Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 36
NORÐURLAND EYSTRA VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikill uppgangur er í stóru byggð- arlögunum á Norðurlandi eystra um þessar mundir. Uppbygging í atvinnulífi og fjölgun ferðamanna hafa breytt stöðunni síðustu ár og útlitið er bjart. Svo stiklað sé á stóru hefur verið mikil uppbygging í Fjalla- byggð eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð og ferðaþjónusta blómstrar þar. Á Dalvík undirbýr Samherji að reisa glæsilegt há- tæknifrystihús og á Þórshöfn er Ís- félag Vestmannaeyja með mikla starfsemi. Á Húsavík var kísilver PCC á Bakka nýlega ræst en það mun lyfta atvinnulífi í bænum. Þá er mikill uppgangur í ferðaþjón- ustu í Mývatnssveit og íbúafjöldi þar fór nýverið yfir fimm hundruð. Hins vegar hafa ekki allir þéttbýlisstaðir á þessu víðfeðma svæði, sem nær frá Siglufirði og austur í Bakkafjörð, náð að blómstra. Bakkafjörður hefur til að mynda átt undir högg að sækja að undanförnu en þar búa fáir og at- vinnutækifæri eru af skornum skammti. Hið sama henti Raufar- höfn fyrir nokkrum árum en mark- visst hefur verið unnið að upp- byggingu þar og nú er bjartara yfir en áður var. Pétur Þór Jónasson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, segir að þrjú hags- munamál séu efst í huga íbúa á svæðinu öllu. „Raforkumál brenna hér gríðarlega á fólki, fyrst og fremst á Akureyri og í Eyjafirði. Það gengur illa að flytja raforku inn á svæðið og það er farið að þrengja verulega. Fyrirtæki hafa verið að koma sér upp vararaf- stöðvum, díselrafstöðvum, til að mæta þessu. Það kostar sitt og er ekkert sérstaklega umhverfisvænt. Þetta er stórt mál til úrlausnar og vonandi er nú komin hreyfing á það,“ segir Pétur. Hann segir að endurbætur á flugvellinum á Akureyri séu annað mál sem skipti íbúa á Norðurlandi eystra miklu. Flugvöllurinn flöskuháls „Við höfum fengið smjörþefinn af því hversu miklu það skiptir að fá hingað beint flug. Það var í vet- Morgunblaðið/Hari Húsavík Mikil uppgrip eru í hvalaskoðun á Húsavík á sumrin. Fjölmargir bátar sigla út Skjálfanda dag hvern. Raforkumál, flugvöll- ur og Dettifossvegur  Víðast uppgangur og bjartsýni á Norðurlandi eystra  Guðmundur Árni Ólafsson hefur séð til þess að karlmenn á Húsavík líti sómasamlega út síðustu þrjá ára- tugina. Á hárgreiðslustofunni Toppn- um er farið yfir stöðu mála. „Ég held að það verði bara áfram unnið að því að styrkja efnahag bæj- arins á næstunni. Menn munu borga af skuldum og reyna að gera pass- lega lítið. Það virðast ekki vera nein stór átakamál,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að nú þegar kísilver PCC á Bakka er að komast í gagnið fari í hönd uppbyggingartímabil í bænum. „Þetta styrkir byggðarlagið óhemjumikið. Efnahagur bæjarins batnar, hann var kominn langt niður, og fólki í bænum fjölgar,“ segir rak- arinn en um 120 störf eru í PCC og afleidd störf eru fjölmörg. „Þetta breytir líka aldurssamsetn- ingu bæjarbúa. Samfélagið var farið að eldast dálítið mikið en nú fjölgar þeim sem eru vinnandi í bænum og hlutfallið lagast. Börnum í skóla og leikskóla hefur fækkað mikið á und- anförnum árum. Þetta er allt niður í 20 barna árgangar en ekki er langt síðan þeir voru tvisvar og þrisvar sinnum fleiri.“ Hann segir að margir brott fluttir hafi komið aftur til Húsavíkur til að starfa við nýju verksmiðjuna. „Sem er gott því við höfum misst mörg störf á undanförnum árum. Kaupfélagið og fiskisamlagið voru burðarásar í atvinnulífinu en fóru með kvótakerfinu og breyttum versl- unarháttum. Eitthvað hefur þurft að koma í staðinn. PCC hefur líka hækk- að launin, fyrirtækið borgar betur en flestir og það eykur samkeppnina.“ Mikil uppbygging hefur verið í tengslum við ferðamannaiðnað á Húsavík. Hvalaskoðun er vinsæl iðja þar. „Ætli þetta séu ekki 15-18 bátar í reglulegum siglingum yfir sumartím- ann. Þetta er náttúrlega bara sumar- vinna í 7-8 mánuði á ári en samt eru ábyggilega á annað hundrað störf í kringum hvalaskoðunina,“ segir Guð- mundur en meira er í pípunum. Í sumar á að opna sjóböð við Húsavík og reiknað er með 80-100.000 gest- um fyrsta árið. Þá er ráðgert að byggja 200 herbergja hótel í ná- grenni sjóbaðanna. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Hari Húsavík Á hárgreiðslustofunni Toppnum klippir Guðmundur Árni kallana. Uppbyggingartími fram undan á Húsavík og yngra fólki fjölgar  „Ég er mest á Siglufirði á sumrin. Ég er bara ekki kominn lengra núna,“ segir Steingrímur Sigmar Svavarsson sjómaður sem var að dytta að bát sínum, Sægreifa, við bryggju á Dalvík þegar útsendarar Morgunblaðsins tóku hann tali. „Ég er nú samt ekki sægreifi, við skul- um taka það fram. Ég reyni bara að kroppa,“ segir hann af hógværð. Steingrímur segir að ekki sé gott hljóðið í strandveiðimönnum nyrðra í byrjun vertíðar. Nýtt fyrirkomulag um sameiginlegan aflapott fyrir allt landið gæti komið niður á veiði þar. „Veiðin er oftast betri fyrir sunn- an í maí og júní. Hún byrjar oft ekki hér fyrr en í seinnipart júní og er eiginlega best í ágúst og sept- ember. Við óttumst að kvótinn verði búinn þá,“ segir Steingrímur. „Ég er nú svo gamall að þetta skiptir ekki máli fyrir mig, þetta er verra með ungu mennina. Ég er elli- lífeyrisþegi og veiði bara í þann tíma sem ég má veiða. Það hlýtur samt að vera hagstætt fyrir ríkið að láta mig veiða frekar en að liggja inni á heimili eða í sjúkra- rúmi.“ Steingrímur býr á Akureyri en er Skagfirðingur að uppruna. Hann var lengi búsettur á Suðurnesjunum og var á vertíðarskipunum þar. Hann segir að íbúar á Norðurlandi hafi fengið mikið af jarðgöngum og ástand vega sé gott. „En það þarf að gera eitthvað í húsnæðismál- unum hérna á Norðurlandi, þau eru í ólestri.“ hdm@mbl.is Húsnæðismálin í ólestri og óvissa um strandveiðarnar FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.