Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Borgin sinnir ekki grunnskyldum sínum gagnvart öldruðum, viðhaldi gatna eða lóða- framboði. Börnin sem ekki fá pláss á leikskóla eru talin, ekki í hundruðum, heldur þúsundum! Nú er loforðið að nota hundrað þús- und milljónir í fjárfestingu vegna borgarlínu. Einnig ligg- ur fyrir plan um að henda fimmtíu þúsund milljóna mann- virki, flugvellinum í Reykjavík, sem hægt væri að nýta miklu betur en nú er gert til tekjuöfl- unar til hagsbóta fyrir borg- arbúa. Hvergi á byggðu bóli dytti mönnum í hug að henda rándýrum, fullbúnum sam- göngumannvirkjum, svo sem járnbrautarstöðvum, til að gera í þeirra stað draumsýn um Feneyjar norðursins að veruleika. Hagstjórn vinstrimanna Viðtekin aðferð hvað fjár- festingar varðar er að fresta þeim jafn lengi og unnt er til að spara og forðast dýrar lán- tökur. Hér ræða menn í fullri alvöru um að flýta uppbygg- ingu borgarlínu. Með þessu á m.a. að minnka útblástur, svif- ryk o.s.frv. Hefur enginn heyrt um ódýr úrræði, svo sem tak- mörkun á notkun nagladekkja, götuþvott, nú eða þá rafmagns- bíla? Og gera a.m.k. tilraun til að standa sig í grunnþjónust- unni. Froðufærslur í bókhaldið Fyrir hrun græddu bank- arnir sem aldrei fyrr. Fram á síðasta dag. Skýringin fólst í froðu. Verðlausar eignir voru blásnar upp. Fjölmiðlarnir spiluðu með. Engin gagnrýni fyrr en eftir að spilaborgin hrundi. Hefur enginn dregið lærdóm af banka- hruninu? Engar minnstu áhyggj- ur? Ársreikningur Reykjavíkur- borgar 2017 sýnir jákvæða nið- urstöðu. Ef að er gáð er ein helsta skýringin fólgin í svokölluðu end- urmati fasteigna. Matsbreyting fjárfestingaeigna nemur tæp- um ellefu þúsund milljónum króna. Til hvers er þessi froðu- færsla? Ætlar borgin að selja eignirnar? Voru þær keyptar í hagnaðarskyni? Af hverju ekki að endurmeta göturnar? Þá væri nú virkilega hægt að vera drýgindalegur. Skuldasöfnun Reykjavík- urborgar Á minna en áratug hefur Reykjavíkurborg tekið tæpar sextán þúsund milljónir að láni umfram það sem hún hefur greitt. Segi og skrifa sextán þúsund milljónir! Þessar lán- tökur eru í mesta góðæri Ís- landssögunnar þegar borgin ætti að leggja til hliðar. Í stað- inn er skatttekjum framtíð- arinnar sóað í gæluverkefni. Barnabörnin borga. Það er ekki nema von að borgarstjóri brosi breitt í auglýsingunum. Eða er Dagur kannski að hlæja að okkur? Eftir Einar S. Hálfdánarson » Á minna en ára- tug hefur Reykjavíkurborg tekið tæpar sextán þúsund milljónir að láni umfram það sem hún hefur greitt. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er varamaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Stefnir borgar- sjóður í þrot? Sala á nýjum bílum með þróuðustu og sparneytnustu bensín- og dísilvélunum mun dragast verulega sam- an vegna fyrirséðra verðhækkana frá og með 1. september 2018 grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða gagnvart nýja al- þjóðlega meng- unarstaðlinum WLTP (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure) sem tekur við hlutverki eldri staðla við mælingar á eyðslu eldsneytis og útblæstri koldíoxíðs (CO2). Innleiðing á WLTP í Evrópu verður í tveimur skrefum, fyrst með uppreiknuðu gildi núverandi NEDC staðals 1. september 2018 og svo að fullu þann 1. september 2019. Fyr- irséð er að CO2 gildi bifreiða munu hækka og leiða til hærri vörugjalda og þar með útsöluverðs á nýjum bíl- um. Einnig mun taka gildi upp- færður mengunarstaðall, EURO6c, þann 1. september næstkomandi með hertum kröfum um útblástur sótagna og nituroxíðs (NOx). Kröf- urnar kalla á uppfærðar vélar sem munu að sögn framleiðenda hækka í innkaupum um á bilinu 1500-3000 evrur. Allir bensín- og dísilbílar auk tvinn- og tengitvinn- bíla munu verða fyrir áhrifum af breyting- unum. Samkvæmt heimildum Bílgreina- sambandsins er talið útilokað að íslensk stjórnvöld hafi ráðrúm til að koma í veg fyrir hækkanirnar 1. sept- ember. Hins vegar er afar mikilvægt að stjórnvöld grípi til ráð- stafana sem komi í veg fyrir sambærilegar hækkanir 1. september 2019 þegar WLTP tekur gildi að fullu. WLTP tímabær staðall Tekið skal fram að samtök evr- ópskra bílaframleiðenda og sölu- aðilar eru sammála um nauðsyn nýs, alþjóðlegs og neytendavænni staðals. Til útskýringar hefur eyðsla og útblástur nýrra bensín- og dís- ilbíla í Evrópu verið mæld sam- kvæmt staðlinum NEDC (New European Driving Circle). Hann var innleiddur árið 1980 og er að flestra mati úreltur enda sýnir hann ekki rauntölur um orkunotkun og útblástur við hversdagslega notkun bíla. Það gerir WLTP hins vegar, neytendum til mikilla hagsbóta. Færast upp um tollflokk Hér á landi og víðar ræður út- blástur C02 tollflokki nýrra bíla. Þegar WLTP tekur gildi munu bensín- og dísilbílar færast upp um tollflokka á grundvelli raunveru- legra C02-gilda sinna. Í þessu sam- bandi er mikilvægt að hafa í huga að útblásturinn er sá sami og jafn- vel minni í nýjustu vélunum og ef stuðst væri við NEDC. Því er ekki verið að tala um aukna mengun, heldur breyttar mæliaðferðir sem leiða til hærri tolla og þar með mik- illa verðhækkana verði ekki gripið til mótvægisaðgerða sem vegi upp á móti hækkuninni. Sú óeðlilega staða kemur einnig upp að bifreiðagjöld meira mengandi bíla á markaðnum verða lægri en nýjustu bílanna þar sem óheimilt er að breyta CO2 gild- um afturvirkt. ESB varar við verðhækkunum og Danir lækka vörugjöld Evrópusambandið birti nýlega leiðbeiningar í reglugerð (Commiss- ion recommendation of 31.5. 2017) sem aðildarlöndum ESB og EES er ætlað að styðjast við án þess að í reglugerðinni felist ákveðnar til- skipanir. Tekið er skýrt fram að meginmarkmiðið sé að löndin upp- lýsi neytendur um WLTP-staðalinn til að unnt sé að samhæfa hvenær og hvernig bílaframleiðendur og endursöluaðilar kynni nýju eyðslu- og útblásturstölurnar. ESB varar beinlínis við því að breytingarnar leiði til verðhækkana á bílum. Það sé ekki og hafi aldrei verið mark- miðið. Þess vegna eru nú flest ná- grannalöndin að skoða mögulegar mótvægisaðgerðir. Dönsk stjórn- völd hafa t.d. þegar ákveðið að lækka vörugjöld um sem nemur verðhækkunum sem ella hlytust af tollflokkabreytingunum. Svíar fresta Frá 1. september næstkomandi verða nýir bílar að uppfylla EURO6c-staðalinn sem gerir meiri kröfur um útblástur en EURO6b sem nú er í gildi. Bílaframleiðendur hafa margir tilkynnt að aðlögun nýjustu bensín- og dísilvélanna að staðlinum muni leiða til verðhækk- ana auk framleiðslu- og afhending- artafa. Ef til vill er það af þeim ástæðum sem sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta innleiðingu WLTP til 1. janúar 2020 eins og heimilt er, í þeirri von að bíla- framleiðendur nýti tímann til að endurhanna vélarnar. Hvað hyggjast íslensk stjórn- völd að gera? Að mati Bílgreinasambandsins er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða sem hamli gegn stórfelldum verðhækkunum á nýj- ustu bensín- og dísilbílunum. Það væri mjög í þágu ríkissjóðs og ekki síður umhverfisins. Bílar eru afar verðteygin vara og markaðurinn bregst við með leifturhraða eins og raunin varð í efnahagshruninu 2008 þegar verðhækkanir um 25-30% höfðu í för með sér um 50% sam- drátt í sölu nýrra bíla. Tekjur rík- issjóðs af vörugjöldum og virðis- aukaskatti af nýjum bílum nema milljörðum króna á ári hverju. Verði ekki gripið til mótvægis- aðgerða mun hægjast verulega á endurnýjun bílaflotans, þar sem meðalaldurinn er um 12 ár um þess- ar mundir, vegna þess að neytendur munu í ríkari mæli velja notaðan bíl í stað nýs. Það mun hægja á end- urnýjun flotans og lengja líftíma meira mengandi bíla. Að mati Bíl- greinasambandsins er ekki ólíklegt að árið 2019 muni sala á nýjum bíl- um verða á bilinu 40-50% þess sem hún var árið 2017 grípi stjórnvöld ekki til raunhæfra aðgerða með hagsmuni neytenda og umhverfisins að leiðarljósi. Eftir Özur Lárusson » Að mati Bílgreina- sambandsins er ekki ólíklegt að 2019 verði sala á nýjum bílum 40- 50% þess sem hún var árið 2017 grípi stjórn- völd ekki í taumana. Özur Lárusson Höfundur er framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins. Verð á nýjum bílum hækkar á næstunni Alveg var þetta makalaus óheppni eina ferðina enn með Euro- vision og nú kaus engin Evrópuþjóð lagið okk- ar, sem þjóðin sjálf valdi til sigurs. En ekki má sakast við hinn unga myndarlega mann Ara Ólafsson, hans verður vonandi framtíðin eins og Stef- áns Íslandi þótt söngfrægðin hans minni á örlög Garðars Hólm forðum, en fall er fararheill. Og enginn er í vafa um að hann getur sungið, sem deilt var um með Garðar Hólm. Það á bara ekki að leggja svona þunga ábyrgð á barnungan mann, allt hefur sinn tíma. Hinsvegar vorum við með lagið sem hefði keppt um gull, silfur eða brons að mati margra, nefnilega Kúst og fæjó. Frábærlega sviðs- vanar leikkonur, sem kalla ekki allt ömmu sína, hefðu séð og sigrað. Ég er auðvitað laglaus en ég sá að lagið hreif, allir dilluðu sér með og Eva mín 5 ára söng það af innlifun. Og flottar voru þær stöllur þegar þær stigu dansinn og drógust svo að hvor annarri og mynduðu landið okkar, með í bakgrunni heklaðar dúllur úr saumó, sjálft Ísland. Sagan um saumó svo frábær því saumaklúbbar hafa starfað um alla Evrópu í þús- und ár og gera enn og eru merki- legar félagsmálastofnanir. Uppruni þeirra alþjóðlegur og Kúst og fæjó hefði hitt beint í hjartað og inn á hvert einasta heimili í Evrópulönd- unum. Hallgerður langbrók rak saumó í „dyngju,“ sinni á Hlíðarenda árið 990 og ræddi nákvæmlega sömu hluti og Lolla og þær stöllur um vandamál vinkvennanna þó Hall- gerður væri uppteknari af því að gera grín að strákunum á Bergþórs- hvoli sem hún kallaði taðskegglinga. Þarna sjáum við: „einn dagur sem þúsund ár, þúsund ár dagur ei meir“, og að „hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnes- inu“. Saumó starfa um víða veröld, engar reglur, engin lög, bara gleði og hlátur, ekki grátur. Söngdrottning í íshelli Eitt sinn fór ég með góðum fé- lögum í íshellinn í Langjökli, fannst þetta ógnvænlegt þegar við gengum í röð inn í jökulinn eftir ísgöngum, svona eins og hermenn til aftöku. Ég hélt að færi fyrir mér eins og Bárði Snæfellsás, jökullinn myndi hirða mig og losa þjóðina við mig. En þá gerðist ævintýrið ung stúlka var leiðsögumaður okkar, allt í einu leiddi hún okkur inn í sönghelli eða óperuhöll í Jöklinum. Agndofa stóð- um við þarna þegar hún hóf upp rödd sína í söng og mér fannst jök- ullinn opnast og „sól sló silfri á voga“ og „sástu jökulinn loga“. Hún semur og syngur og heitir Soffía Björg Óðinsdóttir, örugglega undra- barn sem gæti sigrað heiminn með rödd sinni og töfrandi krafti. Bless- aðir Bakkabræður reyndu að bera sólina inn í gluggalausan bæinn sinn í skinnhúfunum sínum, en Soffía tók sólskinið með sér í hjartanu inn í jökulinn og við gengum brosandi út með sól í hjarta. Ásgeir Trausti væri flottur Enn einn vil ég nefna til leiks, þann þriðja, hann heitir Ásgeir Trausti Einarsson og kemur úr næst hógværasta héraði landsins, Vestur- Hún. Aðeins við Flóamenn erum hógværari, getum hvorki sagt já eða nei. Sagt var í gamla daga að ekkert væri fallegt í Vestur-Húnavatnssýslu nema Strandafjöllin sem í fjarlægð búa. En söngur og lög þessa unga manns slá í gegn hvar sem hann fer. Svo semur pabbi hans þessa líka ljómandi texta. Já, Íslendingar! Það er óþarfi að örvænta, við getum þetta eins og á HM, bara að finna: „Hinn rétta tón“, um það snýst Eurovision, og áfram svo. Ekkert sjó engin norðurljós? Danir stálu víking- unum og urðu hástökkv- arar kvöldsins, þeir voru orginal og gamansamir með sjó, sögu og áræði. Það var ekkert um að vera þarna úti á sviðinu hjá okkur eða umgjörð- inni sem gladdi og minnti á ævintýrin öll á Íslandi sem ferðamenn þrá og koma að sjá. Hvar voru norðurljósin, hvar voru fossarnir, hverirnir, eldfjöllin, ólg- andi brimið í fjörunni, jökullinn, rigningin, þokan, hvalurinn að bylta sér, íslenski hesturinn á skeiði með fjúkandi manir, forystukindin vitra eða smalarnir með hjörðina sína, skyrið eða lambakjötið? Hvað þá fáninn okkar. Nei, ekkert af þessu sýnt með en mér sýnist að flest lönd tíni inn í sviðs-myndina margt augnayndið úr sínu landi. Svo finnst þeim á RÚV víst að íslenskan sé voðalega hallærisleg og passi ekki með, en þær í Saumó ætluðu að nota málið undurfríða sem forsetinn nafni minn og hún Lilja Alfreðsdóttir „menntó“ eru að tala um að verði að lifa. Brilljant hugmynd, Mugison í Eurovision Við eigum marga fræga söngvara sem bæði semja texta og lög og slá í gegn. Hvernig væri t.d. að fela Mug- ison að fara næsta ár? Mugison er undrabarn, maður veit varla hvort hann er andi eða maður. Svo hittir maður hann og þá er hann bara venjulegur. Stundum kemur hann út úr þessum risafjöllum á Vest- fjörðum, fer upp í ferðabílinn sinn, hringinn í kringum landið og fyllir öll hús og syngur með þessari seið- andi röddu. Honum virðist leiðast Reykjavík og heldur víst að öllum sem búa þar leiðist því hann bauð borgarbúum frítt í Hörpuna og þótt hún væri helmingi stærri var troðið út úr dyrum. Svo hefur hann með sér ævintýralegasta karlakór norðan Alpafjalla, Fjallabræður og allt verð- ur geggjað. Við misstum af gulli, silfri eða bronsi – „Kúst og fæjó“ Eftir Guðna Ágústsson »Kúst og fæjó hefði hitt beint í hjartað og inn á hvert einasta heimili í Evrópulöndunum. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.