Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Í þessum töluðum orðum er ég með fjölskyldunni á leiðinni fráKastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Lundar í Svíþjóð að heim-sækja Unni Ósk dóttur mína sem eignaðist sína þriðju dóttur 6. maí síðastliðinn. Ég hlakka til að sjá stúlkuna, mitt fjórða barnabarn, og allt þetta segir að ég er gæfumaður,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, sem er 58 ára í dag. Magnús er uppalinn í Leirvogstungu í Mosfellsbæ, sonur Guð- mundar Magnússonar og Selmu Bjarnadóttur. „Áhugi á landi og nátt- úru vaknaði snemma. Eftir stúdentspróf fór ég í landafræði við Há- skóla Íslands og þegar námi lauk árið 1983 fékk ég vinnu hjá Landmælingum Íslands. Þar hef ég unnið síðan og hef sinnt mörgum verkefnum, var til dæmis fjórtán sumur í að taka loftmyndir af land- inu sem eru mikilvæg mælingagögn í kortagerð. Ég tók svo við starfi forstjóra stofnunarinnar 1999, sem fyrir um 20 árum var flutt upp á Akranes og þar hef ég búið síðan.“ Á Skaganum hefur Magnús tekið þátt í ýmsum félagsstörfum. Sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn og er í dag formaður knattspyrnufélags ÍA. „Við ætlum okkur stóra hluti í fótboltanum. Meistaraflokkur karla spilar í dag í 1. deildinni en við ætlum okkur strax eftir þetta sumar aftur upp í deild þeirra bestu. Annað kemur ekki til greina, og sama gildir um stelpurnar í meistaraflokki sem eru líka í 1. deild,“ segir Magnús sem á tvö uppkomin börn, fyrrnefnda Unni Ósk og Daníel. Eiginkona hans er Guðrún Guðbjarnadóttir grunnskólakennari sem á þrjú börn, Sólrúnu, Eyrúnu og Guðbjarna. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mælingar Áhugi á landi og náttúru vaknaði snemma, segir Magnús. Á leiðinni að sjá fjórða barnabarnið Magnús Guðmundsson er 58 ára í dag J óhann Gunnar Þorbergsson fæddist 19. maí 1933 í Reykjavík. Hann bjó lengst af á Leifsgötunni og Bolla- götunni. „Ég kynntist her- mannalífinu í borginni, en hermanna- braggar voru fjölmargir á Skólavörðu- holti, og voru hermennirnir duglegir að gefa okkur krökkunum súkkulaði. Ég byrjaði að vinna sem sendi- sveinn hjá Skipaútgerð ríkisins og þar kynntist maður lífinu við höfnina þar sem menn biðu eftir að fá vinnu. Sex- tán ára fór ég að vinna í tívólíinu í Vatnsmýrinni og þar var mikið fjör. Ég stjórnaði hringekju og parísarhjól- inu og vann á kvöldin og um helgar. Þegar ég varð tvítugur fékk ég vinnu hjá Steypustöðinni, keyrði GMC-trukkana, gamla herbíla, og sand- og malarflutningabíla sem voru stórir og þungir bílar með strompi. Ég vann einnig hjá BM Vallá meðan ég Jóhann Gunnar Þorbergsson, fyrrverandi yfirlæknir – 85 ára Fjölskyldan Jóhann Gunnar og Ágústa ásamt börnum og barnabörnum fyrir nokkrum árum. Stýrði parísarhjóli og keyrði bíla með strompi Hjónin Jóhann Gunnar og Ágústa á góðri stundu erlendis. Akureyri Bríet Rós Bjarnadóttir fæddist 25. maí 2017 kl.16:27 á Akureyri. Hún vó 3.322 g og var 51 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Birta Ýr Baldursdóttir og Bjarni Helgason. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.