Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tafir áfram-kvæmd- um vegna skipu- lags og leyfisveitinga eru umfjöllunarefni greinar eftir Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Sam- taka iðnaðarins, í Við- skiptamogganum í fyrra- dag. Sigurður bendir á að of fáar íbúðir hafi verið reist- ar á undanförnum árum og það hafi leitt til mikilla verðhækkana á húsnæði. Þessar verðhækkanir séu langt umfram launahækk- anir og ógni ekki einungis efnahagslegum stöð- ugleika, heldur félagsleg- um stöðugleika. Kaup- máttur hafi aukist verulega undanfarin misseri, en sí- vaxandi húsnæðiskostn- aður samfara lítilli upp- byggingu íbúða skekki myndina. Telur Sigurður að tafir í skipulagi og hjá byggingafulltrúum sveitar- félaga og kröfur af ýmsu tagi valdi samfélaginu kostnaði, sem hugsanlega hlaupi á milljörðum króna á ári þegar allt sé talið. Morgunblaðið hefur að undanförnu flutt fréttir þar sem verktakar kvarta sáran undan seinagangi. Pétur Guðmundsson, stjórnar- formaður Eyktar, sagði í viðtali fyrr í mánuðinum að bíða hefði þurft í 11 mánuði eftir því að Reykjavíkur- borg afgreiddi eignaskipta- lýsingu á Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar verði vegna þessa og annarra tafa af- hentar mun síðar en til hefði staðið. Þessum töfum fylgdi mikill vaxtakostn- aður og íbúðirnar yrðu fyrir vikið dýrari en ella. Ekki er langt síðan um- boðsmaður borgarbúa í Reykjavík fjallaði um seinaganginn hjá umhverf- is- og skipulagssviði Reykjavíkur. Í áfanga- skýrslu hans kom fram að hann hefði þurft að bíða að meðaltali í um 80 daga eftir svörum frá sviðinu, en sam- bærilegur svartími hjá öðr- um sviðum hefði verið um 13 dagar. Þar var eitt mál rakið þar sem borgarbúi hafði sent inn fyrirspurn vorið 2016. Svar hafði enn ekki borist þegar áfanga- skýrslan kom út í febrúar á þessu ári og hafði umboðs- maður þó reynt að leggja borg- arbúanum lið. Borgin sjálf er ekki undanþegin seinaganginum. Sigurður Hannesson bendir á það í grein sinni að þegar Reykjavíkurborg stóð fyrir breytingunni á húsnæðinu á Hlemmi til að búa til að- stöðu fyrir veitingamenn var það sama uppi á ten- ingnum. „Tafir á veitingu byggingaleyfis, m.a. vegna skipulagsmála, ásamt öðr- um ástæðum, leiddu til þess að þetta verkefni tafðist um nærri ár, upphaflega stóð til að hefja starfsemi haust- ið 2016 en það tókst ekki fyrr en í ágúst 2017,“ skrif- ar Sigurður. „Með öðrum orðum, þá reyndu borgaryf- irvöld á eigin skinni hversu óskilvirkt kerfið er.“ Auðvitað er það að vissu leyti til fyrirmyndar að borgin fá sömu trakter- ingar og aðrir, en um leið ætti það að opna augu þeirra, sem fara með völd- in, fyrir vandanum fyrst raunir almennings duga ekki til. Vandann má finna um allt land, en áhrifin eru mest í Reykjavík og á höfuðborg- arsvæðinu af þeirri einföldu ástæðu að þar er mest um framkvæmdir. Nú er aðeins vika í kosn- ingar og því er full ástæða til að halda þessum málum á lofti og þrýsta á um að þjónustan verði bætt, áhersla lögð á að auka hag- kvæmni og reynt að draga úr þeim óþarfa viðbótar- kostnaði, sem kerfið veldur. Skipulagsmál ber vissulega að taka alvarlega og þar má ekki veita afslátt. Verktak- ar eiga ekki að komast upp með að stytta sér leið. Hins vegar á kerfið að vera skil- og hraðvirkt. Það á ekki að vera eins og hindrunarhlaup þegar ráð- ist er í framkvæmdir þann- ig að við hvert fótmál spretti fram nýjar kröfur og skilyrði, þröskuldar og tálmar. Kerfið á að þjóna almenningi, en ekki al- menningur kerfinu. Þá keyrir um þverbak þegar óskilvirkni og seinagangur kerfisins leiðir til þess að húsnæði verður dýrara í en ella og hefur áhrif á lífs- kjör. Það á ekki að vera eins og hindrunar- hlaup að ráðast í framkvæmdir} Tálmar og þröskuldar Á ferðalögum mínum um landið að undanförnu hef ég alls staðar hitt sjálfstæðismenn sem eru að ræða við bæjarbúa um áherslur sínar næstu fjögur árin. Þar er á ferð- inni öflugt fólk sem skilur að það er í okkar heimabyggð sem hjartað slær, þar höfum við fest rætur. Eftir viku göngum við til sveitar- stjórnarkosninga og ráðum framtíð okkar nær- umhverfis. Sveitarstjórnarmál eru þau stjórn- mál sem skipta okkur oft mestu í daglega lífinu og við fáum að öllu jöfnu mestu um ráðið. Það eru þó ekki stjórnmálin ein sem gera heimabyggð okkar að þeim góða stað sem hann er heldur er það fólkið í hverju bæjarfélagi, frumkvæði þess, gleði og atorkusemi. Það er verkefni stjórnmálanna að búa til umgjörðina svo að fólk fái að dafna. Ef umgjörðin er ekki í lagi finna allir fyrir því, einstaklingar, fjöl- skyldur og fyrirtæki. Það er þá sem þjónustan verður verri, vanrækslan eykst og útsvarið hækkar. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur með góða sögu í sveit- arstjórnum um allt land, í hverju og einu sveitarfélagi, þekktur fyrir góða stjórnsýslu, stefnufestu og samfellu í störfum. Flokkur með öflugt félagsstarf og flokkur sem fólk treystir til góðra verka í þágu sveitarfélagsins og þeirra sem þar búa. Í þeim sveitarfélögum þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn er í meirihluta er starfsemin í blóma, grunnþjónustu við borgarana er sinnt af ábyrgð og fjár- málin eru í góðu jafnvægi. Það er ekki sjálfgefið. Þetta sjáum við vel í forystusveitarfélögum víða á landsbyggðinni og umhverfis höfuð- borgina. Við höfum samanburðinn við önnur sveitarfélög þar sem aðrir hafa ráðið för – eins og í Reykjavík þar sem grunnþjónustan er vanrækt og fjármálin látin reka á reið- anum en gæluverkefnin og glæruverkefnin ganga fyrir. Á meðan borgaryfirvöld í Reykjavík láta stjórnkerfið í borginni vinna við að viðhalda sjálfu sér láta sjálfstæðismenn stjórnmálin snúast um fólkið eins og sést í þeim sveitar- félögum þar sem sjálfstæðismenn eru í meiri- hluta. Ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn og hefur fengið svo góðan hljómgrunn hjá kjósendum er sú að við kunn- um til verka, við leggjum áherslu á góða grunnþjónustu og umgöngumst fjármuni borgaranna af varúð. Þannig rekum við blómlega byggð og búum á sama tíma í haginn fyrir framtíðina. Það skiptir miklu máli hvernig haldið er á málum í sveitarfélögunum. Það skiptir máli að hafa yfirsýn yfir verkefnin, næman skilning á samfélaginu, sýna ráðdeild og forgangsraða í grunnþjónustu. Þannig eiga allar byggðir landsins tækifæri. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Þar sem hjartað slær Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálf- stæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tilfellum sýkinga af völdumsalmonellu fjölgaði talsvertá árinu 2017 frá árunum áundan. Samtals greindust 64 tilfelli í fyrra en árið 2016 greind- ust 20 tilfelli og einungis 10 árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri farsótta- skýrslu Landlæknisembættisins. Í skýrslunni segir að óvenju- margar sýkingar hafi greinst af völd- um salmonella enteritidis, 12 talsins, en allar reyndust þær upprunnar er- lendis fyrir utan hugsanlega eina. Á árinu greindust einnig 11 einstakl- ingar með iðrasýkingu af völdum bakteríunnar salmonella typhim- urium, sem er aukning umfram það sem vænta má, en typhimurium er langalgengasta sermisgerðin af salm- onellu hérlendis. Frá 2007 hafa 50 til- felli af typhimurium komið upp á Ís- landi en aldrei jafn mörg á einu ári og í fyrra. Átta þeirra greindust í ágúst 2017 og virtust sýkingarnar vera af innlendum toga. Leiddu rannsóknir á þessum bakteríum í ljós að þær voru samstofna í sjö tilfellum og hafa fund- ist á svínabúi hér á landi. Í einu tilfelli var um þriggja ára barn í Mosfellsbæ að ræða sem var með annan salmon- ellustofn, sem við nánari greiningu reyndist vera sami stofn og ræktast hefur úr hrossum hér á landi. Þessir bakteríustofnar tengdust ekki hóp- sýkingum af völdum salmonella typh- imurium á Norðurlöndum, sem vart varð við um svipað leyti. „Flestar af þessum salmonellu- sýkingum eru að utan en það komu upp hérna tveir litlir faraldrar innan- lands sem margir sýktust af. Þessar matarbornu sýkingar eru þannig að ef þetta kemst í matvæli geta margir sýkst,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Spurður hvort náðst hafi að rekja uppruna sýkingarfarald- ursins í fyrra segir hann það ekki hafa tekist. „Nei, ekki nákvæmlega. Við erum með salmonellu hér innan- lands og innlent smit, hvaðan sem það svosem kemur upphaflega. Stundum getum við rakið það til ákveðinna matvæla en stundum gengur ekki vel að finna nákvæmlega örsokina.“ Sjaldgæf tegund salmonellu Í byrjun nóvember 2017 greind- ust sýkingar af völdum salmonella poona hjá fjölskyldu á höfuðborg- arsvæðinu. Slík sermisgerð hefur ekki greinst á Íslandi síðan 2008 en þá greindust salmonella poona í hóp- sýkingu meðal aldraðra og starfs- manna á sambýli á höfuðborgarsvæð- inu. Í tilfellinu í fyrra var faðir sýktur en hann var einkennalaus á meðan kona hans og dóttir voru með niður- gang. Fór svo að vista þurfti dóttur- ina á spítala. Fjölskyldan hafði ekki dvalið erlendis og hafði því sýkst hér á landi. Í ágúst 2017 ræktaðist þessi salmonella í ryksýni frá sojamjöli sem kann að hafa verið gefið gælu- dýrum en það tókst ekki að tengja það sýkingunni í fjölskyldunni. Þrír einstaklingar greindust með sýkingu af völdum enteróhae- morrhagísks e. coli O157 á árinu 2017. Ekki tókst að finna uppruna smitsins né tengingu þeirra í milli. Greindust einnig þrír einstaklingar með e.coli árið 2016 en einungis einn 2015. Árin 2007 og 2009 komu upp litl- ar hópsýkingar af völdum þessarar bakteríu, en ekki tókst þá að rekja uppruna sýkingarinnar með vissu. Þá greindust 25 tilfelli af gíardíusýkingu á Íslandi. Þeir sem greindust voru á öllum aldri en þó einungis einn eldri en 60 ára. Er þetta fjölgun frá árinu 2016, þegar 19 greindust. Salmonellusýkingar jukust milli ára Algengustu sermisgerðir á Íslandi Heimild: Landlæknisembættið 2015 2016 2017 2 2 8 12 11 13 13 10 20 64 Salmonellusýkingar á Íslandi 2013-2017 2013 2014 2015 2016 2017 Salmonella enteritidis Salmonella typhimurium 1 Salmonellufaraldri var fyrst lýst á Íslandi árið 1954 vegna mengaðra mat- væla af völdum salmonella typhimurium. Stór hópsýking af völdum salm- onellu braust svo út á höfuðborgarsvæðinu árið 1962 þegar 185 ein- staklingar greindust og voru 30 þeirra lagðir á sjúkrahús. Þeir höfðu neytt olíusósu eða majónes sem innihélt sýkt andaregg. Faraldurinn stóð í tvo mánuði og tók langan tíma að finna orsakir sýkingarinnar. Önnur umfangs- mikil hópsýking vegna salmonellu kom upp í Búðardal árið 1987. Alls greindust 74 einstaklingar en salmonellan átti rætur að rekja til sýktra matvæla sem dreift var frá veitingasölunni í Dalabúð vorið 1987. Sýkillinn, salmonella goldcoast, leyndist í hráu svínakjöti og er talinn hafa dreifst fyrst og fremst í þremur fermingarveislum. Hópsýkingar komu einnig upp árið 1988 og 1996. Í septembermánuði árið 2000 greindist 181 einstakl- ingur með matarsýkingu af völdum salmonellu á Reykjavíkursvæðinu. Salmonellu fyrst lýst 1954 HÓPSÝKINGAR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.