Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrátt fyrir að stór hluti orkuvinnslu landsins sé á Suðurlandi eiga raf- orkufyrirtækin erfitt með að full- nægja aukinni eftirspurn eftir raf- orku þar. Í stað þess að leggja nýja háspennulínu frá Búrfelli til Hvols- vallar er það til athugunar hjá Landsneti að byggja nýtt tengivirki austan við Þjórsárbrú til að taka út rafmagn af Búrfellslínu 2 og leggja jarðstrengi þaðan til Hellu og Sel- foss. Forstjóri Landsnets segir að mál- ið sé í forgangi hjá Landsneti og von- ast til að hægt verði að ráðast í breytingarnar á næsta ári. Nokkuð hröð uppbygging „Eftirspurn eftir raforku á Suður- landi hefur aukist vegna nokkuð hraðrar uppbyggingar. Fiskvinnslan í Vestmannaeyjum hefur verið að eflast og tækifæri eru til orkuskipta í fiskimjölsverksmiðjunum þar. Lítil netþjónabú hafa verið reist á Suður- landi og mikil uppbygging hefur ver- ið í ferðaþjónustunni,“ segir Guð- mundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, þegar hann er spurður um ástæður þess að Landsnet er að huga að uppbyggingu sinni á Suður- landi. Til viðbótar má nefna fyrirætl- anir um að hafa nýjan Herjólf rafknúinn. Þessi uppbygging og breytingar reyna mjög á innviði Landsnets á svæðinu og kalla á breytingar. „Kerfið er komið að þolmörkum og tímabært að styrkja það. Í sumar erum við að endurbyggja spenni- stöðina á Hvolsvelli og höfum aukið flutningsgetu línanna út frá henni. Þá er komið að því að auka flutnings- getuna inn á flutningskerfið í Rang- árvallasýslum,“ segir Guðmundur Ingi. Jarðstrengir milli bæja Nærtækasta framkvæmdin væri að leggja nýja háspennulínu frá Búr- fellsvirkjun að tengivirkinu á Hvols- velli en Landsnet hugar að öðrum leiðum, meðal annars vegna um- hverfissjónarmiða og til að nýta bet- ur núverandi innviði. Í stað nýrrar háspennulínu er hugmyndin að setja upp nýtt 220 kílóvolta tengivirki nær notendum. Það gæti orðið í Lækjartúni, austan við Þjórsárbrú, og tengst inn á Búr- fellslínu 2. Frá þessu tengivirki væri hægt að leggja jarðstreng til Hellu en þegar er búið að leggja línuna á milli Hellu og Hvolsvallar í jörðu. Einnig væri unnt að leggja jarð- streng frá nýja tengivirkinu í hina áttina, til Selfoss, og taka niður loft- línur. Þessi framkvæmd myndi auka ör- yggi kerfisins og skapa svigrúm til að taka niður eina af línunum sem liggja frá Sogsvirkjunum. Það er lína sem liggur frá Írafossstöð, um Ing- ólfsfjall, hjá Hveragerði, um Hellis- heiði og að Geithálsi. Þetta er gömul lína, barn síns tíma, og þykir heldur ljót. Auk þess þrengir hún að Suður- landsvegi sem Vegagerðin hyggst breikka á milli Hveragerðis og Sel- foss. Verkefni í forgangi Ákvörðun hefur ekki verið tekin um þessa framkvæmd en starfs- menn Landsnets vinna að athugun á þessum kostum. Þegar ákvörðun liggur fyrir um að byggja nýtt tengi- virki þarf Landsnet að óska eftir breytingum á skipulagi hjá viðkom- andi sveitarfélagi. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við teljum að þurfi að vera í forgangi. Við gerum ráð fyrir að við munum fljótlega sækja um nauðsynleg leyfi,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að vilji sé til að fara sem fyrst í framkvæmdir en telur raunhæft að miða við að hægt verði að hefjast handa á næsta ári. Tengivirki í stað nýrrar línu  Aukin eftirspurn eftir orku á Suðurlandi kallar á breytingar á flutningskerfi Landsnets á svæðinu  Áform um nýtt tengivirki við Þjórsárbrú og jarðstrengi til Hellu og Selfoss  Innviðirnir nýttir betur Bú rfe llsl ína 2 Heimild: Búrfell Flúðir Hella Hvolsvöllur Selfoss Lækjartún Hveragerði Ljósafoss Þorlákshöfn Fyrirhugaðar endurbætur á raforkukerfinu á Suðurlandi Hvolsvöllur Endurnýjað tengivirki Lækjartún Nýtt 220kV tengivirki Selfosslína 2 Að hluta í jörðu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Búrfell Tengivirki Landsnets eru ólík að gerð og útliti. Eitt það stærsta og mikilvægasta er við Búrfell. Það tengir virkjanir við flutningskerfið og þaðan liggja 5 háspennulínur auk tengingar við dreifikerfið á Suðurlandi. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Með hækkandi sól, hækkar hitinn! Xprent er með lausnina fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Sólarfilmurnar eru frá SunTek og eru til í mismunandi tegundumog styrkleikum. Landsnet hefur lokið við stór- verkefni við Búrfell. Tengivirkið við Búrfellsstöð var stækkað til að hægt væri að tengja nýju virkjunina við Búrfell inn á flutn- ingskerfið. Jafnframt þurfti að endurnýjan allan stjórnbúnað virkisins. Þetta er einn mik- ilvægasti tengipunktur landsins og þurfti að vinna að endurbót- unum án þess að taka tengivirk- ið úr notkun. Var það mikil áskorun en tókst án þess að telj- andi truflanir yrðu og án slysa. Verkefnið við Búrfell snýst ekki síst um umhverfismál. Virkjunin sjálf nýtir betur fallið í Þjórsá. Þá hefur það augljósa kosti í för með sér að nýta þá innviði sem fyrir eru með því að breyta tengivirkinu í stað þess að byggja ný flutningsmann- virki. Kostur að nýta innviði BÚRFELL Norðurflug Helicopter Tours hefur bætt nýrri þyrlu við flotann sinn, af gerðinni Airbus EC30, sem er sú eina sinnar gerðar hér á landi. Norðurflug hefur verið starfandi frá árinu 2006 en fyrir á félagið fjór- ar þyrlur; eina af gerðinni Bell Jetr- anger, tvær Astar A350 og eina Dauphin. Airbus-þyrlan er sex sæta vél. Eru sætin öll framvísandi og leð- urklædd og rúðurnar stórar til að tryggja útsýni, segir í fréttatilkynn- ingu. Þyrlan er sögð hljóðlát og rúm- góð. „Markmiðið með kaupunum er að bjóða viðskiptavinum Norður- flugs þá bestu þyrlu sem völ er á til að þjónusta þá með sem bestum hætti,“ segir í frétt Norðurflugs. Ný þyrla til Norðurflugs Ljósmynd/Norðurflug Þyrla Norðurflug hefur tekið fimmtu þyrluna í notkun í rekstri sínum.  Eina þyrlan hér af gerðinni Airbus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.