Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Í nýútkomnu vor- hefti Skírnis er grein eftir mig um lestur af ólíkum miðlum. Um er að ræða niðurstöður lítillar rannsóknar sem unnin var sem framlag til samstarfsverkefn- isins e-read á vegum ESB. Rannsóknin mælir lestrarástundun af pappír og skjá. Það er gert með megindlegri rannsókn meðal Íslend- inga á aldrinum 18-90 ára og eru 5 tegundir lesefnis mældar: (i) fréttir, (ii) bækur aðrar en skólabækur, (iii) skólabækur og fræðsluefni, (iv) al- mennar upplýsingar og auglýsingar og (v) lestur vegna samskipta. Skoð- að er samband lestrar af ólíkum miðlum við fimm lýðfræðilegar breytur: aldur, kyn, búsetu, mennt- un og tekjur. Einbeiting við lestur eða léttlestur Við mat á ólíkum lesmiðlum þarf að hafa í huga að lestur getur verið með vakandi athygli og fullri ein- beitingu – og án einbeitingar, svo- kallaður léttlestur. Í alþjóðlegri rannsókn Naomi Baron á lestri háskólanema sem út kom á bók 2015 kom fram að 92% þeirra töldu sig ná mestri einbeit- ingu við lestur af pappír og 86% töldu hann henta best til lesturs á námsefni háskóla. Þeir töldu mikið léttara að finna aftur þekkingar- atriði í námsefni á pappír og end- urlestur því auðveldari. Þá kom fram að 2/3 lesenda telja sig gera fleira en eitt í einu meðan þeir lesa af skjá og töluðu þeir um mikið áreiti af öðru efni á rafrænum miðlum. Tölvum og skjáum má skipta í þrennt: þögla skjái sem eingöngu eru ætlaðir til lestrar (lesbretti), skjái sem keyra önnur forrit (spjald- tölvur) og skjái þar sem truflandi samskiptabúnaður keyrir (snjall- símar). Ólík tæki henta við ólíkan lestur. Niðurstöður Niðurstöður eru þær helstar að skjáir hafa yfirtekið sem megin- lesmiðillinn hér á landi og er um 2/3 lestr- artíma svarenda varið við þá. Að jafnaði er les- ið í 151,6 mín. eða 2,5 klst. á dag; 100,1 mín. af skjá og 51,5 mín. af pappír. Þessi þróun hef- ur einkum gerst í þremur tegundum lesefnis; mest í samskiptum, þá í fréttalestri og loks í lestri almennra upplýsinga og auglýsinga. 90,6% lesturs vegna samskipta er við skjá og má jafnvel ætla að sendibréfið sé horfið nema úr opinberu lífi. 71,1% fréttalestrar er við skjá og um 68,1% af lestri almennra upplýsinga og auglýsinga af skjá. Lestur skólabóka og fræðsluefnis er jafnmikill af hvor- um miðli fyrir sig. Bækur aðrar en skólabækur eru hins vegar lesnar af pappír í 76,7% af lestrartíma og að- eins í 23,3% af skjáum. Bækurnar eru síðasta höfuðvígi pappírsins. Sjá nánar í töflu 1. Fram kemur einnig að meira en helmingur Íslendinga les í 1-3 klst. á dag; 13,6% minna og 32,4% meira og sumir afar mikið. Þá kemur í ljós að lesendur skiptast í hópa og stór hóp- ur les bækur alls ekki af skjá en ann- ar hópur, sem ætla má að sé mikið minni, les bækur mikið af skjá. Sama má segja um samskipti með pappír; mjög stór hópur stundar þau ekki, les sennilega hvorki né sendir bréf eða jólakort, en lítill hópur stundar þau töluvert eða mikið. Fréttalestur af skjá er almenningseign; þótt breytileikinn sé nokkur lesa flest- allir fréttir af skjá í einhverjum mæli, einnig þeir sem lesa þær líka af pappír. Lýðfræðilegar breytur Athyglisvert er að menntun og tekjur, sem um áratugi hafa haft mest forspárgildi um tölvunotkun bæði hér heima og erlendis, skipta litlu máli þegar kemur að lestri í það heila tekið. Hvað lestrarástundun varðar er Ísland tiltölulega stétt- laust samfélag. Lestur af skjá vex hins vegar með aukinni menntun og tekjum og er minni á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Á töflu 2 á sjá skiptingu daglegrar lestrarástundunar eftir aldri og teg- undum lesmiðla og lesefnis. Kyn skiptir máli hvað varðar lestrartíma og lesefni, en konur lesa í sömu hlutföllum af ólíkum lesmiðl- um og karlar. Á töflu 3 má sjá hvað konur lesa að jafnaði mikið daglega, mismun miðað við karla í mín. og hlutfall aukins lesturs kvenna miðað við karla. Konur lesa meira en karlar, nema fréttir sem þær lesa í sama mæli. Þær lesa hins vegar skólabækur 25% meira en karlar sem er mjög at- hyglisverður mismunur. Þá stunda konur samskipti í 45,6 mín. á dag sem er 15,5% meira en karlar gera og samsvarar 6,1 mín. á dag. Í heild- ina lesa konur í um 15 mín. meira á dag en karlar eða sem nemur 8 klst. eða einum vinnudegi á mánuði. Samantekt Ef spurt er hversu mikið er lesið af prentuðum bókum öðrum en skólabókum og hverjir lesa mest þá kemur í ljós að lestur, sem kalla mætti yndislestur, eykst með aldr- inum. Yngsti aldurshópurinn les bækur aðeins í um 10 mínútur á dag, þeir sem eru yfir fimmtugt tvöfalt meira og þeir sem komnir eru á eft- irlaunaaldur tvöfalt meira en þeir eða í rúmlega 40 mínútur. En ef samanlagður lestur bóka og skólabóka af báðum miðlum er skoð- aður, þ.e. allur lestur sem krefst ein- beitingar, þá les yngsti aldurshóp- urinn mest eða í um 1 klst. á dag, eftirlaunaþegar í 57 mín., aðrir sem eru yfir 50 ára í um 45 mín. og ald- urshóparnir frá 25-50 ára lesa bæk- ur í rúmlega 30 mínútur á dag. (Byggt á greininni í Skírni). Lestur af pappír og skjáum Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson » Skjáir hafa yfirtekið sem meginlesmiðill- inn hér á landi og er um 2/3 lestrartíma svar- enda varið við þá. Aldur og kyn hafa mikil áhrif á lestur. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is Reiknaður meðallestur ólíkra tegunda lesefnis (mín.) og hlutfall lesmiðla Tafla 1 Aukastafir eru tíundarhlutar úr mínútu Fréttir Bækur Skólabækur Uppl. og augl. Samskipti Alls Af pappír 13,4 (28,9%) 19,7 (76,7%) 6,7 (50,6%) 7,7 (31,9%) 4,0 (9,4%) 51,5 (33,9%) Af skjá 32,9 (71,1%) 6,0 (23,3%) 6,5 (49,4%) 16,4 (68,1%) 38,3 (90,6%) 100,1 (66,0%) Meðallestur 46,3 (100%) 25,7 (100%) 13,2 (100%) 24,1 (100%) 42,3 (100%) 151,5 (100%) Meðallestur kynjanna (mínútur) Aukastafir eru tíundarhlutar úr mínútu Fréttir Bækur Skólabækur Uppl. og augl. Samskipti Samanlagt Karlar 47 25,1 11,9 23,2 39,5 146,7 Konur 46,9 27,8 15,1 26,1 45,6 161,5 Mismunur (mín.) -0,1 2,7 3,1 2,9 6,1 14,7 Hlutfall aukins lesturs kvenna vs. karla 0,0% 10,6% 26,0% 12,4% 15,5% 10,0% Tafla 3 Meðallestur eftir aldri (mínútur) Tafla 2 Aukastafir eru tíundarhlutar úr mínútu Fréttir Bækur (nema skólabækur) Skólabækur og kennsluefni Uppl. og augl. Samskipti Alls Pappír Skjár Pappír Skjár Pappír Skjár Pappír Skjár Pappír Skjár Pappír Skjár 18-25 ára 5,2 26,6 10,5 4,7 22,3 21,4 3,6 22,1 1,6 43,7 43,2 118,4 26-35 ára 3,4 35,7 11 6,1 8,7 12,9 5,4 25,5 1,7 56,1 30,2 136,4 36-45 ára 7,6 35,1 12,6 7,1 8,1 6,6 6,3 18,4 1,8 45,7 36,4 112,9 46-55 ára 10,4 31,1 16,6 3,5 4,5 4,3 8,3 14,6 5,6 41,4 45,4 94,8 56-65 ára 15,9 33,9 23,4 7,4 7,4 6,7 8,9 16,3 7,8 36,1 63,4 100,3 66 eða eldri 31,8 34,3 41,4 9,4 3,6 2,3 13,3 11,8 4,7 21,4 94,8 79,2 Hún brýst hér fram sem afl og eldur, þín ást á hvítasunnudag. Þinn vilji, Guð, og sátt því veldur, þú velur minn að bæta hag. Á himni, jörð og hjá þér ræður heiðskýr þrá að elska mig. Í kærleik hjá mér kveikir glæður, Kristur minn, ég dýrka þig. Þú upp mig reisir, upp mig drífur, þá upp ég lít og mál þitt skil. Þú gafst þá náð að gjöf sem hrífur, þér, Guð minn, lífið þakka vil. (Í tilefni hvítasunnu 2018) Kristján Björnsson sóknarprestur. klerkur8@gmail.com Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvítasunnuást Framkvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda (FA) hefur geng- ið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp toll- kvóta sem leyfa toll- frjálsan innflutning búvara, meðal annars með nýjum tollasamn- ingi við ESB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nærri 2.600 tonn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gef- ins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkis- sjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að rík- issjóður er ekkert annað en sam- nefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomu- lag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skili sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þess- um ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráð- stöfun sem nýtist almenningi í land- inu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutn- ingskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyr- irkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkis- sjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í vöruverði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur fé- lagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytj- endum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnu- rekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neyt- endum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með end- urgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti, en einfalt að endur- greiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýr- ara en á björtum sumardegi að mál- flutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala. Hvenær skila innflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda? Eftir Steinþór Skúlason »Krafa Félags at- vinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa veru- lega fjármuni frá neyt- endum til heildsala. Steinþór Skúlason Höfundur er varaformaður Lands- samtaka sláturleyfishafa og forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.