Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er sagt aðDonaldTrump, for- seti Bandaríkjanna, sé óútreiknanlegur. Hann sagði sjálfur í kosningabaráttunni að næði hann kjöri myndi hann verða óútreiknanlegur. Obama fyrir- rennari hans var óþægilega út- reiknanlegur. Hann hóf feril sinn á að biðja Mið-Austurlönd afsökunar á framgöngu Banda- ríkjanna þar. Svo hófust samn- ingar við Íran um kjarn- orkuvopnagerð þeirra. Klerkarnir í Teheran voru fljótir að reikna Obama út. Þeir héldu áfram að vinna að kjarn- orkuvæðingu landsins allan við- ræðutímann með afsökun um að auðgun þeirra á úrani væri ein- göngu til iðnaðar- og almenn- ingsnota. Obama lofaði umheiminum því að gerði Sýrlandsstjórn sig seka um beitingu eiturgass gegn al- menningi yrði þeim refsað harð- lega. Assad beitti eiturgasi og Obama brást. Nú er vitað að hann taldi að refsiaðgerðir myndu spilla fyrir samningum við Íran, bandamann Assads. Klerkarnir höfðu reiknað Obama rétt. Trump hefur í tæp tvö ár hót- að að rifta „versta milliríkja- samningi sögunnar“. Nú segjast Evrópuríkin, Kína og Rússland og fleiri „hafa áhyggjur af mál- inu“. Íran hélt áfram tilraunum með langdrægar flaugar sem flutt geta kjarnorkuvopn. Vik- una eftir að samningurinn við Íran var undirritaður hélt æðsti klerkur Írans fjöldafund. Tónninn í garð Bandaríkj- anna var sami og fyrr. Mannfjöldinn hrópaði ákallið um „að dauðinn skyldi hirða Bandaríkin“. Það er ekki um það deilt að á fáeinum mánuðum eft- ir að Íranssamningur rennur út geta Íranar „löglega“ komið sér upp kjarnorkuvopnum. Millj- örðum dollara, sem Obama lét færa klerkastjórninni að næt- urþeli í dollurum, evrum og svissneskum frönkum, í órekjan- legum notuðum seðlum, hefur verið komið til Assads, uppreisn- armanna í Jemen og ýmissa hryðjuverkasamtaka. Con Coughlin, sérfræðingur erlendra frétta hjá Telegraph, segir að árásarstefna Írans ráði því hvernig komið sé fyrir samn- ingunum. Ekki Trump. Obama sagðist trúa og treysta því að eftir samninginn myndi Íran laga sig að friðsamlegu sam- starfi þjóða. Coughlin segir þennan barnaskap fyrir löngu orðinn aðhlátursefni. Íran hafi komið fyrir þúsundum flug- skeyta í Sýrlandi sem beint sé að borgum og bæjum í Ísrael! Hann segir eina af ástæðum þess að Obama hafi ákveðið að taka þátt í samningagerð um kjarn- orkuþróun Írana að hún drægi úr hættu á átökum á milli Teher- an og Jerúsalem. Þremur árum síðar hafi óveðursský hrannast upp vegna fjölda ögrandi skrefa Íransstjórnar eftir undirritun samningsins. Af hverju hafði enginn áhyggjur fyrr? Samningurinn við Íran var óneitanlega götóttur, gallaður og ómögulegt að sannreyna hann} Staðreyndir máls Enn sér ekki fyr-ir endann á manngerðri vesöld- inni í Venesúela. Efnahagurinn er ein rjúkandi rúst eftir nærri því tveggja áratuga óstjórn sósíal- ista. Vöruskortur er nú daglegt brauð, og hafa margir íbúanna flúið yfir landamærin til Kól- umbíu. Þá glímir landið við óða- verðbólgu, en hún mældist nú í apríl 13.779% á ársgrunni. Meira að segja olíuframleiðslan, sem átti að standa undir öllum loforðum Chavistanna, hefur nú hrunið um fjórðung á síðustu sex mánuðum. Til að bæta gráu ofan á svart er ekki lengur hægt að kalla landið lýðræðisríki af neinni al- vöru. Forsetakosningar verða haldnar í landinu hinn 20. maí næstkomandi. Undir venjuleg- um kringumstæðum væri nán- ast öruggt að Nicolas Maduro, hinn handvaldi arftaki Hugos Chavez, og fylgisveinar hans sem hafa eyðilagt efnahag Venesúela myndu hljóta ráðningu kjósenda. Stjórn- völd hafa hins veg- ar búið svo um hnútana að nið- urstaða kosning- anna liggur ljós fyrir. Stjórn- arandstaðan hyggst enda sniðganga kosningarnar, þar sem augljóst er að þær verða ekki haldnar á jafnrétt- isgrundvelli. Bandaríkin ákváðu í vikunni að skerast í leikinn með því að beita suma af bandamönnum Maduros viðskiptaþvingunum og með því að krefjast þess að kosningunum verði frestað þar til hægt verði að halda alvöru- kosningar. Maduro hefur hins vegar þverneitað, enda veit hann sem er, að hann mun vinna öruggan sigur hinn 20. maí næstkomandi. Sá sigur verður hins vegar ósigur fólksins í Venesúela, sem áfram mun þurfa að líða fyrir enn eina mis- heppnaða tilraun fylgismanna sósíalismans. Vandamál Venesúela aukast enn vegna tilraunastarfsemi sósíalistanna} Gallaðar kosningar fram undan Í Reykjavík eru nú tæplega 2.000 börn á biðlista eftir leikskólaplássi vegna þess að núverandi meirihluti í borg- inni hefur vanrækt starfsemi og upp- byggingu leikskóla. Á sama tíma þurfa foreldrar þessara barna að taka ákvörðun um það hvort þeirra ætlar að vera lengur heima og ekki á vinnumarkaði. Í flest- um tilvikum er það konan á heimilinu sem víkur lengur af vinnumarkaði. Vanrækslan á þessu mikilvæga málefni barnafjölskyldna leiðir því til ójafnréttis. Það er jafnréttismál að sveitarfélög sinni þeirri grunnskyldu að bjóða fólki leik- skólapláss á ásættanlegum tíma. Öll gylliboð um að lækka leikskólagjöld eða jafnvel af- nema þau eru einskis virði þegar þjónustan er léleg, ósveigjanleg og jafnvel ekki í boði yfirhöfuð. Kostnaðurinn við það að geta ekki hafið störf á ný, að þurfa að taka börnin oft fyrr heim eða að velja sér önnur mun dýrari úrræði sem borg- arsjóður greiðir ekki niður er langt umfram þann kostnað sem hlýst af leikskólaplássi. Nú rétt fyrir kosn- ingar hefur meirihlutinn í Reykjavík loksins sett málið á dagskrá. Það er þó fullseint og langt frá því að vera trúverðugt. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og er gert ráð fyrir að fram- lög til málaflokksins verði 1.800 milljónum króna hærri eftir fjögur ár. Markmiðið er að draga úr röskun á tekjum foreldra í fæðing- arorlofi. Að foreldrar geti nýtt sér fæðing- arorlofið til að eiga dýrmætar samveru- stundir með barni sínu án þess að tapa of miklum tekjum er jafnréttismál en dugar skammt þegar ekkert stendur til boða að því loknu. Sveitarfélögin verða að koma til móts við foreldra með leikskóla- eða dagvistunar- plássi fyrir börnin að fæðingarorlofi loknu. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík að öll börn fái leikskólapláss við 18 mán- aða aldur, að auka sjálfstæði leikskólanna, að fjölga dagforeldrum með því að bjóða að- stöðu og niðurgreiðslu og síðast en ekki síst að bæta hag þeirra sem starfa á leikskólum. Þetta skiptir máli. Þetta er jafnréttismál þar sem Reykjavík á að vera í forystuhlutverki. Ungt fjölskyldufólk á skilið betri þjón- ustu en því hefur verið veitt hingað til. Sjálfstæðisflokk- urinn er eini flokkurinn sem mun setja þetta mál í for- gang og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Þannig breytum við borginni til hins betra. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Leikskólamál eru jafnréttismál Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálf- stæðisflokksins aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þó að lokadrög frumvarpsdómsmálaráðherra að nýj-um persónuverndarlögumliggi fyrir til innleiðingar á nýrri reglugerð Evrópuþingsins um persónuvernd, er ómögulegt að segja nákvæmlega fyrir um hvenær Evrópureglurnar munu taka gildi hér á landi. Gildistökuákvæði frum- varpsins kveður á um að lögin öðlist þegar gildi eftir samþykkt Alþingis en það helst í hendur við upptöku reglugerðarinnar í EES-samning- inn, sem hefur tafist hjá sameig- inlegu EES-nefndinni. „Það liggur alveg fyrir að per- sónuverndarreglugerð ESB verður ekki tekin upp í EES-réttinn fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu vikunni í júlí,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Reglugerð ESB kemur til framkvæmda innan ESB 25. maí nk. en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær valda tafir á upptöku hennar í EES-samninginn því að reglurnar verða ekki komnar í gildi hér á landi eða í öðrum aðild- arríkjum EFTA sem aðild eiga að EES-samningnum, þ.e. Noregi og Liechtenstein, fyrir þann tíma. Málið er á dagskrá seinasta fundar í sameiginlegu EES- nefndinni fyrir sumarhlé, sem er boðaður í fyrstu viku júlí. Væntir ráðherra þess að málið verði tekið fyrir þá. Sigríður segir að ríkin þrjú, Ís- land, Noregur og Liechtenstein, séu á fullu að búa í haginn fyrir þetta og vinna nauðsynlega vinnu svo ekki verði töf á því að reglugerðin verði leidd inn í landsrétt með stjórn- skipulegum hætti þegar ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar liggur fyrir. Dómsmálaráðherra ætlar að leggja frumvarpið að nýju persónu- verndarlögunum fyrir Alþingi við fyrsta tækifæri en Sigríður segir að það sé svo útfærsluatriði þingsins hvenær þau lög tækju gildi ef frum- varpið fæst samþykkt á þessu þingi. Gert hefur verið hlé á fundum Alþingis fram yfir sveitarstjórn- arkosningarnar 26. maí og er næsti þingfundur boðaður mánudaginn 28. maí. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að þingið starfi til 7. júní eða í tæpar tvær vikur. Frumvarpið lagt fram fljót- lega eftir kosningahléið Sigríður segist vonast til að geta lagt frumvarpið fyrir þingið fljótlega eftir að það kemur saman á ný eftir kosningahléið. Hún bend- ir á að gríðarlega mikil undirbún- ingsvinna hefur farið fram fyrir innleiðingu persónuverndar- reglugerðar ESB undanfarin ár og að allir sem munu vinna eftir regl- unum og þeir sem hafa hagsmuna að gæta þekki vel til málsins frá því að reglugerðin var sett í Evr- ópu. Mikið samráð hafi einnig verið haft. Málið fái að sjálfsögðu þing- lega og efnislega meðferð en Sig- ríður minnir á að reglugerðin sem slík mun gilda hér á landi og ekki er mikið svigrúm fyrir þingið til þess að huga að útfærsluatriðum. Bent er á í greinargerð að afar mikilvægt sé að frum- varpið verði að lögum og taki gildi sem næst því tímamarki sem reglu- gerðin kemur til framkvæmda í ESB-ríkjunum 25. maí. ,,Ella skap- ast ósamræmi í reglum EFTA- ríkjanna innan Evrópska efnahags- svæðisins við þær reglur sem gilda í ESB-ríkjunum um persónuvernd. Það getur valdið vandkvæðum m.a. í tengslum við miðlun persónu- upplýsinga á Evrópska efnahags- svæðinu.“ Reglurnar í EES- rétt í fyrsta lagi í júlí Morgunblaðið/Kristinn Áhrif Nýju persónuverndarreglunar munu hafa víðtæk áhrif, snerta nær öll svið samfélagsins og vernda grundvallarréttindi fólks á öllum aldri. Gildistaka persónuverndarlag- anna mun hafa mikil áhrif og henni fylgir umtalsverður kostnaður. Ársverk innan Stjórnarráðsins eru um 600 og hefur verið ráðinn einn per- sónuverndarfulltrúi sem fulltrúi allra ráðuneytanna. Í greinar- gerð frumvarpsins segir að ef sambærileg nálgun er notuð við aðrar ríkisstofnanir og hjá Stjórnarráðinu þyrfti að ráða 22 persónuverndarfulltrúa í fullt starf hjá stofnunum öðrum en Landspítalanum. Kostnaðurinn gæti numið ríflega 250 millj- ónum. Gert er ráð fyrir að persónu- verndarfulltrúar sveitarfélag- anna verði 14 talsins, fjórir í Reykjavík, einn í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og síðan einn í hverjum hinna sjö lands- hlutanna og áætlaður kostn- aður við þá er 230 milljónir kr. Erfitt er talið að leggja áreiðan- legt mat á raunkostnað atvinnu- lífsins og að reynslan ein muni leiða hann í ljós. Víðtæk áhrif GILDISTAKA KOSTAR SITT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.