Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 32
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svæði milli Hraunbæjar og Bæjarháls í Árbæj- arhverfi. Í breytingunum felst að heimilt verður að byggja um 200 íbúðir á reit sem áður var opið grænt svæði. Gert er ráð fyrir að húsin geti ver- ið 2-5 hæðir. Bílastæði ofanjarðar verða um 200. Hraunbær er fjöl- mennasta gata Reykjavíkur og þar búa á þriðja þúsund manns. Íbúar í Hraunbæ 144 gerðu alvar- legar athugasemdir við þessi áform borgarinnar en þau voru auglýst fyrr á þessu ári. „Við mótmælum því þessu mikla byggingamagni sem á að troða á svæðið milli ofanverðs Hraunbæjar og Bæjarháls. Þótt byggðin næst Hraunbænum eigi samkvæmt tillög- unum jafnan að vera lægri (raðhús á tveimur hæðum) eru 4-5 hæða blokkirnar norðan við þau ráðandi og verða eins og múr sem tekur allt útsýni úr íbúðunum við Hraunbæ, m.a. til Esjunnar,“ segir m.a. í bréfi íbúanna til borgarinnar. „Alvarlegur forsendubrestur“ Íbúarnir segja að ein af ástæðum þess að fólk kýs að búa í úthverfi sé „Múr sem tekur allt útsýni úr íbúðunum til Esjunnar“ Morgunblaðið/Rósa Braga Árbæjarhverfi Við Hraunbæ sunnanverðan er löng röð af fjölbýlishúsum. Húsin við götuna eru 3-4 hæðir og byggð á sjöunda áratug síðustu aldar.  Íbúar við Hraunbæ ósáttir við nýja 200 íbúða byggð Laugardaginn 12. maí næstkomandi stendur til að safna saman þeim sem eiga æskuminningar úr Skjólunum í Reykjavík, nánar tiltekið frá Vega- mótum við Nesveg og í Granaskjól- inu. Fyrirhugað er að hittast við Vegamót kl. 13 og ganga saman um æskuslóðirnar. Núverandi íbúar eru sagðir vel- komnir og hvattir til að mæta en all- nokkrir þeirra eru af annarri og þriðju kynslóð frumbyggja Skjól- anna. „Markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman af, hitta gamla vini og félaga, spjalla saman, rifja upp bernskubrekin og leikina. Gaman væri ef einhverjir hefðu uppi í erm- inni sögulegan fróðleik af svæðinu eða skemmtilegar sögur að segja frá. Ekki síður væri áhugavert að heyra af upplifun þeirra sem nú búa við Nesveg og Granaskjól þar sem farið verður um,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum göngunnar. Gengið verður frá Vegamótum suður Nesveg að Kaplaskjóli og síð- ar inn Granskjólið að Vegamótum. Eftir röltið er ætlunin að koma sam- an á Rauða ljóninu yfir spjalli og hressingu. Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Skjólarar. Ljósmynd/Ólafur B. Schram Skjólarar Frá síðustu göngu um Vesturbæinn, á gamlar æskuslóðir. Skjólarar koma sam- an í Vesturbænum 25% Vinur við veginn Smellugashylkin eru sterk en mjög létt og þægileg í meðförum. Skipt er um hylki með aðeins einu handtaki. Gasáfyllingin fæst með 25% afslætti til 13. maí. AFSLÁTTUR AF SMELLUGASI TIL 13. MAÍ Framsögur: • Birgir Guðjónsson læknir, MACP, FRCP • Guðjón Baldursson, læknir • Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur • Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi hjá Nordic arkitektastofunni í Noregi • Ólafur Sæmundsson, byggingstjóri. • Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur FSFFí, lektor • Sigurður R. Ragnarsson forstjóri ÍAV • Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri. Skráning frá 13:45. Fundurinn hefst kl. 14:00 og stendur til 16:30. Skráning er á www.betrispitali.is/skraning. Ráðstefnugjald kr. 1.500. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT? Hvað vinnst, hvað tapast? FÖSTUDAGINN 11. MAÍ 2018 KL. 14:00-16:30, Í NORRÆNA HÚSINU Opinn fundur Samtaka um betri spítala á betri stað með fagfólki á ýmsum sviðum og fulltrúm stjórnmálaflokkanna í höfuðborginni. • Hvernig á að velja stað fyrir þjóðarsjúkrahús? • Tekur lengri tíma að byggja nýjan spítala á nýjum stað? • Er dýrara að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað? • Er Hringbraut vandamál fyrir sjúkraflutninga? • Hvað er mikilvægast að gera fyrir heilbrigðiskerfið meðan beðið er eftir nýjum spítala? Fjallað verður um þessar spurningar og fleiri frá ýmsum hliðum af sérfræðingum. Síðan munu fulltrúar framboðanna í borginni lýsa sinni afstöðu. Vigdís Hauksdóttir, Miðflokkurinn Hjálmar Sveinsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Snorri Marteinsson, Höfuðborgar- listinn Ágúst Örn Gíslason, Frelsis- flokkurinn Kolbrún Baldurs- dóttir, Flokkur fólksins Eyþór Arnalds, Sjálfstæðis- flokkur Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, Borgin okkar Reykjavík Guðmundur Þorleifsson, Íslenska þjóðfylkingin Þorvaldur Þorvaldsson, Alþýðu- fylkingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.