Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Íbúar í Hafnarfirði voru 29.412 talsins þann 1. janúar 2018. Útsvarsprósentan í Hafnarfirði er 14,48%. 176 frambjóðendur eru á þeim átta listum sem bjóða fram í Hafnar- firði, en 11 munu taka sæti sem bæjarfulltrúar eftir kosningar. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 var 60,6%. Hafnarfjörður fólki vantaði húsnæði, bæði leigu- húsnæði og smærri eignir sem það gæti keypt sér. Binda margir vonir við frekari uppbygginu á Völlunum í þessu tilliti. Annað verkefni sem bíður nýrr- ar bæjarstjórnar, að sögn viðmæl- enda blaðsins, er að þrýsta á um samgöngubætur á Reykjanesbraut- inni. Mikil umferðarteppa myndist gjarnan seinnipartinn þegar flug- umferð er hvað mest og bílaröð sé frá álverinu og langt inn í bæinn. Þarf að sinna viðhaldi Flestir voru sammála um að tími væri kominn á viðhald, eins og Guðjón nefnir. „Það þarf átak fyrir gatnakerfið og það er uppsöfnuð við- haldsþörf á ýmsum eignum bæjar- ins. Það jaðrar til dæmis við að vera orðið pínlegt að fara inn í Suðurbæj- arlaugina. Íþróttahúsið í Kaplakrika er sömuleiðis orðið lúið. Það var flottasta hús landsins þegar það var opnað 1990 en ekkert hefur verið gert fyrir það síðan,“ segir Guðjón. Miðbærinn í blóma Talsverð uppbygging hefur ver- ið í miðbænum. Veitingastaðir og kaffihús hafa sprottið upp og menn- ingar- og listalíf er í blóma í Hafnar- borg og Bæjarbíói. „Svona vil ég sjá miðbæinn og ég vil að hann fái að byggjast áfram út ströndina, frekar en að lögð sé áhersla á þéttingu byggðar. Það má ekki stugga við þessu. Ég held að það hafi verið Einar Bárðarson sem sagði að miðbærinn væri að verða eins konar Notting Hill Íslands og mér finnst það góð samlíking. Þetta andrúmsloft þarf að fá að þróast áfram. Þá njóta bæjarbúar góðs af en ferðamenn og aðrir hafa líka mik- ið að sækja hingað,“ segi Guðjón Árnason. Morgunblaðið/Eggert Höfnin Miðbær Hafnarfjarðar hefur blómstrað og margir vilja að starfsemin og þjónusta þar nái út að höfn. Morgunblaðið/Eggert Innfæddur Guðjón Árnason er ánægður með bæinn sinn og telur bjarta tíma fram undan. Hann vill þó að ráðist verði í viðhald á eignum bæjarins. væri ekki síst ástæða þess að þeir létu sjá sig. „Kaffitíminn er heil- agur,“ sagði einn karlanna ákveð- inn. Allir karlar eru velkomnir með- an húsrúm leyfir en hægt er að kynna sér starfsemina á heimasíð- unni Karlariskurum.com eða senda línu á hordur@redcross.is. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Í skúrnum Vilhelm Sverrisson, Hallgrímur Guðmundsson, Jóhann S. Gunn- arsson, Hannes Gíslason, Steindór V. Guðjónsson og Birgir Þór Ólafsson. Hvað segja kjósendur? Morgunblaðið/Eggert Kolbeinn Björnsson forstjóri og annar stofnenda Mink campers „Það á bara að sameina öll þessi sveitarfélög. Kerfið er svo óskilvirkt með þessi litlu bæj- arfélög með 5-6 flokka á hverj- um stað og fleiri hundruð manns í framboði. Í einu sveitarfélagi væri auðveldara að sinna samgöngumálum, skipulagsmálum, húsnæðis- málum, umhverfismálum og skólamálum.“ Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur „Það þarf að efla list- og verkgreinar í grunnskólum Hafn- arfjarðar og stór- auka fé til bóka- kaupa á skólabókasöfnum.“ Ólafur Gunnar Sverrisson einn stofnenda Íshússins „Ég vil að stjórnmálamenn vinni fyrir fólk og geri þetta að mann- legu samfélagi, ekki einhverju arðgreiðslusamfélagi. Grunn- þarfir fólks snúa að menntakerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæði, heitu vatni og rafmagni. Þær eiga ekki að vera hagnaðardrifnar. Af hverju á orkuveita að greiða arð til einhvers? Hún á bara að þjóna okkur og halda verðinu niðri. Sama gildir með bankakerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Ég vil að það sé frítt fyrir alla, frítt fyrir börnin mín.“  Næst verður farið á Seltjarn- arnes og í Mosfellsbæ og fjallað um það sem þar er efst á baugi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Á þriðjudag HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.