Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Einbýlishús í Vesturbænum óskast Höfum verið beðin að útvega viðskiptavini okkar 250-350 fm einbýlishús í Vesturbænum. Nánari uppl. veitir: Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali. Raðhús í Fossvogi óskast Höfum verið beðin að útvega viðskiptavini okkar raðhús í Fossvogi. Nánari uppl. veita: Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali og Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali. Einbýlishús í Fossvogi óskast Höfum verið beðin að útvega viðskiptavini okkar einbýlishús í Fossvogi. Nánari uppl. veita: Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali og Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali. Eignir óskast 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Alpár Katona og Zoltán Szénássý, fjallgöngu- og skíðamenn frá Rúm- eníu, sem lentu í snjóflóði á Vatna- jökli um miðjan dag á fimmtudag, safna nú kröftum á Höfn í Horna- firði eftir svaðilfarir undanfarinna daga. „Við áttum ekki von á því að lenda í snjóflóði og það var slæm tilfinning að berast með flóðinu,“ segir Katona og bætir við að félagi hans hafi farið alveg á kaf. „Við vorum í áfalli fyrstu mínút- urnar þegar við uppgötvuðum að all- ur okkar búnaður hafði sópast burt. Við höfum stundað fjallgöngur í 20 ár og náðum fljótt áttum. Það er mikilvægt að hugsa skýrt og taka réttar ákvarðanir í þeim aðstæðum sem við lentum í. Fljótlega fundum við mat, vatn og svefnpokana okkar en skíði, tjald og annar búnaður fannst ekki. Það sem týndist eru bara dauðir hlutir sem skipta ekki máli í dag,“ segir Katona, sem er þakklátur björgunarsveitarmönnum sem hann segir að hafi fundið þá mjög fljótt og allt skipulag hafi verið til fyrirmyndar. Verst að týna skíðunum Katona segir að það hafi verið verst að týna skíðunum. „Við hefðum ekkert komist áfram án skíða í þeim stormi sem þarna geisaði og þess vegna ákváðum við að grafa okkur í fönn. Við vorum búnir að vera lengi á ferðinni og því orðnir mjög þreyttir,“ segir Katona og heldur áfram að hrósa björgunar- sveitarmönnum sem tóku þátt í leit- inni. „Þeir gáfu okkur að drekka, létu okkur hafa þurr föt, sjúkraliði kíkti á okkur og ég held að það hafi verið sálfræðingur sem talaði við okkur í heitum bílnum á leiðinni. Þegar á Höfn var komið keyrðu þeir okkur á gististað og kvöddu,“ segir Katona. Þeir Szénássý ætluðu að hvíla sig í gærkvöldi eftir að hafa vakað meira og minna í tvo sólarhringa. „Eftir góðan svefn verður allt betra. Við fljúgum af landi brott á þriðjudag og vonumst til þess að geta skoðað meira af hinu fallega Ís- landi fyrir þriðjudaginn,“ segir Kat- ona, sem ætlar að koma aftur með fjölskylduna. „Það var búið að segja okkur hvað það væri fallegt á Íslandi og við sáum það þegar við keyrðum með- fram suðurströndinni að Höfn. Okk- ur langar að fara gullna hringinn ef hægt er áður en við förum heim,“ segir Katona, sem vildi í lok viðtals- ins senda björgunarmönnum sínar innilegustu þakkir frá innstu hjarta- rótum fyrir björgunina. 18 klukkustunda aðgerð Friðrik Jónas Friðriksson, sem stjórnaði aðgerðum vegna björgun- arinnar á Vatnajökli, segir að björg- unaraðgerðir hafi staðið yfir í 18 klukkustundir og af öllum þeim sem þátt tóku í þeim hafi um það bil 20 manna hópur verið að störfum allan tímann. „Fjallamönnunum varð ekki meint af snjóflóðinu og vistinni á jöklinum líkamlega en andlega hlýt- ur þetta að hafa tekið á,“ segir Frið- rik. Hann segir að annar mannanna hafi verið orðinn mjög kaldur. Allir komu heilir heim „Þeir voru hætt komnir en brugð- ust rétt við aðstæðum. Þeim var brugðið og voru þreyttir en leið vel eftir aðhlynningu frá okkur. Við keyrðum þá á gistihús á Höfn upp úr hádegi þar sem þeir ætluðu að hvíl- ast,“ segir Friðrik og bætir við að allir hafi komist heilir heim og það sé það sem skipti öllu máli. Náðu fljótt áttum og segja mikilvægt að hugsa skýrt Ljósmynd/Úr einkasafni Björgun Zoltán Szénássy og Alpár Katona úrvinda á leið til Hafnar í Hornafirði eftir svaðilfarirnar á Vatnajökli.  Í áfalli fyrstu mínúturnar  Allur búnaðurinn sópaðist burt með snjóflóðinu Fjallalíf Szénássý og Katona hafa klifið fjöll í 20 ár og hafa mikla reynslu af fjallaferðum. Þeir brugðust hárrétt við erfiðum aðstæðum á Vatnajökli. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lífið hefur verið óskaplega gott við mig og ég á mörgum mikið að þakka. Heilsan er góð og auðvitað er stór- kostlegt að geta farið út í göngutúr alltaf þegar gott er veður. Það hefur gefið mér mikið,“ segir Kristín Helgadóttir, sem er 100 ára í dag. Hún er Landeyingur að uppruna, bjó í áratugi á Selfossi en hefur síðustu árin dvalist á Sólvöllum, dvalarheim- ili aldraðra á Eyrarbakka. Hún held- ur upp á afmælið í dag og hefur góð- um gestum verið boðið í kaffi af því tilefni. Kristín er frá bænum Ey í Vestur- Landeyjum, dóttir Helga Pálssonar og Margrétar Árnadóttur bænda þar. Hún ólst upp við öll algeng sveitastörf en fór seinna í vist og þjónustustörf í Reykjavík, eins og alsiða var á þeim tíma. Árið 1955 fluttist Kristín með dótt- ur sína, Önnu Þóru Einars- dóttur, á Selfoss til þess að vera Arnheiði systur sinni til halds og trausts, en hún hafði þá barnshafandi misst mann sinn frá ungum syni. Fannst gaman að ferðast „Ég festi rætur á Selfossi og vann lengi hjá Kaupfélagi Árnesinga og sinnti þar ýmsum störfum,“ segir Kristín, sem var lengi í sambúð með Einari heitnum Sigurjónssyni vega- verkstjóra. „Þegar við Einar kynnt- umst hafði hann misst konuna sína frá fimm börnum, sem öll urðu sem mín eigin og hafa reynst mér vel. Við Einar, sem lést árið 2003, áttum frá- bæran tíma saman og ferðuðumst mikið bæði innanlands og utan. Fór- um til dæmis oft í sólina á veturna en í innanlandsferðir á sumrin, sem var mjög skemmtilegt,“ segir Kristín, sem er enn vel ern og fylgist með málefnum líðandi stundar. „Sjónin er nokkuð farin að gefa sig svo ég horfi lítið á sjónvarpið eða les blöðin. Hins vegar hlusta ég mikið á útvarpið, ýmsa fína músík og svo er kvöldsagan þessar vikurnar afar skemmtileg; lestur Þorsteins Hann- essonar á Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson,“ segir Kristín að síðustu. Fer út í gönguferðir og hlustar á Ofvitann í útvarpi  Sunnlendingurinn Kristín Helgadóttir er 100 ára í dag Kristín Helgadóttir Ellefu af átján lögheimilisskrán- ingum í Árneshrepp á Ströndum hafa verið felldar niður af Þjóðskrá Íslands. Skráningarnar voru gerðar á tímabilinu 24. apríl til 5. maí sam- kvæmt tilkynningum um flutninga í Árneshrepp. Ástæða niðurfellingar lögheimilisskráninganna er sú að þær eru taldar tilhæfulausar. Látið hefur verið að því liggja að þær hafi verið gerðar í því skyni að breyta af- stöðu hreppsnefndarinnar til bygg- ingar Hvalárvirkjunar. „Það voru taldar yfirgnæfandi lík- ur á að þetta fólk hefði ekki fasta bú- setu á viðkomandi stöðum í skilningi laga um lögheimili,“ sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórn- sýslusviðs Þjóðskrár, um málið. „Þetta byggist á þeim gögnum sem lágu fyrir, m.a. lögregluskýrslum. Það er misjafnt hvað liggur fyrir í hverju máli, en eins og í öllum mál- um byggist þetta á tilkynningum og upplýsingum frá aðilum málanna og utanaðkomandi upplýsingum einnig, t.d. skýrslum lögreglu.“ Niðurfelling skráninganna hefur þá afleiðingu að umsækjendurnir verða aftur skráðir á þau lögheimili sem þeir höfðu fyrir. Lögheimilis- skráningum hafnað  Ellefu skráningum um lögheimili í Ár- neshreppi snúið við Quake, verk fyr- ir selló og kamm- ersveit eftir Pál Ragnar Pálsson tónskáld, hlaut í gær aðalverð- launin á Al- þjóðlega tón- skáldaþinginu – International Rostrum of Composers, sem nú er haldið í Búdapest. Ríkis- útvarpið hafði tilnefnt í keppnina tónverk eftir tónskáldin Pál Ragn- ar, sem deilir verðlaununum með hollensku tónskáldi, og Hildi Guðnadóttur og var Hildur valin á heiðurslista þingsins fyrir tón- verkið Point of Departure. Sam- kvæmt frétt á vef RÚV verða verð- launin til þess að sinfóníuhljómsveit franska ríkisútvarpsins pantar nýtt verk hjá Páli Ragnari. Quake eftir Pál Ragnar það besta Páll Ragnar Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.