Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 9

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 9
LÆKNAblaðið 2017/103 529 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Vaxandi framboð á sjónvarpsefni, leikjatölvum, spjaldtölvum, öflugri og öflugri snjalltækjum hefur gjörbreytt lífsmynstri okk- ar allra. Bandaríski geðlæknirinn Victoria L. Dunckley er meðal brautryðjenda á Vesturlöndum í að gera skipulega grein fyrir því hvernig yfirdrifinn rafrænn skjátími truflar börn okkar og ung- linga.1 Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2014 eru 95% Íslendinga virkir netnotendur, sem er hærra hlutfall en í öðrum Evrópuríkjum. Fram hefur komið að 83% menntskælinga kannast við að nota snjallsíma undir stýri og jafnvel að senda textaskilaboð. Í nýlegri könnun á barna- og unglingageðdeild Landspítala kom fram að rafrænn skjátími skjólstæðinga er 5-7 klukkustundir á dag. Flestir foreldrar töldu þennan tíma of langan. Þessar niðurstöð- ur valda áhyggjum því börn með flókin frávik í taugaþroska eða geðræna erfiðleika eru viðkvæmari en önnur börn fyrir truflun af völdum hinna rafrænu skjátækja. Offitufaraldur geisar á heimsvísu hjá börnum og unglingum. Á Íslandi hefur líkamsþyngdarstuðull skólabarna hækkað frá komu sjónvarpsins 1966 þó hægt hafi á vextinum undanfarin ár samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. Svefnraskanir eru algengari en áður og svefnlyfjanotkun barna og unglinga fer mjög vaxandi, kvíði eykst hjá unglingsstúlkum og örorka meðal ungra karlmanna. Ófrjósemi og stoðkerfisvandi vegna einhæfra hreyfinga við skjátækin hafa einnig aukist. Talið er að langur skjá- tími geti valdið mígreni, flogaköstum og valdið skertri félagsfærni, námsgetu og frammistöðu í starfi. Bandarísku barnalæknasamtök- in hafa fylgst grannt með þessari þróun og hvatt foreldra til þess að reisa skorður við rafrænum skjátíma barna sinna og unglinga. Ekki ríkir eining um meinsköpunarferla og greiningarskilmerki fyrir alvarlegan netávana eða netfíkn (internet addiction) en þó er um vaxandi vandamál að ræða á heimsvísu. Mestur er vandinn í austurlöndum fjær þar sem hin stafræna bylting reið fyrst í garð. Þar líta stjórnvöld á hina stafrænu tæknibyltingu sem orsök meiriháttar lýðheilsuvanda. Samskiptaforrit og margir tölvuleikir eru hannaðir til þess að gefa hraða viðgjöf sem örvar trúlega verð- launabrautir í heilastofni (ventral tegmental area) sem liggja fram til framheila (nucleus accumbens). Þessar brautir seyta dópamíni og valda vellíðan eða sigurtilfinningu. Yfirdrifin virkjun þessara brauta gæti hugsanlega skýrt hvernig ávani í rafræn skjátæki getur þróast. Myndgreiningarrannsóknir af heila, eins og starfræn seg- ulómun, benda til þess að netfíkn skaði heilann og valdi truflun í dópamínefnaskiptum.2 Þeim mun yngri sem börn eða unglingar byrja að neyta ávana- og fíkniefna því styttri tími líður til alvarlegs ávana eða fíknar. Trúlega á það líka við um ávanabindandi notkun rafrænna skjátækja. Í 11. útgáfu greiningarkerfis Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (ICD 11, beta draft) er nýr greiningarflokkur sem kallast raskanir vegna fíknihegðunar annarrar en neyslu ávana- bindandi efna. Umdeilt er hvort sú þráðlausa örbylgjugeislun sem tengist rafrænum skjátækjum sé hættulaus eða geti hugsanlega valdið heilsutjóni, til dæmis krabbameini í stoðfrumum taugakerfisins (glioma). Þráðlaus örbylgjugeislun er ekki nægilega orkumikil til þess að kljúfa rafeindapör en svo virðist sem hún geti truflað andoxunarkerfi frumnanna við að eyða frjálsum róttæklingum.3 Sú verkun gæti valdið krabbameinum í þeim sem viðkvæmastir eru fyrir þessari tegund geislunar.4 Mikla farsímanotkun í 10-15 ár þarf til. Tvær alþjóðlegar nefndir hafa komist að ólíkri niðurstöðu hvað þetta áhrærir. ICNIRP (International Commission for Non- Ionizing Radiation Protection) segir þráðlausa örbylgjugeislun lík- lega skaðlausa fyrir utan að hún getur hitað upp vefi. IARC (The International Agency for Research on Cancer) telur þráðlausa ör- bylgjugeislun mögulegan krabbameinsvald í mönnum. Rannsókn þar sem rottur voru aldar upp í sambærilegri örbylgjugeislun og farsímar senda frá sér sýndi að karlrottur í rannsóknarhópi fengu sambærileg krabbamein og tengd hafa verið yfirdrifinni farsíma- notkun í mannfólki. Engin slík krabbamein fundust í viðmiðun- arhópi.5 Stafræna tæknibyltingin hefur haft marga kosti í för með sér. Við þurfum að læra að umgangast hana af hófstillingu og skynsemi. Yfirdrifinn rafrænn skjátími er nýtt lýðheilsuvandamál. Mikil þörf er á markvissri fræðslu til foreldra svo þeir setji börnum sínum hæfileg mörk varðandi notkun rafrænna skjátækja. Skerpa þarf á alþjóðlegum öryggisstöðlum gagnvart þráðlausri örbylgjugeislun. Heimildir 1. Dunckley VL. Reset your‘s child brain, New World Library, Kaliforníu 2015. 2. Zhu Y, Zhang H, Tian M. Molecular and functional imaging of internet addiction. Biodmed Res Int 2015; 2015: 378675. 3. Havas M. When theory and observation collide: Can non-ionizing radiation cause cancer? Environ Pollut 2017; 222: 501-5. 4. Momoli F, Siemiatycki J, McBride ML, Parent MÉ, Richardson L, Bedard D, et al. Probabilistic Multiple-Bias Modeling Applied to the Canadian Data From the Interphone Study of Mobile Phone Use and Risk of Glioma, Meningioma, Acoustic Neuroma, and Parotid Gland Tumors. Am J Epidemiol 2017; 186: 885-93. 5. Wyde M, Cesta M, Blystone C, Elmore S, Foster P, Hooth M, et al. Report of Partial Findings from the National Toxicology Program Carcinogenesis Studies of Cell Phone Radiofrequency Radiation in Hsd: Sprague Dawley® SD rats (Whole Body Exposures). National Toxiclogy Program 2016, biorxiv.org/content/early/2016/06/23/055699 - nóvember 2017. New concerns in digital age Björn Hjálmarsson child and adolescent psychiatrist, MA in bioethics Dept. of Child and Adolescent Psychiatry Landspítali-University Hospital https://doi.org/10.17992/lbl.2017.12.162 Vaxtarverkir stafrænnar tæknibyltingar Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir barna- og unglingageðdeild Landspítala bjornhj@landspitali.is Meðferð við gáttatifi ELIQUIS minni hætta á heilaslagi miðað við warfarin1 minni hætta á meiriháttar blæðingum miðað við warfarin1 1Granger VB et al. N Engl J Med. 2011:365:981-992 Sjá samantekt á eiginleikum lyfs Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heila- slagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýsting, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. PFI-17-09-02 / PP-ELI-DNK-0080 September 2017

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.