Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Viðskiptablaðið fjallaði í vikunnium Sósíalistaflokkinn og verka- lýðsfélagið Eflingu, sem nú hafa sameinast, nema ef til vill að formi til: „Hún lét ekki mikið yfir sér frétt- in um að Þráinn Hallgrímsson, hinn þaulreyndi skrif- stofustjóri Eflingar, hefði látið af störfum hjá stéttarfélaginu, en hann hefur starf- að hjá félaginu frá stofnun og þar áður hjá hinni sögufrægu Dagsbrún.    Fyrr í mán-uðinum tók Viðar Þorsteinsson við nýju starfi fram- kvæmdastjóra hjá Eflingu. Þráinn mun hafa orðið manna mest hissa, þegar Viðar var kynntur á starfsmanna- fundi sem nýr framkvæmdastjóri – ekki skrifstofustjóri – en aðrir starfsmenn Eflingar eru sagðir ugg- andi um að frekari hreinsana sé að vænta.    Viðar er í framkvæmdastjórnSósíalistaflokksins og kunnur róttæklingur á vinstri jaðri vinstri jaðars íslenskrar þjóðmálaumræðu. Miklar sviptingar hafa verið í Efl- ingu að undanförnu, en í mars sigr- aði Sólveig Anna Jónsdóttir, annar flokksbroddur Sósíalistaflokksins, formannsslaginn í Eflingu með yfir- burðum.“    Yfirtaka skósveina GunnarsSmára Egilssonar á verkalýðs- félagi er umhugsunarverð fyrir launþega, en skýrist þó sennilega af alvarlegu áhugaleysi almennings á verkalýðsfélögum.    Þannig nýtur núverandi formaðurEflingar aðeins stuðnings 12,7% félagsmanna og formaður VR hefur 10,7% félagsmanna á bak við sig. Viðar Þorsteinsson Sósíalistar hefja hreinsanir á ný STAKSTEINAR Gunnar Smári Egilsson Veður víða um heim 18.5., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 6 léttskýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 16 léttskýjað París 18 heiðskírt Amsterdam 11 skýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 14 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 16 skúrir Algarve 21 léttskýjað Madríd 15 þrumuveður Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 27 skýjað Winnipeg 7 rigning Montreal 11 skýjað New York 17 alskýjað Chicago 17 þoka Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:59 22:50 ÍSAFJÖRÐUR 3:36 23:23 SIGLUFJÖRÐUR 3:18 23:07 DJÚPIVOGUR 3:22 22:26 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borið hefur á því undanfarna mán- uði að stöðumælaverðir hafa sektað ökumenn sem lagt hafa á lóðinni Klapparstíg 19. Meira að segja hef- ur það gerst að eigendur lóð- arinnar hafi fengið sektir, þegar þeir hafa lagt þar. Allar sektirnar eru í óþökk eigenda lóðarinnar sem er eignarlóð og hafa þeir kvartað formlega við bílastæðasjóð Reykja- víkur. Ákvörðun felld úr gildi Eigendur lóðarinnar hafa lengi átt í samskiptum við Reykjavíkur- borg og lagt til ýmsar tillögur um uppbyggingu á lóðinni. Í síðustu umferð lögðu þeir fram, að tillögu borgarinnar, tillögu að deiliskipu- lagi sem gerði ráð fyrir verndun steinbæjarins og að byggja nokkur lítil hús á lóðinni. Í því fólst að rífa íbúðarhúsið á Veghúsastíg 1 sem dæmt hefur verið ónýtt. Eftir að tillagan hafði verið samþykkt í skipulagsráði og borgarráði til- kynnti formaður skipulagsráðs, Hjálmar Sveinsson, að hann hefði skipt um skoðun og var tillagan felld í borgarstjórn. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi rannsókn máls- ins og rökstuðningi áfátt og felldi ákvörðun borgarstjórnar úr gildi. Þannig stendur málið. Stefán S. Guðjónsson, talsmaður eigenda lóðarinnar, bendir á að vinna eigendanna hafi alla tíð geng- ið út á það að þeir gætu haft eðli- legar tekjur af lóð sinni en ekki fengið vegna afstöðu Reykjavík- urborgar. Því skjóti það skökku við að borgin í gegn um bílastæðasjóð sé farin að hagnýta sér hana. „Ég er ekki löglærður maður en hef heyrt á það minnst að þetta kynni að flokkast undir nytjastuld,“ segir hann. Tilbúnir í samstarf Eigendurnir gera athugasemdir við að lagðar séu á sektir vegna stöðubrota þegar menn leggja inni á lóðinni. Þeir segjast aftur á móti áhugasamir um að semja um að Bílastæðasjóður innheimti gjöld vegna stöðubrota fyrir hönd lóð- areigenda og óska jafnframt eftir upplýsingum um sektir sem lagðar hafa verið á ökumenn sem lagt hafa inni á lóðinni hingað til. Morgunblaðið/Valli Klapparstígur 19 Ökumenn sem leggja á lóðinni greiða gjarnan stöðugjald enda sjálfsali fyrir framan, þótt lóðin sé ekki á forræði borgarinnar. Sekta ökumenn í óþökk lóðareiganda Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.