Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Andlát: Guðrún Ragnheiður … 2. „Virðist vera í lagi í kollinum“ 3. Kínverjar gera Trump risatilboð 4. Icelandair setur hótelin á sölu  Inga S. Ragnarsdóttir opnar mynd- listarsýningu á morgun kl. 12.15 í Hallgrímskirkju, við lok hátíðar- messu, og ber hún titilinn Votiv – áheit. Sem myndhöggvari tekst Inga á við efnið og litinn og mótar í form. Þessi form verða til sýnis í forrými Hallgrímskirkju og stucco-skúlptúr- arnir sem eru festir þar á veggi taka mið af fórnargjöfum fyrri alda. Taka mið af fórnar- gjöfum fyrri alda FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í SA 10-18 m/s með rigningu en allt að 23 SV-lands. Þurrt að mestu á Norðurlandi. Snýst í S og SV 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slyddu. Á sunnudag (hvítasunnudagur) Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðaust- urhorninu. Á mánudag (annar í hvítasunnu) Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slyddu- él, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. Fjórði úrslitaleikur FH og ÍBV um Ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í Kaplakrika í dag klukkan 16.30. Eftir tap í Eyjum í fyrrakvöld eru FH-ingar með bakið upp við vegginn. Þeir verða að vinna í dag til að knýja fram oddaleik á þriðjudagskvöld í Vestmannaeyjum. Takist það ekki fara leikmenn ÍBV með Íslandsbikarinn í farteskinu heim. »4 Verða Eyjamenn Ís- landsmeistarar í dag? Breiðablik er áfram á toppi Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu þótt liðið hafi tapað sínum fyrstu stigum í 1:1- jafnteflisleik gegn KR-ing- um í Vesturbænum í gær- kvöld. Víkingar töpuðu sín- um fyrsta leik, 0:1, fyrir Grindavík, Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2:2, og Keflvík- ingar sitja eftir á botninum eftir tap gegn Fjölni, 1:2. » 2-3 Breiðablik er áfram á toppnum „Það er alls ekki sjálfsagður hlutur að vera hluti af íslenska landsliðinu sem tekur þátt í HM í Rússlandi. Ég var þess vegna himinkátur þegar ég fékk skilaboð þess efnis að ég væri í HM-hópnum,“ sagði knattspyrnu- maðurinn Albert Guðmundsson er Morgunblaðið hitti hann að máli fyr- ir fyrstu æfingu örfárra leikmanna íslenska landsliðsins sem hófu í gær undirbúninginn fyrir HM í Rúss- landi. » 1 Alls ekki sjálfsagður hlutur að vera í liðinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frumsýnir einleik um Einar Guðfinnsson útgerðarmann í Einarshúsi í Bolungarvík nk. miðvikudagskvöld, 23. maí. „Ég er að dunda við að læra textann minn,“ segir Elf- ar Logi Hannesson, stofnandi og eigandi leik- hússins, en leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Verkið kom til eins og margir skrýtnir og kómískir hlutir gerast, að sögn Elfars Loga. Eins og svo oft áður hafi hann verið að drekka kaffi með Jóni Páli Hreinssyni, bæjarstjóra Bol- ungarvíkurkaupstaðar, og bæjarstjórinn hafi spurt upp úr þurru hvort hann væri ekki til í að búa til einleik um þennan merkilega mann. „Jú, jú, svaraði ég og klukkutíma seinna var hann bú- inn að ganga frá öllu og við gátum lagt á djúpið. Þetta var skyndihugdetta sem hitti beint í mark. Í þessu leikhúsi erum við vön því að velta hlut- unum ekki of mikið fyrir okkur heldur fram- kvæma strax.“ Lífróður þar sem allt er undir Undirbúningur verksins hófst í ársbyrjun og hafa Elfar Logi og Rúnar að mestu verið í fjar- sambandi þar sem Rúnar vinnur í Reykjavík en Elfar Logi fyrir vestan. „Nú er lokaspretturinn hafinn og þetta er bara eins og hver annar líf- róður, það er allt undir,“ segir leikarinn. Elfar Logi lærði í Kómedíuleiklistarskólanum í Danmörku. Róbert Snorrason var samtíða hon- um í skólanum og þegar þeir komu heim undr- uðust þeir að leikhússtjórar Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins hringdu ekki í þá með boð um gull og græna skóga. „Við ákváðum þá að gera eitthvað í málinu og bjuggum til okkar eigin leik- hóp, sem við nefndum Kómedíuleikhúsið,“ segir Elfar Logi um stofnun leikhússins 1997. „Róbert gafst upp á hinu íslenska harki og fór í harkið í Kaupmannahöfn, þar sem hann er enn, en ég hélt áfram að bardúsa í borginni. Leikhúsið náði samt ekki flugi fyrr en ég flutti vestur um alda- mótin, en síðan 2001 höfum við verið nokkuð iðin við kolann. Þetta er verk númer 42.“ Nokkurn tíma tók að ákveða hvaða sögu ætti að segja af Einari. „Þegar við vorum orðnir sátt- ir við leiðina vorum við eins og alfræðiorðabók um Einar Guðfinnsson og handritsskrifin gengu mjög vel,“ segir hann og bætir við að ævisaga Einars eftir Ásgeir Jakobsson hafi verið helsta heimildin. Elfar Logi segist renna blint í sjóinn með þetta leikverk eins og öll önnur, en bendir á að síðasta verkefnið, Gísli á Uppsölum, hafi verið sýnt hátt í 100 sinnum, þótt hann hafi alveg eins Skyndihugdetta hittir í mark  Kómedíuleikhúsið frumsýnir einleik um Einar Guðfinnsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Kómedíuleikhúsið Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson alvarlegir á æfingu í vikunni. Björn Thoroddsen samdi tónlistina í verkinu og Magnús Arnar Sigurðsson hannaði lýsinguna. Björn stendur í ströngu þessa dagana og er á leið til Bandaríkjanna. Þar verður hann með gestafyrirlestur með tónlistarmanninum Robben Ford í Musical Institute í Los Angeles, skólanum sem hann lærði í á sínum tíma, og auk þess verða þeir með tónleika í Baked Potato, virtum klúbbi í borginni. Þaðan liggur leiðin til Las Vegas, þar sem hann kemur fram á tónleikum 16. júní. „Ég vona að þá geti ég tilkynnt að Ísland hafi rétt í þessu verið að ná hagstæðum úrslitum á móti Argentínu á HM í Moskvu,“ segir Björn, sem er jafnframt byrjaður að undirbúa Guitarama 2018 með Martin Taylor og Ulf Wakenius í Salnum í Kópavogi 28. september nk. Vill tilkynna hagstæð úrslit TÓNLISTIN Í VERKINU EFTIR BJÖRN THORODDSEN Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 22. maí. Frétta- þjónusta verður um hvíta- sunnuhelgina á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftardeildar er opið í dag, laugardag, frá kl. 8 til 12 en lokað er á hvíta- sunnudag og annan í hvíta- sunnu. Þjónustuverið verður opnað aftur á þriðjudag kl. 7. Sími þjónustuvers er 569-1122 og netfangið askrift@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin í dag, laugardag, frá kl. 5-12. Hún verður opnuð á ný á þriðjudag kl. 5. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morgun- blaðsins er 569-1100. Fréttaþjón- usta mbl.is um helgina búist við að sýningarnar yrðu aðeins tvær. „Þetta er eins og laxveiði og framhaldið er í höndum áhorfenda. Ef þeim líkar uppsetningin er aldrei að vita hvað gerist. Við tökum slaginn og verðum að vona að þetta verði ekki bara gott partí heldur standi yfir í langan tíma.“ Björn Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.