolum Cooldesign verður hjá okkur með pop-up á morgun, föstudag. Lukkuleikur! Lokað í dag Föstudagsfjör Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Tvær síddir Litir: Svartar, hvítar, dökkbláar, beige, gráar og ljósbrúnar Stærðir 36-48 Verð 17.980 Vinsælu buxurnar komnar Allt um sjávarútveg Einn þeirra 22 þjónustufulltrúa sem hafa sagt starfi sínu lausu í Hörpu vegna óánægju með kjör segir það hafa verið of seint í rassinn gripið hjá forstjóra Hörpu að ætla að lækka laun sín. Fimm þjónustufulltrúar til viðbótar eiga eftir að gera upp hug sinn um hvort þeir haldi áfram eða ekki. Þá segir þjónustufulltrúinn einnig að ummæli Þórðar Sverris- sonar, stjórnarformanns Hörpu, hafi orðið til þess að sá möguleiki að draga uppsagnirnar til baka hafi endanlega fallið um sjálfan sig. „Hann gerir sér ekki neina grein fyrir vandanum og hversu dýrt það er að við séum öll að hætta og öll reynslan og þekkingin þurrkist út,“ segir þjónustufulltrúinn, sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann segir að það fyrsta sem fólk læri í stjórnun sé hversu mikilvægt sé að halda mannauðnum góðum vegna þess að það sé mjög dýrt að reka og ráða starfsfólk. Ábyrgðarlaust sé að fara þessa leið sem hefur verið farin. Þjónustufulltrúinn bætir við að allir sjái í gegnum ummæli Þórðar sem kenndi blaðamönnum um og sagði að „falskar fréttir“ hefðu verið sagðar af því að forstjóri Hörpu hefði hækkað í launum um 20%. „Hann er eiginlega að grafa sína eigin holu með því að koma svona fram. Gamli forstjórinn var með X-laun og Svanhildur með Y- laun og þau voru hærri. Þetta er bara svart á hvítu.“ Ríkið stuðli að sátt Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að ríkið eigi að stuðla að sátt á vinnumarkaði og stöðugleiki á vinnumarkaði verði ekki settur á ábyrgð launalægstu hópanna. „Það er svo hægur vandi að rifja upp að fjármálaráðherra sendi í fyrra tilmæli til allra stjórna opinberra fyr- irtækja um að fara hóflega fram í launaþróun sinna stjórnenda,“ segir Katrín og bætir við að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþró- un. freyr@mbl.is Launalækkunin of sein  22 þjónustufulltrúar í Hörpu hafa sagt starfi sínu lausu  5 til viðbótar eiga eftir að taka ákvörðun um áframhaldið Eldborg Þjónustufulltrúar Hörpu eru afar ósáttir með kjör sín. Þrír voru nýverið sæmdir heiðurs- merki Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ). Eru það þau Davíð Á. Gunn- arsson, Fjóla Jónsdóttir og Guð- brandur Steinþórsson. Í tilkynningu kemur fram að heiðursmerki VFÍ má veita í viður- kenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og tækni- fræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tækni- fræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar. Alls hefur 121 einstaklingur hlot- ið heiðursmerki VFÍ í 106 ára sögu félagsins. Þrír voru sæmdir heiðursmerki Verk- fræðingafélagsins Viðurkenning Fjóla Jónsdóttir, Davíð Á. Gunnarsson og Guðbrandur Steinþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.