Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Alþjóðlegur dagur IBD er í dag en IBD er samheiti yfir langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi; svæðisgarnabólgu og sáraristil- bólgu. Sjúkdómarnir valda báðir kviðverkjum og niðurgangi og geta haft mikil áhrif á daglegt líf. Ástand fólks sem þjáist af sjúkdómi sem þessum er afar misjafnt en óútskýrð þreyta er gjarnan fylgikvilli og nauðsynlegt er fyrir sjúkdóms- greinda að forðast streitu. Ýmislegt liggur á huldu um sjúkdóminn, þar á meðal hversu margir hafa greinst með hann hérlendis. Þó er talið að um hálft prósent íslensku þjóðar- innar lifi með svæðisgarnabólgu eða sáraristilbólgu. Á vefsíðu CCU, hagsmunasamtaka sjúklinga með fyrrgreinda sjúkdóma, kemur fram að 50 lönd í fimm heimsálfum taki þátt í deginum en honum er ætlað að vekja athygli á sjúkdómnum, hvetja til rannsókna og styðja við 10 milljónir manna sem lifa með IBD í heiminum í dag. Tákn dagsins er fjólublá slaufa. Hérlendis standa samtökin CCU, hagsmunasamtök einstaklinga með svæðisgarnabólgu og sáraristilbólgu, fyrir vitund- arvakningu með netherferð. CCU-samtökin mikilvæg Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna. Hún greindist með sáraristilbólgu um þrítugt. Skömmu áður en hún greindist hafði hún lést um 10 kíló á tveimur vikum svo það var ljóst að eitthvað bjátaði á. Að sögn Eddu greinist fólk á öllum aldri með sjúkdóminn en greindir sjúklingar verða sífellt yngri: „Yngsta manneskjan sem hefur verið greind hérlendis var fimmtán mánaða en eldra fólk greinist einnig í auknum mæli vegna meiri þekkingar á sjúkdómn- um.“ Edda telur samtökin skipta miklu máli fyrir þá sem þjást af IBD. „Þegar ég greindist hafði ég aldrei heyrt talað um þetta og ég held að það sé mjög algengt. Af þeim sökum finnst fólki það gjarnan þurfa að takast á við þetta einsamalt en það þarf ekki að vera þannig. Það felst ómetanlegur stuðningur í því að kynnast fólki sem veit hvað maður er að ganga í gegnum án þess að þurfi að útskýra það sérstaklega. Við miðlum okkar þekkingu og ráð- um, það getur án efa hjálpað.“ CCU-samtökin eru með ýmis verkefni á borðinu hjá sér en eitt af þeim mikilvægustu snýr að for- gangskortum á salerni fyrir fólk sem hefur greinst með IBD. „Það er frekar stórt verkefni og ekki auðvelt í framkvæmd þar sem allir þurfa að þekkja kortið og því mikilvægt að kynna það vel.“ Edda segir greiðan aðgang að sal- erni mikið hagsmunamál fyrir fólk sem hefur greinst með IBD. „Það er mjög gott að vita af því að manni standi til boða að nota salernið ef nauðsyn krefur. Þá er auðveldara að geta sýnt kortið í stað þess að þurfa að útskýra.“ Mikilvæg vitundarvakning CCU-samtökin fagna IBD- deginum með netherferð þar sem fólk kemur fram til að taka þátt í herferðinni. Þessa herferð er meðal annars að finna á fésbókarsíðu sam- takanna og ljóst að fólk á öllum aldri kljáist við sjúkdómana. Edda segir þau hafa ákveðið að fara þessa leið til að ná til sem flestra og þannig auka almenna þekkingu á málefn- inu. Vitundarvakningin er afar mik- ilvæg til þess að auka skilning sam- félagsins á IBD. Edda hvetur fólk sem hefur greinst með IBD til að ganga í CCU-samtökin ef það hefur ekki gert það nú þegar. ragnhildur@mbl.is Netherferð til vitundarvakningar  Alþjóðlegum degi IBD fagnað með netherferð sem hefur náð mikilli útbreiðslu  Aukin vitund- arvakning um sjúkdóminn skiptir sköpum  Ómetanlegt að geta rætt við fólk í sömu stöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg CCU Edda Svavarsdóttir, formaður CCU-samtakanna, greindist með sára- ristilbólgu um þrítugt. Hún segir vitundarvakningu um IBD mikilvæga. Margrét Ingibjörg Lindquist greind- ist með sáraristilbólgu fyrir níu ár- um. Hún segir alþjóðlegan baráttu- dag IBD afar mikilvægan til að auka þekkingu fólks á sjúkdómnum. Mar- grét telur lækna á Íslandi vera til fyrirmyndar en segir heilbrigðis- kerfið þó illa í stakk búið til að tak- ast á við IBD-sjúkdóma. „Orsakir sjúkdómsins eru enn óþekktar og ástand sjúklinga afar misjafnt. Sum- ir geta unnið fullt starf þrátt fyrir að greinast með sjúkdóminn en aðrir, eins og ég, lenda í erfiðari útgáfu af honum og hafa kannski aðra sjúk- dóma undirliggjandi. Í mínu tilviki rauk upp blóðþrýstingurinn og syk- ursýki samhliða sáraristilbólgunni og þá flæktist málið. Sykursýkin og hái blóðþrýstingurinn eru í raun af- leiðing af öllum þeim lyfjum sem ég þarf að taka vegna sáraristilbólg- unnar og því álagi sem sjúkdómurinn hefur í för með sér.“ Margrét segir erfitt að skýra ástand sitt fyrir öðrum. „Ég held að það sé enginn í kringum mig, þótt allir séu af vilja gerðir, sem skilur fyllilega hvað ég er að ganga í gegnum. Þetta er allt frekar flókið og þú segir ekk- ert hverjum sem er frá veikindunum. Ég fer oft ekki út fyrir hádegi því ég þarf gjarnan að fara fimm til tíu sinnum á salernið eftir að ég vakna. Það fær enginn vinnu á þeim forsendum. Ég er öryrki en líka grafískur hönn- uður svo ég get unnið þau verkefni sem ég treysti mér í þegar ég er hress.“ Margrét hefur áður tjáð sig opinberlega um sjúkdóminn og heldur úti opna snapchatreikningnum „lifididag“. Hún segist finna tilgang í að segja frá sinni reynslu. „Ég er þannig persóna að ef ég þarf að ganga í gegnum eitthvað vil ég finna einhvern tilgang með því. Ef minn tilgangur í lífinu er að vekja athygli á þessu þá geri ég það með glöðu geði.“ Eins og áður kom fram er Margrét öryrki og hún segir kerfið ekki hann- að með sjúklinga í huga. „Þetta er allt mjög flókið og kerfið hjálpar ekki til, það er í raun einn af orsakaþáttunum. Það er alveg nóg að þurfa að hugsa um sjúkdóminn, þú átt ekki að þurfa að hugsa um hverja einustu krónu líka og velja lyf út frá fjárhagsstöðu. Það verður til mikillar streitu en streita er einn af orsakaþáttum sjúkdómsins.“ Kerfið einn af orsakaþáttunum ÁSTAND SJÚKLINGA MISJAFNT Ljósmynd/Aðsend Margrét Segist tjá sig opinber- lega til að hjálpa öðrum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjölmennur félagsfundur í Golf- klúbbi Kópavogs og Garðabæjar í fyrrakvöld samþykkti með lófaklappi viljayfirlýsingu GKG og Garðabæjar um breytingar á golfvelli og aðstöðu klúbbsins og tillögur að framtíðar- uppbyggingu svæðisins. Bæjarráð og bæjarstjórn samþykktu viljayfirlýs- inguna á fundum sínum í vikunni, en nánari útfærsla á eftir að fara í deili- skipulagsferli. Gert er ráð fyrir níu nýjum golfbrautum og nýju æfinga- húsi í stað þess svæðis sem breytist með nýju skipulagi í Vetrarmýri. Fái ekki síðri golfvöll Starfshópur golfklúbbsins og bæj- arins hefur undanfarið unnið að því að útfæra tillögu að framtíðarsvæði GKG eftir að ljóst varð að landnýt- ingu í Vetrarmýri og Hnoðraholti verður breytt. Markmiðið var að skila GKG ekki síðri golfvelli en til staðar er nú og vann Snorri Vil- hjálmsson golfvallaarkitekt með starfshópnum. Í dag klukkan 11 verða í íþrótta- húsinu Ásgarði í Garðabæ opnuð til- boð í nýtt fjölnota íþróttahús með yfirbyggðum knattspyrnuvelli í Vetr- armýri og er stefnt að því að hefja framkvæmdir í september. Húsið verður þar sem núverandi höggsvæði golfklúbbsins er. Í stað þessa svæðis er áætlað að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 golfhermum, en áætluð stærð við- byggingar er um 600-700 fermetrar. Í grennd við Vífilsstaðavatn Þá er stefnt að því að byggja nýjan níu holu golfvöll í stað Mýrarinnar og þegar hann verður tilbúinn verður GKG með 27 holu golfvöll. Nýja svæðið er sunnan við Íþróttamiðstöð- ina á Skyggnisholti, en leikið verður á Mýrinni þar til nýr völlur verður tilbúinn. Nýi völlurinn á að liggja í grennd við Vífilsstaðavatn og þaðan inn í skógræktarsvæðið upp að Leir- dalsmynni. Fram kemur á heimasíðu GKG að almenn ánægja hafi verið með þessa framtíðarsýn á um 250 manna fundi í golfklúbbnum. Stefnt er að undirrit- un heildarsamnings um framtíðar- skipulag svæðisins á næstu mánuð- um í samræmi við viljayfirlýsinguna en heildarsamningurinn verður lagð- ur fyrir nýja bæjarstjórn að loknum kosningum. Samkomulag um kostn- aðarskiptingu mun verða hluti heild- arsamningsins. Nýjar brautir og hús fyrir golfherma  Viljayfirlýsing samþykkt um breyt- ingar á golfvelli og aðstöðu GKG Nýtt svæði Horft yfir Skyggnisholt í átt að að Vífilsstaðavatni þar sem nýju brautirnar munu liggja. Æfingasvæði Áhaldahús SNAG-golf Golfskáli Æfingasvæði Vífilsstaðir Vífilsstaðavatn Barna- og byrjendasvæði Tillaga að uppbyggingu golfvallar GKG Klúbburinn » Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður 1994. » Núverandi vallarstæði GKG er í Vetrarmýri í landi Vífils- staða í Garðabæ og í Leirdal ofan við Salahverfi í Kópavogi. » Um tvö þúsund félagar eru í GKG og í þeim hópi fjöldi barna og unglinga. Ljósmynd/Landslag/Þráinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.