Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is London er dásamlega al-þjóðleg borg, hún hefurþennan gamla íhaldssamabreska grunn, en ofan á hann kemur fólk allsstaðar að úr heim- inum. Svo blandast öll þessi menning saman og úr því spretta margar nýjar hugmyndir. Ég upplifi mig sem Lond- onbúa, en líka sem útlending, sem er í góðu lagi, af því borgin er full af út- lendingum,“ segir Sara Björnsdóttir listakona, sem búið hefur í London undanfarin þrjú ár og starfar þar að list sinni. „Mitt eðli er líklega sígaunaeðli, ég hef ekki tekið almennilega upp úr töskunum og er á miklum flækingi. Það hentar mér mjög vel. Ég ræð mér sjálf og mér finnst gott að vera ekki bundin og geta farið þegar mér hentar. Það er svo mikilvægt að fara í burtu og opna á sér heilann fyrir nýjum upplif- unum og því að maður viti ekki allt.“ Reynsla í Óðali feðranna London býður upp á ýmis tæki- færi, m.a getur fólk sem þar býr skráð sig hjá umboðsskrifstofum þar sem það gefur kost á sér sem aukaleikara í kvikmyndum. Og Sara gerði það. „Þetta er tilvalið fyrir mig sem listamann, að hlaupa í vinnu sem auka- leikari til að vinna fyrir salti í grautinn, því ég get valið hvaða verkefni ég tek að mér og hvenær. Þetta byrjaði allt á því að Íslendingur sem var að vinna við nýju Blade Runner myndina var beð- inn um að aðstoða við að finna hóp af ljóshærðum kvenkyns íslenskumæl- andi aukaleikurum, eldri en fimmtíu ára. Ég sló til og sendi inn mynd af mér með upplýsingum, en svo kom þetta aldrei til, því þetta endaði í myndinni sem hópur af Svíum, held ég. En í framhaldinu skráði ég mig hjá nokkrum umboðsskrifstofum og fljót- leg fóru að berast möguleg verkefni,“ segir Sara og bætir við að vinna auka- leikara geti verið með ýmsu móti, oft í hópsenum, en líka sem einstaklingar. „Ég er ekki algjör nýliði, því ég var aukaleikari fyrir margt löngu í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Óðali feðranna, þá var ég í heilt sumar úti í sveit við æfingar og upptökur og ég fékk meira að segja línu til að segja.“ Svartar skikkjur til varnar paparözzum með dróna Sara skráði sig í verkefni sem hentaði henni í tíma, en hún vissi ekki hvaða kvikmynd það væri, eina sem hún vissi var að um stórmynd var að ræða. „Ég var kölluð inn í mátun á búningum og myndatöku og fékk djobbið. Þetta reyndist allt saman mjög áhugavert og gaman að fá að kynnast þessum heimi kvikmyndanna. Þegar ég kom í upptöku tíu dögum síð- ar var ég í hópsenu með mörgum Hélt að Emily Clark væri ofan af Skaga Í hópi aukaleikara í London er allskonar áhugavert fólk, m.a fuglafræðingar og einfarar. Sara Björns- dóttir listakona tók að sér verkefni sem aukaleikari í nýjustu Star Wars myndinni og lenti í ýmsu. Listakona Sara segir eðli sitt vera sígaunaeðli. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.