Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 37

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 37
Íbúar í sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra eru samtals 30.453 en 21.632 eru á kjörskrá. Stærsta sveitarfélagið er Akureyrarkaupstaður en íbúar þar eru 18.787. Fæstir íbúar eru í Tjörneshreppi, 58 talsins. Í kosningunum 26.maí munu 85 frambjóðendur taka sæti í 13 sveitar- stjórnum, hreppsnefndum og bæjarstjórnum á Norðurlandi eystra. Morgunblaðið/Hari ur þegar breska ferðaskrifstofan Superbreak var með ferðir hingað. Það verkefni tókst glimrandi vel og framhald verður á. En flugvöllurinn er orðinn flöskuháls. Aðstaðan er þannig að menn ráða ekki við þetta. Það þarf að bæta aðflugs- búnað og erfitt er að framkvæma vegabréfaskoðun. Að auki er Akureyrarflugvöllur varaflugvöllur fyrir Keflavík, það hefur komið fyr- ir að ekki er pláss fyrir allar vélar. Það er mikill samhugur í landshlutanum um þetta. Þetta skiptir ferðaþjónustuna gríðarlegu máli og er um leið mjög stórt at- vinnumál, sennilega það stærsta á svæðinu fyrir utan rafmagnið.“ Hann segir að tilkoma Vaðla- heiðarganga muni bæta samgöngur mikið en önnur stór samgöngu- framkvæmd bíði úrlausnar. „Hér ríkir mikill einhugur um Dettifoss- veg. Það er forgangsverkefni að klára hann. Þetta hefur gengið of hægt og það er langur kafli eftir. Menn þrýsta á um að þetta sé klár- að þannig að framkvæmdin fari að virka. Það er rosalega stór hluti af þeirri náttúruupplifun sem ferða- menn sækja í á svæðinu að ná þessum hring. Og þótt þetta sé ekki hagsmunamál beint fyrir íbúa er óhemju sterk samstaða um þetta mál.“ Umhverfismál á dagskrá Fyrir utan áðurnefnd þrjú stór mál eru ýmis mál sem snúa að fjöl- skyldum sem upp komu í samtölum við íbúa. Víða þykir betur mega hlúa að barnafjölskyldum og ung- mennum. Til að mynda krefjast margir þess að börn verði tekin fyrr inn á leikskóla en nú er. Þetta á ekki síst við um stóru þéttbýlis- kjarnana. Þá eru umhverfismál meira í umræðunni en áður. Sífellt fleiri láta sig sorphirðu og endurvinnslu varða. Eins eru rafbílar fólki nokk- uð hugleiknir. Telja margir íbúar að fjölga þurfi hleðslustöðvum til að raunhæft sé að rafbílavæða flot- ann. Tveir þriðju búa á Akureyri Íbúum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað að undanförnu. Fjölg- unin nam um 800 manns frá árs- lokum 2016 og til ársloka 2017. Alls búa ríflega 30 þúsund íbúar á svæðinu. Þar af búa tveir þriðju hlutar á Akureyri og nágrenni en afgangurinn deilist niður á tólf sveitarfélög. Þessi sterki þjón- ustukjarni mótar mjög uppbygg- ingu á svæðinu og sumum finnst að minni staðir verði útundan. Þetta kemur til dæmis fram í máli Agnesar Önnu Sigurðar- dóttur, framkvæmdastjóra Brugg- smiðjunnar Kalda á Árskógssandi og Bjórbaðanna. „Við á Árskógssandi erum hluti af Dalvík og Bjórböðin eru, að ég held, stærsti ferðamanna- staðurinn hér. Vegurinn hér niður að Bjórböðunum fékkst ekki mal- bikaður í fyrra og aðkoman er slæm. Þannig er þetta. Bíllinn sem þrífur göturnar á Dalvík þrífur allt þar en kemur ekki hingað fyrr en búið er að hringja fimm sinnum. Hér eru samt bara þrjár götur sem þarf að sópa. Við verðum útundan í þessu bæjarbatteríi og það held ég að eigi við um fleiri,“ segir Agnes, sem kveðst telja að sameining sveitarfélaga myndi bæta stöðuna. Vill sameina sveitarfélög „Ég hefði viljað sjá að við myndum sameinast, allur Eyja- fjörðurinn. Ég held að það væri farsælt fyrir okkur. Þá væri ein stjórnsýsla, það væri skynsamt fólk sem ynni fyrir alla. Ég held að það sé alltaf hættulegt þegar eru litlar einingar, þegar það er ein stærri og margar litlar í kring. Þá er auð- velt að hugsa bara um miðjuna. Grímsey og Hrísey sameinuðust Akureyri og ég held að það hafi verið mjög farsælt. Maður heyrir sömu raddir í Svarfaðardal og hér. Fólk upplifir það þannig að hægt sé að gera hluti í stóru þorpunum en ekki þeim litlu.“ Húsavík Kísilver PCC á Bakka gjörbreytir atvinnulífinu í bænum. Agnes Anna Sigurðardóttir, Árskógssandi „Ég hefði viljað sjá að við myndum sam- einast, allur Eyja- fjörðurinn. Fólk upp- lifir það þannig að hægt sé að gera hluti í stóru þorpunum en ekki þeim litlu.“ Pétur Þór Jónasson, Akureyri „Flugvöllurinn er orðinn flöskuháls.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Óhætt er að segja að fjölgun ferðamanna hafi gjörbreytt framboði af veitingastöðum og ýmiskonar afþreyingu á Norð- urlandi eystra. Á Akureyri hefur veitingastöðum og kaffi- húsum fjölgað og það sama er uppi á teningnum víðast hvar. Ferðamenn geta nú smakk- að spennandi bjór hjá Kalda á Árskógsströnd, Segli 67 á Siglufirði og Húsavík Öl og skellt sér í bjórbað hjá Kalda. Þá er ómissandi fyrir fólk sem heimsækir Siglufjörð að kíkja við á súkkulaðikaffihúsi Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Þar er hægt að fá handgerða konfektmola úr belgísku úr- valssúkkulaði, meðal annars bjórkonfektmola, gráðaosta- konfektmola, rúgbrauðs- konfektmola og sítrónukon- fektmola. Ekki skemmir fyrir að loft staðarins er veggfóðrað með gömlum síðum úr Morg- unblaðinu og listaverk Fríðu eru til sölu á staðnum. Fjölbreytni þrífst Morgunblaðið/Hari Bjórböðin Nýjung fyrir ferða- menn á Norðurlandi eystra. Súkkulaði og bjór Morgunblaðið/Hari Dalvík Steingrímur Sigmar býr á Akureyri en rær oftast frá Siglufirði á sumrin.  Næst verður haldið á höfuð- borgarsvæðið og fjallað um það sem þar er efst á baugi fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 26. maí. Á laugardag Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.