Morgunblaðið - 10.05.2018, Page 24

Morgunblaðið - 10.05.2018, Page 24
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrátt fyrir að stór hluti orkuvinnslu landsins sé á Suðurlandi eiga raf- orkufyrirtækin erfitt með að full- nægja aukinni eftirspurn eftir raf- orku þar. Í stað þess að leggja nýja háspennulínu frá Búrfelli til Hvols- vallar er það til athugunar hjá Landsneti að byggja nýtt tengivirki austan við Þjórsárbrú til að taka út rafmagn af Búrfellslínu 2 og leggja jarðstrengi þaðan til Hellu og Sel- foss. Forstjóri Landsnets segir að mál- ið sé í forgangi hjá Landsneti og von- ast til að hægt verði að ráðast í breytingarnar á næsta ári. Nokkuð hröð uppbygging „Eftirspurn eftir raforku á Suður- landi hefur aukist vegna nokkuð hraðrar uppbyggingar. Fiskvinnslan í Vestmannaeyjum hefur verið að eflast og tækifæri eru til orkuskipta í fiskimjölsverksmiðjunum þar. Lítil netþjónabú hafa verið reist á Suður- landi og mikil uppbygging hefur ver- ið í ferðaþjónustunni,“ segir Guð- mundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, þegar hann er spurður um ástæður þess að Landsnet er að huga að uppbyggingu sinni á Suður- landi. Til viðbótar má nefna fyrirætl- anir um að hafa nýjan Herjólf rafknúinn. Þessi uppbygging og breytingar reyna mjög á innviði Landsnets á svæðinu og kalla á breytingar. „Kerfið er komið að þolmörkum og tímabært að styrkja það. Í sumar erum við að endurbyggja spenni- stöðina á Hvolsvelli og höfum aukið flutningsgetu línanna út frá henni. Þá er komið að því að auka flutnings- getuna inn á flutningskerfið í Rang- árvallasýslum,“ segir Guðmundur Ingi. Jarðstrengir milli bæja Nærtækasta framkvæmdin væri að leggja nýja háspennulínu frá Búr- fellsvirkjun að tengivirkinu á Hvols- velli en Landsnet hugar að öðrum leiðum, meðal annars vegna um- hverfissjónarmiða og til að nýta bet- ur núverandi innviði. Í stað nýrrar háspennulínu er hugmyndin að setja upp nýtt 220 kílóvolta tengivirki nær notendum. Það gæti orðið í Lækjartúni, austan við Þjórsárbrú, og tengst inn á Búr- fellslínu 2. Frá þessu tengivirki væri hægt að leggja jarðstreng til Hellu en þegar er búið að leggja línuna á milli Hellu og Hvolsvallar í jörðu. Einnig væri unnt að leggja jarð- streng frá nýja tengivirkinu í hina áttina, til Selfoss, og taka niður loft- línur. Þessi framkvæmd myndi auka ör- yggi kerfisins og skapa svigrúm til að taka niður eina af línunum sem liggja frá Sogsvirkjunum. Það er lína sem liggur frá Írafossstöð, um Ing- ólfsfjall, hjá Hveragerði, um Hellis- heiði og að Geithálsi. Þetta er gömul lína, barn síns tíma, og þykir heldur ljót. Auk þess þrengir hún að Suður- landsvegi sem Vegagerðin hyggst breikka á milli Hveragerðis og Sel- foss. Verkefni í forgangi Ákvörðun hefur ekki verið tekin um þessa framkvæmd en starfs- menn Landsnets vinna að athugun á þessum kostum. Þegar ákvörðun liggur fyrir um að byggja nýtt tengi- virki þarf Landsnet að óska eftir breytingum á skipulagi hjá viðkom- andi sveitarfélagi. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við teljum að þurfi að vera í forgangi. Við gerum ráð fyrir að við munum fljótlega sækja um nauðsynleg leyfi,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að vilji sé til að fara sem fyrst í framkvæmdir en telur raunhæft að miða við að hægt verði að hefjast handa á næsta ári. Tengivirki í stað nýrrar línu  Aukin eftirspurn eftir orku á Suðurlandi kallar á breytingar á flutningskerfi Landsnets á svæðinu  Áform um nýtt tengivirki við Þjórsárbrú og jarðstrengi til Hellu og Selfoss  Innviðirnir nýttir betur Bú rfe llsl ína 2 Heimild: Búrfell Flúðir Hella Hvolsvöllur Selfoss Lækjartún Hveragerði Ljósafoss Þorlákshöfn Fyrirhugaðar endurbætur á raforkukerfinu á Suðurlandi Hvolsvöllur Endurnýjað tengivirki Lækjartún Nýtt 220kV tengivirki Selfosslína 2 Að hluta í jörðu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Búrfell Tengivirki Landsnets eru ólík að gerð og útliti. Eitt það stærsta og mikilvægasta er við Búrfell. Það tengir virkjanir við flutningskerfið og þaðan liggja 5 háspennulínur auk tengingar við dreifikerfið á Suðurlandi. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Með hækkandi sól, hækkar hitinn! Xprent er með lausnina fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Sólarfilmurnar eru frá SunTek og eru til í mismunandi tegundumog styrkleikum. Landsnet hefur lokið við stór- verkefni við Búrfell. Tengivirkið við Búrfellsstöð var stækkað til að hægt væri að tengja nýju virkjunina við Búrfell inn á flutn- ingskerfið. Jafnframt þurfti að endurnýjan allan stjórnbúnað virkisins. Þetta er einn mik- ilvægasti tengipunktur landsins og þurfti að vinna að endurbót- unum án þess að taka tengivirk- ið úr notkun. Var það mikil áskorun en tókst án þess að telj- andi truflanir yrðu og án slysa. Verkefnið við Búrfell snýst ekki síst um umhverfismál. Virkjunin sjálf nýtir betur fallið í Þjórsá. Þá hefur það augljósa kosti í för með sér að nýta þá innviði sem fyrir eru með því að breyta tengivirkinu í stað þess að byggja ný flutningsmann- virki. Kostur að nýta innviði BÚRFELL Norðurflug Helicopter Tours hefur bætt nýrri þyrlu við flotann sinn, af gerðinni Airbus EC30, sem er sú eina sinnar gerðar hér á landi. Norðurflug hefur verið starfandi frá árinu 2006 en fyrir á félagið fjór- ar þyrlur; eina af gerðinni Bell Jetr- anger, tvær Astar A350 og eina Dauphin. Airbus-þyrlan er sex sæta vél. Eru sætin öll framvísandi og leð- urklædd og rúðurnar stórar til að tryggja útsýni, segir í fréttatilkynn- ingu. Þyrlan er sögð hljóðlát og rúm- góð. „Markmiðið með kaupunum er að bjóða viðskiptavinum Norður- flugs þá bestu þyrlu sem völ er á til að þjónusta þá með sem bestum hætti,“ segir í frétt Norðurflugs. Ný þyrla til Norðurflugs Ljósmynd/Norðurflug Þyrla Norðurflug hefur tekið fimmtu þyrluna í notkun í rekstri sínum.  Eina þyrlan hér af gerðinni Airbus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.