Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 ✝ Helgi JónMagnússon var fæddur í Vest- mannaeyjum 22. febrúar 1934. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vest- mannaeyjum 10. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Magn- ús Magnússon húsasmíðameistari, f. 12. sept- ember 1905, frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum, og Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, frá Seyðisfirði. Systur Helga voru Emma Ása, f. 1931, d. 1932, Ása Emma, f. 1939, d. 1986 og Petra, f. 1945, hún býr í Vest- mannaeyjum. Helgi kvæntist Unni Tómas- dóttur hússtjórnarkennara, f. 29. mars 1943 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ólöf K. Gunnarsdóttir, f. 1911 í Mart- Vestmannaeyjum samhliða iðnnámi í húsasmíði hjá Smið hf. í Vestmannaeyjum. Hann öðlaðist síðan meistararéttindi í húsasmíði árið 1967. Hann starfaði í Smið með föður sín- um fram að Eyjagosi en fjöl- skyldan flutti þá upp á land og bjó þar í eitt ár. Helgi fann sig ekki vel á fastalandinu svo það varð úr að hjónin fluttu heim til Eyja í janúar 1974. Þá var hafist handa við að byggja nýtt hús að Bröttugötu 29, því húsið að Ásavegi 29 var grafið og soðið í ösku. Flutt var inn í nýja húsið í apríl 1975. Þegar heim kom fór hann fljótlega að starfa sjálfstætt, tók hann að sér ýmiss konar verkefni, m.a. byggingu húsa ásamt ýmsu öðru. Um 1990 bauðst honum að gerast smiður í Vinnslustöð Vestmannaeyja og vann hann þar til starfsloka en hann hætti að vinna 72 ára gamall. Síðustu árin hefur hann föndrað við að smíða og renna ýmsa smáhluti. Seinni árin hafa hjónin mikið stundað ferðalög bæði innan lands og utan. Helgi Jón verður jarðsung- inn frá Landakirkju í dag, 19. maí, og hefst athöfnin kl. 13. einstungu í Holt- um, og Tómas Jochumsson, f. 1907 í Reykjavík, ættaður frá Móum á Kjalarnesi. Börn Helga og Unnar eru: 1) Ólöf, f. 1965, gift Kristjáni L. Möll- er, f. 1959, þau eru búsett í Vest- mannaeyjum og eiga þrjú börn: Helgu Björk, William Thomas og Magnús Örn. 2) Tómas, f. 1972, giftur Jenny Helgason, f. 1972, þau eru búsett í Hollandi og eiga þrjú börn: Ívar, Söru Kristínu og Anton Helga. 3) Kristinn, f. 1975, giftur Þórhildi Rún Guð- mundsdóttur, f. 1975, þau eru búsett í Kópavogi og eiga þrjú börn: Ágúst Unnar, Söndru Diljá og Bjarka Rúnar. Helgi lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og síðar prófi frá Iðnskólanum í Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Minning þín er ljós í lífi okkar. Ólöf. Þegar við vorum á bílasýning- unni í Frankfurt síðastliðið haust bjóst ég ekki við að vera að skrifa minningargrein um hann pabba minn núna. Þó svo að hann hafi ekki verið alveg heill heilsu héld- um við frekar að ellin væri að ná til hans eins og venjulega gerist en ekki að alvarleg veikindi væru í aðsigi. En svona er lífið, því miður. Í Hollandi tölum við um ‘pra- ters’ og ‘doeners’, þá sem tala um hlutina og þá sem gera hlutina, Helgi Magnússon var augljóslega sá síðarnefndi, enda var hann ekki lengi veikur, dreif það af eins og aðra hluti í sínu lífi. Það var af sömu ástæðum kannski ekki mikið um djúpstæð samtöl á okkar síð- ustu samverustundum en samt voru nokkrir gamlir og minnis- stæðir atburðir rifjaðir upp. Á mínum yngri árum var farið á fjörur og göngur á laugardags- og sunnudagsmorgnum með pabba. Fjöruferðirnar voru skemmtileg- ar, tína hringi og hlaupa um á stóru steinunum, hver yrði fyrst- ur. Ferðin þegar við fórum út á nesið og aldan hreif okkur næst- um með sér og við rétt sluppum, hundblautir, samkomulag varð um að segja mömmu ekki neitt. Þó að Álseyjarferðirnar hafi ekki verið margar eru þær eftir- minnilegar. Þegar pabbi fór niður í bergið að tína egg og lét mig halda í bandið, ég var 6 ára! Nú svo að fá að hjálpa Ella í Ólafs- húsum við að mála kofann og heyra hann blóta öllu í sand og ösku þegar hann steig í málning- arfötuna. Vinnusemin í pabba var alveg ótrúleg og hvað hann var fljótur að hlutunum, eitthvað sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar. Áður fyrr fór það stundum í taug- arnar á manni þegar búið var að redda vinnu fyrir mann helst áður en skóla lauk, það átti ekki að vera neitt að hanga heima og gera ekki neitt! Ég man meira að segja eftir mér komnum upp á þök með pabba 6 ára gamall að negla þak- pappa, svo fóru margir metrarnir af gluggaefni sem voru heflaðir í bílskúrnum á Bröttugötunni. Þó svo að samverustundirnar hafi ekki verið nógu margar eftir að ég fluttist til Hollands voru þær ávallt skemmtilegar og þið voruð dugleg við að heimsækja okkur. Samskiptin við barnabörnin voru ávallt í góðu og kom málaskilning- ur ekki að sök, þó svo að ég hafi verið skammaður fyrir að kenna krökkunum ekki meiri íslensku, ég reyni að bæta úr því. Við eigum óteljandi fleiri minn- ingar sem eru mér ofarlega í huga, of margar til að nefna, við geym- um þær í hjartanu á góðum stað og þökkum fyrir okkur. Guð blessi minningu þína, Tómas Helgason. Það er erfitt að sitja hér og skrifa þessar línur og hugsa til þess að pabbi sé farinn. Þessi kraftmikli maður, sem alveg undir það síðast hljóp uppá Heimaklett eins og ekkert væri, hefur nú yf- irgefið okkur. Pabbi var alltaf boðinn og búinn að koma og aðstoða við verklegar framkvæmdir. Ég minnist t.d. þegar við Þórhildur keyptum fyrstu íbúðina okkar í Kópavogin- um 2001. Þetta var um það leyti þegar fyrsta barnið okkar fæddist, hann Ágúst Unnar, og lá þá nokk- uð á að standsetja íbúðina og klára hluti eins og parketlögn, flísalagn- ir og fleira. Ekki stóð þá á pabba þá að koma og taka til hendinni þannig að litla fjölskyldan gæti flutt inn. Aðrar góðar minningar sem koma upp í hugann og hægt er að ylja sér við eru til dæmis stund- irnar sem Ágúst Unnar og Sandra Diljá fengu með afa sínum þegar dvalið var á Bröttugötunni. Þar var ýmislegt brallað. Pabbi vildi t.d. meina að það hafi verið hann sem kenndi Ágústi Unnari að spila fótbolta. Þar var líka spilað, farið í fjöru, gengið á Helgafell og margt fleira. Það sem Bjarka Rúnari fannst líka gaman var þegar hann fékk að sitja í fanginu á afa og keyra stóra jeppann, snúa stýrinu og ýta á alla takkana. Það var stuð! Ég minnist líka með hlýju allra stundanna þegar við Þórhildur byggðum húsið okkar í Austurkór. Þar mætti pabbi, kominn vel á átt- ræðisaldur og stóð langa vinnu- daga og aðstoðaði okkur við hin ýmsu verk ásamt því að deila verkviti sínu. Oft á tíðum var ég mun þreyttari eftir þessa daga en hann, en pabbi var lítið fyrir að taka langar pásur eða matartíma. Það varð að drífa hlutina áfram! Það má líka segja að pabbi hafi yf- irleitt verið vakandi og sofandi yfir þeim hlutum þegar eitthvað stóð til og hringdi hann oft og iðulega til að heyra hvernig hlutirnir væru að ganga fyrir sig og hvort hann gæti lagt eitthvað af mörkum. Eft- ir situr allur sá fróðleikur og verk- vit sem pabbi hefur kennt mér, fyrir það er ég óendanlega þakk- látur. Pabbi kenndi mér líka hve um- hirða bílsins skiptir miklu máli enda keyrði hann ávallt um á glansandi hreinum bíl. Á höfuð- borgarsvæðinu getur oft verið krefjandi verkefni að vera á alltaf á hreinum bíl en alltaf hugsa ég til pabba þegar bíllinn minn er orð- inn mjög óhreinn, að þetta gangi nú ekki, pabbi mætti ekki sjá bíl- inn minn svona útlítandi. Elsku pabbi minn, eftir að hafa séð þig berjast við illvígan sjúk- dóm síðustu vikur þá veit ég að þú ert kominn á góðan og friðsælan stað núna með öllu fólkinu þínu. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Hvíl í friði, elsku pabbi. Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund sem kveið ég svo fyrir að lifa. En þú ert nú horfinn á feðranna fund með fögnuði tekið á himneskri grund. Í söknuði sit ég og skrifa. Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð og gæska úr hjartanu sprottin. Mig langar að þakka þér farsæla ferð með friðsælli gleði ég kveðja þig verð. Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn. (Birgitta H. Halldórsdóttir) Kristinn. Mig langar að minnast afa míns sem er nýlátinn. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Þegar ég kíkti til þín og ömmu eftir vinnu þreifstu alltaf bílinn fyrir mig (stundum var hann ekki einu sinni skítugur), jafnvel þó þú værir nýkominn af Heimakletti. Þangað fórst þú oft þótt aldurinn væri orðinn hár, þú lést það ekki stöðva þig. Á meðan fékk ég kaffi, kökur og spjallaði við ömmu. Ég vil þakka þér fyrir alla aðstoðina við að standsetja fyrir mig íbúðina. Innréttingar, parketlögn, gólf- efni á svalirnar og fleira og fleira. Þú varst þá betri en enginn. Ég á svo margar góðar og ómetanlegar minningar um þig og alltaf stend- ur upp úr þegar við komum til ykkar ömmu og skreyttum með ykkur jólatréð. Ég þakka Guði al- máttugum fyrir að hafa átt þig sem AFA. Ég þakka þér, afi minn, fyrir að hafa verið til og fyrir að hafa verið til fyrir okkur öll. Þín verður sárt saknað Hvíldu í friði, elsku afi minn. Helga Björk. Elsku afi. Þú kærleiksríka per- sóna og góði vinur, ég mun minn- ast góðu daganna með þér. Fót- bolti, ísferðirnar og góðu tímarnir í Eyjum, ekkert mun toppa það. Þú sýndir oft og sannaðir hversu góður vinur og afi þú varst. Þú verður alltaf hluti af mínu hjarta. Elsku afi. Þú sannaðir með hverjum deginum að aldur er bara tala með því að labba upp á Heimaklett, hjóla í kringum eyj- una og smíða hin fallegustu lista- verk. Þú ert sannkölluð hetja í mínum augum og ég hef alltaf litið upp til þín og mun alltaf gera. Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa. Vingur, slingur, vara þína fingur. Fetta, bretta, svo skal högg á hendi detta. (Höfundur ókunnur) Ágúst Unnar, Sandra Diljá og Bjarki Rúnar. „Taktu puttana úr munninum þínum drengur,“ er ein af fyrstu minningum mínum af afa sem hafði ávallt sterkar skoðanir og mannasiði í fyrirrúmi, alveg þang- Helgi Jón Magnússon HINSTA KVEÐJA Elsku vinur, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Guð blessi minningu þína. Þín eiginkona, Unnur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR, Bjarkarhlíð 5, Egilsstöðum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Dyngju þriðjudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 2. júní klukkan 11. Hjörtur Þór Ágústsson Atli Vilhelm Hjartarson Inga Rós Unnarsdóttir Kjartan Ottó Hjartarson Anna Lóa Sveinsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HULDA HARALDSDÓTTIR, Mýrarvegi 117, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 14. maí. Sigurður G. Ringsted Sigrún Skarphéðinsdóttir Haraldur G.S. Ringsted Guðmundur Ringsted Anna Ringsted Pétur Ringsted Sigríður Þórólfsdóttir Huld S. Ringsted Hallgrímur Guðmundsson og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS STEFÁNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. maí klukkan 13. Jóna Björg Jónsdóttir Yngvi Þór Loftsson Stefán Ingi Jónsson Guðrún Snæbjörnsdóttir Bryndís Þóra Jónsdóttir Sören Sigurðsson Guðrún Katrín Bryndísard. Arnar Guðmundsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LOVÍSA RUT BJARGMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin í Árbæjarkirkju þriðjudaginn 22. maí klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg. Þorbjörg Grímsdóttir Einar Magnússon Auður Grímsdóttir Sæmundur Kristjánsson Kristján Grímsson Jocelyn Lankshear Bjargmundur Grímsson Sólveig Guðlaugsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, DAVÍÐ GUÐMUNDSSON bóndi frá Glæsibæ, Hörgársveit, lést á Öldrunarheimilinu Lögmannshlíð föstudaginn 18. maí. Útför hans verður auglýst síðar. Sigríður Manasesdóttir Valgerður Davíðsdóttir Magnús S. Sigurólason Rúnar Davíðsson Jakobína E. Áskelsdóttir Hulda Davíðsdóttir Heiða S. Davíðsdóttir Michael V. Clausen Eydís B. Davíðsdóttir Atli R. Arngrímsson afa- og langafabörn Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.