Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Reyktur lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ýmissa kvikinda líki/Íslensk grafík nefnist myndlistarsýning sem opnuð verður á morgun kl. 17 í Listasafni Íslands og eins og titillinn ber með sér er hún helguð grafíkverkum. Sýningin var upphaflega skipulögð af og sett upp í Alþjóðlegu prent- miðstöðinni í New York (IPCNY) í fyrravor undir titlinum Other Hats: Icelandic Printmaking en fyrir upp- setningu í Listasafni Íslands hefur henni verið breytt og hún þróuð frekar. Yfir 100 þrykk Á sýningunni má sjá yfir 100 þrykk og fjölfeldi eftir 27 listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna jafnhliða í grafík og aðra miðla og eru þeir margir hverjir þekktari af annars konar listsköpun, til að mynda tónlistarmennirnir Megas og Björk. Elstu verkin á sýningunni eru frá árinu 1957 en þau yngstu verða búin til á staðnum á meðan á sýningunni stendur. Verkin eru unnin með margs konar grafík- tækni, allt frá klassískum og alda- gömlum grafíkmiðlum á borð við æt- ingu og silkiþrykk til innsetningar úr einþrykki og þrívíðu prenti. Myndlistarmenn sem verk eiga á sýningunni eru þekktari fyrir mál- verk, þrívíð verk, innsetningar, gjörninga, ljósmyndaverk eða víd- eólist en hafa leitað í hina aldagömlu grafíklist eftir útkomu sem ekki er hægt að fá í öðrum greinum mynd- listarinnar og þeirri spurningu er varpað fram af sýningarstjórum, Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Pari Stave, af hverju listamennirnir hafi kosið að nota grafíkina sem miðil til sköpunar og á þann hátt sem þeir gera. Þó sýnendur séu langflestir ís- lenskir má einnig sjá verk eftir þekkta erlenda listamenn sem kalla mætti Íslandsvini þar sem þeir hafa unnið verk í tengslum við heimsókn- ir sínar hingað til lands og tengst landinu sterkum böndum, eins og segir í tilkynningu, en þeir eru bandaríski skúlptúristinn Richard Serra, danski listamaðurinn Per Kirkeby og hin bandaríska Roni Horn sem hefur unnið verk sín í ýmsa miðla, t.d. ljósmyndun. Þrír listamenn munu vinna verk sérstaklega fyrir þessa sýningu, Hrafnkell Sigurðsson býr til tíma- bundið verk og Leifur Ýmir Eyjólfs- son og Sigurður Atli Sigurðsson verða með innsetningu í formi verk- stæðis þar sem grafíkverk verða framleidd af kappi. Óvæntir gestir munu heimsækja Leif og Sigurð á sýningartímabilinu og vinna verk í samvinnu við þá. Heillaðist af málverkum Ásgríms og Þórarins Ingibjörg Jóhannsdóttir stundaði nám við School of Visual Arts og Pratt Institute í New York á ár- unum 1992 til 1994, hafði áður lokið námi við grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og hefur unnið með listamönnum sem prentmeist- ari, þ.e. unnið með þeim og aðstoðað þá við gerð grafíkverka bæði í New York og hér á landi. Pari Stave er bandarískur sýning- arstjóri og listfræðingur sem hefur á síðustu árum stýrt mörgum sýn- ingum sem tengjast ljósmyndun, grafík og skandinavískri myndlist. Hún hefur unnið mikið með íslensk- um listamönnum, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og þá m.a. í Scandinavia House í New York. Hún hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan safna- heimsins og starfar nú við sam- tímalistadeild Metropolitan-safnsins í New York þar sem hún hefur m.a. staðið fyrir sýningum íslenskra listamanna og stofnað til markvissr- ar söfnunar á íslenskri listasögu inn- an bókasafns safnsins. Blaðamaður hitti þær Ingibjörgu og Stave í Listasafni Íslands í vik- unni og spurði Stave fyrst að því hvernig stæði á þessum mikla áhuga hennar á íslenskri myndlist og hve- nær hann hefði kviknað. „Ég var að vinna að sýningu um skandinavískan módernisma árið 2012 fyrir Scandinavia House í New York og fékk þá lánuð nokkur mál- verk frá Listasafni Íslands, eftir Ás- grím Jónsson og Þórarin Þorláksson og ég varð hugfangin af þeim,“ svar- ar Stave. Hún hafi í kjölfarið haldið til Íslands að kynna sér betur ís- lenska myndlist og þar sem hún hafi verið sýningarstjóri Scandinavia House á þeim tíma hafi hún sett upp sýningar á íslenskri myndlist í fram- haldi af þeirri heimsókn. Hið grófa og hið fínlega Stave segir áhugavert við íslenska myndlist og aðrar listgreinar hér á landi hversu mikið sé um að vera og þá m.a. í tónlist og bókmenntum. Hún segist alltaf hafa haft sér- stakan áhuga á grafík og öðrum list- miðlum sem fela í sér eða bjóða upp á fjölföldun, m.a. ljósmyndun, og ákveðið að kynna sér grafíkina bet- ur. Þannig hafi þessi sýning komið til. Að því sögðu gengur Stave að röð heillandi ætinga eftir Guðjón Ket- ilsson þar sem myndlist og bók- menntir renna saman. Guðjón ritaði með afar fíngerðum hætti texta úr Völuspá. Í fjarlægð líta verkin út eins og flókið mynstur, jafnvel nátt- úrulegt en þegar betur er rýnt kem- ur textinn í ljós. Í seinasta verkinu hefur Guðjón þrykkt öll hin verkin saman svo úr verður þrykk sem lík- ist stjörnubjörtum himni. Og þar eru komin ragnarök, nema hvað. „Sjáðu hvað hann er mikill meistari, hann gerir engin mistök,“ segir Stave, greinilega hugfangin. Og verkin eru fleiri sem heilla á sýningunni, m.a. stórt og grófgert verk eftir bandaríska myndlistar- manninn Richard Serra, „Hrepp- hólar VI“, úr myndröðinni Áfangar, Icelandic Series, frá árinu 1991. Verkið er æting unnin með einstakri tækni. Prentflöturinn, þ.e. papp- írinn, var byggður upp með undir- liggjandi pappír, lag fyrir lag, svo hann gæti tekið við miklu magni olíulitar en ætingin fór óvenjudjúpt í málmplötuna. Útkoman minnir á basalt enda titill verksins vísun í þekktar basaltmyndir í Hrepp- hólum. Serra vann að staðbundnum skúlptúr sínum í Viðey á árunum 1988 til 1989 og gerði þá einnig fjölda prentverka og teikninga, inn- blásinn af íslensku landslagi. Einföld verk og marglaga Verk Serra eru fleiri á sýning- unni, koparætingar sem hann vann þegar hann var í Viðey og eru þær bornar saman við sinkætingar danska listamannsins Per Kirkeby sem einnig voru unnar úti í nátt- úrunni, teikningar sem Kirkeby risti í plöturnar á staðnum. Ingibjörg segir þetta í raun mjög einfalda að- ferð, að teikna með grafíknálinni í plöturnar úti í náttúrunni og að hið gagnstæða megi sjá í tæknilega flóknari verkum á sýningunni, t.d. verkum Helga Þorgils sem eru marglitar og marglaga ætingar. Á sýningunni megi sjá mikla breidd, ólíkar leiðir og verkin tali með mjög ólíkum hætti til sýningargesta. En hvers vegna varð þessu nálg- un fyrir valinu, að sýna verk lista- manna sem þekktari eru fyrir ann- ars konar listsköpun? Stave segir að hinir miklu meistarar grafíklist- arinnar, listamenn á borð við Munch, Picasso, Rembrandt og Goya, hafi unnið í grafík samhliða því að mála en engu að síður standi grafíkverkin sem sjálfstæð verk. Þær Ingibjörg hafi viljað sýna graf- ík sem sjálfstæða listsköpun lista- manna sem komi víðar við, verk sem standi óháð listaverkum sem unnin séu í aðra miðla. „Við erum með verk eftir tónskáld, ljóðskáld og rit- höfunda, t.d. Hallgrím Helgason og litla, fallega bók eftir Björk sem er þjóðargersemi,“ segir Stave og sýn- ir blaðamanni bók Bjarkar, „Um Úmat“, sem hefur að geyma fallegt ævintýri. „Sagan segir að Björk hafi gefið bókina út til að skrapa saman fyrir húsaleigu þegar hún var 19 ára gömul. Á þessum tíma umgekkst hún listamannahópinn Medúsu en út frá honum spratt síðar hljómsveitin KUKL sem Björk var meðlimur í,“ segir í sýningartexta um þetta off- setprentaða bókverk sem prentað var í 100 eintökum árið 1984. „Hún hefur alltaf verið úrræða- góð,“ segir Ingibjörg um Björk og að tónlistarkonan hafi bersýnilega notið góðs af samstarfi við ólíka listamenn á ferli sínum. Stave bætir við að öll verkin á sýningunni hafi listamennirnir unnið í samstarfi við aðra. „Þetta er mikið samstarfs- ferli,“ segir hún um grafíklistina. Gamlar og nýjar aðferðir Ingibjörg segir ástæðuna fyrir því að farin var þessi leið, að sýna graf- íkverk listamanna sem eru þekktari af öðru, einnig þá að velta fyrir sér af hverju listamennirnir hafi kosið þessa aðferð. „Hvers vegna ákváðu þeir að gera grafíkverk og hvers vegna völdu þeir þessa tilteknu að- ferð innan grafíklistarinnar? Svörin við þessum spurningum eru mis- munandi, eftir því hver á í hlut og hver aðferð hefur sína sérstöku eig- inleika,“ segir hún og bendir á silki- þrykk eftir Birgi Andrésson heitinn sem nýtti sér þann eiginleika að geta þrykkt verk með einföldum hætti í ólíkum litum. Ingibjörg segir einnig áhugavert að sjá hvernig hægt sé að blanda saman ólíkum aðferðum grafík- og myndlistar og þá m.a. fornum og nýjum. Hún bendir því til dæmis á verk eftir Söru Riel, „Barabarrtré“, sem í fyrstu lítur út fyrir að vera málverk af barrtré en annað kemur í ljós. Sara yfirfærði stafrænar ljós- myndir af teikningum og málverk- um á striga, málaði líka beint á flöt- inn og bætti við litarefni með berum höndum. Barrtréð býr fyrir vikið yf- ir mikilli og töfrandi dýpt, líkt og fleiri á sýningunni. Að lokum má geta þess að Stave verður þriðji gestur ársins í fyrir- lestraröðinni Umræðuþræðir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 og mun hún fjalla um stöðu samtímalistar innan sögulegra listasafna og sýningarstefnu The Met Breuer, deildarinnar sem hún starfar í innan Metropolitan-safns- ins í New York. Hvers vegna grafík?  Grafíkverk eftir 27 listamenn úr ólíkum listgreinum má sjá á sýningunni Ýmissa kvikinda líki/ Ís- lensk grafík, í Listasafni Íslands  Tónskáld, rithöfundar, ljóðskáld og skúlptúristar meðal sýnenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölbreytt Ingibjörg Jóhannsdóttir og Pari Stave í sýningarsal þar sem sjá má afar fjölbreytileg grafíkverk. Samferðamenn Æting eftir Helga Þorgils Friðjónsson frá árinu 1986. Eftirtaldir listamenn eiga grafíkverk á sýningunni:  Arnar Herbertsson  Birgir Andrésson  Björk Guðmundsdóttir  Dieter Roth  Eygló Harðardóttir  Georg Guðni  Guðjón Ketilsson  Hallgrímur Helgason  Helgi Þorgils Friðjónsson  Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter  Hrafnkell Sigurðsson  Katrín Sigurðardóttir  Kristján Daviðsson  Leifur Ýmir Eyjólfsson  Magnús Þór Jónsson (Megas)  Per Kirkeby  Richard Serra  Roni Horn  Sara Riel  Rúna Þorkelsdóttir  Rúrí  Sigurður Árni Sigurðsson  Sigurður Atli Sigurðsson  Sigurður Guðmundsson  Sólveig Aðalsteinsdóttir  Þóra Sigurðardóttir  Valgerður Guðlaugsdóttir Listamenn úr ólíkum áttum SÝNENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.