Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Íslandsmótið í fimmaurabröndurum í morgunþættinum Ísland vaknar hélt áfram á þriðjudaginn en keppn- in er þar fastur liður annan hvern þriðjudag. Til leiks mættu þeir Ein- ar Bárðarson og Ragnar Eyþórsson sem hefur unnið keppnina tvisvar sinnum í röð. Það var því spennandi að sjá hvort Einar gæti velt honum úr sessi. Leikar hófust með látum og það var Einar, áskorandinn, sem byrj- aði: „Fólk hló að mér þegar ég sagðist ætla að verða grínisti en það hlær ekki að mér í dag.“ 1-0 fyrir Einar. Og Ragnar svaraði: „Ólíkt Einari þá ætlaði ég ekki að verða grínisti og reyndi fyrir mér sem völva. Hvað var ég að spá?“ Og staðan var 1-1. Einar: „Fólk er að segja að ég hafi ekki nægan viljastyrk, en það er bara kjaftæði. Þetta er í fimmta skiptið núna síðan í janúar sem ég byrja í megrun.“ 2-1 fyrir Einar. Ragnar: „Ég var í Danmörku með konunni og við vorum að koma út úr Illum og ég sagði: „Mér finnst búðin hérna hinum megin miklu betri“ og þá sagði hún: „Nei, nú fórstu yfir Strikið!“ 2-2! Og Einar skellir þessum fram: „Ég hef ekkert náð að tala við kon- una mína núna í 3 mánuði. Ég hef bara ekkert vilja grípa fram í fyrir henni.“ 3-2 fyrir Einar! Ragnar svarar: „Hvernig snýtu- pappír nota svín? Þau nota skinku- bréf!“ Og staðan er 3-3. Einar: „Maðurinn spurði ljóskuna hvað væru mörg dé í Indiana Jones. Ljóskan sagði að þau væru 42. Þá söng ljóskan: „Dudududu dududu.““ 4-3! Ragnar: „Hvar við þjóðveginn er besti kebabinn? Nú, í Swarmahlíð.“ 4-4! Einar: „Mamman sagði: „Siggi, viltu heita brauðsneið?“ Og Siggi svaraði: „Nei, ég vil bara heita Siggi.“ 5-4. Ragnar: „Sáuði skapstóra tákn- málsþulinn sem var að keppa í Út- svari? Hann var alltaf með svar á reiðum höndum.“ 5-5. Einar: „Ég var orðinn háður sundi. En ég er búinn að vera þurr núna í fimm ár.“ 6-5 fyrir Einar. Ragnar: „Eins og þið vitið þá bý ég til sjónvarpsþætti og mig langaði í þætti um astma. Og ég var spurð- ur „Hver á að hosta?“ Og ég svar- aði: „Bara allir!““ 6-6. Einar: „Þú getur sagt hvað þú vilt um heyrnarlausa.“ Þessi fékk ekki hlátur og staðan því ennþá 6-6. Og Einar bætti þá við: „Talandi um samvisku, ég er alveg með hreina samvisku, ég hef ekkert not- að mína.“ Og þá var hann kominn aftur yfir: 7-6. Ragnar: „Háskólinn útbjó sér- stakt skjal um losunaraðferðir Ís- lendinga á tyggjói. En umhverf- isráðherra stakk því undir stólinn“. Raggi fékk ekki hlátur á þennan og reyndi þá aftur: „Það voru einu sinni tveir maurar og þeir voru að grínast með þremur í viðbót. Það var svona fimm maura brandari.“ Þessi féll líka og staðan er þá 7-6 fyrir Einar sem gat komist tveimur stigum yfir með næsta brandara. Einar: „Vitiði hvað er mikilvæg- ast að muna þegar maður grillar lambakjöt? Það er að kyyynda grill- ið!“ 8-6 fyrir Einar! Ragnar: „Vitiði hvaða fjarskipta- fyrirtæki Logi geimgengill notar? Yodaphone!“ 8-7. Einar: „Hvernig haldiði að það sé að vera hugsanalesari þegar maður er rosalega hallærislegur í partý?“ Þessi féll og Ragnar getur jafnað! Ragnar: „Ég var að smíða sér- staka hillu fyrir öll leiklist- arverðlaunin mín. Ég hélt að hún voðalega sterkbyggð en svo fóru að renna á mig tvær Grímur.“ Þarna jafnaði Ragnar í 8-8 eftir að hvor þeirra hafði farið með 10 brandara og því var farið í bráðabana. Einar byrjaði: „Valt Disney eða var honum hrint?“ 9-8. Ragnar: „Ég keypti nokkrar staf- rænar beljur. Ég geymi þær í raf- hlöðu.“ 9-9. Einar: „Vitiði að fjórir af hverjum þremur eru lélegir í stærðfræði?“ 10-9. Ragnar: „Ég var að skoða myndir af mér út í Grímsey og ég er svo þreytulegur á þeim öllum. Ég er með heimskautabaug(a) undir aug- unum.“10-10. Einar: „Talandi um stærðfræði. Ef ég hefði fengið milljón fyrir hvert skipti sem ég féll í stærðfræði þá ætti ég svona 150 þúsund kall núna.“ Staðan er þá 11-10 og leikar orðnir verulega spennandi. Ragnar: „Er eitthvað að því að ganga með sverð í einhverskonar hulstri? Ég held nú slíður!“ 11-11. Einar: „Vissuði að allir sem tala mikið eru frá mælandi?“ Þessi var svo lélegur að Einar fékk ekki stig. Ragnar gat því tryggt sér sigurinn með næsta brandara. Ragnar: „Þetta er miklu betra en þegar ég var að vinna sem pizzusendill, þá var ég nefnilega rekinn fyrir að hugsa út fyrir kass- ann.“ Og þarna kom það. Allir hlógu og Ragnar náði sér í stigið sem hann þurfti til að vinna. Ragnar vann því titilinn í þriðja skiptið í röð og mætir aftur til leiks eftir tvær vikur en þá fær hann nýj- an áskoranda. runarfreyr@k100.is Ragnar hélt Íslandsmeistaratitlinum Íslandsmótið í fimmaurabröndurum í morgunþættinum Ísland vaknar er þar fastur liður annan hvern þriðjudag. Til leiks mættu í þetta sinn þeir Einar Bárðarson og Ragnar Eyþórsson sem hefur unnið keppn- ina tvisvar sinnum í röð. Það var því spennandi að sjá hvort Einar gæti velt honum úr sessi. K100/Rikka Fyndnir? Einar Bárðarson og Ragnar Eyþórsson hófu fimmaurabrandarakeppnina með látum. bandi á sig og ef maður kvartar, þá setur maður armbandið strax á hina höndina og byrjar að telja dagana upp á nýtt. Það tekur fólk að með- altali 48 mánuði að ná þessum 21 degi samfleytt samkvæmt upplýs- ingum af síðunni kvartlaus.is. Þær tala um nokkur stig í ferlinu en fyrsta stigið er að verða meðvitaður um þegar maður er að kvarta. Hugafarsbreyting mikilvæg Þær Sólveig og Þuríður byrjuðu sjálfar að þjálfa sig áður en þær fóru að skora á aðra. Þær urðu svo heill- aðar af hugarfarsbreytingunni hjá sjálfum sér að þær ákváðu að kaupa slatta af armböndum og leyfa fleiri að taka þátt. Þær segja fólk kvarta alltof mikið og oft ómeðvitað. Og að það skapi neikvæða orku. Á æfinga- tímabilinu segist Þuríður sem dæmi hafa ákveðið að telja „veðurkvart- anirnar“ í kringum sig einn dag í febrúar. Hún segir 23 hafa kvartað yfir veðrinu í hennar umhverfi þann daginn. „Ímyndið ykkur hvað það dregur kraftinn úr samfélaginu,“ segir Þuríður. Maður dæmir sig sjálfur Það að falla er lærdómur út af fyr- ir sig segja þær stöllur. Það er mikil þjálfun í því fólgin. En hver dæmir? „Þú dæmir þig sjálfur,“ segir Sólveig og segir það eina af reglunum. „Þú ert þinn eigin dómari og þú átt ekki að vera kvartlögga,“ útskýrir hún. Og þetta kvartleysi nær líka yfir baktal segir hún. Því ef viðkomandi þorir ekki að segja það augliti til auglitis beint við manneskjuna, þá er viðkomandi svolítið að setja sjálfan sig ofar öðrum og þar með er það orðið kvörtun. Og þá er bara að fara að æfa sig. hulda@mbl.is Ekkert kvart Þuríður Hrund Hjartardóttir og Sólveig Guðmundsdóttir fengu nóg af kvartinu í sjálfum sér og ákváðu að grípa til aðgerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.