Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra og verja koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra og rafmagnsvara. Fyrir bílinn – verkfæri – skotvopn – reiðhjól Hvernig gengur barninu mínu í skól- anum og hvernig líður því? Hvernig gengur samstarf foreldra við kennara? Þetta eru spurningar sem for- eldrar velta oft fyrir sér. Það er eðlilegt að við foreldrar fylgjumst markvisst með hvernig börnunum okkar líður í skólanum og hvernig námið gengur. Það er okkar hlutverk að hvetja þau til náms og reyna eftir bestu getu að aðstoða þau við námið. Til þess að svo megi verða þurfum við góðar upplýs- ingar frá skólasamfélag- inu, frá kennurum. Við þurfum að vera í góðu sambandi um þau verk- efni sem liggja fyrir hverju sinni og það er okkar hlutverk að sjá til þess að börnin okkar læri heima. Það verkefni getur verið mismunandi erfitt vegna þess að börnin okkar eru misjöfn og sum hafa fullt annað skemmtilegt að gera en að læra. Þeim hættir því stundum til að trassa námið og fara frekar að gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegra. Mikilvægasta hlutverk okkar for- eldra er uppeldishlutverkið og hluti þess er sú ábyrgð sem við berum með því að fylgjast vel með skólastarfinu og náminu. Til að efla færni foreldra á þessu sviði ætlar Miðflokkurinn að auka samtal og samstarf milli kenn- ara og foreldra í skólum Kópavogs. Við vitum líka að til þess að skólarnir í Kópavogi verði í fremstu röð þá þarf að laða til bæjarins bestu kennarana. Það ætlar Miðflokkurinn að gera með því að skapa kennurum góð starfs- skilyrði og betri kjör. Í leikskólanum hafa leikskólakenn- arar yfirgripsmikla þekkingu á hegð- un og framkomu barna og við for- eldrar getum í auknum mæli nýtt okkur það. Foreldrar ungra barna hafa kallað eftir aukinni fræðslu um uppeldisaðferðir. Þess vegna ætlar Miðflokkurinn að bjóða foreldrum barna 6 ára og yngri að sækja nám- skeið þar sem kenndar eru aðferðir og viðbrögð við hegðun barna. Þau námskeið eru liður í lýðheilsustefnu sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Miðflokksins, setti af stað þegar hann stofnaði ráð- herranefnd um lýðheilsu. Með því að auka færni foreldra við uppeldið er einnig hægt að hafa áhrif á heil- brigðan lífsstíl barna og ungmenna, þ.e.a.s. hvíld, svefn, hreyfingu, mat- aræði og sporna þannig gegn lífs- stílstengdum sjúkdómum. Ef þú, kjósandi góður, ert sammála okkur og hefur áhuga á þessum mál- um er sterkur leikur að merkja X við M þann 26. maí. XM lýðheilsukveðj- ur. Mennta- og uppeldismál í Kópavogi – skólar í fremstu röð Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur »Miðflokkurinn vill skóla í fremstu röð og ætlar að auka samtal milli kennara og for- eldra í Kópavogi og skapa kennurum góð starfsskilyrði ogbetri kjör. Una María Óskarsdóttir Höfundur er varaþingmaður og uppeldis-, menntunar- og lýð- heilsufræðingur. Hún skipar 4. sæti framboðslista Miðflokksins í Kópavogi og var verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýðheilsu. Ég er einn af þeim sem fara með sól í sinni og klæddir í sparifötin á kjörstað. Þannig sé ég fyrir mér 26. maí næst- komandi, þegar kosið verður til borg- arstjórnar Reykja- víkur. Margar góðar ástæður eru til að hlakka til þess dags, ekki síst ef borgarbúum lánast að losna við utangátta ráðstjórnina úr Ráðhúsinu. Nú er óvenju fjölbreytt val enda 16 listar í boði, þannig að allir ættu að finna einhvern framboðslista við sitt hæfi. Það er vel. Á nýliðnu kjörtímabili starfaði ég sem áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Laugardals og þekki að því leyti betur til starfa hinna ýmsu borgarfulltrúa en fjölmiðlar hafa greint frá. Ef marka má skoð- anakannanir virðist gott framlag Svein- bjargar Birnu, óháðs borgarfulltrúa, ekki hafa náð verðskuldaðri athygli borgarbúa. Það er miður og úr því vil ég bæta. Skipulagsslys Allt kjörtímabilið reyndi Svein- björg að vekja athygli fráfarandi meirihluta ráðstjórnarinnar á þeirri blindgötu sem hann stefnir að í skipulagsmálum. Má þar nefna trassaskap í úthlutun lóða fyrir íbúðabyggð, óvild í garð flugvallarins og þrengingu stofnbrauta frá norðri til suðurs, sem er ekki aðeins óþægi- leg fyrir þá sem sitja fastir í umferð heldur beinlínis hættuleg í neyð- artilvikum. Einnig má nefna þéttingu byggðar án bílastæða og í sama stíl og fyrirhugað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut, þar sem gestir og starfs- menn þurfa að leggja bílum í nær- liggjandi hverfum, sé þess kostur. Þá hefur Sveinbjörg gagnrýnt að gömul kosningaloforð um Sundabraut eru svikin, með því að athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson fékk góðfúslega leyfi Dags fyrir íbúðabyggð þar sem brautin átti að koma. Nú, þegar kem- ur að skuldadögum, dregur Dagur upp einhverja óljósa borgarlínu úr pípuhatti sínum. Fáum dylst þó að þessi lína myndi kafkeyra borgarsjóð sem er verulega skuldsettur. Gæluverkefni eða lögbundin þjónusta? Sveinbjörg hefur gagnrýnt sóun fjármuna borgarinnar í æðstu yf- irstjórn, – glórulausa eyðslu í ónauð- synlegar nefndir og embætti til að hygla pólitískum vildarvinum. Allt þetta hefur gerst á sama tíma og lög- bundin verkefni sveitarfélagsins eru sniðgengin. Ábyrg og heiðarleg stjórnun fjármála borgarinnar þýðir að meiri peningar eru afgangs til þjónustu við borgarbúa. Þannig get- ur meirihlutinn sakast við sjálfan sig fyrir að hafa í 8 ár svikið íbúa Laug- ardalshverfisins um aðstöðu til inn- anhúsíþrótta. Þessu ætlar Svein- björg m.a. að breyta fái hún til þess umboð. Vissulega eru komin fram mörg framboð, auk framboðsins „Borgin okkar“, sem taka undir þennan mál- flutning Sveinbjargar og vona ég borgarbúa vegna að þeim gangi vel. Þess vegna kýs ég Sveinu Eftir Sigurð Þórðarson Sigurður Þórðarson » Gott framlag Svein- bjargar Birnu, óháðs borgarfulltrúa, virðist ekki hafa náð verðskuld- aðri athygli borgarbúa. Það er miður og úr því vil ég bæta. Höfundur starfar við blaðamennsku. siggi@ginseng.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.