Morgunblaðið - 30.05.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018
Einn þeirra sem lögðu mat ástöðuna eftir borgarstjórn-
arkosningarnar
var Stefán Pálsson,
sem skrifaði: „Ég
var svo sem tilbú-
inn að afsaka það
ef meirihlutinn
félli með því að
einn aðildarflokk-
anna hefði verið
lagður niður … en það skýrir
ekki að hinir þrír tapi samanlagt
talsverðu fylgi.
Kosningabaráttan leiddi í ljósað meirihlutinn var mun
óvinsælli en ég hafði áttað mig á.
Jafnvel stuðningsmenn meiri-
hlutaflokkanna gátu tekið undir
margt í gagnrýni andstæðing-
anna á stjórnina. Það var hægt
að fá fólk til að lýsa yfir ánægju
með einstaklinga í meirihlut-
anum, en réttlætingin fyrir sam-
starfinu sem slíku var helst sú að
allt væri skárra en helvítin þau
Eyþór og Vigdís. Slíkt upplegg er
ekki vænlegt í pólitík.
Þannig að ég er mjög skept-ískur á það ef fólk dregur þá
ályktun af þessum kosningaúr-
slitum að best sé að reyna að
endurskapa gamla meirihlutann í
sem óbreyttastri mynd – t.d. með
því að ímynda sér að Viðreisn sé
jafngildi Bjartrar framtíðar. Í
fyrsta lagi er það ekki rétt. Í
öðru lagi væri það óskynsamlegt.
Ég held að fólk hljóti að horfatil árangurs bæði Sósíal-
istaflokksins og Flokks fólksins,
ef á annað borð er ætlunin að
reyna að halda lífi í gamla partí-
inu.“
Það er mikið til í þessu, og at-hyglisvert að jafnvel vinstri-
maðurinn Stefán Pálsson hafi efa-
semdir um að rétt sé að vekja
upp fallna vinstri meirihlutann.
Stefán Pálsson
Efasemdir um
uppvakning
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 29.5., kl. 18.00
Reykjavík 10 súld
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 20 léttskýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 26 léttskýjað
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 26 heiðskírt
Lúxemborg 21 léttskýjað
Brussel 21 skúrir
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 17 þoka
London 16 skúrir
París 22 alskýjað
Amsterdam 21 skúrir
Hamborg 30 heiðskírt
Berlín 31 heiðskírt
Vín 27 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 14 skúrir
Barcelona 24 léttskýjað
Mallorca 20 skúrir
Róm 27 heiðskírt
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 27 léttskýjað
Montreal 21 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 23 heiðskírt
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:27 23:24
ÍSAFJÖRÐUR 2:49 24:12
SIGLUFJÖRÐUR 2:30 23:57
DJÚPIVOGUR 2:47 23:03
Færeyski kútterinn Westward Ho
er væntanlegur til landsins um sjó-
mannadagshelgina.
Sú hefð hefur skapast að kútterinn
komi hingað á þessum árstíma,
þriðja hvert ár.
Kútterinn hefur fengið góðan byr
síðan hann lagði af stað frá Færeyj-
um og er hann væntanlegur til Vest-
mannaeyja í dag, miðvikudag. Hann
mun svo koma til Akraness á
fimmtudag og síðan kemur hann til
Reykjavíkur á Hátíð hafsins á laug-
ardaginn kemur. Í áhöfn eru 14
manns, sjö Færeyingar og sjö Ís-
lendingar.
Hann mun svo sigla til baka í
næstu viku og sem fyrr verða Fær-
eyingar og Íslendingar í áhöfn.
Almenningi gefst tækifæri til að
skoða kútterinn þegar hann er í
höfn. Hann hefur ætíð vakið mikla
athygli þegar hann hefur komið
hingað til lands.
Kútterinn Westward Ho var smíð-
aður í Grimsby árið 1884 og er í eigu
Þórshafnar, en rekinn af félagi sem
nefnist Sluppvinir. Koma skipsins
hingað til lands byggist á samkomu-
lagi Þórshafnar í Færeyjum og
Faxaflóahafna um að auka samstarf
milli Íslands og Færeyja á sviði
menningar- og ferðamála.
sisi@mbl.is
Færeyski kútterinn er kominn
Westward Ho kemur þriðja hvert ár
hingað Alltaf um sjómannadagshelgi
Morgunblaðið/Ernir
Westward Ho Kútterinn vekur ætíð
mikla athygli þegar hann kemur.
Hæsta verð
fékkst fyrir mál-
verk eftir Jó-
hannes S. Kjarval
á listmunaupp-
boði hjá Galleríi
Fold í fyrrakvöld.
Blómakörfumynd
Kjarvals var sleg-
in hæstbjóðanda
á 3,5 milljónir
sem er lægra
verð en aðrar blómakörfumyndir
Kjarvals á uppboðum Foldar.
Blómakörfumyndin er talin eitt af
lykilverkum Jóhannesar S. Kjarvals,
að mati uppboðshaldara. Myndin var
metin á 6 til 7 milljónir króna. Gall-
eríið hefur boðið upp tvær blóma-
körfumyndir Kjarvals. Sú fyrri fór á
4,5 milljónir og sú sem síðast var
seld fór á 6 milljónir.
„Fyrirfram veit maður ekkert
hvað gerist,“ segir Jóhann Ágúst
Hansen, framkvæmdastjóri og upp-
boðshaldari Gallerís Foldar um
verðið nú. Hann telur að þótt mynd-
in hafi farið á lægra verði á uppboð-
inu nú en vonast var til hafi verðið
verið yfir lágmarksverði seljandans
og verðið sé í hærra lagi miðað við
verk Kjarvals. helgi@mbl.is
Slegið Uppstoppað
svartbjarnarhöfuð
var boðið upp.
Verk á 3,5
milljónir
Blómakörfumynd
á hálfu matsverði