Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldgos sem urðu hér á árunum 1973-2014 gerðu boð á undan sér. Fyrirboðarnir voru jarðskjálftar sem urðu yfirleitt skömmu áður en gosin brutust út. Þetta kemur fram í nýrri grein eftir dr. Pál Einarsson jarðeðlisfræðing sem birtist í maíhefti vísindaritsins Frontiers in Earth Science, (Short-Term Seismic Prec- ursors to Icelandic Eruptions 1973-2014). Jarðhræringar fara á undan Á þessu tímabili urðu 21 eldgos, svo staðfest sé. Auk þess urðu mörg kvikuinnskot sem náðu ekki upp á yfirborðið. Öllum þessum at- burðum fylgdu jarðhrær- ingar sem einkenna kviku- hreyfingar. Áður en eldgosin brutust út mæld- ust jarðskjálftar sem fylgja eldvirkni og var fyrirvarinn frá 15 mínútum upp í 13 daga. Í um helmingi eldgos- anna var þessi fyrirvari inn- an við tvær klukkustundir. Óvenju langir fyrirvarar Þrjú eldgosanna urðu með óvenju löngum fyrirvara. Þannig liðu 30 klukkustundir frá því að jarðhræringar komu fram á mælum þar til Heimaeyjargosið braust út aðfaranótt 23. jan- úar 1973. Fyrirvari gossins í Gjálp 1996 var 34 klukkustundir og 13 dagar áður en Bárðar- bunga gaus 2014 og jarðeldar komu upp í Holuhrauni. Talið er að hinn langa fyrirvara að Heimaeyjargosinu 1973 megi rekja til þess að kvikan braut sér leið af 15-25 kílómetra dýpi. Forleikurinn að Gjálpargosinu var óvenju- legur, að því er segir í grein Páls. Upphaf at- burðarásarinnar var flókið og komu líklega fleiri en eitt kvikuhólf við sögu. Aðdragandinn að gosinu í Bárðarbungu var líka sérstakur því kvikan ruddist nær lárétt undir yfirborðinu 48 kílómetra leið áður en hún braust upp í Holu- hrauni. Aðdragandi 14 af eldgosunum 21 sem urðu á tímabilinu sást nógu snemma til að hægt var að vara fólk við aðsteðjandi eldgosi. Í fjórum tilvikum til viðbótar sáust teikn um að eldgos væri aðsigi áður en gossins varð vart. Í ein- ungis þremur tilvikum sást til eldgosanna áður en mælar voru athugaðir og merki um jarð- hræringar sáust. Hekla sker sig úr íslenskum eldfjöllum því hún gýs með miklu styttri fyrirvara en önnur eldfjöll. Skammtímafyrirvarinn hefur einungis verið 23-79 mínútur áður en eldgos hefst. Þessi skammi fyrirvari er sérstakt áhyggjuefni vegna umferðar ferðamanna í hlíðum fjallsins og flugumferðar yfir það. Auk þess hafa eldgos í Heklu yfirleitt byrjað af miklum krafti. Morgunblaðið/RAX Holuhraun Aðdragandinn að eldgosinu var langur því kvikan úr Bárðarbungueldstöðinni ruddist 48 km leið undir yfirborðinu áður en hún kom upp í gosinu. Eldgosin gera boð á undan sér  Fyrirboðar eldgosanna eru jarðskjálftar  Hekla kemur með stuttum fyrirvara og af krafti Páll Einarsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Sauðburðurinn hefur gengið þokkalega en hefði líka mátt ganga betur. Það er svolítið af dauðum lömbum,“ segir Sigríður Bryndís Karlsdóttir, bóndi á Geirmund- arstöðum á Skarðsströnd í Dölum. Hún bætir því við að frjósemi sé góð þetta árið og þegar svo hátti til sé al- gengara að lömb drepist. Sauðburður er meira en hálfnaður á Geirmundar- stöðum. Í fyrradag voru um 150 ær óbornar. Mikið álag er á sauðfjárbændum á sauðburði og sést það á Bryndísi og Þórði Baldurssyni, manni hennar, og systur hennar sem er þeim til aðstoðar við burðarhjálp- ina, þegar þau brugðu sér heim til að fá sér kaffisopa. „Það er að teygjast aðeins á manni,“ segir Bryndís. Þau hjónin skipta vaktinni á nóttunni á milli sín og eru þar einnig mestallan daginn. „Við erum þrjú enda þarf að hugsa um þetta allan sólarhringinn,“ segir Bryndís. Veðrið í maí hefur ekki hjálpað, skipst hefur á kuldi og rigningar. Það vill til að þau hafa gott húspláss og geta látið allar ærnar bera inni og þurftu ekki að hleypa lambfénu út þegar veðrið var sem verst. Unga fólkið flýr eins og fætur toga Ekki líst bændunum á Geirmundarstöðum vel á stöðu sauðfjárræktarinnar í landinu vegna verðfalls á afurðum þeirra. „Staðan hlýtur að vera hrikaleg hjá ungu fólki sem nýlega er búið að skuldsetja sig með kaupum á jörðum og búum,“ segir Þórður. Hann segir að þeir fáu sauðfjárbændur sem eftir eru á Skarðsströnd haldi sjó. „Ætli meðalaldurinn sé ekki um 60 ár. Við bíðum í 10 ár og þá leggst þetta af,“ seg- ir Þórður og bætir aðspurður við um áhuga unga fólks- ins á að taka við: „Það flýr eins og fætur toga.“ Það er að teygjast aðeins á manni í sauðburðinum  Sauðburðurinn á Geirmundarstöðum gengur þokkalega Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Karað Bryndís Karlsdóttir heldur nýbornu lambi á með- an ærin karar það. Hún á von á þremur til viðbótar. Svartiskógur, Sviss&Alsace sp ör eh f. Haust 3 Heillandi staðir mæta okkur í þessari yndislegu ferð um Svartaskóg, Sviss og Alsace héraðið í Frakklandi. Í ferðinni munum við kynna okkur helstu aðdráttaröfl þessara þriggja landa á þessu dásamlega svæði og sjáum m.a. kraftmestu fossa meginlands Evrópu, Rínarfossa. Gist verður í bænum Lörrach alla ferðina. 15. - 22. september Fararstjóri: Ester Helgadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.