Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Sumarkort og námskeið á sérstöku vortilboði Kynntu þér málið á jsb.is FARÐU FERSK inn í sumarið! Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti stofnun Þróunar- miðstöðvar heilsugæslu í gær en í þessari stofnun felst rúmlega 80 milljóna króna fjáraukning til ís- lensku heilsugæslunnar. Þróunarmiðstöðin leysir af hólmi Þróunarstofu Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins sem hefur verið starfrækt frá árinu 2009. Eitt af meginmarkmiðum stofnunarinnar er að samræma og samhæfa heil- brigðisþjónustu á landsvísu og þann- ig tryggja jafnan aðgang allra lands- manna að sambærilegri heilsugæslu óháð landshlutum. Skipar fagráð með breiðri fagþekkingu Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð Þróunarmiðstöðvarinnar en í því mun sitja fulltrúi frá hverri heil- brigðisstofnun sem rekur heilsu- gæslustöð, einn fulltrúi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, einn frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn frá heilbrigðisvís- indasviði Háskólans á Akureyri. Forstöðumaður Þróunarmiðstöðv- arinnar verður ráðinn af Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við búum við mjög gott heil- brigðiskerfi á alþjóðlegan mæli- kvarða en við vitum líka að það er að sumu leyti brotakennt og skortir samfellu í þjónustunni,“ sagði Svan- dís er hún tilkynnti stofnun mið- stöðvarinnar. Heilsu- gæsla samræmd Ráðherra Svandís Svavarsdóttir.  Þróunarmiðstöð heilsugæslu stofnuð Morgunblaðið/Valli BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að opna um 30 veitinga- staði í miðborginni á næstu 18 mán- uðum. Margir verða á nýjum þétting- arreitum sem hafa verið lengi í undirbúningi. Þá er áformað að opna nokkra staði árið 2020. Skal tekið fram að staðirnir verða af öllum stærðum og gerðum. Allt frá litlum stöðum í Granda mathöll yfir í stóra staði sem kostar jafnvel hundr- uð milljóna að standsetja. Nokkrir staðanna verða við Aust- urhöfn og Hafnartorg. Þau rými eru í eigu fasteignafélagsins Regins. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reg- ins, segir aðspurður að eðlilega hafi hægt á vexti ferðaþjónustunnar, vöxt- urinn geti ekki verið með veldisvexti til eilífðarnóns. Hins vegar megi ekki tala markaðinn niður þó að nú hægi á. Áformin voru endurskoðuð Helgi segir áform um fjölda veit- ingarýma á Hafnartorgi hafa verið endurskoðuð út frá stöðunni á veit- ingamarkaði í miðbænum. „Nú er mikið talað um erfiða stöðu á þessum markaði. Við hjá Regin telj- um jákvætt að ferðaþjónustan vaxi ekki áfram eins hratt og hún hefur gert. Það er gott að það hægi á grein- inni, innviðir okkar lands ráða ekki við svo mikla þenslu. Nú fáum við tækifæri til að bæta innviði, gæði þjónustu og styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja. Við megum ekki gleyma því að hingað kemur gríðarlegur fjöldi ferðamanna. Árlegur vöxtur upp á 5-10% vegur því þungt,“ segir Helgi. Hann segir Regin leigja rými undir nokkur veitingahús. Reginn horfi til langs tíma og kjósi að hafa leiguna hóflega. „Við vitum af nokkrum verkefnum þar sem búið er að keyra svo upp leig- una að staðirnir ráða ekki við það. Við hjá Regin teljum ekki rétt að starfa þannig,“ segir Helgi. Hann bendir á að Marriott Edition hótelið við Hörpu muni laða að fágæt- isferðamenn. Hótelið og önnur starf- semi á Austurbakkasvæðinu verði segull fyrir Reykjavík. 10-12 þúsund á fermetra Haft var eftir Hrefnu Sætran veit- ingamanni í Morgunblaðinu í gær að verið væri að loka veitingastöðum. Sérfræðingur sem óskaði nafn- leyndar sagði leiguverðið í mörgum veitingarýmum of hátt. Verðið hefði verið hækkað í 10-12 þúsund krónur á fermetra. Með hliðsjón af því og hækkandi launakostnaði ætti ekki að koma á óvart þótt rekstur þyngdist. Sambærileg úttekt birtist í Morg- unblaðinu í fyrrasumar. Síðan hafa nokkrir veitingastaðir verið opnaðir í miðborginni. Meðal þeirra eru Sum- ac, Lauf og Nostra á Laugavegi, Gott Reykjavík í Hafnarstræti, Lamb Street Food á Granda og Lof á Mýr- argötu. Nýja samantektin er ekki tæmandi. Margt er í pípunum. Hyggjast opna um 30 veit- ingahús næstu 18 mánuði  Gríðarleg fjárfesting áformuð í miðborginni  Húsaleigan orðin íþyngjandi Hverfisgata 94-96 Snorrabraut 547 Laugavegur 4-6 Brynjureitur Klapparstígur Frakkastígsreitur (2) Radisson Red hótel Skúlagötu 26 Tryggvagata 10-14 (2) Lækjargata 12 Vegamótastígur 7-9 Landssímahúsið1 Höfðatorg6 Hörpuhótel Austurhöfn (5) Hafnartorg3 Skólavörðustígur 32 Laugavegur 95-994 Laugavegur 55 Dæmi um áformuð veitingahús í miðborginniMýrargata 18 Héðinsreitur5 Grandinn mathöll (9) Hverfisgata 85-932 1. Icelandair Parliament Hótel. 2. Ágiskun framkvæmdaaðila. Ekki ákveðið. 3. Jafnframt kemur annað veitingahús til greina. 4. Fleiri leigurými verða í húsinu. Fjöldi veitingahúsa ekki ákveðinn. 5. Fleiri leigurými verða í húsinu. Fjöldi veitingahúsa ekki ákveðinn. 6. Það kemur til greina að hafa veitingarými á jarðhæð. 7. Tímasetning gæti breyst. Tilbúið 2018 Tilbúið 2019 Tilbúið 2020 Fjöldi veitingastaða í svigum 45% þeirra íbúa Sandgerðis og Garðs sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sveitarfélagið skiluðu auðu. Voru flest atkvæðin í þeim dálki. Greidd voru atkvæði á milli tveggja nafna. Heiðarbyggð fékk fleiri atkvæði en Suðurbyggð, 64% þeirra sem afstöðu tóku. Atkvæði í seinni umferð nafna- kosningarinnar voru talin í gær. 500 tóku þátt, heldur færri en í fyrri um- ferðinni þegar greidd voru atkvæði milli fimm nafna, en það samsvarar tæplega 20% þeirra íbúa sem rétt áttu á að taka þátt. Niðurstaðan er leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn. Róbert Ragn- arsson verkefnastjóri viðurkennir að fjöldi auðra bendi til þess að margir hafi ekki viljað þessi nöfn. Nöfnin tvö fengu mun færri atkvæði en í fyrri umferðinni sem þýðir að fjöldi fólks hefur fallið frá stuðningi við þau. Nafnið Suðurnesjabyggð var tals- vert í umræðunni en örnefnanefnd hafnaði þeirri tillögu. Róbert segir að vissulega geti ný sveitarstjórn ákveð- ið það nafn eða önnur en eigi þá á hættu að ráðherra vilji virða álit ör- nefnastofnunar og staðfesti ekki nafnið. Segir hann að ekki hafi fund- ist dæmi um að ráðherra hafi gengið gegn áliti stofnunarinnar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garður Byggðahverfin í Garði verða í Heiðarbyggð ef ný sveitarstjórn ákveður að taka upp það nafn sem flest atkvæði fékk í atkvæðagreiðslu. Auðir reyndust atkvæðamestir Níels S. Olgeirsson, fyrrverandi formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, Matvís, segir mörg dæmi um að pottur sé brotinn í veitingarekstri í miðborginni. Hröð fjölgun veitingastaða feli í sér margvíslegar áskoranir. „Undanfarin ár hefur verið áskorun að manna stað- ina. Það tekur fjögur ár að mennta mannskapinn í matreiðslunni og þrjú ár í framreiðslunni. Sú fjölgun útskrifaðra nemenda dugir ekki til því þróunin er svo hröð. Þetta er orðinn svolítill frumskógur. Frumskógar- lögmálið er látið ráða í miðbænum. Það er vísvitandi svínað á fólki. Það er mikið álag og mikil keyrsla,“ segir Níels. Hann segir veitingamenn ítrekað brjóta á kjarasamningsbundnum réttindum félagsmanna í Matvís. „Við höfum haft í nógu að snúast við að leita réttar okkar félagsmanna. Menn fara út fyrir öll velsæmismörk í að túlka kjarasamningana og losa sig undan ýmsum þáttum sem eru í kjarasamningum. Þetta komast menn upp með í krafti þess að það er verið að ráða marga útlendinga. Þeir þekkja síður sína stöðu. Svo er verið að setja þá í röng stéttarfélög. Við önnum ekki vinnustaðaeftirlit- inu. Við náum ekki utan um það. Þetta er orðið svo mikið,“ segir Níels sem segir Matvís hafa lagt mikið upp úr slíku eftirliti. Frumskógarlögmálið ráðandi BROTIÐ Á STARFSMÖNNUM VEITINGAHÚSA Níels S. Olgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.