Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 47
var í læknanáminu og keyrði stóra trukka þar. Maður kynntist því alls konar störfum og mér finnst það hafa mikið að segja að þekkja til fleiri starfa.“ Jóhann Gunnar varð stúdent frá MR 1953, cand.med. frá HÍ 1961, fékk íslenskt lækningaleyfi 1963 og sænskt lækningaleyfi 1966. Hann varð viður- kenndur sérfræðingur í lyflækningum í Svíþjóð 1969, og á Íslandi 1970 og hlaut sérfræðiréttindi í gigtar- sjúkdómum 1971. Jóhann Gunnar var aðstoðarlæknir, sérfræðingur og settur aðstoðaryfir- læknir á sjúkrahúsum í Eskilstuna, Karlskrona og Lundi í Svíþjóð 1963- 1971, sérfræðingur á stofu í Reykjavík og Hafnarfirði 1971-1972. Hann var sérfræðingur og síðan yfirlæknir við Endurhæfingardeild/Grensásdeild frá 1973 og fram til 2003. Jafnframt stundaði hann sérfræðistörf á lækningastofu í Domus Medica. Jóhann Gunnar sat í stjórn Gigt- sjúkdómafélags íslenskra lækna í 25 ár, var formaður Heilbrigðisnefndar Garðabæjar 1975-1982, sat í Lækna- ráði Borgarspítalans 1981-1985, var félagi í Rotaryklúbbnum Görðum og sat í stjórn klúbbsins 1982-1983 og var í stjórn Læknaráðs LSH 2001-2003. Jóhann Gunnar er félagi í Rotary Club of Westminster West í London, sat í stjórn klúbbsins og tilnefndur for- seti klúbbsins 2006 (President Elect). Hann var gerður að heiðursfélaga í klúbbnum 2007. Í nóvember 2013 var hann útnefndur heiðursfélagi í Félagi íslenskra gigtarlækna. „Núna fer ég mikið í ferðalög innan- lands og erlendis og tek mikið af myndum þegar ég ferðast. Ég á ennþá marga vini í Svíþjóð frá námsárunum sem mér finnst gaman að heimsækja. Svo hefur einn sonur minn verið að bjóða mér í laxveiði. Ég er ekki mikill veiðimaður en mér finnst gott að fara út í náttúruna. Ég fylgist með barna- börnunum tíu eins mikið og ég get en tíminn líður alltof fljótt og mér finnst svo margt vera ógert.“ Fjölskylda Jóhann Gunnar er kvæntur Ágústu Óskarsdóttur, f. 13.2. 1940, fyrrver- andi stjórnarráðsfulltrúa í utanríkis- þjónustunni. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta Einarsdóttir, f. 7.2. 1919, d. 23.9. 2002, húsmóðir og Óskar Óla- son, f. 7.11. 1916, d. 14.4. 1994, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Synir Jóhanns Gunnars og Ágústu eru: 1) Óskar Þór, f. 27.8. 1960, læknir PhD, sérfræðingur og klínískur pró- fessor í krabbameinslækningum við LSH, kvæntur Helgu Gunnlaugs- dóttur, f. 24.9. 1963, PhD. matvæla- verkfræðingi hjá Matís. Eiga þau börnin Kristínu, f. 2.10. 1992, iðnaðar- verkfræðing, starfar hjá Isavia, og Daníel, f. 25.5. 1999, menntaskóla- nema í MR; 2) Kristinn, f. 3.5. 1964, rafeindavirki hjá Inter ehf., kvæntur Hallfríði Bjarnadóttur, f. 30.8. 1967, fulltrúa á fjármálasviði N1. Eiga þau börnin Bjarna Heimi, f. 29.6. 1994, há- skólanema, Birnu Ósk, f. 5.7. 2000, nemanda í VÍ, og Ágústu Helgu, f. 17.4. 2003, nemanda í Hagaskóla, Reykjavík; 3) Ólafur Einar, f. 7.6. 1967, cand.oecon. HÍ, MBA BI Osló, viðskiptafræðingur, stjórnandi viðskiptaþróunar hjá Union Marine Management Services (UMMS) í Osló, kvæntur Helgu Guðmunds- dóttur, f. 22.4. 1966, lækni og PhD, nýrnasérfræðingi við Háskólasjúkra- húsið Ullevål í Osló. Eiga þau börnin Ástu Sól, f. 10.8. 1992, læknanema og Óskar, f. 9.4. 1994, BS í viðskiptafræði, starfar við eignaumsýslu hjá Union Gruppen í Osló og er hann atvinnu- maður í handbolta; 4) Jóhann Gunnar f. 6.3. 1973, löggiltur endurskoðandi og starfar sem fjármálastjóri, kona hans er Anna Vigdís Kristinsdóttir, f. 3.5. 1972, viðskiptafræðingur og lauk meistaranámi í endurskoðun frá HÍ. Eiga þau börnin Kristin Ólaf, f. 15.12. 2003, nemanda í Garðaskóla, Vigdísi Rut, f. 15.10. 2007 og Jóhann Gunnar, f. 10.8. 2009, bæði nemendur í Hof- staðaskóla í Garðabæ. Bróðir Jóhanns Gunnars er Kjartan Oddur, f. 2.7. 1936, tannlæknir. Foreldrar Jóhanns Gunnars voru hjónin Guðríður Þórdís Sigurjóns- dóttir, f. 13.4. 1911, d. 4.4. 2001, hús- móðir og Þorbergur Kjartansson, f. 26.8. 1891, d. 20.4. 1979, kaupmaður í Reykjavík. Jóhann Gunnar Þorbergsson Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Bíldudal Kristján Kristjánsson skipasmiður á Bíldudal Hjálmfríður Marsibil Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Sigurjón Kristjánsson vélstjóri í Rvík Guðríður Þórdís Sigurjónsdóttir húsfreyja í Rvík Guðríður Torfadóttir húsfr. í Þorgeirsfelli, síðar í Kanada Kristján Sigurðsson bóndi í Þorgeirsfelli í Staðarsveit, síðar í Kanada Runólfur kjartansson kaupmaður í Reykjavík Kristján Sigurjónsson yfirvélstjóri hjá Landhelgisgæslunni Sigurgeir Sigurjónsson hrl. í Reykjavík Sigurlaug Vigfúsdóttir húsfreyja í Holti Runólfur Jónsson bóndi og hreppstjóri í Holti á Síðu Oddný Runólfsdóttir húsfreyja í Skál og á Velli Kjartan Ólafsson bóndi í Skál á Síðu, síðar á Velli í Hvolhr., Rang. Jón Kjartansson ritstjóri Morgunblaðsins, sýslumaður í Vík í Mýrdal og alþm. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja í Hörgslandi Ólafur Pálsson bóndi og alþingismaður í Hörgslandi, V-Skaft. Úr frændgarði Jóhanns Gunnars Þorbergssonar Þorbergur Kjartansson kaupmaður í Rvík ÍSLENDINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Birgir Finnsson fæddist 19. maí1917 á Akureyri. Foreldrarhans voru Finnur Jónsson, alþingismaður og ráðherra, f. 1894, d. 1951, og Auður Sigurgeirsdóttir, f. 1888, d. 1935. Fjölskylda Birgis flutti frá Akur- eyri til Ísafjarðar árið 1920 þegar fað- ir hans gerðist póstmeistari þar. Birgir lauk stúdentsprófi frá MA 1937 og hóf þá um haustið nám í hag- fræði við Stokkhólmsháskóla, en hætti námi þegar heimsstyrjöldin síðari braust út. Birgir hafði á sumrum annast síldarútgerð og söltunarstöð Sam- vinnufélags Ísfirðinga á Siglufirði og gerði það áfram til ársins 1955. Hann sá einnig um afgreiðslu fiskflutninga- skipa til Englands fram til 1945 þegar stríðinu lauk. Það ár tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Samvinnu- félagsins og gegndi henni til 1961. Hann hafði með höndum umboð Brunabótafélags Íslands 1954-1970 og var vararæðismaður Svíþjóðar á Ísafirði 1958-1970. Birgir gekk ungur til liðs við Al- þýðuflokkinn. Hann sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1942-1966 og var forseti bæjarstjórnar í tíu ár. Ritstjóri Skut- uls var hann 1949-1971. Birgir var alþingismaður 1959- 1971. Fyrsta kjörtímabilið var hann annar varaforseti sameinaðs Alþingis en næstu tvö var hann forseti samein- aðs Alþingis. Birgir starfaði í atvinnu- tækjanefnd 1956-1961 og ýmsum fleiri nefndum. Hann sat allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna 1961 og 1971. Árin 1967-1986 var hann í stjórn Samábyrgðar Íslands á fiski- skipum. Hann var í Síldarútvegs- nefnd 1971-1973 og 1980-1991, og var formaður eða varaformaður hennar. Birgir kvæntist Arndísi Árnadótt- ur, f. 22.5. 1921, d. 25.6. 2008, árið 1944 og bjuggu þau í Neðstakaupstað á Ísafirði. Börn þeirra eru Auður Þor- björg, Finnur, Arndís og Björn. Þeg- ar þingsetu Birgis lauk fluttu þau hjónin búferlum til Reykjavíkur og hófu bæði störf á Endurskoðunar- skrifstofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar. Birgir lét af störfum þar árið 1993. Birgir lést 1. júní 2010. Merkir Íslendingar Birgir Finnsson Laugardagur 100 ára Kristín Helgadóttir 90 ára Guðrún Guðjónsdóttir Hólmfríður Bjarnadóttir Magnús Guðmundsson 85 ára Guðrún Gréta Tómasdóttir Jóhann Gunnar Þorbergss. Sigríður Höskuldsdóttir 80 ára Valgerður Guðmundsdóttir 75 ára Alda Hermannsdóttir Björn Jóhannsson Jóhann Hjartarson Kristján Gunnarsson Ólafur Engilbertsson 70 ára Áki Jónsson Guðfinna E. Thordarson Guðmundur Árnason Jón Örn Thordarson Linda Arvidsdóttir Ólafur Vilbertsson Sigrún Sól Ólafsdóttir Þuríður María Hauksdóttir 60 ára Ásgrímur Skarphéðinsson Gréta Dröfn Þórðardóttir Guðbjörg María Garðarsd. Heiðar Sigurðsson Ingólfur Þórisson Jón Andrjes Hinriksson Kristjana Skúladóttir Laufey Skúladóttir Signý Jónsdóttir Smári Ragnarsson 50 ára Birgit Raschhofer Bryndís Sigríður Eiríksd. Erna Björk Gestsdóttir Freyr Sverrisson Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Hallgrímur I. Þorláksson Kristín Þorgeirsdóttir Lilja Guðrún Kjartansdóttir Petra Bieler Ragnheiður Sigurbjörnsd. Sólveig B. Jóhannesdóttir Þorgerður P. Kristinsdóttir Þórður Björnsson 40 ára Anita Björk Sveinsdóttir Arnfríður Björg Sigurdórsd. Auður Eysteinsdóttir Björn Helgason Hallgrímur Eymundsson Jensína Kristín Gísladóttir Kolbrún Benediktsdóttir Lilja Jónsdóttir Orri Páll Jóhannsson Ólafur Ólafsson Þorbjörn Gísli Ómarsson 30 ára Andri Lima Auður Böðvarsdóttir Deivydas Andrulis Eyrún Sævarsdóttir Georg Haraldur Kristinsson Gunnar Guðmundsson Halldór Fannar Júlíusson Jóhanna Lind Þrastardóttir Kristyna Svetlikova Monika Rapkiewicz Rachel Petra Mercer Slawomir Majkrzak Hvítasunnudagur 90 ára Anna Magnúsdóttir 85 ára Ásgeir B. Ellertsson Hólmfríður Ágústsdóttir Ingibjörg U. Sigmundsd. 80 ára Bernhard Schmidt Dóra Guðrún Sigfúsdóttir Guðmundur Theódórsson Maja Veiga Halldórsdóttir Ólafur Sigfússon Steinar Jónsson Þorbergur Þórðarson 75 ára Björn Jóhannsson Elín Þórdís Elísdóttir Geir Birgir Guðmundsson Guðmundur Vilhelmsson Haukur Már Haraldsson Hulda Fjóla Magnúsdóttir Lilja Magnúsdóttir Ólafur Pétursson Sveinn Kjartansson 70 ára Anna Björnsdóttir Edda Ottadóttir Eggert Lárusson Elín Ágústa Sigurgeirsd. Guðlaug Helga Hálfdanard. Hilmar Þorvaldsson Richard Olsen Tryggvi Aðalsteinsson 60 ára Auður Þórólfsdóttir Árni Friðrik Guðmundsson Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir Guðmundur H. Ögmundss. Guðni Páll Birgisson Halldór Forni Gunnlaugss. Helga Haraldsdóttir Ólafía Guðrún Ragnarsd. Ólafur Ingi Ólafsson 50 ára Anney Ágústsdóttir Árni Örn Bergsveinsson Ásmundur Kristb. Örnólfss. Bára Hafsteinsdóttir Bryndís Björk Hólmarsd. Bryndís Guðjónsdóttir Danut Tamas Eiríkur Pálsson Hermann Björgv. Kolbeinss. Inese Babre Jose E. Lopez R. Rodriguez Kolbrún Matthíasdóttir Laufey Þóra Friðriksdóttir Margrét Ragnarsdóttir Ólafur Helgi Kristjánsson Sigríður Helga Gunnarsd. 40 ára Adrian Gustaw Wraclawek Bylgja Dís Erlingsdóttir Dariusz Józef Marczak Magdalena M. Smialkowska Manuel Plasencia Gutierrez Pawel Kwiatkowski Sigrún Gréta Heimisdóttir Þórður Sighvatsson 30 ára Aleksandar Milenovich Anna Katarzyna Biel Arna Rannv. Guðmundsd. Arnar Snædal Arnþór Ingi Hlynsson Berglind Gunnarsdóttir Bjarki Ólafsson Brynjar Þorbjörnsson Elín Kristín Klar Frederikke Bang Gísli Freyr Brynjarsson Grétar Þór Traustason Halldóra Lind Guðlaugsd. Hörður Rafnsson Íris Ósk Sigurðardóttir Jóhannes Axelsson Líf Anna Nielsen Harðard. Magnús Ingvar Bjarnason Razvan-Constantin Alecsa Sara Brekkan Sigríður Soffía Sigurðard. Sigurbjörg Margrét Lárusd. Suthathip Thongdicharoen Thea Theódórsdóttir Tinna Ýr Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.