Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þig langar mest að gera. Ef þú ferð ofan í saumana á heimilisbókhaldinu finnurðu margt sem mætti betur fara. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvænt uppákoma verður þess valdandi að gamlar minningar koma upp á yfirborðið. Það er komið að skuldadögum, gerðu hreint fyrir þínum dyrum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að þið lendið í deil- um við systkini ykkar eða aðra ættingja. Þú ert í startholunum hvað varðar framkvæmdir í garðinum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt sennilega lenda í deilum við yfirmenn þína eða aðra yfirboðara í dag, en ekki óttast það, þú hefur heilmikið til þíns máls. Heima fyrir er allt í lukkunnar vel- standi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að reyna að breyta hegðun einhverra annarra er þolinmæðisverk, ef það þá tekst. Ekki þræla þér út í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Bíddu með stórinnkaup til mán- aðamóta. Er vegabréfið þitt í gildi? Athugaðu það í tíma fyrir sumarfríið. Vinur leitar skjóls hjá þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu í mátulegri fjarlægð frá öllum leið- indaskjóðum. Maður á að forðast fólk sem hefur slæm áhrif á mann. Reyndu að sníða þér stakk eftir vexti í peningamálum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu þig fram um að auka jafnvægi í lífi þínu. Samskipti við stofnanir og stjórnvöld munu ganga vel og bæta hag þinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér mun veitast auðveldara að stjórna þínum mönnum ef þú kemur fram við þá eins og jafningja. Byrjaðu á því að losa þig við dót sem þú þarft ekki á að halda. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert að springa úr snjöllum, nýj- um og óvenjulegum hugmyndum í dag. Hvort sem þú vilt draga úr kostnaði eða auka tekjur þínar lofa hugmyndir þínar góðu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Frá og með deginum í dag er tími kominn til að stíga skref fram á við skrá sig í nám sem þig hefur dreymt um lengi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu ekki að þvinga fram sættir því þær koma af sjálfu sér með tímanum. Það fer verst með þig ef þú getur ekki fyr- irgefið öðrum. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þéttur botn og þrýstinn er. Þetta er kot í hreppnum. Einnig þjó á þegnum ver. Þetta er tota á leppnum. Helgi Seljan svarar: „Eftir hug- ans japl og jaml og fuður varð þetta til: Rímið heimtar rokna skass, reynist vindur úti hvass. Ef þetta er ekki rækalls rass rétt og slétt ég mæli pass. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Ég vísnahornið stoltur styð, þótt stundum segi pass. Hér kotrassa ég kannast við, kvenna og lepparass. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Rass er botn á rekkum hér. Rass er kot í hreppnum. Rass á buxum rekka er. Rass er tota á leppnum. Þá er limra: Hann Simmi í flokki fimra var fótunum sífellt að mimra og rann svo á rassinn, rækarls hjassinn, en þetta er ljómandi limra! Og loks nýja gáta eftir Guðmund: Sólin guðar gluggann á, gátu nýja semja má, vík ei þeirri venju frá í Vísnahornið sendi þá: Betri en kelda ávallt er. Oft við torfverk nýtist mér. Gjarnan er í glímu beitt. Getum fiskinn á hann veitt. Helgi lét þessar limrur fylgja sínu svari, – „Varist sterana“: Sterana átti’ ann í stöflunum og styrktist vel af þeim töflunum. En er of margar át, hann alveg varð mát og gekk að lokum af göflunum. Og síðan „Óþarfa áhyggjur“: Farin er hún frá ’onum, nú flestir einsemd spá ’onum, sem óþarft er með öllu hér því upp er tippið á ’onum. „Leikum okkur“ segir Pétur Stefánsson: Í lífinu skaltu leika þér, láta á súðum vaða, því ævitíminn framhjá fer á feikimiklum hraða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Betri er brók lasin en ber rass Í klípu „ÆFINGIN ER SEINNA UM DAGINN. ÞETTA ER FORÆFINGIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ HEFÐIR VERIÐ AÐ FÁ ÞÉR NÝJAN HUND.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að lofa þína ástkæru Meyju. SÉRSTAKLEGA HVERNIG HLUTIRNIR LYKTA AÐ EIGA KÆRUSTU BREYTIR ÖLLU, GRETTIR HVERNIG HLUTIRNIR BRAGÐAST, HVERNIG HLUTIRNIR LYKTA ÉG ÞARF AÐ SKIPTA OFTAR UM SOKKA MENN, LÍTIÐ Á OKKUR SEM LIÐ Á LEIÐINNI Í LEIK! OG HUGSIÐ UM MIG SEM ÞJÁLFARANN YKKAR! HEY, ÞJÁLFI! EF VIÐ VINNUM ORRUSTUNA, MUNTU SPLÆSA PÍTSU Á OKKUR ALLA? Víkverja fannst ekki gaman aðhorfa á forkeppni Eurovision að þessu sinni og horfði reyndar bara á aðra þeirra, þá fyrri þegar Ísland tók þátt. Ari stóð sig með sóma en Víkverji var ekki hrifinn af laginu. Sviðsetningin hefði líka mátt vera betri því Eurovision er þrátt fyrir allt keppni sem fram fer ekki aðeins á staðnum heldur ekki síður í sjónvarpi og hinar þjóðirnar notfærðu sér miðilinn í mun meira mæli. x x x Sumt var dýrt eins og átta millj-óna kjóll sópransöngkonunnar frá Eistlandi sem sýndi myndir og skipti litum en hann gerði það samt að verkum að atriðið fór ekkert framhjá manni. Annað var mun ódýrara eins og textabrot Ítalanna sem voru sýnd á ýmsum málum. Í Eurovision er nefnilega ekki nóg að vera með fallegan söng heldur verður atriðið sjálft að vera eftirminnilegt á einhvern hátt. x x x Fjölskyldan sleppti því að horfaá seinna undanúrslitakvöldið og lét nægja að horfa á úrslitin. Þrátt fyrir að þrjú börn séu á heimilinu var áhuginn einna mest- ur hjá Víkverja sjálfum. Honum finnst gaman að velta fyrir sér mismunandi menningu landa og hvað þeim finnist töff og áhuga- vert. Stigakeppnin hefur í gegnum tíðina endurspeglað smekk land- anna og hefur því verið gaman að fylgjast með henni. x x x Núna er búið að eyðileggjaþessa skemmtun fyrir manni því fulltrúar landanna lesa ekki lengur upp stig fólksins heldur stigin sem dómnefndir landanna gefa. x x x Misræmið í þessum tveimurstigagjöfum var mikið og sér- staklega áberandi munurinn hjá tveimur lögum sem féllu í kramið hjá fjölskyldunni, framlagi Tékk- lands og Danmerkur. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk: 1.68)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.