Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 15
aukaleikurum. Við fórum í búninga og vorum keyrð í rútu á tökustað, en þá var varpað yfir okkur svörtum skikkj- um með hettum, því það hafði sést til dróna svífandi yfir, paparazzar að reyna að ná myndum af leikurum á leið í tökur. Í þessum skikkjum vorum við eins og flokkur af költ-liði, í hala- rófu,“ segir Sara og hlær. „Það var líka tjald yfir settinu á tökustaðnum, til að verjast drónum. Þegar við mættum í tökuverið voru símarnir okkar gerðir upptækir svo við tækjum ekki myndir, allt var háleynilegt. Ég vissi ekki hvaða kvikmynd þetta var fyrr en fyrsta tökudaginn þegar ég komst að því að þetta væri nýjasta Star Wars myndin, það hreyfði ekki mikið við mér, því ég er enginn Star Wars aðdá- andi, en fannst það skemmtilegt samt,“ segir Sara og hlær, en myndin kemur út núna í maí, og heitir Solo: A Star Wars Story, og fjallar um eina persónu sagnaflokksins, Han Solo. Þúsund manns skráðu sig „Eitt af því sem gaman var að gera var að spjalla við hina statistana og ég komst að því að fólk hafði áhuga á því hvað aðrir í hópnum væru búnir að fá mörg verkefni sem aukaleikarar, hversu lengi þau voru búin að starfa við þetta og í hvaða myndum áður en þeir fengu vinnu við þessa mynd. Þeg- ar ég sagði þeim aðspurð að þetta væri mitt fyrsta verkefni fannst þeim það fyndið og ég heppin, ég var algjör ný- liði. Það höfðu að þeirra sögn þúsund manns skráð sig hjá umboðsskrifstof- unni þegar fréttist að hún ætti að finna statista í Star Wars. Margir þeirra sem vinna sem aukaleikarar, „safna myndum“, vilja leika í þessum frekar en hinum og þessi mynd var ein af þeim, alla vega fyrir aðdáendur Star Wars. Nokkrir þeirra voru á þessum tíma að leika í Star Wars og Queen og höfðu verið í Blade Runner, ég gat þá sagt þeim að ég hafði fengið beiðni um að vera syngjandi nunna í Queen- myndinni. Beiðnin var að syngja línu í laginu Bohemian Rhapsody og senda umboðsskrifstofunni. En ég hefði ekki getað tekið það að mér, af því ég fór úr landi á þeim tíma sem tökurnar voru,“ segir Sara sem hafði stuttu áður farið á söngnámskeið hjá gospelsöngkonu í kjallaranum á St Martin in the Fields- kirkjunni á Trafalgartorginu, og skráði sig í framhaldinu í kór Íslend- inga í London. Hún segir það hjálpa til við að fá vinnu sem aukaleikari, að geta sungið, þó hún hafi farið á nám- skeiðið til að frelsa röddina eins og hún orðar það. Ævintýralegur ljómi yfir Sara segir að vel hafi verið farið með aukaleikarana. „Við vorum þarna í tvo daga, í 12 tíma á dag og passað var upp á að við yrðum ekki svöng, það voru tvær innréttaðar rútur á tökustað fyrir okkur, með borðum og bekkjum og þar var nóg af tei og kexi sem er ákaflega enskt. Við fengum mikinn og góðan morgunmat, hádegisverð, síð- degiskaffi og kvöldverð. Mikill tími fór í bið, en það var bara gaman, ég las, spjallaði við fólk, fylgdist með stórleik- urunum og öllu hinu fólkinu og öllum græjunum. Þetta er heill heimur og ævintýralegur ljómi yfir. Það var áhugavert að kynnast aukaleik- urunum, þetta er allskonar fólk, vel menntað og úr öllum stéttum, mikið af listafólki. Þarna var til dæmis fugla- fræðingur með afar sérstakt útlit, eins og brjálaður vísindamaður, enda sagð- ist hann oft fá slík hlutverk. Svo var þarna maður sem virtist vera einfari og leit út eins og rokkstjarna en hann var einmitt í Queen myndinni. Eina konuna í aukaleikarahópnum kann- aðist ég svo mikið við, og þegar ég sagði það við hana kom í ljós að hún hefur leikið aukahlutverk í sjónvarps- þáttunum EastEnders í 20 ár, leikur þar búðareiganda og kemur af og til fyrir í þáttunum. Það er hellingur af fólki sem lifir af því einvörðungu að vera statistar í kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. Þessi kona og maðurinn hennar hafa gert það í áraraðir,“ segir Sara. „Þarna var líka týpa sem vildi verða uppgötvuð og varð fúl ef hún var ekki sett nálægt aðalfjörinu á töku- stað.“ Máttum ekki horfa í augun á leikurum né ávarpa þá Sara segir það hafa verið góða skemmtun að spjalla við hina aukaleik- arana. „Við vorum meðal annars að hlæja að og velta fyrir okkur stétta- skiptingunni í kvikmyndaheiminum. En ég lærði líka ýmislegt af þeim og þau voru óþreytandi við að gefa mér ráð og benda á góðar umboðs- skrifstofur. Sem aukaleikari fer maður á sett, er dregin hingað og þangað og fær „kjú“ um hvað maður á að gera. Maður á bara að hlýða leiðbeiningum, einskis spyrja og ekki vera til trafala. Við megum ekki horfa í augun á aðal- leikurunum og ekki ávarpa þá, enda eru þeir í sínum heimi að einbeita sér.“ Sara segir að hana hafi á þessum tíma langað mikið í kúrekaskó, og þeg- ar hún sá konu í kúrekaskóm fyrir ut- an pásurútuna, fór hún að snusa í kringum hana til að skoða skóna. „Þegar ég leit upp af skónum sá ég að hún starði á mig undrandi. Ég kannaðist roslega við andlitið á henni, datt helst í hug að hún væri ofan af Skaga,“ segir Sara og skellihlær, en hún er uppalin á Akranesi. „Einu sinni Skagamaður, alltaf Skagamaður,“ seg- ir Sara og bætir við að ástæðan fyrir því að hún kannaðist svona við meinta ’Skagapíu’, hafi verið sú að þetta var konan sem lék hvíthærðu drekamóð- urina í Game of Thrones, Emily Clark. „Þess vegna kannaðist ég svona við hana og hélt hún væri af Skag- anum, frábær tenging,“ segir Sara og skellir upp úr. Hún segir að í einu atriðinu hafi gleymst að gefa henni „kjú“, sem henni fannst fjarska fínt. „Þegar hrópað var „action“ fór ég af stað og hugsaði: „Hér er ég í Star Wars að gera það sem mér sýnist.“ Það var mjög skemmtileg og fríkuð til- finning að detta í þetta flæði, kannski hafa allir þeir gjörningar sem ég hef gert hjálpað til. Ef þetta atriði verður ekki klippt út, og ég sé sjálfa mig þeg- ar myndin verður sýnd, þá á ég eftir að hlæja,“ segir Sara og tekur fram að hún hafi ekki hugmynd um hvort nokkurt af þeim atriðum sem hún var í verði klippt út eða ekki. En hún hlakk- ar til að takast á við fleiri verkefni sem aukaleikari, því hún hefur fengið nokk- uð af beiðnum nú í vor, sumarið er greinilega tíminn. Ljósmynd/Stilla úr kvikmyndinni Solo Í nýju kvikmyndinni segir frá ævintýrum Han Solo, frá því hann var ungur, og í hlutverkinu er Alden Ehrenreich, en flestir kannast við Han Solo leikinn af Harrison Ford í eldri myndunum. Ég hugsaði: „Hér er ég í Star Wars að gera það sem mér sýnist.“ DAGLEGT LÍF 15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Ein með öllu. 28 ára mamma greindist með Crohn´s sjúkdóm 2008. 33 ára pabbi greindist með Crohn´s sjúkdóm 2015. Þriggja ára dóttir þeirra greindist með Colitis Ulcerosa 18 mánaða. 29 ára bókmennta- fræðingur. Greindist 15 ára með Crohn’s sjúkdóm. 51 árs tækniteiknari og listmálari. Greindist rúmlega þrítug með Colitis Ulcerosa. 73 ára afi með Crohn´s sjúkdóm. Greindist árið 2010, sama dag og 28 ára dóttir hans greindist með Colitis Ulcerosa. Stuðningsfulltrúi í Lækjarskóla. Greindist árið 1990 með Colitis Ulcerosa. CCU samtökin – www.ccu.is - eru hagsmunasamtök einstaklinga með langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi, Crohn´s sjúkdóm og Colitis Ulcerosa, einnig þekktir sem IBD (Inflammatory Bowel Diseases). Rúmlega 50 lönd í 5 heimsálfum taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum, hvetja til rannsókna og styðja við yfir 10 milljón manns sem lifa með IBD í heiminum í dag. „Þú sérð það ekki utan á mér“ 19. maí – Alþjóðlegur IBD dagur 8 ára skólastrákur á Akureyri sem æfir sund og trommuleik. Greindist 6 ára með Colitis Ulcerosa. 51 árs grunnskóla- kennari. Greindist 43 ára með Colitis Ulcerosa. Ég reyni að láta sjúkdóminn ekki stjórna lífi mínu. Þrítug tvíburamamma sem er búin að vera með Crohn’s sjúkdóm hálfa ævina. 7 ára fótboltastrákur á Skaganum. Greindist 15 mánaða með Colitis Ulcerosa. 34 ára jarðvinnu- verktaki. Greindist árið 2004 með Crohn’s sjúkdóm. 19 ára strákur með Colitis Ulcerosa. Mottó: Gotta risk it for the biskit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.