Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 43
Hallkelsstaðahlíð sem misstu föður sinn – aðeins 46 ára. Nú er þriðji bróðirinn, Ragn- ar Hallsson, fallinn í valinn eftir stranga glímu við elli kerlingu. Heimahagarnir urðu hans starfsvettvangur og Hallkels- staðahlíð varð að glæsibýli. Þessi myndarlegi og ljúfi frændi varð ein af mínum fyr- irmyndum á uppvaxtarárunum. Hann kveikti hjá manni íþrótta- áhugann og var sjálfur liðtækur í mörgum greinum frjálsra íþrótta, enda gullaldartími í þeim íþróttum. Hápunktur hvers sumars var héraðsmótið og þar gerðu Snæfellingar garðinn frægan upp úr miðri síðustu öld. Þar sá ég frænda minn spretta úr spori og skila sigri í 400 metra hlaupi með góðum endaspretti. Með árunum vex skilningur manns á mannlífinu og hvaða eiginleikum fólk býr yfir. Þann- ig er það með Ragnar frænda og kynni mín af honum. Börn löðuðust sérstaklega að honum og hann náði einstöku sambandi við fjárhópinn og hestasálirnar. Þekkti svipinn á 700 ám og með árunum urðu hestarnir bestu vinirnir. Eitt orð finnst mér lýsa honum best – valmenni. Það var ekki komið að tóm- um kofunum hjá Ragnari þegar landsmálin bar á góma. Betra að hafa þá rök fyrir máli sínu, en alltaf var það sanngirni í hverju máli sem honum var um- hugað um. Einhverju sinni fóru Þjóðviljinn og Alþýðublaðið að berast með póstinum á nafni Ragnars. Þá var Tíminn skyldu- lesning á flestum bæjum í sveit- um og ég spurði Ragnar, hvers vegna hann væri þá að kaupa önnur blöð? „Ég vil sjá fleiri skoðanir á málunum,“ var svar- ið. Ég kveð Ragnar frænda með mikilli virðingu og þakklæti fyr- ir gömul kynni. Hans nánustu votta ég samúð mína. Reynir Ingibjartsson frá Hraunholtum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 urðum, og að sjálfsögðu varð það að koma frá Íslandi. Sem fulltrúi fyrirtækisins gagnvart íslenskum framleiðend- um, bæði frystihúsum og togur- um, var hann með stöðugum áminningum og leiðbeiningum lykilmaður í því að gera ICE- LANDIC® að því vörumerki sem naut mests álits og virðing- ar fyrir sjávarafurða í Vestur- heimi. Á níunda áratugnum hóf Coldwater að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt og umboðs- menn fyrirtækisins á Banda- ríkjamarkaði. Palli sá um kennslu á þeim þætti sem snéri að fiskflökum. Samtals sóttu yfir 500 sölumenn þessi námskeið. Tilgangurinn var bæði að tryggja að sölufólkið vissi hvað lægi að baki framleiðslunni og einnig og ekki síður að ICE- LANDIC® væri ávallt efst í huga þegar sölufólk fór í heim- sóknir til veitingahúsa og stofn- ana að selja einstaka gæðamat- vöru. Fiskurinn okkar átti að vera fyrstur uppúr töskunni og á undan öðrum vörum. Hluti Palla í námskeiðinu fékk alltaf besta mat og einkunn nemenda. Hann sýndi sölufólkinu bestu vöruna með sínum krafti og sannfær- ingu og þau veittu honum bestu viðurkenninguna fyrir námskeið- ið. Palli var mjög félagslyndur og alltaf hrókur alls fagnaðar, hvort heldur var í leik eða starfi. Páll Pétursson var gæðamað- ur, og þannig voru gæði honum ávallt efst í huga. Við minnumst öll Palla með söknuði og hlýju og sendum fjöl- skyldu hans okkar samúðar- kveðjur. Magnús Gústafsson, Jón Friðjónsson, Pétur Másson, Bud Jones, Rick Gordon og samstarfsfólk hjá Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR ERLU INGVADÓTTUR. Heiðar Pétur Guðjónsson Emma Guðrún Heiðarsdóttir Jón Gabríel Lorange Sæunn Sif Heiðarsdóttir Jónína Ingvadóttir Jóhann Hjartarson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU GUÐRÚNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Naustabryggju 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði og dagdeildar Eirar fyrir góða umönnun, vinsemd og hlýhug í garð Ástu og fjölskyldu hennar. Garðar Ágústsson Guðbrandur G. Garðarsson Selma Rut Þorkelsdóttir Ragna Lilja Garðarsdóttir Einar Þór Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR píanókennara. Gunnar Sigurðsson Kristín Ragna Gunnarsdóttir Gunnlaugur Torfi Stefánsson Sigurður Bjarki Gunnarsson Þórunn Ósk Marinósdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Martin Nagstrup og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, afa og langafa, ÞORSTEINS ÞORVALDSSONAR, Hjarðarholti 11, Akranesi, sem lést mánudaginn 2. apríl. Útför hans fór fram 11. apríl í kyrrþey að hans ósk. Elín Hanna Hannesdóttir Hannes Þorsteinsson Þorsteinn Hannesson Bjarni Þór Hannesson og barnabarnabörn Okkar ástkæri, MATTHÍAS JÓN SVEINSSON, Grænlandsleið 28, lést á hjúkrunarheilmilinu Eiri laugardaginn 28. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum veitta samúð. Aðalbjörg Valberg Hákon Örn Matthíasson Hildur Hákonardóttir Sigtryggur Matthíasson Sveinn Eyjólfur Matthíasson Kristján Pétur Matthíasson Ragnhildur Birna Stefánsd. Guðný Elín Ólafsdóttir Kristbjörn Orri Guðmunds. Björg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Efstaleiti 67, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 17. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur Steinar Steinarsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ég gekk inn í virðulegan Vífils- staðaspítala. Þar hafði ég aldrei komið inn áður þó húsið hafi sett svip á útsýnið úr herbergisglugga mínum öll uppvaxtarárin. Inga móðursystir mín var nýkomin hingað. Hún svaf vært þegar ég kom en glaðvaknaði: „Árni Brynj- ar minn, ert þú kominn ofan úr Borgarfirði.“ Ég settist, málróm- urinn og fasið var svo líkt Helga ömmu að mér var hálfbrugðið. Hún spurði frétta af minni fjöl- skyldu og ég á móti um hennar. Ég fann að hún var stolt og glöð yfir afkomendum sínum. Hún varð óró- leg yfir því að ég þyrfti að fá ein- hverja hressingu. Það var ekki við annað komandi en að fara á fætur og við fórum fram í bjarta borð- stofuna. Það var fallegt útsýnið út um suðurgluggana á Vífilsstöðum og hér var hún í verknámi í hjúkr- unarfræði á sínum tíma. Við feng- um gott kaffi og talið barst að ætt- armótinu á Brimilsvöllum 1983 til að minnast 100 ára ártíðar Hans B. Árnasonar föðurafa hennar. Hún fór fyrir samstilltum hópi afkom- enda sem gerðu þessi helgi ógleymanlega. Hátíðleg messa í Brimilsvallakirkju, fallegir sálmar og Helga amma lék undir á orgelið. Sungið og dansað á bæjarhólnum á Holti um kvöldið. Haddi frændi og sumir Holtsbræðra fór á sjóinn frá Völlum um morguninn og sóttu fisk í soðið handa mannskapnum. Systkinin frá Holti voru himinglöð og brosandi alla helgina. Inga átti stóran þátt í hvað þetta var allt vel skipulegt. Við fórum lengra aftur í tímann, þegar við eldri börn þeirra systra vorum að vaxa úr grasi. Hún hafði svo miklar áhyggjur af Tómasi Árna, hann borðaði varla neitt langt fram eftir aldri. Ég var til samanburðar, sporðrenndi kúf- uðum diskum og spratt eins og fífill í túni. Frændi minn fékk ágæta matarlyst fyrir mörgum áratugum svo það áhyggjuefni hvarf en alltaf ferskt í minni móðurinnar. Barna- uppeldið er alltaf stóra viðfangs- efni lífsins hjá foreldrunum. Við færðum okkur inn á stofuna aft- ur.Talið barst að fæðingu minni þar sem hún fékk að vera hjá yngri systur sinni. Erfið fæðing, fæð- ingalæknirinn þurfti að nota flest í verkfæratöskunni. Falleg og bros- andi frænka hefur boðið lerkaðan dreng, með tangarför á stóru höfð- inu, velkominn í heiminn. Mamma talaði oft um hvað það hefði verið ómetanlegt að hafa Ingu hjá sér í gengum þolraunina. Það kom svip- mikil kona í dyrnar á stofunni og sagði okkur að nú væri kominn kvöldmatur á Vífilsstöðum. Inga blikkaði mig og sagðist ekki vera svöng en við ákveðum að hlýða húsaga. Hún fór í skúffuna og nestaði mig með sælgæti fyrir heimferðina. Langt og gott faðm- lag og þegar ég var kominn niður á stigapall kallaði hún til mín veif- Ingibjörg Árnadóttir ✝ IngibjörgÁrnadóttir fæddist 26. sept- ember 1935. Hún lést 6. maí 2018. Útför Ingibjarg- ar fór fram 15. maí 2018. Meira: mbl.is/ minningar andi: „Bless Árni minn, bið að heilsa öllum.“ Fallega bros- ið átti hún enn þrátt fyrir harða ásókn veikinda undanfarið. Ég trúi að Inga hafi fengið góðar mót- tökur „heima“ þegar hún kom vegmóð úr lífsgöngunni. Þau hafa beðið með góð- gæti á dúkuðu borði í Litlu-stofunni, foreldrar og yngri systir eins og þeim var lagið. Hjartfólgnum ömmum, öfum og fleirum hefur verið boðið til fagn- aðar. Frænku minni þakka ég samfylgdina frá minni fyrstu stundu. Árni Brynjar Bragason. Árið 1954, nánar tiltekið þ. 16. ágúst, hittist hópur ungra stúlkna í anddyri Landspítalans, allar í þeim tilgangi að hefja hjúkrunarnám. Aldursbilið á þeim var átta ár eða frá 19 ára til 27 ára. Ein sú yngsta, eða réttara sagt þriðja yngst, var Ingibjörg Árnadóttir, 19 ára gömul Kópavogsmær. Við hinar hrifumst þegar í stað af Ingibjörgu, þar sem hún var glaðvær, kát og skemmti- leg og ekki síst góður félagi. Á þessum árum var nemendum skylt að búa í heimavist, sem þá var á efstu hæð Landspítalans. Þar giltu strangar reglur, einkum varðandi útivist nemenda, þeir áttu að vera komnir inn, ekki seinna en kl. 11 að kveldi, en þó voru fjögur útileyfi í mánuði og mátti þá gista utan heimavistarinnar. Ekki máttu karlmenn koma inn í herbergi nemenda, en þeim boðið að hitta heimavistarbúa í sameiginlegri setustofu. Þrátt fyrir þessar ströngu reglur, hélt það ekki aftur af ungum karlmönnum að sækjast eftir samskiptum við Ingibjörgu. Hún naut þess að skemmta sér, m.a. að fara út að dansa. Ingibjörg var vinsæl af sjúklingunum sem hún hjúkraði af nærfærni og fag- mennsku. Vinkona mín sem lá á sæng, eins og það var kallað, en sængurlega var þá átta dagar, nefndi við mig að það hefði verið yndisleg hjúkrunarkona sem ann- aðist hana, glaðleg og skemmtileg, allar sængurkonurnar hefðu hrifist af henni, það var að sjálfsögðu Ingibjörg, ég stærði mig að því að hún væri skólasystir mín og vin- kona. Ingibjörg var menningar- lega sinnuð, sem kom meðal ann- ars fram í því, að hún var ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga um árabil og fórst það vel úr hendi. Hún hafði góða söngrödd, spilaði á gítar og gladdi marga með þessum hæfileikum sínum, ekki síst okkur skólasystur sínar. Ekki fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki, Ingibjörg átti eftir að upplifa sáran hjónaskilnað og margvíslegan ann- ars konar missi, sem vissulega fylgir lífinu, þegar háum aldri er náð. En hún átti miklu barnaláni að fagna sem hún að sjálfsögðu naut alla tíð. Við skólasystur Ingi- bjargar úr Hjúkrunarskóla Ís- lands minnumst hennar með sökn- uði og þökkum samfylgdina. Bergljót Líndal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.