Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Tap Eimskips á fyrsta fjórðungi árs- ins nam 1,6 milljónum evra, eða um 198 milljónum króna á núverandi gengi, samanborið við 200 þúsund evra hagnað á sama tímabili árið 2017. Tekjur félagsins hækkuðu um 8,4% milli ára en þær námu 155,5 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi. Tekjur félagsins jukust einkum vegna aukins flutningamagns í áætl- unarsiglingum á Norður-Atlantshafi og í flutningsmiðlun. Rekstrargjöld hækkuðu um 14,1 milljón evra milli ára og námu 148,3 milljónum evra á fyrsta fjórðungi. Hækkun rekstrargjalda umfram aukningu í tekjum má einkum rekja til kostnaðar við tvö ný skip sem bæst hafa í flotann frá sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld hækkuðu einnig vegna hærri launakostnaðar, aukins olíukostnaðar og kostnaðar í tengslum við skil á leigugámum. Magn í áætlunarsiglingum Eim- skips á Norður-Atlantshafi jókst um 4% á fjórðungnum, en innflutningur til Íslands var undir áætlun, einkum vegna samdráttar í bílainnflutningi. Skýringar óljósar Jóhann Viðar Ívarsson hjá hluta- bréfagreiningu IFS segir tvennt nei- kvætt við uppgjörið. „Það er annars vegar í grunninn hvað arðsemin er lág. Magn- og tekjuvöxturinn í eigin flutningum félagsins er fínn, og magnaukning í sendingarþjónustu einnig en það er greinilega eitthvað að í þeim hluta starfseminnar því tekjuaukning af flutningaþjónustu er talsvert undir magnaukningunni.“ Hann segir jafnframt áhyggjuefni hver skýring félagsins á þessu er og hversu óskýr hún er. „Hún er að sendingarþjónusta í Afríku hafi gengið illa vegna gjaldeyrisvanda- mála eða viðskiptadeilna á svæðinu, allt eftir því hvaða tilkynningu frá fé- laginu maður les. Það kemur óþægi- lega á óvart að það sé þetta svæði sem veldur því að þessi fjórðungur sé vonbrigði fyrir alla samstæðuna.“ Snorri Jakobsson hjá Capacent segir að töluverður mótvindur sé í rekstri Eimskips. Hann nefnir hækkandi olíuverð, styrkingu krón- unnar gagnvart dollar og óróa á ís- lenskum vinnumarkaði. „Við erum að sjá sömu þróun bæði hjá Eimskip og Icelandair þar sem til viðbótar við almenna óvissuþætti hjálpar félög- unum ekki að eiga við íslenskan vinnumarkað og íslenska krónu.“ Fyrsti ársfjórðungur skilar yfir- leitt lægstri framlegð í rekstri Eim- skips, en það á almennt við um skipa- félög á heimsvísu. Síðastliðin fimm ár hefur fyrsti ársfjórðungur skilað að meðaltali 16,5% af afkomu ársins. Afkomuspá Eimskips gerir ráð fyrir að EBITDA-hagnaður ársins verði á bilinu 57 til 63 milljónir evra. Eins og áður hefur komið fram, þá tilkynnti Yucaipa, stærsti eigandi Eimskips, í lok nóvember um mögu- leika á sölu á 25,3% eignarhlut sínum í félaginu. Síðan þá hefur markaðs- virði félagsins lækkað um rúmlega fjórðung. steingrimur@mbl.is Ljósmynd/Larus Karl Ingason Eimskip Markaðsvirði hefur dregist saman um fjórðung síðan í nóvember. Tap hjá Eimskip á fyrsta ársfjórðungi  Afkoman óviðunandi að mati greinenda Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Fyrirtæki til sölu • Steypuframleiðsla og flutningastarfsemi • Veitingastaður í miðborg Reykjavíkur • Lífstílsverslun með fatnað og gjafavöru • Iðnfyrirtæki með málmsmíði og innflutning • Gistihús í miðborginni • Jeppaferðir um hálendið • Heildsala með hárvörur og tengda vöruflokka • Ísbúðir á Reykjavíkursvæðinu • Heildverslun með fæðubótarefni • Öflugar verslanir í Kringlunni Hér eru nokkur dæmi um fyrirtæki til sölu hjá okkur: Investis er með yfir 50 fyrirtæki á sölulista. Um er að ræða fyrirtæki í verslun, iðnaði, ferðaþjónustu og veitinga- starfsemi. Einnig rekstrareiningar úr fyrirtækjum auk sameiningatækifæra. Um 500 fjárfestar eru á póstlista okkar, þeir fá vikulega upplýsingar um fjárfestingar- tækifæri Alltaf til staðar www.n1.is facebook.com/enneinn Maí tilboð 35% afsláttur 9.718 kr. Verð áður: 14.950 kr. 3.244 kr. Verð áður: 4.990 kr. 8.866 kr. Verð áður: 13.640 kr. 9.037 kr. Verð áður: 13.903 kr. 9.742 kr. Verð áður: 14.987 kr. 12.935 kr. Verð áður: 19.990 kr. Fristads jakki vattfóðraður Vnr: 9613 122221 Vatteraður léttur og flottur jakki. Hægt að sérpanta í dökkbláum. Litur: Svart. Stærðir: XS-3XL. Fristads pólóbolur Vnr: 9613 100780 Pólóbolur með hnepptu hálsmáli. Hægt að sérpanta fl liti. Litur: Svartur, Dökkblár. Stærðir: XS-4XL. Fristads jakkapeysa Vnr: 9613 125026 Fristads jakkapeysa. Hægt að sérpanta fl liti. Litir: Grár/svartur. Stærðir: S-3XL. Fristad buxur Vnr: 9613 121632 Streach efni sem gerir buxurnar mjög þægilegar að vera í. Henta vel í alla almenna vinnu. Litur: Svart og grátt. Stærðir: 48-66. Fristads hettupeysa Vnr: 9613 LYS7783/110309 Efni: 100% polyester. Litur: Svartur. Stærðir: XS- 3XL. Jogging iðnaðarbuxur Vnr: 9613 126512 Lausir vasar fyrir iðnaðarmenn. Vasar á lærum. Frábærar buxur fyrir iðnaðarmanninn Litur: Svart. Stærðir: XS-2XL. Akureyri s. 440 1420 •Höfn s. 478 1940 • s. 456 3574 • Húsavík s. 440 1448 • Blönduós s. 467 1010s. 440 1330 •Ólafsvík s. 436 1581 • s. 456 1245 s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum þeim sem tilheyra hótel- rekstri fyrirtækisins. Í tilkynningu frá félaginu segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri að markmiðið sé að selja meirihlutann í félaginu og með því sé ætlunin að skerpa á kjarnastarfsemi fyrirtækisins og fjár- festa frekar í vexti þess á því sviði, í stafrænum lausnum, aukinni sjálf- virkni og nýjum flugvélum. Forsvars- menn fyrirtækisins munu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hins veg- ar ekki útiloka að Icelandair Group verði áfram eigandi að minnihluta í fé- lagi utan um hótelreksturinn. Segir Björgólfur í fyrrnefndri tilkynningu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi fundið fyir miklum áhuga á félaginu að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Icelandair Hotels er með 23 hótel innan sinna vébanda, þar af 10 sem rekin eru undir nafni Hótels Eddu sem er sumarhótelakeðja. Á þessum hótelum eru 1.937 herbergi, 876 í Reykjavík, 450 á landsbyggðinni ásamt 611 herbergjum á fyrrnefndum Eddu-hótelum. Þá vinnur fyrirtækið einnig að opnun nýs hótels við Aust- urvöll í samstarfi við Hilton sem stefnt er að því að opna árið 2019. Ekki er hægt að nálgast nákvæmar upplýsingar niðurgreindar á starf- semi Icelandair Hotels í reikningum Icelandair Group þar sem rekstrar- tölur þaðan eru tvinnaðar saman við starfsemi Iceland Travel. Samanlagð- ar tekjur þeirrar starfsemi námu 218,7 milljónum dollara í fyrra, jafn- virði 22,9 milljarða króna. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu Icelandair Group er ekki stefnt að því að selja starfsemi Iceland Travel. Verður sú starfsemi hluti af kjarnastarfsemi Icelandair Group ásamt ferðaskrif- stofunni VITA. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Icelandair býður hótel- starfsemina til sölu Morgunblaðið/Ásdís Hótel Hilton Reykjavík Nordica er meðal þeirra eigna sem nú eru til sölu.  23 hótel um land allt sem tilheyra rekstrinum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.