Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 1

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  109. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS JAFNVÆGIS- VOGIN FER AF STAÐ ÝMISSA KVIKINDA LÍKI Í ÍSLENSKRI GRAFÍK VIÐSKIPTAMOGGINN LISTASAFN ÍSLANDS 64FINNA VINNU Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM Birtuskilyrðin voru dramatísk þegar göngumaður gekk í átt að Mælifelli á Höfðabrekkuafrétti í gær. Nú þegar sumarið nálgast hverfur stór hluti af snjónum á hálendi Íslands og um leið opnast á ný fyrir ýmsar gönguleiðir. Útivistarfólk ætti því að hlakka til komandi tíðar. Ljósmyndari Morgunblaðsins var skammt á eftir göngumanninum og náði því vel þegar skýin skyggðu á síðustu sólargeislana á fellinu. Breytt birtuskilyrði höfðu þó ekki áhrif á áform göngumanna, sem héldu ótrauðir áfram. Gengið í átt að Mælifelli undir dimmum himni Morgunblaðið/RAX „Flugvöllurinn er orðinn flösku- háls. Aðstaðan er þannig að menn ráða ekki við þetta,“ segir Pétur Þór Jón- asson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, sam- taka sveitar- félaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Í yfirferð Morgunblaðins um Norðurland eystra í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninga brenna þrjú hags- munamál helst á íbúum; uppbygg- ing flugvallarins á Akureyri, úrbætur í raforkumálum og að lokið verði við Dettifossveg. Mikill uppgangur er í atvinnu- málum og ferðaþjónustu víðast hvar á svæðinu. »36-37 Flugvöllurinn flöskuháls Pétur Þór Jónasson  Dæmi eru um að ferðaskrifstofur hafi fengið 50% færri bókanir í sumar en á sama tíma í fyrra. Sævar Skaptason, framkvæmda- stjóri Hey Iceland, skipuleggur ferðir til Íslands. Hann segir sam- dráttinn nema 22-25% milli ára. Eftirspurnin sé að breytast. Ferða- menn komi nú í ódýrari ferðir. Sævar telur aðspurður að fyrir vikið minnki meðaltekjur af hverj- um ferðamanni umtalsvert milli ára. Heildartekjurnar geti því dregist saman þótt ferðamönnum fjölgi. Ljóst sé að tímabil mikillar tekjuaukningar í íslenskri ferða- þjónustu sé að baki, a.m.k. í bili. Clive Stacey, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World, hefur skipulagt ferðir til Ís- lands í áratugi. Hann segir farið að draga úr eftirspurn fjölskyldna og skólahópa. Það kosti orðið svipað að fara í Íslandsferð og að fara til Nýja-Sjálands. »ViðskiptaMogginn Allt að 50% færri bókanir en í fyrra Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Reykjavík er með næstverstu fjár- hagsstöðuna þegar litið er til 12 stærstu sveitarfélaga landsins sam- kvæmt rekstrarsamanburði efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr í saman- burðinum, en þau eiga það öll sam- eiginlegt að vera lítið skuldsett og með sterka eiginfjárstöðu. Skuld- settustu sveitarfélögin eru aftur á móti Hafnarfjörður, Reykjavík og Reykjanes. Samkvæmt stigagjöf Samtaka atvinnulífsins líða þessi sveitar- félög fyrir vonda skuldastöðu en Reykjanes og Reykjavíkurborg eru almennt með hærra hlutfall veltu- fjár af tekjum, sem samkvæmt SA kemur til af nauðsyn þar sem þung skuldabyrði kallar á mikið veltufé til að viðhalda greiðsluhæfi. Akranesbær í efsta sæti Meðal þeirra níu atriða sem SA leit til í greiningu sinni eru skuldir á hvern íbúa, afkoma/tekjur, veltu- fé/tekjur, nettófjárfestingar á hvern íbúa og útgjöld á íbúa. Í fjárhagslegri stigagjöf SA er Akra- nesbær í efsta sæti með 80 stig og Hafnarfjörður í því neðsta með 43 stig. Reykjavíkurborg er í næst- neðsta sæti með 48 stig og stafar það helst af slæmri skuldastöðu höfuðborgarinnar. Reykjavík er með næstverstu stöðuna þegar kemur að skuldum á hvern íbúa og skuldum sem hlutfalli af rekstrar- tekjum svo dæmi séu tekin. Reykjavíkurborg hefur hins vegar þriðju hæstu tekjurnar sem hlutfall af veltufé. Reykjavík með næst- verstu fjárhagsstöðuna  Rekstrarsamanburður á 12 stærstu sveitarfélögunum MSkattheimtan mest í … »2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.