Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is SUNDLAUGALYFTUR FYRIR HREYFIHAMLAÐA Nánari upplýsingar gefur Erna Dís heilbrigðisverkfræðingur hjá Fastus. Netfang: erna@fastus.is Heilbrigðissvið Fastus býður upp á ýmsar gerðir af sundlaugalyftum fyrir hreyfihamlaða. Nýlega var til moldar borinn í Bandaríkjunum Morris Halle, ann-álaður hljóðkerfisfræðingur við MIT-háskóla. Áratugum samanstarfaði hann þar náið með Noam Chomsky, kunnasta málfræð-ingi samtímans og þeim núlifandi fræðimanni sem mest er vitnað í. Halle kaus fremur að vinna á bak við tjöldin en átti ekki síður þátt í að gera málvísindadeildina í MIT að stórveldi. Chomsky setti fram kenningar um mannlegt mál út frá algildismálfræðinni sem hann telur liggja öllum tungu- málum til grundvallar. Halle beindi kröftum sínum aftur á móti að rann- sóknum á hljóðkerfi ensku og rússnesku í samræmi við algildismálfræðina. Ekki gat farið hjá því að nemendur Halles við MIT beindu athyglinni að ís- lensku, enda er hljóðkerfi hennar um margt frábrugð- ið því sem gengur og gerist í öðrum evrópskum málum. Ófáar skarplegar hug- myndir hafa verið settar fram á þessu sviði af erlend- um málfræðingum. Íslend- ingum ætti þó sjálfum að renna blóðið til skyldunnar þar sem rannsóknir á ís- lenska hljóðkerfinu eiga sér langa sögu sem nær aftur á miðaldir. Einn frumlegasti málfræðingur allra tíma var uppi á Íslandi á 12. öld og ritaði stórmerka bók um íslenska hljóðkerfið sem nefnd er Fyrsta málfræðiritgerð- in. Hann er jafnan kallaður Fyrsti málfræðingurinn því að honum láðist að geta um nafn sitt, rétt eins og höfundum Íslendinga sagna. Að vísu var markmið þessa nafnlausa fræðimanns fyrst og fremst að búa til nothæft stafróf handa Íslendingum. Hann vildi að ritmálið endurspeglaði hljóðkerfið eins nákvæmlega og unnt var. Höfundurinn hafði þó ekki erindi sem erfiði og tillögur hans og aðferðir féllu í grýtta jörð. Þótt ritið næði ekki þeim hagnýta tilgangi sem því var ætlaður og hið fræðilega framlag færi fyr- ir ofan garð og neðan hjá samtímamönnunum – og yrði ekki metið að verð- leikum fyrr en á 20. öld – lifir það sem óbrotgjarn minnisvarði um snjalla málvísindalega greiningu á forníslenska hljóðkerfinu. Fyrsti málfræðingurinn var sannarlega ekki síðastur Íslendinga til að rýna í tungumálið og eðlisþætti þess. Fleiri fornar málfræðiritgerðir eru til; auk þeirrar fyrstu og merkustu eru þrjár aðrar varðveittar í Ormsbók Snorra Eddu. Á okkar dögum hafa mikilvirkir fræðimenn tekið við kefli for- feðranna og þróað þær aðferðir sem eldri kynslóðir komu fram með. Kristján Árnason, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, hefur hvað mest rann- sakað hljóðkerfi íslensku að fornu og nýju. Hann hefur meðal annars ritað mjög áhugaverða bók um íslenska hljóðkerfið sem kom út á ensku fyrir nokkrum árum hjá hinu virta forlagi Oxford University Press. Í anda Fyrsta málfræðingsins og með gagnrýninni notkun á kenningum nútímamálvísinda hafa Kristján Árnason og samstarfsmenn hans í Háskóla Íslands lagt traust- an grunn að þeim mikla vexti sem er í íslenskri málfræði innanlands og á al- þjóðavettvangi. Fyrsti hljóðkerfisfræðing- urinn – en ekki sá síðasti Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Málfræðingar Morris Halle og Noam Chomsky, hvorki fyrstu né síðustu. Íallmörg undanfarin ár hafa komið fram vísbend-ingar um að afbrotastarfsemi hér á Íslandi sé aðverða margslungnari en áður. Dæmi um slíkt eruaf ýmsum toga. Við og við birtast fréttir um að lögregla hafi uppgötvað mismunandi afkastamiklar gróðrarstíur fyrir kannabisplöntur. Fyrir nokkrum vik- um var töluvert af fréttum í fjölmiðlum um að þjófagengi stunduðu skipuleg innbrot inn á heimili fólks og létu greipar sópa. Jafnvel var talið að þessi gengi væru send hingað í þessu skyni frá öðrum löndum. Manna á meðal ganga sögur um afleiðingar fíkniefnaneyzlu, sem m.a. komi fram í því að ættingjar verði fyrir eignaspjöllum vegna innheimtuaðgerða fíkniefnasala eða jafnvel hótað með yfirlýsingum af þessu tagi: Við vitum í hvaða skóla börnin þín eru. Margbrotnari afbrotastarfsemi er sjálfsagt fylgifiskur fjölgunar þjóðarinnar, auknum innflutningi fólks frá öðr- um löndum, kannski gætir þar líka áhrifa frá bíómynd- um en ekki er ólíklegt að þar sem viðskipti með fíkniefni festa rætur verði til margvísleg brotastarfsemi, sem tengist þeim viðskiptum. Hún snýst ekki bara um að meiða annað fólk. Víðtæk viðskipti af þessu tagi, sem ekki þola dagsins ljós kalla á aðgerðir til þess að „þvo“ pen- inga, skattsvik o.s.frv. Óhjákvæmi- lega leitar þetta fé inn í hefðbundin og lögleg viðskipti. Ef marka má al- mannaróm leitar þetta fé gjarnan í steinsteypu. Það gerist sjaldan, ef það gerist þá yfirleitt, að höf- uðpaurar í fíkniefnaviðskiptum náist. Það er oftast að litlu peðin eru gripin og þau þegja þunnu hljóði enda vafalaust ljóst hvað þeirra geti beðið ef ... Afleiðingarnar fyrir okkar litla samfélag af því að af- brotastarfsemi sem þessi nái að festa sig í sessi og verða ósýnilegur partur af daglegu lífi okkar eru mjög alvar- legar. Þjóðfélagið byrjar að rotna innan frá. Áhrif pen- inga, sem þannig verða til, eru ekki mikið minni en ann- arra peninga. Peningar eru eins og vatn. Þeir smjúga alls staðar, var einu sinni sagt. Erum við að takast á við þetta eða finnst okkur þægi- legra að láta sem þessi veruleiki sé ekki til? Sú skoðun er nokkuð útbreidd, að við séum ekki að takast á við þennan vanda vegna þess að til þess að hafa möguleika á að ná tökum á honum þurfi að verja veru- lega meiru fé til löggæzlu, fjölga liðsmönnum lögregl- unnar og ráða til starfa fólk, sem hefur menntun og þekkingu til að takast á við margvísleg hliðaráhrif, sem snúa að hinu flókna gangverki viðskiptalífs undirheim- anna. En það er ekki nóg að veita meira fé til lögreglunnar og fjölga lögreglumönnum og sérfræðingum á þeirra sviði verulega. Það þarf líka að takast á við aðrar afleið- ingar brotastarfsemi. Nú á tímum er beintenging á milli margvíslegrar af- brotastarfsemi og fíkniefnaneyzlu. Og neyzla fíkniefna leiðir af sér félagsleg og heilsufarsleg vandamál. Flest bendir til þess að við sem samfélag þurfum að taka rækilega til hendi til þess að takast á við þau vanda- mál sem leiða af því að fólk ánetjist fíkniefnum. Fjöl- skyldur, sem í þessu lenda eru örvæntingarfullar og vita ekki sitt rjúkandi ráð. En – það eru dæmi um að það tak- ist að venja fólk af fíkniefnum og koma því á beinni braut á ný. Eitt er hins vegar víst. Að loka fólk inni í fangelsum er ekki aðferðin til þess. Sennilega er miklu stærri hluti þeirra, sem geymdir eru bak við lás og slá þangað kom- inn vegna tengsla við fíkniefni en við gerum okkur grein fyrir og er á stöðugri hringferð inn og út. Og það vekur enn aðra spurningu: Er fangelsun, þ.e. að loka fólk inni í stórum byggingum árum saman með miklum kostnaði vegna húsnæðis, matar og vörzlu, nú- tímaleg aðferð til þess að refsa fólki? Eða er þetta kannski nítjándu ald- ar aðferð til þess? Auðvitað verður að loka ofbeldis- menn og þá sem eru hættulegir öðru fólki inni. En á það við um fíkla? Eða svokallaða „hvítflibbaglæpamenn“? Er hugsanlegra að það sé skynsamlegra og jafnvel ódýrara fyrir samfélagið að takast á við vandamál fíkl- anna sem heilsufars- og/eða félagslegan vanda? Og er hugsanlegt að það sé erfiðari refsing fyrir „hvít- flibbana“ að missa peningana en að vera lokaðir inni? Greinarhöfundur hefur ekki fullmótuð svör við þess- um spurningum. Þó er ljóst að til þess að lögreglan nái meiri árangri í sinni baráttu þarf hún mun meira fé á ári hverju og fleira fólk. Það sama á við meiri háttar átak til þess að ná tökum á fíkniefnaneyzlu og afleiðingum hennar. En er ekki jafnframt kominn tími til að ræða, hvort fangelsun eigi að vera æðsta stig refsingar? Það er ekki ný spurning. Hefur hún ekki alltaf skotið upp kollinum í samfélögum manna eftir að tekið var til við að loka fólki inni vegna afbrota? Og enn má spyrja: Kemur Schengen hér við sögu? Þegar lögreglumenn eru spurðir segja þeir gjarnan: Aðild að Schengen er svo mikilvæg fyrir okkur vegna að- gangs að upplýsingum. En getur verið að Schengen hafi galopnað landið fyrir misjöfnum sauðum? Þessu er varpað hér fram til umhugsunar. Það er hins vegar tímabært að setja þessi málefni öll á dagskrá þjóðfélagsumræðunnar. Er ekki kominn tími til að Alþingi rökræði þessi mál? Og hvað segja frambjóðendur í sveitarstjórnarkosn- ingum? Afbrot af því tagi, sem hér hafa verið nefnd eru orðin hluti af daglegu lífi fólks, ekki sízt í þéttbýlinu á höf- uðborgarsvæðinu. Notum við enn aðferðir 19. aldar til að refsa fólki? Lögreglan þarf meira fjármagn og fleira fólk Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á ráðstefnu Evrópusamtakaíhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, um umhverfismál í Brüssel fimmtudaginn 24. maí 2018 kynni ég nýútkomið rit mitt, Green Capital- ism (Grænan kapítalisma), og mæli með hófsamlegri verndun og nýt- ingu náttúrugæða í stað skilyrðis- lausrar friðunar þeirra. Meðal ann- ars lýsi ég áhrifunum af bók Rachel Carsons, Raddir vorsins þagna. Höf- undurinn andmælti skordýraeitrinu DDT af svo mikilli mælsku, að notk- un efnisins var víðast bönnuð. En þá fór mýrakalda (malaría) aftur að láta á sér kræla, og hafa milljónir manna látist úr henni í suðlægum löndum. DDT var vissulega notað í óhófi í landbúnaði á sínum tíma, eins og Carson benti á, en það er hættulaust mönnum og enn skilvirkasta leiðin til að drepa mýið, sem smitar menn af mýraköldu. Þarf oftast ekki annað en rjóða efninu á innveggi húsa. Ég rifja upp hrakspár friðunar- sinna í kringum 1970, til dæmis í Heimi á helvegi og Endimörkum vaxtarins. Glæpir áttu að aukast vegna þéttbýlis, flest mikilvægustu jarðefni að ganga til þurrðar eftir 30-40 ár og hungursneyðir að skella á. Þetta rættist ekki. Glæpir hafa víðast minnkað og eru raunar einna minnstir hlutfallslega á tveimur þéttbýlustu stöðum heims, í Singa- púr og Japan. Enn er til nóg af jarð- efnum eins og kopar og jarðolíu, enda hefur mannsandinn fundið margar leiðir til að nýta betur efni og orku, meðal annars í „grænu byltingunni“, þegar uppskera jókst stórlega í krafti erfðabættra nytja- jurta. Hlutfallslega ganga nú fleiri mettir til hvílu á hverri nóttu en nokkru sinni fyrr. Raddir vorsins fagna. Ég tek nokkur íslensk dæmi um takmörkuð náttúrugæði, sem væru ofnýtt, væri aðgangur að þeim ótak- markaður: laxveiðiár, beitarland á fjöllum og fiskistofnar á Íslands- miðum. Hefur Íslendingum tekist að nýta þau skynsamlega. Aðallega ræði ég um úthafsveiðar. Með út- hlutun framseljanlegra aflakvóta til þeirra, sem þegar stunduðu veiðar, tókst að beina áhuga þeirra að því að lágmarka kostnaðinn við veiðar. Þeir urðu gæslumenn gæðanna. Með framsalinu var hægt að minnka nýtinguna niður í það, sem hag- kvæmast var: Fækka þurfti fiski- mönnum, en þeir voru keyptir út, ekki reknir út. Ég bendi á, að eini rétturinn, sem var tekinn af öðrum við úthlutun aflakvótanna, var rétt- urinn til að gera út á núlli, en hann er auðvitað verðlaus. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað segi ég í Brüssel?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.