Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Sprelllifandi Meðlimir Beneath, nettir á því að vanda. Leader Records. The Barren Throne fylgdi henni eftir árið 2014 og sú nýjasta, Ephemeris, kom út í fyrra. Beneath leggja sig eftir bylj- andi, en þó tæknilegu, dauðarokki og hafa haldið þeirri línu nokkuð vel í gegnum nefndar plötur. Ephemeris er ofsaleg. Gríðar- keyrsla og þyngsli, stórkostlegir tæknisprettir en aldrei á kostnað lagasmíða og áferðar, sem er vel glæst. Menn leyfa sér að stíga út fyrir formúluna (þessi geiri á það til að vera viðkvæmur fyrir slíku) og oft fær platan að anda, hægir og stemningsríkir kaflar gera vart við sig og „ódauðarokks- legir“ gítarar skreyta hljóðmynd- ina smekklega á köflum. Þá ber að geta þess að Reykjavík Deathfest lýkur í kvöld en það hefur staðið yfir síðan á fimmtudaginn á Gauknum. Marg- ar af þeim sveitum sem ég nefndi hér í upphafi hafa verið að leika þar. Beneath spila þá í júní á Húrra, fyrstu tónleikar sveit- arinnar í um tvö ár en hana skipa nú þeir Benedikt Natanael Bjarnason (söngur), Jóhann Ingi Sigurðsson (gítar), Unnar Sig- urðsson (gítar) og Magnús Hall- dór Pálsson (bassi). Jóhann tjáði blaðamanni að trymbli yrði flogið inn frá San Francisco og er það enginn annar en Gabe Seeber sem hefur m.a. leikið með Decripit Birth, Faceless, The Kennedy Veil og sjálfum Abbath. Heill sé hon- um og Beneath-liðum öllum! »Ephemeris er ofsa-leg. Gríðarkeyrsla og þyngsli, stórkostlegir tæknisprettir en aldrei á kostnað lagasmíða og áferðar. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leik- og söngkonan Jana María Guð- mundsdóttir heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21 vegna fyrstu breiðskífu sinnar, FLORA, sem kom út í nóvember í fyrra. Plat- an hefur að geyma tíu lög og texta eftir Jönu og á plötunni leika Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð og hljóðgervla og stýrði hann jafn- framt upptökum, Guðmundur Ósk- ar Guðmundsson á bassa, Gróa Valdimarsdóttir á fiðlu, Magnús Jóhann Ragnarsson á hljóðgervla, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Þórdís Gerður Jóns- dóttir á selló. Verkefnin síbreytileg „Í vetur hef ég verið að kenna í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz svo söngurinn hefur hlotið örlítið meiri fókus en svo koma tímar þar sem leiklistin tekur yfir,“ svarar Jana þegar hún er spurð að því hvor listgreinin skipi stærra hlutverk hjá henni, leiklistin eða sönglistin. „Sem betur fer eru verkefnin mjög sí- breytileg því ég lít á þetta sem eina heild og vil vinna jöfnum höndum með leiklist, söng, skrif og allt því tengt: að skapa. Þessar listgreinar eru að mínu mati nátengdar, styðja við hver aðra svo það er snúið að gera upp á milli þeirra.“ En hvernig tónlist er á plötunni? „Tónlistin er byggð upp eins og hefð- bundin popptónlist en er undir sterk- um áhrifum af djassi, kvikmynda- tónlist og triphoppi,“ svarar Jana. Spurð að því hvort hún hafi litið til einhverra tiltekinna tónlistarmanna við gerð plötunnar svarar hún því til að kanadíska söngkonan Feist sé einn af áhrifavöldum hennar þó svo útsetningarnar á FLORU séu stærri og hlaðnari en gítarskotin tónlist Feist. „Portishead, Duke Ellington og gömlu meistarar djassins eru líka ótvíræðir áhrifavaldar,“ bætir Jana við. Óvart á ensku – Lögin eru á ensku, hvers vegna eru þau ekki á íslensku? „Það gerðist raunar alveg óvart. Ég vinn erlendis líka og enskan var því mikið í kringum mig þegar ég var að semja. Þegar ég fór að hugsa um heildarsvip og þurfti að taka ákvörð- un um hvort platan yrði á íslensku eða ensku áleit ég svo að platan þyrfti stærri hlustendahóp en Ísland og því nærtækara að semja texta á ensku til að ná til fleira fólks,“ svarar Jana. – Þið Stefán unnuð saman úr lög- um og textum, hvernig kom ykkar samstarf til? „Við höfðum unnið saman í íslensk- um söngleik, Revolution in the Elbow Of Ragnar Agnarsson Furniture Pa- inter, í New York fyrir nokkrum ár- um þar sem hann var tónlistarstjóri og ég aðstoðarleikstjóri. Þegar við hófum samstarf fyrir FLORU var fyrirkomulagið á þann veg að ég samdi lögin og textana, kom með demó í stúdíó til Stefáns þar sem við unnum saman úr hugmyndum að hljóðheimi sem hann síðan útsetti.“ Prýðilegt regnhlífarheiti – Er eitthvert þema hvað textana varðar, um hvað fjalla þeir? „Textarnir vísa í fjölbreytileika mannsins eða flóru náttúrunnar. Sög- urnar sem birtast í textunum er fjöl- breyttar og endurspegla upplifun mína af ferðalögum og vistaskiptum við fólk. Mér þótti FLORA prýðilegt regnhlífarheiti yfir þær sögur sem þarna koma fram því hægt er að finna öll sömu litbrigði, hegðun og orku í náttúrunni sjálfri.“ 41 mínútu myndband – Þið eruð að fara að taka upp myndband fyrir alla plötuna, 41 mín- útu langt. Hvers konar myndband verður það og hvers vegna er þessi leið farin, að taka upp eitt langt myndband fyrir alla plötuna? „FLORA er byggð upp eins og flæði, eitthvað sem hefur upphaf og endi á sama stað og vísar í náttúruna sem er stöðug hringrás, endurnýjun. Ég var svo heppin að kynnast hópi ungra dansara í FWD Youth Comp- any sem vinna þetta verkefni með mér af miklum áhuga. Hugmyndin var að nota líkama til að mynda bók- stafi úti í náttúrunni í stöðugu flæði; mynda titla plötunnar, fara inn í þá og út úr þeim í stöðugri tengingu við jörðina,“ segir Jana. „Okkur fannst áhugaverð áskorun að taka upp eitt langt myndband og endurspegla hringrásina með því að láta dansara og jörðina mætast í gegnum alla plöt- una.“ Hljómsveitina sem fram kemur með Jönu í kvöld skipa Magnús Jó- hann Ragnarsson á hljómborð og syntha, Bergur Einar á trommur og slagverk og Valdimar Olgeirsson á bassa og syntha. Ingibjörg Fríða og Gyða Margrét syngja bakraddir. Miðasala fer fram á tix.is. Ferðalög og vistaskipti  Jana heldur útgáfutónleika vegna plötunnar FLORA  Vísar í stöðuga hringrás og endurnýjun náttúrunnar Skapandi Jana segist vilja vinna jöfnum höndum með leiklist, söng, skrif og allt sem þeim listgreinum tengist. Hin listræna sköpun er aðalatriðið. Vor í Vaglaskógi er yfirskrift kammertónleika sem haldnir verða í Hofi á Akureyri á mánudag, annan í hvítasunnu, kl. 16. Á þeim leikur brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands verk eftir Poulenc, Bizet, Hull, Mozart og Bach. Á franskt horn leikur Ella Vala Ármannsdóttir, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Vil- hjálmur Ingi Sigurðarson á trompet. Tónleikarnir eru síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári og í léttari kantinum. „Efnisskráin er létt og skemmtileg eins og vorvindurinn, blanda af þekktum þjóðlögum og verkum höf- uðtónskálda sígildrar tónlistar,“ segir um tónleikana á vef Hofs en þar má finna frekari upplýsingar um efnisskrána. Tríó Brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands, þau Carlos, Ella og Vilhjálmur. Vor í Vaglaskógi á lokatónleikum Málaradeildin er titill málverkasýningar sem opnuð verður í Listamönnum galleríi að Skúlagötu 32 í dag kl. 16 en á henni sýna tíu upprennandi list- málarar sem hafa stundað nám við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík. Hópurinn er jafnframt sá fyrsti til að ljúka tveggja ára diplóm- anámi af brautinni og eru verk þeirra fjölbreytt og öll unnin á þessu ári. Sýningin verður opin til 29. maí, frá mánudegi til föstudags kl. 9-17 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. Málaradeildin í Listamönnum Listmálarar Hluti kynningarmyndar fyrir sýninguna sem opnuð verður í dag. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Mystery boy (Stóra sviðið) Fim 24/5 kl. 19:30 MYSTERY BOY (Yfirnáttúruleg ástarsaga) Aðfaranótt (Kassinn) Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.