Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Einn fyrsti skákviðburðursem greinarhöfundursótti var fjöltefli rúss-neska stórmeistarans Evgení Vasjúkov, sem lést á dög- unum 85 ára að aldri, sem átti sér stað í Samkomuhúsinu í Vestmann- eyjum fyrir 50 árum – í júní árið 1968 en þá var þriðja Reykjavík- urskákmótinu ný lokið – Fiske- mótinu eins og það er stundum kallað. Samkomuhúsið var líka kvikmyndahús og þar voru einnig haldin hrikaleg böll eins og ég átti eftir að kynnast síðar. Fjölteflið dró til sín eitthvað rúmlega 20 manns sem þótti víst hálfgert „skrap,“ eins og það var orðað enda hásumar og Eyjamenn höfðu flestir öðrum hnöppum að hneppa. Sem 11 ára áhugamanni og áhorfanda á staðnum fannst mér athyglivert að nokkrir náðu góðum úrslitum þarna. Einn besti skákmaður Eyja- manna, Arnar Sigurmundsson, sagði mér síðar að eftirá hefði Vasjúkov verið boðið í heimahús og fjallað þar um nýafstaðið mót og vart komst önnur viðureign að en sú sem hann háði við Friðrik Ólafs- son. Friðrik tefldi glæfralega og glæsilega, hlaut 10 vinninga af 14 mögulegum, og varð einn í þriðja sæti, ½ vinningi á eftir Vasjúkov og Mark Taimanov. Með sigri í skák- inni sem tefld var í þriðju umferð hefði hann sennilega orðið einn efstur: Friðrik Ólafsson – Evgení Vasjúkov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bb7 7. He1 Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. a4 O-O 11. Bg5 h6 12. Bh4 He8 13. axb5 axb5 14. Hxa8 Bxa8 15. Dd3 exd4? Arkhangelsk-afbrigðið var ekki mjög þróað á þessum árum og upp- skipti á d4 oft hæpin í spænska leiknum. Vasjúkov sást yfir 17 leik Friðriks. 16. cxd4 g5 17. e5! (STÖÐUMYND 1) Hárbeittur leikur, hvítur hótar 18. Dg6+! 17. ... Kf8 18. Rxg5! hxg5 19. Bxg5 dxe5 20. Dh3! Dd6 21. Dh6+ Ke7 22. Dg7! Nú fellur riddarinn á f6 því ekki dugar að valda f7-peðið, 22. ... Hf8 23. dxe5 Rxe5 24. Bxf6+ Dxf6 25. Hxe5+ og vinnur. 22. ... Kd7 23. Bxf6 Kc8 Og nú vinnur 24. Bxf7! létt t.d. 24. ... Dd4 25. Hf1! og hrókurinn á e8 á engan reit. Varla er hægt að skýra næsta leik Friðrik með öðru en tímahraki. 24. dxe5?? Db4! Tvöfalt uppnám og taflið snýst algerlega við. Það sem eftir lifir skákar teflir Vasjúkov óaðfinnan- lega. 25. Rd2 Dxd2 26. Hf1 Bxf2+! 27. Hxf2 De1+ 28. Hf1 De3+ 29. Kh1 Dxb3 30. h4 Rd4 31. Kh2 Dc2 32. Dg4 Kb8 33. Hf4 Re6 34. Hb4 Bc6 35. h5 Kb7 36. b3 Ha8 37. Dg3 Ha2 38. Hg4 Ha1 39. Hh4 Hf1 40. h6 Dc1 41. Dg4 – og gafst upp um leið, svartur mátar í tveim leikjum, 41. ... Hh1+ 42. Kg3 De1 mát. Meðan á Fiske-mótinu ’68 stóð tókst góður vinskapur með Vasjú- kov og Taimanov og nokkrum árum síðar hélt Vasjúkov sem aðstoð- armaður með Taimanov til Vancou- ver í Kanada þar sem þessi fjölhæfi maður mætti örlögum sínum í hinu fræga einvígi við Fischer. Eftir ein- vígið var rifjuð upp ferð Fischers með með systur sinni til Moskvu vorið 1958 er hinn 15 ára gamli Bandaríkjameistarinn sat og malaði menn í hraðskák í stærsta ská- klúbbi Moskvuborgar. Þá var kallað eftir „aðstoð“ og þeir mættu í klúbbinn Vasjúkov og Tigran Pet- rosjan. Vasjúkov gekk illa í byrjun þó það hafi lagast þegar á leið en Tigran Petrosjan reyndist baneitr- aður í hraðskákinni og hafði mun betur þegar upp var staðið. Fjöltefli og Fiske- mót Vasjúkovs Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Friðrik situr og hugsar næsta leik í skákinni við Vasjúkov sem heldur á vind- lingi. Að baki hans er Laszlo Szabo. Mark Taimanov fylgist spenntur með. Borgarstjórnar- kosningarnar munu í megindráttum snúast um stóru framboðin: fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Fylgi þessara flokka mun ráða úrslitum um það hvort Reykvík- ingar vilji tafarlausar og raunhæfar ráðstaf- anir til að lækka skatta, sjá öllum börnum fyrir leik- skólarými, lækka leigu- og húsnæð- isverð með framboði á ódýrari bygg- ingarlóðum og draga úr svifryksmengun, um- ferðarslysum og sí- auknum umferðar- töfum fólksbíla og almenningsvagna með auknu umferðarflæði um stofnbrautir borg- arinnar – eða hvort Reykvíkingar vilji „óbreytt ástand“. Röng stjórn- málastefna „Óbreytt ástand“ er slæmt og mun verra en það var fyrir fjórum árum. Um það þarf ekkert að karpa: Allar tölur og staðreyndir tala sínu máli: Borgaryfirvöld leggja hæsta leyfilega útsvar á borgarbúa og hugmyndaauðgi þeirra blómstrar helst í þeirri viðleitni að finna upp stöðugt nýjar álögur, allt frá skrefa- gjöldum á sorphirðu til innviða- gjalds. Stöðugt fleiri börn fá ekki leikskólarými, leikskólunum er illa við haldið og sumir þeirra hafa verið heilsuspillandi sökum sveppa, myglu og möls. Borgaryfirvöld hafa fylgt lóðaskortsstefnu sem er ein meg- inástæðan fyrir mestu hækkunum á húsnæði og leiguverði í Íslandssög- unni. Stefna borgaryfirvalda í sam- göngumálum felst í því að leggja stein í götu vegfarenda, hvort sem þeir ferðast með fólksbílum eða al- menningsvögnum. Árangurinn er sá að ferðatími borgarbúa hefur lengst um 26% á einungis fjórum árum. Ljósastýrðum gatnamótum á stofn- brautum fjölgar stöðugt í stað þess að fækka. Meðan eitt ökutæki færist úr stað standa tvö í lausagangi við umferðarljós. Afleiðingarnar eru gríðarleg aukning á heilsuspillandi svifryksmengun í Reykjavík. Ekk- ert af þessu samfélagsböli, sem í sumum tilfellum er að nálgast þol- mörk, er óviljaverk, heldur fyrir- sjáanlegar afleiðingar rangrar stjórnmálastefnu. Vont versnar Nú eru áreiðanlega einhverjir sem segja sem svo: „Ég vil óbreytt ástand. Það er vont – en það venst.“ En gallinn er bara sá að „óbreytt ástand“ er ekki í boði. Það er að vísu vont og kannski venst það, en það á eftir að versna ef kjósendur grípa ekki í taumana. Það á eftir að versna því núverandi ófremdar- ástand er einfaldlega afleiðing af rangri stefnu í skipulags-, sam- göngu- og húsnæðismálum. Borgar- yfirvöld hafa ekki viðurkennt að stefna þeirra sé röng. Þau telja ekki að hún þarfnist endurskoðunar og þau afneita þeim alvarlegu afleið- ingum sem hún hefur haft í för með sér. Ef Samfylkingin ræður áfram ferðinni eftir kosningar mun gjöld- um á borgarbúa halda áfram að fjölga og hækka, húsnæðis- og leigu- verð halda áfram að hækka, ferða- tími innan borgarinnar verður a.m.k. orðinn helmingi lengri eftir fjögur ár en hann var fyrir fjórum árum og svifryksmengunin heldur áfram að aukast. Gallinn við núverandi borgar- yfivöld er ekki sá að þau geri mis- tök. Það gerum við öll. Gallinn er fólginn í því að þau viðurkenna aldr- ei mistök sín og læra því aldrei af þeim. Við skulum því ekki segja á kjördag: „Það er vont en það venst“ – því lengi getur vont versnað. Það er vont – það venst – en það versnar Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Gallinn er fólginn í því að þau við- urkenna aldrei mistök sín og læra því aldrei af þeim. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. VOLVO S90 D5 AWD INSCRIPTION XENIUM Árgerð 2017,ek.aðeins 2.þús km,dísel, Verð 7.990.000. Rnr.248348. EIN N ME Ð Ö LL U 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.