Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 ✝ Birna Jóhanns-dóttir fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 26. september 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. maí 2018. Foreldrar hennar voru Lára Lárus- dóttir frá Heiði á Langanesi, f. 12.12. 1908, d. 8.4. 1997 og Jóhann Snæbjörn Snæbjörnsson frá Barká í Hörgárdal, f. 2.9. 1902, d. 2.9. 1978. Systkini Birnu eru: Erla, f. 1930, d. 2012, Bragi, f. 1931, d. 2010, Arnþrúður Heiðrún, f. 1932, d. 1990, Hörður, f. 1934, d. 2012, Baldur, f. 1934, Hermann, f. 1941, Sigrún, f. 1942, Sæmundur Snorri, f. 1947, Lárus Margeir, f. 1948, Trausti, f. 1951. Þann 12.12. 1958 giftist Birna Óttari Sævari Magnússyni, f. 25.6.1937. Foreldar hans voru Hólmfríður Oddsdóttir, f. 19.9. 1899, d. 3.5. 1984, og Magnús Sveinsson, f. 9.7. 1892, d. 22.12. 1951. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hörður Reimar, f. 23.8. 1957. Hann eignaðist þrjá syni með Guðrúnu Daníelsdóttur, þau skildu. Daníel Guðmundur, f. Magnea Þórey og Þorsteinn Jök- ull. 4) Snæbjörn, f. 16.2. 1968. Hann eignaðist þrjú börn með Salvöru Pétursdóttur, þau skildu. Silvía Sól, f. 1994, unnusti: Hlyn- ur F. Viggósson, Pétur Örn, f. 1995, Birna Rún, f. 2000, unnusti: Daniel K. Larsen. 5) Kolbrún, f. 10.11. 1969. Hún eignaðist barn með Guðrúnu S. Guðbrandsdóttur, þær skildu. Hugrún Hanna, f. 2006. Sambýlis- kona Kolbrúnar er Kristín Amelía Þuríðardóttir, f. 1979, börn hennar: Bergur, f. 2002, Arnar, f. 2004, Hanna, f. 2008. Birna ólst upp á Þórshöfn á Langanesi og á Heiði á Langa- nesi. Sjö ára flutti Birna ásamt fjöl- skyldu sinni til Borgarness. Birna og Óttar hófu sambúð ung að aldri á Bjarkargrund á Akranesi. Þau fluttu árið 1963 í Borgarnes, þar byggðu þau hús sitt að Sæunnargötu 11. Birna flutti til Reykjavíkur árið 2004, að Neðstaleiti, þar bjó hún til dauðadags. Ævistarf Birnu var tengt mat, hún vann sem matráðskona á sjó, sláturhúsinu í Borgarnesi, vega- vinnuflokkum á Vesturlandi, hjá BTB og Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi. Birna var forstöðu- kona róluvallar Borgarness á sumrin í áratug. Útför Birnu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 19. maí 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. 26.11. 1985, Sindri Snær 26.8. 1990, Birkir Mar, f. 12.1. 1995. Fyrir átti Hörður Helgu Dögg, f. 8.11. 1976, með Svövu Einarsdóttir, barn hennar: Mathi- as Dagur Helguson f. 2009. 2) Jóhanna Lára, f. 22. 4. 1959. Hún eignaðist þrjú börn með Steinari Snorrasyni, þau skildu. Sævar Birnir, f. 28.9. 1984, í sambúð með Elínu Ásu Magn- úsdóttur f. 1981, barn þeirra: Birnir Elí, f. 2015, fyrir átti Elín Matthías Þór Árnason, f. 2009, Þórdís f. 1986, Arna Björg, f. 1994, Jóhanna er í sambandi með Gunnari Þ. Geirssyni f. 25.3. 1959. 3) Magnús Sævar, f. 31.8. 1962. Hann eignaðist þrjú börn með S. Þóreyju Guðlaugsdóttur, þau skildu. Lára, f. 1984, maki Jón F. Eiríksson, f. 1976, börn þeirra: Kolbrún Líf og Eiríkur Frímann, Óttar Sævar, f. 1993, d. 2014, barn hans Viktoría Ósk, f. 2014, Eyþór Arnar, f. 1998, unnusta: Lena H. Örvarsdóttir, f. 1999, fóstursonur Guðlaugur Ólafsson Schram, maki Helga Sveinsdóttir, börn þeirra: Sveinn Nökkvi, Elsku hjartans mamma mín! Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku besta mamma mín, hvíldu í friði. Þín dóttir, Hanna Lára. Birna Jóhannsdóttir kvaddi þessa jarðvist í síðustu viku eftir erfið veikindi undanfarna mán- uði. Á slíkum tímamótum koma upp í hugann margar góðar minn- ingar, sem ég er þakklátur fyrir. Ég kynntist Birnu fljótlega eftir að við Hanna Lára fórum að hittast á síðari hluta árs 2015. Þessi smávaxna en knáa kona var alltaf létt í bragði þegar við hittumst, alltaf fékk maður þétt faðmlag og koss á kinn og alltaf var stutt í spaugið hjá henni. Við Birna náðum vel saman og aldrei bar nokkurn skugga á okk- ar samband, og þótti mér mjög vænt um hana og hversu vel hún tók mér, þessu nýja „viðhengi“ inn í sína fjölskyldu. Ég kvaddi Birnu seint um kvöld þann 8. maí sl., ég tók þétt í höndina á henni, beygði mig nið- ur að henni og sagði: „Birna mín, þetta er Gunni, ég er að fara heim núna“ – og í sömu andrá opnaði hún augun upp á gátt smá stund og lokaði þeim svo aftur rólega, það er augnablik sem ég gleymi aldrei. Ég kyssti hana á ennið og bauð henni góða nótt. Síðar þá um nóttina var hún látin. Börnin hennar og barnabörn voru henni stoð og stytta í veik- indum hennar, allt fram á síðasta dag og færi ég þeim öllum inni- legar samúðarkveðjur. Það er alltaf sárt að sjá á eftir fólkinu sínu fara en þannig er víst gangur lífsins. En við sem eftir stöndum yljum okkur við góðar minningar. Kæra Birna, fleyi þínu hefur nú verið ýtt úr vör og góðar vætt- ir færa þig yfir að bakkanum hin- um megin, þar verður tekið vel á móti þér – það veit ég. Hvíl í friði. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Gunnar Þór Geirsson. Elsku Birna mín. Það er fullt af minningum sem munu ylja mér um ókomna tíð um þig og tímann okkar saman sem var því miður alltof stuttur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta alls þess sem þú ert. Þú tókst mér og börn- unum mínum opnum örmum og hittir okkur í hjartastað. Börnin sáu í þér það sem þau höfðu átt í föðurömmu sinni, húmor, um- hyggjusemina og gleði. Það er ómetanlegt og ekki sjálfgefið að finna að börnin mín væru þín líka. Þú samfagnaðir svo innilega með okkur þegar við vorum að fara að gera eitthvað skemmtilegt, hvatt- ir okkur til að lifa lífinu, njóta og beiðst spennt eftir sögum en sér- staklega eftir myndum á Facebo- ok sem þú dundaðir við að skoða. Það var dásamlegt að hlusta á þig kveðja okkur með fallegu orðun- um þínum sem við munum áfram nota. Takk, elsku Birna mín, fyrir tímann okkar saman, miklu meiri. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Kveðja, Kristín Amelía Þuríðardóttir. Elsku amma Birna. Hér er smá kveðja frá mér til þín. Nú flogin ert þú burt, elsku amma mín. Himinninn er blár og fagur, fuglasöngur heyrist í kyrrðinni. Það fer að rökkva, ég finn hvernig næturdöggin færist yfir mér verður kalt. Ég horfi upp í himininn, og sé þar ljós, þetta ljós ert þú. Mér hitnar, ég finn hvernig þú vakir yfir mér. Á degi sem fugl, á nóttu sem ljós í myrkrinu. (Þórdís St.) Þín, Þórdís. Elsku amma. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú bakaðir bestu lummur í heimi. Þú ert amma sem ekki er hægt að gleyma. Elska þig alltaf, ég mun aldrei gleyma þér. Þín, Hugrún Hanna. Birna Jóhannsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga ✝ Hermann Ingi-mundarson fæddist á Hafnar- hólmi 9. júní 1948. Hann lést á heil- brigðistofnun Vest- urlands 29. apríl 2018. Foreldrar hans eru Ingimundur Loftsson f. 22.7. 1921, d. 15.8. 1983 og Ragna Kristín Árnadóttir f. 9.6. 1931. Þau bjuggu á Hafnarhólmi í Stranda- sýslu, fluttust síðar á Drangsnes. Systkini Hermanns eru: Guðrún f. 19.4. 1947, Árni f. 2.3. 1950, d. 7.6. 2013, Guð- brandur f. 14.5. 1951, Svanur Hólm f. 27.12. 1952, Loftur f. 12.6. 1954, d. 17.12. 1977, Hanna f. 8.11. 1955, Hafdís Hrönn f. 17.4. 1958, Erling Brim f. 15.9. 1960 og Gunnar Ingi f. 21.1. 1969,d. 10.2. 2008. Bróðir Her- manns samfeðra var Sigurður Jón f. 3.2. 1944, d. 11.5. 1978. Hermann giftist Krystynu Stankiewicz þann 29.10. 1992 og eiga þau eina dóttur. Dóttir þeirra er Inga f. 7.2. 1993 og kærasti hennar er Gunnar Páll Birgisson f. 13.8. 1984. Af fyrra hjóna- bandi átti Her- mann: Hilmar Vignir f. 20.3. 1973, kona hans er Hólmfríður Krist- jana Smáradóttir f. 3.11. 1974 og eiga þau 3 börn. Kristín Björk f. 19.11. 1974, sambýlis- maður hennar er Ólafur Svavarsson f. 18.9. 1976 og eiga þau 5 börn. Sæunn f. 25.5. 1978, sambýlis- kona hennar er Harpa Lind Magnúsdóttir f. 7.12. 1979 og eiga þær 4 börn. Heiðrún f. 12.8. 1983. Hermann ólst upp á Hafnar- hólmi en fór ungur að stunda sjóinn. 17 ára fór hann á vertíð í Sandgerði og sigldi t.d. til Eng- lands með afla. Eftir þriggja ára vertíðarsetu fluttist hann á Drangsnes. Þar stundaði hann sjó og var m.a. vélstjóri í frysti- húsinu á Drangsnesi. Eftir þá vinnu keypti hann sinn eigin bát, Snæbjörn ST68 og gerði hann út. Útför Hermanns fer fram frá Drangsneskapellu í dag, laug- ardaginn 19. maí, klukkan 13. Elsku pabbi, ég skrifa þetta með söknuði. Að alast upp á Drangsnesi var yndislegur tími. Þegar við krakk- arnir vorum að flytja að heiman kynntist pabbi Krystynu og vor- um við svo ánægð fyrir hans hönd að vera ekki einn út lífið. Síðan eignuðust þau Ingu systur, það var mikill gleðigjafi fyrir þau að ala upp barn saman. Pabbi spilaði mikið á harmon- iku og píanó. Sæa systir náði ein- hverjum tökum á því, en Inga fékk alla hæfileikana hans til að spila á hljóðfæri, aftur á móti fékk ég veiðidelluna eins og pabbi. Öll sumur var farið á Drangs- nes með barnabörnin og pabba fannst ekkert skemmtilegra en að fara með okkur á veiðar, hvort sem það var á Sæbirni, trillunni hans, til að veiða risaþorska á veiðistangir, (veit ekki hversu marga spúnum við höfum tapað á þessum veiðum) eða uppí Urriða- vatn. Alltaf var það pabbi sem veiddi mest, við hin fórum yfirleitt tóm- hent heim, hann var bara fæddur í að veiða! Þetta var gert ár eftir ár, einnig var mikið farið í Hveravík að veiða, pabbi var í skýjunum þegar makríllinn kom og það var svo skemmtilegt að veiða svona saman, oft á tíðum fóru Andri Smári og Tristan Hilmarssynir með okkur að veiða, þetta var frá- bær tími sem lifir í minningunni um yndislegan mann, hann Her- mann Ingimundarson, Drangs- nesing í húð og hár. Bræðurnir 5 sem hafa farið frá okkur í lifandi lífi horfa nú á okkur á himninum og við vitum að þeir eru allir þarna saman ásamt Ingi- mundi afa. Elsku pabbi, við systk- inin elskum þig og munum sakna þín en eigum góðar minningar. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Kristín Björk Hermannsdóttir. Kæri sonur, með þessum orð- um kveð ég þig með söknuði. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: ,,Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson í Laufási) Hvíl í friði. Mamma. Í dag kveð ég bróður minn Hermann. Við slíka kveðju fer hugurinn að reika og minningar safnast upp. Ungur fór hann til sjós og steig ölduna eins og eng- inn væri morgundagurinn. Fór á vertíð og sigldi með aflann. Eftir vertíðir kom hann heim með Volkswagen-bjöllu ásamt Árna bróður sem einnig er fallinn frá. Síðar á ævinni eignaðist hann sinn eigin bát og gerði út með góðum árangri. Fiskinn og duglegur bróðir. Ég minnist hans sem ungs manns sem var flottur töffari með Polaroid-sólgleraugu á leið á útihátíð í Húsafelli. Hermann var upp á sitt besta á Bítlaárunum og tónlist átti hug hans. Hann spilaði á harmoniku og hljómborð. Her- mann var fínasti bróðir, spaug- samur og skemmtilegur. Hann var gjafmildur við okkur yngri systkinin og voru jólin okkur skemmtileg þegar þeir bræður komu heim með gjafir. Ein jólin fékk ég dúkku sem var mér mjög kær. Dúkkan er ennþá til ásamt fleiru sem ég fékk frá honum. Það er gott til þess að hugsa að við vor- um alltaf góðir vinir. Við áttum góða tíma saman, fórum í nokkrar ferðir út í Grímsey á bátnum hans þar sem við skoðuðum fuglalífið enda var hann mikið náttúrubarn. Hermann bjó lengst af á Drangsnesi þar sem hann eignað- ist fjölskyldu og með fyrri konu sinni átti hann fjögur börn. Það var ekki algengt á þessum árum að vera einstæður faðir en honum tókst það nokkuð vel. Hann elsk- aði börnin sín og var mjög um- burðarlyndur þegar þau voru að vaxa úr grasi og húsið fullt af vin- um. Hermann giftist Krystynu og eignaðist með henni eina dóttur. Hann var hamingjusamur með henni og átti með henni gott líf. Með þeim höfum við átt góða og skemmtilega tíma. Það var gaman að horfa á þau gera og græja garðinn sinn þar sem margar til- raunir fóru fram. Þau voru sam- taka í að rækta ýmislegt annað góðgæti. Það var erfitt að horfa á þennan flotta hrausta mann verða lasinn og geta ekki lengur stundað sjó- inn eins og honum lét best. En hann var handlaginn og vandvirk- ur. Hann fann sér eitt og annað að gera. Nú í seinni tíð var hann að saga út í krossvið. Þetta eru fal- legir munir sem þurfti mikla ná- kvæmni til að gera. Handsagaðar hillur með fullt af fínum myndum. Þegar ég sá þetta fyrst hjá honum ákvað ég að eignast eitthvað af þessum hlutum. Þessi handverk eru meistarasmíði. Hermann barðist við sjúkdóma, fékk hvít- blæði og hjartaáföll en einhvern veginn náði hann sér alltaf aftur. Því fannst manni eins og hann yrði eilífur þar sem ekkert virtist bíta á hann. Það verður öðruvísi að koma í litla þorpið okkar. Það verður annar bragur á kaffiboll- anum og spjallið verður ekki það sama. Í stórum systkinahópi er komið stórt skarð. 5 bræður farnir frá okkur alltof snemma. Faðir okkar fór líka alltof snemma. En svona er lífið. Sorg og gleði eru vinir í okkar fjölskyldu rétt eins og hjá svo mörgum öðrum. Ég sé fyrir mér ykkur alla 5 bræður bralla eitt og annað á æðri stað og pabba gamla horfa á og hafa gaman af. Ykkar er allra saknað og mun ég heiðra minn- ingu ykkar eins og ég get. Í dag er ég þakklát fyrir það sem ég átti og glöð með það sem ég á. Hafdís. Hermann bróðir hefur gengið sín síðustu spor hér á jörð. Hann kynntist því fljótt að ef mann lang- aði í eitthvað þurfti að vinna fyrir því. Hann fór ungur til sjós og reri þá bæði á heimabátum og á vertíð- um fyrir sunnan, því þá tíðkaðist að fara suður á vertíð til að draga björg í bú og geta eignast eitt- hvað. Þannig eignaðist hann sinn fyrsta bíl, T 319, ásamt Árna bróð- ur. Seinna eignaðist Hermann sinn eigin bát, Sæbjörn ST, og reri honum meðan heilsa leifði. Hann var alltaf nokkuð fiskinn. Eftir að heilsan gaf sig beitti Hermann, þó að önnur höndin væri eiginlega alveg máttlaus, hann lyfti henni bara eins og hann vildi hafa hana. Hann var nefni- lega ótrúlega þrár og það fleytti honum áfram í mörg ár. Hermann var búinn að fá sinn skerf af veikindum, fékk hjarta- áfall fyrst 45 ára og seinna annað, þá stóð minn maður tæpt og fékk far með þyrlu suður, en vissi lítið af því. Ekki var þó allt búið því Hermann fékk hvítblæði og var mjög mikið veikur. Og enn fleytti Hafnarhólmsþráin honum ansi langt, en hann náði sér eiginlega aldrei að fullu eftir það. Svo bilaði heilsan bara smátt og smátt og hafa síðustu árin verið honum mjög erfið. Hermanni fannst alltaf mjög gaman að veiða og gat staðið og kastað fyrir fiski tímunum saman og oft þegar keyrt var norður stóð Hermann við gömlu sundlaugina í Hveravík, að veiða. Hermann var mjög músíkalskur og spilaði á harmonikku og munnhörpu. Handlaginn var hann eins og sjá má á heimili hans að Grundargötu 10. Hann og Krystyna kona hans voru mjög samtaka í þeim málum. Hermann smíðaði líka einstak- lega fallega hluti í bílskúrnum meðan heilsan leifði. Ég má til með að láta fylgja eina sögu af okkur og pabba á T 319. Einu sinni sem oftar þurfti að sækja mjólk á Sandnes, á leiðinni er brekka sem lætur lítið yfir sér inn eftir, en á leiðinni til baka var hægt að svífa ef gefið var í og Her- mann gaf vel í og sveif og pabbi missti andann. Hermann sneri sér glottandi að honum og spurði: „Á ég að snúa við og sækja hann?“ (andann) Pabbi bara horfði og sagði ekki orð á leiðinni en hugs- aði honum örugglega þegjandi þörfina. Svona var Hermann púki í sér. Áföll fjölskyldunnar hafa verið mörg og erfið síðustu ár og enn stendur hetjan hún mamma keik þó að höggin séu þung, svo þung að manni finnst nóg um. „Þetta er lífið,“ segir hún bara, „við ráðum ekki.“ Ég kveð Hermann bróður minn og vona að skref hans verði léttari hér eftir. Ég votta eiginkonu hans, börnum og öllum ættingjum sam- úð. Megi minning Hermanns lifa með okkur öllum. Kveðja, Hanna. Hermann Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.