Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Sigtryggur Sigtrygsson sisi@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sín- um á fimtudaginn að halda nýtt út- boð á lausum lóðum í Úlfarsárdal innan tveggja mánaða og hafna til- teknum tilboðum sem gerð voru í lóðaútboði í lausar lóðir í Úlfars- árdal sem lauk 4. maí síðastliðinn. Á útboðsfundi sem haldinn var í kjölfar útboðsins staðfestu bjóð- endur tilboð í byggingarrétt fyrir 177 íbúðir af þeim 255 íbúðum sem boðnar voru, eða tæp 70%. Heild- arupphæð staðfestra tilboða í byggingarrétt var 755 milljónir króna fyrir utan gatnagerðargjöld sem áætluð eru um 300 milljónir. Ekki voru staðfest tilboð í bygg- ingarrétt í Úlfarsárdal fyrir 78 íbúðir og munar þar mest um 46 íbúðir í fjölbýli. Hæstu gildu tilboð í bygging- arrétt án gatnagerðargjalda voru eftirfarandi í krónum talið. Í sviga er verð per fermetra:  Einbýli: 6.547.000 (23.807)  Parhús: 20.000.500 (32.521)  Tvíbýli: 7.323.000 (26.154)  Raðhús: 37.500.000 (46.875)  Fjölbýli: 319.200.000 (35.000) „Niðurstöður þessa útboðs sýna að enn er eftirspurn eftir byggingarrétti lóða og það mælir með að haldið verði annað útboð vegna samkeppnissjónarmiða,“ segir m.a. í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem lögð var fram á fundi borgarráðs. Ráðið stóð frammi fyrir tveim- ur valkostum, að bjóða lóðirnar út eða selja þær á föstu verði. Fram kemur í greinargerðinni að ekki var gert gilt tilboð í bygg- ingarrétt á einni fjölbýlishúsalóð með 46 íbúðum fyrir lögaðila og óseldur er byggingarréttur á átján einbýlishúsalóðum fyrir ein- staklinga, byggingarréttur á fjór- um tvíbýlishúsalóðum fyrir ein- staklinga og byggingarréttur á tveimur raðhúsalóðum fyrir ein- staklinga. Þá samþykkti borgarráð, að ósk skrifstofu eigna og atvinnu- þróunar, að hafna tilboðum í þrjár einbýlishúsalóðir. Við heildartölu á lóðum fyrir einbýlishús munu því bætast þrjú hús þar sem einungis eintaklingum er heimilað að bjóða í byggingarrétt. 400 íbúðir í uppbyggingu? Byggingarrétturinn, sem nú var boðinn út, tilheyrir bæði grón- ari hluta hverfisins sem og nýju svæði við Leirtjörn. Nýlega var ráðstafað byggingarrétti við Leir- tjörn fyrir 148 íbúðir, m.a. til Bú- seta og Bjargs íbúðafélags sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Að því gefnu að borgarráð sam- þykki niðurstöður tilboða eru um 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal. Lóðir í Úlfarsárdal boðnar út að nýju Mynd/Reykjavíkurborg Úlfarsárdalur Hverfið hefur verið að byggjast upp undanfarin ár. Þegar það er fullbyggt verða þar um 1.300 íbúðir.  Eru í grónari hluta hverfisins og á nýju svæði við Leirtjörn Dalurinn » Úlfarsárdalur er íbúða- svæði í suðurhlíðum Úlfars- fells. » Í Úlfarsárdal verður 1.300 íbúða hverfi . » Við Úlfarsá er að rísa 16.000 fermetra mannvirki sem verður menningarmiðja Grafarholts og Úlfarsárdals. Það mun hýsa leikskóla, grunnskóla, frístundir, menn- ingarmiðstöð, almennings- bókasafn, sundlaug og íþrótta- hús. Íþróttafélag hverfisins er Fram. Borgarráð hefur staðfest samþykktir fyrir nýtt félag sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Fram kemur í greinargerð að hinn 12. apríl sl. hafi verið samþykkt í borgarráði að stofna undirbúningsfélag á vegum Reykjavíkurborgar, ríkisins og KSÍ. Hlutverk félagsins er að undirbúa loka- ákvörðun um endurnýjun Laugardalsvallar og í kjölfarið byggingu þeirra mannvirkja sem ákveðið verði að byggja. Með stofnun félagsins skapist einnig aðstæður til að vinna að öðrum þáttum verkefnisins, m.a. undirbúningi skipulagsbreytinga, kynningarmálum, tillögum um eign- arhald og nánari greiningu á afleiddum kostnaði. Hið ný- stofnaða félag er einkahlutafélag og heimilisfang þess er að Tjarnargötu 11, Reykjavík. „Tilgangur félagsins er að undirbúa byggingu þjóð- arleikvangs í Laugardal í stað Laugardalsvallar, ásamt byggingu, kaupum og sölu fasteigna og eignarhluta í öðr- um félögum, sala þjónustu hvers konar, reka fasteignir sem og að annast lánastarfsemi og annan skyldan rekst- ur,“ segir m.a. í samþykktum þess. Hlutafé félagsins er krónur fimm hundruð þúsund og verður hver hlutur að fjárhæð kr. 1 -króna að nafnverði. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og þeir kjörn- ir á aðalfundi ár hvert. Skal Reykjavíkurborg tilnefna tvo stjórnarmenn til kjörs. Þá skal Íslenska ríkið tilnefna tvo stjórnarmenn til kjörs og Knattspyrnusamband Íslands tilnefna einn til kjörs. Annar þeirra stjórnarmanna er Reykjavíkurborg hefur tilnefnt skal vera stjórnarfor- maður félagsins. Stjórn félagsins ræður framkvæmda- stjóra og ákveður starfskjör hans. sisi@mbl.is Stofna Þjóðarleikvang ehf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugardalsvöllur Mikil uppbygging er áformuð þar. TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.459.000 KR. ÁN VSK 3.050.000 KR. ME Ð VSK CITROËN JUMPY MODUWORK - aukið flutningsrými Nálægðarskynjarar að aftan Þrjár lengdir í boði – allt að 4 metra flutningsrými FJÖLHÆFUR & STERKUR LENGDIN SKIPTIR MÁLI BAKKAÐU AF ÖRYGGI KOMDU &MÁTAÐU CITROËN JUMPY Í DAG! citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 300.000KR.AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.