Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Öfgarokkið spretturnefnilega svo ljómandi velhér á landi elds og ísa. Þurrkatíð kemur endrum og eins, eðlilega, en angar þessa eins og dauðarokkið, svartmálm- urinn og harðkjarninn þrífast venjulega vel. Senur koma og fara, kynslóðaskipti eiga sér stað, en þorsti Íslendinga í eitt- hvað hratt, hátt og grimmt er mikill, eins og reyndar víðast Dauðarokkið lifir hvar annars staðar á Norður- löndum. Svartmálmurinn er t.d. við einstaklega góða heilsu nú um stundir en mig langar til að fjalla sérstaklega um dauðarokkið í þessum pistli, sem er við sæmileg- ustu heilsu sömuleiðis. Við höfum séð nokkrar bylgjur koma og fara, fyrsta bylgjan skall á upp úr 1990 (Sororicide o.fl.) og sú næsta reis á að giska fimmtán árum síðar (Severed Crotch o.fl.). Í dag fara með himinskautum m.a. Cult of Lilith, Grave Superior, Narthraal, Nexion, Úlfúð, Gruesome Glory og Devine Defilement, svo eitthvað sé nefnt. Og mektarsveitin Beneath, sem verður nú gerð að sérstöku umfjöllunarefni. Sveitin var stofnuð veturinn 2007-2008 og hefur haft á að skipa fjölda manns í gegnum tíð- ina, m.a. nokkrum af hetjum fyrstu bylgjunnar. Stuttskífan Hollow Empty Void kom svo út 2010 á vegum Mordbrann Musikk en fyrsta breiðskífan, Enslaved by Fear, kom út árið 2012 á Unique Íslendingar, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, eru hallir undir öfgarokk. Hér verður rýnt í dauðarokkssenu dagsins í dag auk þess sem nýjasta verk Beneath er sett undir smásjána. Bleikur og grænn er heiti sýningar á Anitu Hirlekar sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi í dag, laugardag, kl. 15. Sýningin er á báðum hæðum Ketilhússins. Í tilkynningu um sýninguna segir að í hugmyndafræði Anítu sameinist handverk og tískuvitund með ein- kennandi hætti. Listrænar lita- samsetningar og handbróderaður stíll séu áberandi þættir í hönnun hennar. Þá er sagt vel við hæfi að nota orð- færi listfræðinnar þegar hönnun Anitu er skoðuð. Anita sækir inn- blástur í myndlist og tekst á við verkefni sín á forsendum hennar. „Vísun til myndhöggvarans er til að mynda ekki fráleit þegar horft er til Anitu; sniðin hennar eru gjarnan skúlptúrísk. Þau taka sitt eigið form en fylgja ekki endilega líkamanum.“ Aníta Hirlekar lauk árið 2012 BA- námi í fatahönnun með áherslu á textílprent og síðan MA-gráðu í textílhönnun fyrir tískufatnað frá Central Saint Martins í London árið 2014. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars á tískuvikunum í London og París, í Espoo Museum of Modern Art í Finnlandi og í Hönnunarsafni Íslands. Aníta var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 og hönnun hennar var í forvali fyrir Hönnunarverðlaun Ís- lands 2015. Hún hlaut Fashion Special Prize í International Talent Support hönnunarkeppninni á Ítalíu árið 2014. Sýningin stendur í allt sumar, til 16. september og verður opin alla daga frá kl. 10 til 17. Anita Hirlekar sýnir í Ketilhúsinu Listræn hönnun Handverk og tískuvitund sameinast í verkum Anitu Hirlekar sem opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri í dag. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Samþykkt borgarráðs á fimmtudag um viljayfirlýsingu á milli Reykjavík- urborgar og hjónanna Unu Dóru Copley og Scott Jeffries, um að sett verði á fót listasafn sem beri nafn Nínu Tryggvadóttur (1913-1968), móður Unu Dóru, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Borgin mun fá hið viðamikla lista- verkasafn Nínu að gjöf, auk verka eftir eiginmann hennar, lista- og vísindamanninn Al Copley (1910- 1992), og verk eft- ir aðra listamenn sem þau áttu. Vel á annað þúsund listaverk alls. Viljayfirlýsingin felur í sér að Una Dóra og Scott arfleiða Reykjavík- urborg að fasteignum sínum á Man- hattan og í Reykjavík. Safnið í nafni Nínu á að verða sjálf- stæð eining, með sjálfstæðri stjórn og framkvæmdastjóra. Í safninu munu verða fastasýningar á verkum Nínu auk annarrar fjölbreyttrar starfsemi á sviði myndlistar. Stefnt er að því að finna safninu stað í Hafnarhúsinu og veitti borgarráð borgarstjóra heimild til að undirrita viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um kaup á eignarhlut þeirra í Hafn- arhúsinu. Miðað skal við að 2/3 hlutar þess rýmis sem keypt verður af Faxaflóahöfnum verði nýttir undir safn Nínu Tryggvadóttur og Lista- safn Reykjavík, sem þegar er í stórum hluta hússins, fái aukið pláss. Nína var einn merkasti myndlist- armaður þjóðarinnar á liðinni öld, hvort sem horft er til fígúratífra verka hennar frá fjórða og fimmta áratugnum, mósaíkverka eins og í Skálholtskirkju og á Tollhúsinu, eða áhrifamikilla abstrakverkanna frá seinni hluta ferilsins. „Flytja Nínu aftur heim“ „Þetta er stórmerkilegur við- burður í íslenskri menningarsögu og frábært að fá tækifæri til að flytja Nínu aftur heim,“ segir Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, en hann undirritaði viljayfirlýsinguna með Unu Dóru og Scott í New York. „Gjöf þeirra Unu Dóru og Scott er höfðingleg og ég efast ekki um að Reykjavíkurborg muni gera allt til að sýna Nínu Tryggvadóttur þá virðingu sem hún á skilið. Með þessari höfð- inglegu gjöf skapast jafnframt ein- stakt tækifæri til að gera Hafnar- húsið að listamiðstöð sem á eftir að auðga menningarlíf Íslendinga enn frekar og efla miðborgina.“ Sigurður Björn segir hjónin hafa komið að máli við borgaryfirvöld síð- asta haust, með tillögu um safn með verkum Nínu, og síðan hafi hún verið rædd. Hjónin hafi talað um að þau vildu „flytja Nínu aftur heim“. Hann segir þetta mikla gjöf og það felist ábyrgð í því að taka við henni. „Þetta verður sjálfstæð stofnun með sjálfstæðri stjórn,“ svarar hann þeg- ar spurt er hvort safnið með verkum Nínu verði hluti af Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsinu. „Hún hefur listrænt og fjárhagslegt sjálfstæði.“ Aðilar viljayfirlýsingarinnar gefa sér ríflega eitt ár til þess að ganga frá endanlegum samningum um fyrir- komulag gjafarinnar og stofnun safnsins. Una Dóra og Scott hyggjast arfleiða borgina að fasteignum sínum að sér gengnum og styður það rausn- arlega við stofnun safnsins. „Fyrsti hluti verkanna kæmi þegar húsnæðið yrði tilbúið og miðað er við að það verði um 1.500 verk sem sér- staklega endurspegli feril Nínu alveg frá námsárum; glerlistaverk, teikn- ingar, málverk, og geti staðið undir föstum sýningum sem og rann- sóknum.“ Með tímanum kæmi af- gangur verkanna í safnið, eftir Nínu, Al Copley og aðra. „Við leggjum öll áherslu á að þetta safn muni ekki bara sýna verk Nínu Tryggvadóttur og Al Copley heldur verður þetta lif- andi, sterk og öflug listamiðstöð með jafnt sýningum genginna listamanna sem samtímalistamanna,“ segir Sig- urður Björn. Viljayfirlýsing Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, Una Dóra Copley og Scott Jeffries við undirritun viljayfirlýsingarinnar á heimili hjónanna í East Village í New York. Listamaðurinn Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter stendur fyrir aftan þau, við eitt hinna fjölmörgu málverka eftir Nínu Tryggvadóttur á heimilinu. Verður lifandi, sterk og öflug listamiðstöð  Stefnt á safn um Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsinu Nína Tryggvadóttir Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 20. maí: 2 fyrir 1 af aðgangseyri Heiðnar grafir í nýju ljósi – ný sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Síðasta sýningarhelgi afmælissýningar Þjóðskjalasafns Íslands: Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.