Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Elsku Helga amma kvaddi okkur hinn 26. apríl sl. Hennar verður sárt saknað, en við huggum okkur við það að hún kvaddi södd lífdaga og er nú komin til Steina afa eft- ir um árs aðskilnað. Minningar um ömmu munu seint gleymast þar sem hún var einstök kona. Duglegri manneskju en ömmu var ekki hægt að finna, hún var alltaf að. Ef hún var ekki að þrífa, þá var hún að taka til í garðinum eða setja nýtt vegg- fóður á veggina og hún lét ekki aldurinn stoppa sig. Á yngri ár- um braust orkan hjá ömmu út í því að hún gekk fjöll og firnindi og safnaði steinum. Við eigum fjölmargar minningar þar sem við vorum að rifna úr monti yfir steinasafninu hennar og sýndum öllum þeim sem komu með okk- ur til ömmu safnið. Amma var Helga Guðbjörg Þorkelsdóttir ✝ Helga fæddistá Eskifirði 31. október 1929. Hún lést 26. apríl 2018. Útför Helgu fór fram 4. maí 2018. mikill íþrótta- áhugamaður og fylgdist með öllum íþróttaviðburðum bæði hérlendis og erlendis til síðasta dags. Amma var einnig mikil spila- manneskja og við eigum skemmtileg- ar minningar af því að sitja með ömmu og afa að spila fé- lagsvist í hjólhýsinu í Þjórsárs- dalnum. Amma hafði ekki mörg orð um tilfinningar sínar en skoð- anir sínar tjáði hún oftar en ekki óheflaðar. Undir yfirborðinu var hún samt ljúfasta og elskuleg- asta amma sem til var. Við vor- um alltaf velkomin til ömmu og þar var alltaf tekið á móti manni með veislu, þar sem kökusort- irnar voru tíndar fram úr búri og hnallþórur upp úr frystikist- unni á Faxabrautinni. Við munum geyma fallegar minningar um einstaka ömmu og langömmu, með ósk um að hún hvíli í friði. Helga Elísa, Margrét Silja, Ingvi Aron og fjölskyldur. Elsku Mæja, fyrsta minning mín um þig er þegar ég gisti hjá þér þegar ég var lítil og for- eldrar mínir höfðu farið til út- landa og ég fór í pössun til þín. Á þeim tíma bjóst þú í litla „kóngulóar“húsinu við Klepps- mýrarveg, í barnsminningunni var allt krökkt af kóngulóm í þessu húsi, en það var víst bara um eina kónguló sem ég fékk á höndina og aðra sem forðaði sér á hlaupum á gólfinu sem ég skóp þá minningu. Þú varst sterkur, skemmtileg- ur og oft skrautlegur persónu- leiki. Fáar ef nokkra manneskju þekki ég sem hefur gengið með túrban á hausnum með skraut- steini á og í pallíettujakka í öllum regnbogans litum, já heldurðu ekki að amma þín sé skæsleg? sagðir þú og ég hélt það nú. Þegar þið afi heitinn hófuð bú- skap hófst nýr kafli með enn fleiri stundum með ykkur afa sem ylja mér alla tíð. Þið voruð góð heim að sækja og kom ég oft við, alltaf jafn velkomin. Þið voruð miklir dýravinir og áttuð bæði hundinn Benna og ketti, eins og grenju- skjóðuna, sem svaraði með há- væru mjálmi í hvert sinn sem þú talaðir við hana og hafðir gaman af. Þú hugsaðir meira um aðra en sjálfa þig, gott dæmi er þegar ég kíkti til þín á Skagann daginn áð- ur en þú fluttir í bæinn og sá að þú varst með bómull á handleggj- unum eftir nálastungur og spurði hvort eitthvað sérstakt hefði gerst hjá þér, hvort þú værir María Kristinsdóttir ✝ María Krist-insdóttir fædd- ist 24. júlí 1938. Hún lést 29. apríl 2018. Útför Maríu fór fram 8. maí 2018. veik, þú gafst lítið út á það og sagðir æ þú veist hvernig þetta er á þessum spítöl- um, elskan mín, þau eru alltaf stingandi mann og rang- hvolfdir augunum, svo ég innti ekkert meir eftir því, þá kemur starfsmaður inn stuttu síðar og segir okkur að þú hafir komið sama dag af hjarta- deildinni. Þú varst mjög mikil hannyrða- kona og liggja eftir þig margir hlutir, bæði útsaumur, prjóna- skapur og hekl. Þeir eru gríðarlega fallegir hekluðu skírnarkjólarnir sem þú bjóst til og í raun meistarastykki og hafa börnin mín fjögur öll ver- ið skírð í hekluðum skírnarkjól eftir þig. Þér fannst alveg ómögulegt að ég ætti ekki minn eigin skírnar- kjól eftir þig og því varð ég svo lánsöm að eignast eitt af þessum meistarastykkjum þegar Helga Rún var skírð, síðan hafa nokkur börn verið skírð í honum, þar á meðal litla Mary eins og þú kall- aðir oft Köllu Maríu okkar. Við höfum bæði hlegið og grátið sam- an eins og lífið hefur boðið okkur og hélst þú minningu móður minnar heitinnar alltaf svo fal- lega á lofti með skemmtilegum minningum af tíma ykkar saman af ást og umhyggju. Þær eru góðar og skemmtileg- ar endurminningarnar sem koma upp í hugann þegar ég fer í gegn- um árin með þér og munu ylja í framtíðinni elskuleg, eins er ómetanlegt að heyra áður en lífs- andinn yfirgaf þig að þú elskaðir okkur og að geta tjáð þér slíkt hið sama. Farðu í friði, elsku Mæja mín, og takk fyrir allt. Kveðja, Andrea og fjölskylda. Elsku amma Halla mín, nú ertu farin frá okkur. Sit- ur sæl og glöð í blómahafinu þínu og vakir yfir okkur. Ég þekki fátt annað en að koma í Áshlíðina til þín og afa, þar var alltaf opið hús fyrir alla, kökur og eitthvað gott að borða. Þú kenndir mér svo margt. Ég sat hjá Jónínu í gær og var að tala um það hvað þú hefðir alltaf verið dugleg að bauka í eld- húsinu, ég man hvað ég elskaði að koma eftir sundæfingu og þá varstu að búa til kvöldmat, og að- eins að fá að hjálpa þér, þá kenndirðu mér að gera þessar dýrindissósur þínar og leyni- trikkin þín, enda þyki ég góð sósugerðarkona, allt þér að þakka. Ég man þegar þú varst að passa allan krakkaskarann í Brúnalaug, eldaðir góða matinn þinn og bakaðir alltaf eitthvað gott með kaffinu. Oft sem áður vorum við vin- konurnar að fara í sund og þá sagðir þú að við myndum breyt- ast í hafmeyjur ef við værum allt- af svona mikið í sundi, mikið sem ég reyndi það, en það hefur ekki gerst ennþá, held áfram að reyna á hverju sumri. Í hvert skipti sem fólk talaði um þig þá fékk ég alltaf að heyra það sama, já hún amma þín er svo glæsileg kona, alltaf svo falleg og vel til höfð enda varstu það fram á síðasta dag, elsku amma mín. Þú kenndir mér nú margt með það að maður ætti alltaf að hafa sig vel til og ekki láta sjá sig úti ótilhafða. Halla Ingibjörg Svavarsdóttir ✝ Halla IngibjörgSvavarsdóttir fæddist 21. júní 1941. Hún lést 23. apríl 2018. Útför hennar fór fram 4. maí 2018. Ég passaði mig nú á því að koma ekki til þín fyrir 11 því þá var fyrsta umferð að koma á og þú vildir nú ekki að maður myndi trufla við það. Ég var svo mont- inn þegar þú komst í stólinn til mín niður á Medullu þegar ég var að læra hár- greiðslu og ég fékk að brasa í fal- lega hárinu þínu, lita, klippa, nudda þig og dekra við þig sund- ur og saman. Áramótapartíin hjá þér og afa standa líka alltaf efst í minning- unum mínum, vá hvað var gaman, enda lögðuð þið allt í það, skraut- ið, maturinn og vá hvað var gam- an. Þegar við Linda vorum í hjúkkuleik, gleymi því aldrei. Enda erum við Gummi minn far- in að gera það sama, snúum hús- inu við og skemmtum okkur öll saman. Vá, amma, ég á svo margar minningar, stundir með þér, þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur öll. Takk fyrir það. Ég mun alltaf elska þig, núna er ég væng- brotin en það grær og ég mun hlýja mér við góðar minningar þegar tíminn líður. Ég er svo glöð að þú fékkst að sjá mig verða full- orðna, eignast börnin mín og þau að kynnast þér. Þú fékkst að sjá mig giftast ástinni minni og það er dýrmæt stund sem við áttum saman. Takk fyrir að vera alltaf ynd- isleg, fyndin, svo opin að ég gat rætt allt við þig, góð og yndisleg- asta amman, koss og knús. Nú kveð ég þig í hinsta sinn… Við sjáumst seinna, amma mín, sofðu rótt þinn hinsta svefn. Syngið, þið fuglar, ykkar fegursta ljóðaval. Þín, Halla. Hann Stefán eða Stebbi, eiginmaður Elsu móðursystur minnar, var enginn hávaðamaður. Ró- lyndi, festa, hógværð og vinátta eru orð sem lýsa honum vel. Upp í hugann koma minn- ingar um ótal ferðalög með Stebba og Elsu, það fyrsta í kringum 1960, tjaldútilega við Pétursey. Fararskjótinn var X-106 eða „Sterturinn hans Stebba“ eins og hann var kall- aður, amerísk drossía sem Stebbi og vinur hans Sveinn breyttu í pallbíl. Þannig var notagildi bifreiðarinnar aukið án þess að það kæmi niður á farþegafjölda, lýsandi dæmi um útsjónarsemi Stebba. Síðar bættust við ferðalög bæði innan lands og utan. Ótal tjaldútilegur, sumarbústaða- ferðir og veiðiferðir og síðustu árin árleg þorrablót í sumarbú- stað, svo lengi sem heilsa Stebba leyfði. Framan af var oft búið þröngt í þessum ferð- um og farangurinn í meira lagi miðað við það rými sem var til ráðstöfunar. Handlagni og ná- kvæmni Stebba komu sér þá oft vel og gjarnan hent gaman Stefán Valdimarsson ✝ Stefán Valdi-marsson fædd- ist 11. apríl 1928. Hann lést 25. apríl 2018. Útför Stefáns fór fram 8. maí 2018. að leikni hans við að pakka saman farangri og hnýta utan um hann. Samskiptin voru mikil og náin í gegnum árin og voru matarveislur ríkur þáttur í þeim. Stebbi lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum enda matmaður mikill og góður. Síðustu árin hrakaði heilsu Stebba mikið. Það reyndist honum þungbært að þurfa að flytja til Reykjavíkur úr Þor- lákshöfn, en hann var einn af frumbyggjum staðarins. Skert sjón og heyrn gerði honum auk þess erfitt um vik að mynda tengsl við fólk í nýju umhverfi. Að leiðarlokum þökkum við Guðjón vini okkar samfylgdina og sendum Elsu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um Stefán Valdimarsson lifa. Unnur og Guðjón. Stefán Valdimarsson er nú látinn 90 ára að aldri. Stefán bjó í Þorlákshöfn meirihluta ævi sinnar með konu sinni Elsu Unnarsdóttur. Þau hjónin voru meðal frumbyggjanna á staðn- um. Þau byggðu sitt hús við B- götu sem í dag heitir Odda- braut. Hús foreldra minna og þeirra stóðu á móti hvort öðru í götunni. Við vorum svo lánsöm mín fjölskylda að verða sam- ferðamenn Stebba Vald, eins og við kölluðum hann, og hans fjölskyldu. Lilja móðir mín og Elsa voru miklar vinkonur. Það var mikill samgangur milli húsa í „gömlu Þorláks- höfn“ og uppeldi barnanna var í höndum allra þorpsbúa. Það kom öllum allt við, fólk gætti hvað annars, hjálpaðist að og þótti almennt vænt um sam- félagið. Á Þorláksmessu var hefðin t.d. sú að allir íbúar kveiktu á sama tíma á jólaserí- unum með gulum og rauðum perum. Þá voru jólin komin. Æskuár Stebba voru erfið eins og hjá mörgum af þessari kynslóð. Vegna veikinda sundr- aðist fjölskylda hans. Þegar Stebbi og Elsa stofnuðu svo fjölskyldu og eignuðust dæt- urnar Valgerði, f. 1958, og Auð- björgu, f. 1965, varð fjölskylda hans honum sérstaklega dýr- mæt. Fyrir átti Elsa Unnar Harald, f. 08.11. 1953 og d. 1958. Auðbjörg fæddist fjölfötluð sem var mikið mál á þeim tíma. Hún flutti að heiman þriggja ára gömul sem varð fjölskyld- unni mikið áfall. Pabbi hennar var henni mikils virði. Það var sérstakt samband milli þeirra. Hún var alltaf heima á sumrin, í öllum fríum og eins oft og að- stæður leyfðu. Valgerður hefur verið eins og uppeldissystir mín og bróður míns Dagbjarts. Þegar Auðbjörg var heima hjálpuðumst við að og við létum hana horfa á okkur við leik og störf. Eins og tíðkaðist í þá daga unnu sérstaklega karl- mennirnir frá heimilunum og voru þá gjarnan lengi að heim- an. Stebbi vann mikið allan sinn starfsferil. Hann starfaði meðal annars við virkjunarfram- kvæmdir t.d. við Búrfellsvirkj- un ásamt fleiri viðlíka verkefn- um. Í seinni tíð vann hann lengst af sem bílstjóri hjá Glettingi sem var einn stærsti vinnustaðurinn til margra ára í Þorlákshöfn. Stebbi var ekki mikill félags- málamaður, hann eyddi sínum frítíma í að hlúa að heimilinu og fjölskyldu. Valgerður giftist Gunnari Þorsteinssyni og eign- uðust þau Jónínu og Elsu. Gunnar og Stebbi urðu miklir vinir og fallegt að sjá svo góða vináttu. Elsa yngri giftist svo Davíð og börn þeirra eru Fann- ar Haraldur og Stefanía. Þetta fólk var honum allt mikils virði og lifði hann fyrir það. Fjöl- skyldan naut sín í ferðalögum og var ég svo heppin að fylgja þeim í mörgum þeirra. Stebbi var mikill húmoristi og með eindæmum stríðinn. Hann hafði ekki mikið fyrir því að ná henni Elsu okkar upp en það var allt á góðum nótum og jafnfljótt úr henni. Stebbi sýndi ávallt æðruleysi og hugprýði við flestar þær aðstæður sem lífið hefur upp á að bjóða. Það var honum þó mikið áfall þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að yfirgefa Þorlákshöfn vegna veikinda sinna og flytja burt frá staðnum. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina send- um við aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AXEL JÓHANNESSON húsgagnasmiður, áður til heimilis að Ægisgötu 15, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð mánu- daginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. maí klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís A. Colbe Anker Colbe Björn Þröstur Axelsson Anna Halldóra Karlsdóttir Steingerður Axelsdóttir Jóhannes Axelsson Sigrún Arnsteinsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR, áður Grænumörk 5, Selfossi, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 26. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. maí klukkan 13. Sigurður K. Eggertsson Jórunn Sigurðardóttir Benedikt G. Eggertsson Unnsteinn B. Eggertsson Vilhelmína Roysdóttir Ásgeir Eggertsson Brynhildur Valdórsdóttir Ari Blöndal Eggertsson Ragnar Halldór Blöndal barnabörn og langömmubörn Elskulegur faðir okkar, PÁLL PÉTURSSON, fv. gæðastjóri Icelandic USA í Bandaríkjunum, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi mánudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. maí klukkan 14. Tinna Petursson og fjölskylda Heba Petursson Okkar elskulegi, HALLSTEINN FRIÐÞJÓFSSON frá Seyðisfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 26. apríl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Vigfúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.