Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Hvor í sína áttina Misjafnt er hvað fólk aðhefst í frítíma sínum; sumir fara í golf en aðrir fara í reiðtúr. Þessir tveir voru á ferð við golfvöllinn í Mosfellsbæ á dögunum. Hari Þjónustukannanir sýna aukna ánægju með þjónustu Hafn- arfjarðarbæjar við eldri borgara á milli ára, en við sjálfstæðismenn vit- um að það má gera enn betur í þeim efnum. Og það ætlum við að gera fáum við til þess stuðn- ing í sveitarstjórn- arkosningunum. Eitt af því sem farið var af stað með á kjörtímabilinu, sem senn er á enda, var markviss heilsuefling eldri borgara sem hefur notið mikilla vinsælda. Fór bærinn í það verkefni í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing og hafa þannig hundruð Hafnfirðinga, 65 ára og eldri, stigið stór skref í að efla heilsu sína og auka þar með lífsgæði. Hafnarfjörður er heilsueflandi samfélag og leggur áherslu á góða aðstöðu til úti- vistar og hreyfingar, jafnt innan dyra sem utan. Ánægjulegt er að sjá hve eldri borg- arar hafa nýtt sér vel íþróttahús bæjarins til göngutúra yfir vetr- artímann. Þá hefur Hafnarfjarðarbær nýlega hækkað frístundastyrkinn sem eldri borg- urum stendur til boða, og er eina sveitarfélagið sem greiðir þannig niður íþrótta- eða líkamsræktarþátt- töku þessa aldurshóps. Þá er einnig frítt í sund fyrir Hafnfirðinga 67 ára og eldri og hyggst Sjálfstæðisflokk- urinn stórbæta alla aðstöðu til heilsueflingar við útisundlaugina, Suðurbæjarlaug. Lækkun fasteignaskatta á eldri borgara Á þessu kjörtímabili hefur af- sláttur eldri borgara á fast- eignasköttum verið aukinn umtals- vert. Hafnarfjörður er nú kominn í hóp þeirra sveitarfélaga sem veita mestan afslátt til ellilífeyris- og ör- orkuþega. Það gerir mörgum eldri borgurum kleift að búa í eigin hús- næði lengur en ella. Öldungaráð Hafnarfjarðar hefur verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld und- anfarin ár og hefur ráðið lagt áherslu á lækkun fasteignaskatts á fundum sínum með bæjar- og fjöl- skylduráði. Öflugur bær – öflug þjónusta Í Hafnarfirði getum við státað af öflugri heima- og ferðaþjónustu fyr- ir aldraða og bærinn styður vel við það góða félags- og tómstundastarf sem félag eldri borgara stendur fyr- ir. Æskilegt er að fjölga enn frekar möguleikum til félagsstarfs þeirra og koma upp aðstöðu fyrir skapandi tómstundastarf. Einnig er brýnt að fjölga dagdvalarrýmum. Þá viljum við sjálfstæðismenn að byggðar verði íbúðir með þjónustukjarna fyr- ir eldri borgara og aðstöðu til fé- lagsstarfs miðsvæðis á Völlum í þeim ört vaxandi bæjarhluta. Með haustinu verður opnað glæsi- legt hjúkrunarheimili við Sólvang þar sem miðstöð öldrunarþjónustu verður og unnið er að því að fjölga hjúkrunarrýmum um 33 og sér nú vonandi fyrir endann á því. Við sjálfstæðismenn viljum halda áfram á þessari braut og tryggja eldri borgurum þá allra bestu þjón- ustu sem völ er á. Traustur rekstur bæjarins þar sem ábyrgð og festa ríkir í fjármálum er grundvöllur þess að hægt sé að auka enn frekar þjónustuna og ætlum við sjálfstæð- ismenn okkur að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Við sjálfstæðismenn viljum halda áfram á þessari braut og tryggja eldri borgurum þá allra bestu þjónustu sem völ er á. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Vel hlúð að eldri borgurum í Hafnarfirði Fyrir síðustu kosn- ingar lofaði Samfylk- ingin 3.000 leiguíbúð- um fyrir „venjulegt fólk“. Fjórum árum síðar bólar ekkert á þeim. Í stað þess að nú séu íbúðir á hagstæð- ara verði en fyrir fjór- um árum er reyndin önnur. Hvar eru íbúðirnar? Verðið er 50% hærra. Íbúðirnar skiluðu sér ekki á markaðinn. Íbúð- irnar finnast bara í kynningarefni. Búið er að úthluta fjölda lóða, en þær eru bundnar skilyrðum og hafa ekki verið byggðar. Það skiptir litlu máli hverju er lofað en öllu hvað er efnt. Húsnæð- isstefna núverandi borgarstjórnar hefur skilað dýrum og fáum íbúðum. Uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði hef- ur aukist á hverju ári. Í fyrra voru tíu nýir íbú- ar um hverja íbúð í Reykjavík. Ekki minnkaði markaðs- bresturinn við það. Borgin bjó til húsnæðisskort Á ráðstefnu Samtaka atvinnulífs- ins í gærmorgun kom skýrt fram hvernig tafir við skipulagsvinnu í Reykjavík hafa valdið skorti á hús- næðismarkaði. AirBnB hefur tekið til sín mikið af íbúðum og hefur ráðaleysi borgarinnar leitt til þess að íbúum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað mikið á síðustu árum. Skortur á nýjum íbúðum ásamt mik- illi álagningu borgarinnar á húsnæði hefur hrakið marga úr borginni. Ungt fólk er í vaxandi mæli heima hjá foreldrum. Byggingarréttur á íbúð getur kostað 7-10 milljónir. Nærri helmingur kostnaðar við nýja íbúð í Reykjavík er fólginn í gjöldum borgarinnar, vaxtakostnaði og öðr- um gjöldum. Aðeins helmingur kostnaðarins er hinn eiginlegi bygg- ingarkostnaður; steypa, lagnir og innréttingar. Raunsæjar lausnir D-listi Sjálfstæðisflokksins hefur boðað hagkvæmar húsnæðislausnir á hagstæðum svæðum. Spennandi húsnæðiskostir í Örfirisey við Granda sem henta vel fyrir fyrstu kaup munu rísa ef við fáum til þess umboð í kosningunum 26. maí. Sama er að segja um Keldur þar sem þjón- usta og byggð fara vel saman. Við horfum ennfremur til þess að efla Breiðholtið og þá ekki síst með upp- byggingu við Mjódd sem liggur á frábærum stað í miðju höfuðborg- arsvæðisins með góðar tengingar. Allir þessir kostir munu að sama skapi létta á umferð, sem er mjög mikil í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Með því að íbúð- arbyggð sé í nálægð við vinnustaði minnkar álag á vegakerfið. Þessar lausnir eru nauðsynlegar til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Með þessu verður Reykjavík aftur samkeppnishæf. Það er það sem þarf. Eftir Eyþór Arnalds »Húsnæðisstefna nú- verandi borgar- stjórnar hefur skilað dýrum og fáum íbúðum. Uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði hefur aukist á hverju ári. Eyþór Arnalds Höfundur er borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Húsnæði fyrir fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.