Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 1
Hin ýmsu andlitÓlafs Egils 20. MAÍ 2SUNNUDAGUR Áttræð ogaldrei litiðbetur út Linda Hilmars-dóttir heldurkonunglegaveislu ítilefni afkonunglegubrúðkaupi 2 Jane Fonda 8 018 Öðruvísiveganréttir girnilegir réttir ættaðir frá Víet-nam 22 6 Hattar ogenskt te L A U G A R D A G U R 1 9. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  117. tölublað  106. árgangur  GJÖRNINGUR Á SVIÐI ÞJÓÐ- LEIKHÚSSINS AUKALEIKARI Í STAR WARS- KVIKMYND SARA BJÖRNSDÓTTIR 14STRÍÐ  53 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf í gær lokaundirbúning sinn fyrir heimsmeist- aramótið í Rússlandi en þá mættu fyrstu fimm leikmennirnir sem komnir voru í frí frá félagsliðum sínum á æfingu á Laugar- dalsvellinum. Þeir hófu æfinguna í glaða- sólskini en síðan skall á hríð og Sigurður Þórðarson kom Herði Björgvini Magnússyni til hjálpar með vettlinga. Fjölmiðlar víða um heim sýna íslenska landsliðinu og þátttöku þess á heimsmeist- aramótinu mikinn áhuga. Sjónvarpsstöðvar frá flestum heimshornum hafa heimsótt landið til að fræðast um íslenska knatt- spyrnuundrið og aðrar hyggja á Íslands- ferð. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur verið í tugum viðtala og er nánast fullbókaður að sögn Ómars Smárasonar, markaðsstjóra og upplýsingafulltrúa KSÍ. Ómar segist fá margar sérkennilegar spurningar, en sú skrýtnasta hafi tengst mörgæsum og mataræði Íslendinga. » 10 og Íþróttir Morgunblaðið/Eggert Skin og skúrir á fyrstu æfingunni fyrir HM Tíu voru myrtir og tíu eru særðir eftir að 17 ára nemandi við fram- haldsskóla í Santa Fe í Texas í Bandaríkjunum skaut á nemendur og kennara skól- ans. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur árásarmaðurinn, Dimitr- ios Pagourtzis, verið hnepptur í varð- hald. Pagourtzis notaði skotvopn sem faðir hans á og hafði leyfi fyrir. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, sagði að mismunandi tegundir af sprengjum hefðu fundist í nálægð við framhaldsskólann. Hann sagði að árásarmaðurinn hefði viljað svipta sig lífi en skort kjarkinn til þess. »28 Tíu manns féllu í Texas  Skotárás í fram- haldsskóla í Santa Fe Árás 10 myrtir og 10 slasaðir í skóla. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að opna minnst 30 veit- ingahús í miðborg Reykjavíkur á næstu 18 mánuðum. Samhliða þess- ari sögulegu fjölgun bendir margt til að mörg veitingahús í miðborginni standi ekki undir núverandi leigu. Það gæti þýtt sársaukafulla aðlögun. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir dæmi um að búið sé að „keyra svo upp leiguna að staðirnir ráða ekki við það“. Vegna breyttrar stöðu í veitingageiranum hefur Reg- inn endurskoðað áform um fjölda veitingarýma á Hafnartorgi. Þurfa fleiri ferðamenn Eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær eru vísbendingar um að spár um fjölgun ferðamanna í ár rætist ekki. Það sama gildir um veitingahús og hótel að fyrirhugað er að stórauka starfsemina í miðborginni næstu ár. Mun sá rekstur eiga mikið undir því að ferðamönnum fjölgi meira. Þeir hagsmunir ná líka til lífeyrissjóða. Mörg veitingahús fylgja hótelum. Má þar nefna að við Laugaveg og Lækjargötu eru að rísa þrjú hótel sem verða með jafnmörgum veitinga- húsum. Við Skúlagötu, Snorrabraut, Hörpu, Héðinsreit og Austurvöll eru sambærileg áform. Þá verður á næstu vikum opnað nýtt hótel með veitingahúsi á Tryggvagötu. Þessi hótel munu rúma á annað þúsund gesti hverja nótt, sem samsvarar hundruðum þúsunda gistirýma á ári. Frumskógarlögmálið ræður Níels S. Olgeirsson, fyrrverandi formaður Matvís, segir félagið ekki hafa haft undan mikilli fjölgun veit- ingahúsa í miðborginni. Þeim hafi fjölgað svo hratt að samtökin hafi ekki getað sinnt eftirliti með aðbún- aði starfsfólks sem skyldi. Ítrekað sé brotið á rétti þess. „Frumskógar- lögmálið er látið ráða í miðbænum. Það er vísvitandi svínað á fólki,“ segir Níels. Áform um tugi veitinga- húsa á tímum samdráttar  Reginn endurskoðar áform um veitingarými á Hafnartorgi Morgunblaðið/Frikki Matur og vín Tugir nýrra veitinga- húsa myndu kalla á hundruð starfa. MHyggjast opna um 30 … »22 Rúmlega 100 manns eru látnir eftir að Boeing 737-flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Havana, höfuðborg Kúbu. Samkvæmt BBC lifðu þrír farþegar brotlendinguna af en eru enn í lífshættu samkvæmt Granma, fréttablaði kúbverska kommúnistaflokksins. Kúbverska ríkisflugfélagið hafði fengið vélina að láni hjá mexíkóska flugfélaginu Demojh. Förinni var heitið til borg- arinnar Holguin á austanverðri Kúbu. Vélin brotlenti á þjóðveginum milli Boyeros og Havana. AFP Kúba Mannskætt flugslys varð nærri kúbversku höfuðborginni, Havana. 100 látnir í flugslysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.