Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 33
sú að byggðin í slíkum hverfum sé oft ekki eins þétt og á miðbæj- arsvæðum. Opin græn svæði gefi út- sýni og andrými sem sé eftirsókn- arvert. „Það felur því í sér alvarlegan for- sendubrest af hálfu Reykjavík- urborgar gagnvart íbúum á um- ræddu svæði að troða þéttri blokkarbyggð niður á grasræmuna milli Hraunbæjar og Bæjarháls.“ Þessi nýja byggð muni rýra gildi fasteigna í nágrenninu. Íbúarnir vilja að hætt verði við þessi áform ellegar að dregið verði verulega úr byggingamagni. Í svari skipulagsfulltrúa Reykja- víkurborgar er því hafnað að um for- sendubrest sé að ræða. Í að- alskipulagi sé gert ráð fyrir þéttingu byggðar á ýmsum reitum. Verið sé að snúa við áratuga langri útþenslu Reykjavíkur og vexti borgarinnar beint inn á við. Þá vísar skipulagsfulltrúinn til skipulagslaga þess efnis að geti eig- andi fasteignar sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna breytinga á skipulagi eigi hann rétt á bótum. Kröfu um bætur skuli beina til Reykjavíkurborgar sem taki afstöðu til hennar ef hún berst. Skipulags- fulltrúinn ítrekar, eins og í mörgum svipuðum tilvikum, að útsýni sé ekki lögvarinn réttur borgara. Er at- hugasemdum íbúanna í Hraunbæ 144 hafnað og lagt til að deiliskipu- lagstillagan verði samþykkt óbreytt að mestu. Tölvuteikning/A2F arkitektar Ný byggð Skipulagið gerir ráð fyrir að byggt verði rúmlega 28 þús- und fermetra húsnæði með um 200 íbúðum. FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Borgarráð hefur samþykkt að veita lóðavilyrði fyrir 200 íbúðum á þróunarreit í Skerjafirði, rétt við Reykjavíkurflugvöll. Um er að ræða Bjarg hses. sem fær leyfi fyrir 100 íbúðum og sömuleiðis fær Félagsstofnunar stúdenta lóð fyrir 100 íbúðir. Vil- yrðin eru veitt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem heimili lóðaafmörkunina og stað- festi byggingarréttinn. Borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Skipulagssamkeppni var haldin um skipulag í Skerjafirði í fyrra og er verið að vinna að deiliskipulagstillögu á grundvelli niðurstöðu samkeppninnar. Tillaga ASK arkitekta, sem unnin var í samstarfi við Landslag og Eflu, var vinningstillaga í hug- myndaleitinn. Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 1.400 íbúðir rísi á svæðinu auk 20.000 fermetra atvinnu- og þjón- ustuhúsnæðis. Húsin verða 2-5 hæðir. sisi@mbl.is Fengu úthlutað lóðum í Skerjafirði Skerjafjörður Ný byggð mun rísa á þessu svæði. Björgunarsveitir á Bakkafirði, Vopnafirði og Þórshöfn voru kall- aðar út á áttunda tímanum í gær- morgun vegna báts sem hafði strandað í fjöru í Bakkafirði. Bátsverjarnir tveir komust heil- ir í land en gott veður var á strandstað. Þyrla frá Landhelg- isgæslunni var afturkölluð. Gæslan fékk tilkynningu um sjö- leytið í gærmorgun um að bát- urinn væri strandaður í fjörunni undan Skeggjastöðum, rétt vestan Bakkafjarðar. Björgunarsveitir á svæðinu voru ræstar út og aðstoð- uðu við að koma bátnum til hafn- ar. Reynt var að koma dælum um borð og grynnka á aflanum í bátn- um. Sluppu heilir frá strandi á Bakkafirði Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn. GRENSÁSVEGI 3 SÍMI 581 1006 Náttúrulegt, létt og norrænt Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.